Morgunblaðið - 27.05.1966, Side 7
Fösíuðagur TT. ma! 1966
MORGUNBLAÐIÐ
7
IJr Þjóðminjasafni
„Kvendið hreppi er keflið á
kvenmanns dyggða gnóttir.
Þekk sú heitir þornagná,
Þórunn Hannesdóttir."
Þessar ljóðlínur eru letrað-
ar á „Trafakefli", það sem
Þórunn Hannesdóttir, í Skál-
holti átti. — Þórunn var dótt
ir Hannesar Finnssonar bisk-
ups í Skálholti. — Faðir >ór-
unnar, var hinn mesti lær-
dómsmaður. og stjórnsamur
biskup. — Hann gaf út fornrit
til dæmis: „Landnámu“, svo
eitthvað af öllum hans rit-
gerðum sé hér til nefnt. —
Hannes varð aðstoðarmaður
föður síns í biskupsembættinu
frá 1777, og eftirmaður hans
til ársins 1796, og þess má
einnig getá, að hann var síð-
asti Skálholtsbiskupinn, sem
sat • þar. — Þórunn Hannes-
dóttir, giftist Bjarna Þorsteins
syni, (Thorsteinson), amt-
manni, og bjuggu þau á Arn-
arstapa á Snæfellsnesi. •—
Þau eignuðust þrjá syni, sem
allir urðu landskunnir menn,
Finnur sonur þeirra var bæjar
fógetafulltrúi í Álaborg í
Danmörku, Árni, var land-
fógeti, og Steingrímur Thor-
steinsson, skáld og rektor
Menntaskólans í Reykjavík.
— í eftirmælum eftir Stein-
grím Thorsteinsson skáld,
kemst- Haraldur Níelsson, svo
að orði um hann: „í sönghelli
íslenz'ku þjóðarinnar, hefur
rödd hans hljómað lengi, og
heyrist þar enn, þótt hann
sjálfur sé liðinn.“ — Mér
finnst vel til fallið að enda
þessar línur með einu af
kvæðum Steingríms. —
í föðurgarði fyrrum,
er frjórri rís á grund.
Ég ólst í afdal kyrrum,
við unaðs-lund.
Æskudalur ástkær mér,
ótal sinnum heilsa ég þér.
í föðurgarði fyrrum,
á frjórri grund.
(Steingr. Thorsteinsson).
Ingibjörg Guðjónsdóttir
i
I
\
f
I
f
|
\
I
TIL HAMINGJU
Laugardaginn 14. maí voru
gefín saman í Háteigskirkju af
séra Arngrími Jónssyni, ungfrú
Karen Bmilsdóttir og Friðjón
Guðmundsson. Heimili þeirra
verður að Bólstaðarhlíð 35, Rvík.
(Ljósmyndastofa Þóris, Laugav.)
og Jón Ólafeson. Heimili þeirra
verður að Framnesvegi 15, Rvík.
(Ljósmyndastofa Þóris, Laugav.)
Laugardaginn 14. maí voru gef
in saman í hjónaband í Kefla-
víkurkirkju af séra Birni Jóns-
syni, ungfrú Eva Valgeirsdóttir
og Sveinbjörn Ársælsson. Heim-
ili þeirra verður að Klappastíg 5,
Keflavík.
(Ljósmyndastofa Þóris, Laugav.)
VÍSUKORIM
Hrútur, tarfur, tvíburar,
teljum þar til krabba og ljón,
mry og vog þá vitum þar,
vorri birtist dreki sjón.
Laugardaginn 14. maí voru gef
Jn saman í Þjóðkirkjunni í Hafn-
arfirði af séra Garðari Þorsteins
•yni, ungfrú Erla Jónína Símon-
ardóttir og Jósef Gunnar Ingólfs
«<xn. Heimili þeirra verður að
Njörvasundi 11, Reykjavík.
(Ljósmyndastofa Þóris, Laugav.)
Sunnudaginn 16. maí voru geí
In saman af séra Þorsteini
Björnesyni, ungfrú Doliy Reville
Nýlega voru gefin sainan í
hjónaband af séra Sigurði K. G.
Sigurðssyni, ungfrú Ingibjörg
Guðmundsdóttir og Jón Ólafsson.
Heimili þeirra verður að Vig-
hólastíg 16. Kópavogi.
(Ljósmyndastofa Þóris, Laugav.)
Þann 14. maí voru gefin saman
í hjónaband í Dómkirkjunni af
séra Jóni Auðuns ungfrú Ólöf
Björnsdóttir og Ólafur Jónsson.
(Studio Guðmundar, Garða-
stræti 8).
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Steinunn Vil-
hjálmsdóttir, Brekku, Garði og
Guðmundur Sveinbjömsson,
Brimhólabraut 4, Vestmanna-
eyjum.
Bogamaður, steingeit standa
næst,
stika, vatnsberi og fiskar nær;
— svo eru merki sólar iæst
I samhendur þessar litlar
tvær.
— Halldór Briem.
Herbergi óskast Upplýsingar í síma 23307 eftir kl. 8. Til sölu Renault 1946. Simi 15364 eftir kl. 6.
Keflavík — Keflavík Óska eftir að taka á leigu 3ja—4ra herb. i'búð í Kefla vík. Uppl. í sima 1735 eftir kl. 14. Tveir hestar til sölu Upplýsiingar í síma 38732 kl. 7 til 9 síðdegis.
Stúlka m e ð verzlunarskólapróf óskar eftir starfi í áumar. Sími 33057. Húsmæður athugið Höfum til sölu úrvals vest- firzkan harðfisk á mjög hagkvæmu vexði. Uppl. í síma 37240.
Nýtt einbýlishús með húsgögnum við Sunnu braut í Kópavogi til leigu í 3—4 mánuðL Tilboð send- ist blaðinu sem fyrst, merkt „Góð umgengni — 9823“. Herbergi með húsgögnum til leigu fyrir reglusama stúlku. Eða sem geymslupláss. Leigist yfir sumarmáinuðina. Tilb. sendist Mbl. fyrir 1. júni, merkt: ,,Herbergi — 9820“.
íbúð 90 ferm. , í nýju húsi í Vesturbænu-m, til leigu frá 15. júní nk. Tiltboð, er greini fjölskyldustærð, — sendist Mbl. fyrir 1. júní merkt: „9821“. Sumarbústaðaland Til söl-u 1500—2000 ferim. sumarbústaðal-and á falleg- um stað í nágrenni Reykja- víkur. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Fal'legt útsýini — 9351“.
Sveit 13 ára drengur óskar að komast á gott sveitaheimili í sumar. Uppl. í síma 16574. Ábyggileg stúlka eða kona óskast frá 8 til 5, 314 dag í viku. Uppl. í síma 60053 eftir kl. 6.
Laxveiði til leigu fyrir landi Ár- hrauns á Skeiðum, Árnes- sýslu í sumar. Uppl. í síma 32370. Til sölu Moskwitch árgerð 1957. Góður bílL — Verð 20 þúsund. Helluver, Bústaðabíetti 10.
Kappreiðum Sörla í Hafnarfirði er aflýst. Hvetjum félagsmenn til að sækja kappreiðar Fáks á annar í hvítasuncnu. Stjómin. Lítil verzlun til sölu £ vesturbænum. Tilboð merkt „Vefnaðar- vara 9825“ sendist blaðinu fyrir mánaðamót.
Lítil íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 32886. Keflavík Herbergi óskast til leigu fyrir eldri mann. Uppl. í síma 2094.
HÓTEL HVERAGERÐI býður yður þægileg herb., veizlumat, kaffi og heima- bakaðar kökur og aðra þjónustu fyrir ferðafólk. Pantið fyrir hópa. Hótel Hveragerði. Keflavík Bandaríkj amaður óskar eft ir 1—2ja herb. íbúð. Algjör reglusemi. Góð umgengnL Uppl. í síma 77 eða 78 í Rockville.
Tveir þýzkir menn óska eftir 2 herbergjum til leigu. Þurfa ekki að vera í sama húsi. Tilboð sendist Mbl., merkt: „Herbergi — 9849“. Ung reglusöm stúlka óskar eftir að taka á leigiu herbergi með húsgögnum frá 1. ágúst til 1. nóvember. Upplýsingar í síma 21492 eftir kl. 6 á kvöldin.
Laust embætti
er forseti Islands veitir
Héraðslæknisembættið í Reykhólahéraði er laust til
umsóknar. Laun samkvæmt hinu almenna launakerfi
opinberra starfsmanna og staðaruppbót samkvæmt
6. gr. læknaskipunarlaga nr. 43/1965. Umsóknarfrestur
til 25. júní 1-966. — Veitist frá 1. júlí 1966.
í dóms og kirkjumálaráðuneytinu, 25. maí 1966.
Atvinnurekendur
Vil gerast meðeigandi í góðu fyrirtæki í Reykjavík
eða Hafnarfirði. Get látið verðbréf, peninga og fL
Æskilegt að fá vinnu viö fyrirtækið. Svar óskast
sent Morgunblaðinu fyrir 5. júní merkt: „27 —
9850“.