Morgunblaðið - 27.05.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.05.1966, Blaðsíða 4
4 MORGU N BLADIÐ Fðstudagur 27. maí 1966 i » < % ALLTMEÐ A NÆSTUNNT ferma skip vor til ísiands, sem hér segir: B rottf arardagar: ANTWERPEN: Bakkafoss 11. júní Tungufoss 17. JÚJIÍ HAMBORG: Askja 27. n>aí** Skip 4. júní Askja 16. júní Brúarfoss 18. júní Reykjafoss 24. júní ROTTKRDAM: Skip 1. júní Brúarfoss 11. júní Askja 14. júní** Reykjafoss 20. júní LEITH: Skip 6. júní Gullfoss 13. júní LONDON: Tungufoss 27. maí Bakkafoss 13. júní Tungufoss 20. júni HULL: Tungufoss 2. júní* Bakkafoss 16. júní Askja 20. j-úní** Tungufoss 23. júní GAUTABORG: Réykjafoss 27. maí Mánafoss 6. júní Fjallfoss um 14. júní Mánafoss 28. júní** KAUPMANNAHÖFN: Felto 1. júní* Nyhavms Rðse 3. júní Gullfoss 11. júní Skógafoss 17. júní Gullfoss 25. júní Mánafoss 27. júní** NEW YORK: Dettifoss 28. maí Goðafoss 2. júní* Selfoss 21. júní OSLO: Fjallfoss 17. júní KRISTIANSAND: Nyhavns Rose 6. júni Mánafoss 30. júiní** KOTKA: Rannö 6. júní VENTSPILS: Skógafoes 14. júní GDYNIA: Felto 27. maí Skógafoss 11. júní • Skipið losar á öllum aðal- höfnum, Reykjavik, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. ** Skipið losar á öllum aðai- höfnum og auk þess í Vestmannaeyjum, Siglu- firði, Húsavik, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa í Reykja- vík. VINSAMLBGAST athugið, að vér áskiljuim oss rétt til breyt- inga á áætlun Iþessari, ef nauðsyn krefur. HF EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS BOSCH SPENNUSTILLAR 6 VOLT 24 VOLT 12 VOLT Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. Sími 3-88-20. ekki fyrir- honum, þegar ailt kom til alls. „Ostaaetan“, sen» kom með btéfið í eigin persónu, sagðist ekki trúa því að þeir brenndu ostinn þarna syðrsu Tollverðinnir þar vœru svo ieitir og i>attaraiegir. Lóðaþrif Nú eru aðeins 3 vikur til þjóðhátíðardagsins og Reykvík- ingar ættu að fara að hugsa um að þrífa lóðir sínar (iþeir, sem ekki hafa gert það nú þegar). Gaflinn á Landssímahúsinu (sem snýr að Kirkjustræti) er hreinasta hörmung segja menn, en ég er hættur að taka eftir því af því að óg geng þarna um daglega. Vissulega ætti hið op- inebra að ganga á undan með góðu fordæmi í hreinlæti og snyrtimennsku — og gerir það víða. Hressið nú upp á þennan húsgafl og snyrtið til hjá ykkur Landssimahússbúar. En í öilum bænum: Reynið ekki að kría út hækkun á póstburðargjöldum út á það. jfc-Heimili fyrir lamaða „Lamaður maður skrifar: „Þetta eru hugleiðingar sjúkl- ings sem vegna lömunar súnn- ar verður að dvelja á sjúkra- húsi, og er nú á sjúkrahúsi, sem tekur ti'l dvalar lamað fóik, gamalt fólk, auk fólks sem er bæði taugaveiklað og ruglað. — Og er síðasttaldi hópurinn stærstur. .Þessu fólki er oft blandað saman á stofurnar án til'lrts til þess hvað að fólkinu er, eða hvemig sálarástand þess er. Þetta tel ég ekki gott fyrir þá, em eru andlega heilir og kannski ekki fyrir hina heldur. Það þarf mikinn sálarstyrk til að búa við slíkar aðstæður. Ég heid að það sé ekki hugs- að nóg um andlega líðan sjúkl- inganna með slíkri ráðstöfun. Það þarf að gera meira af því en gert er, að sundurgreina sjúklingana eftir andlegu á- standi þeirra. Hugsum ofckur alveg lamað fólk, sem ekki get- ur neina björg sér veitt, og er haft með rugluðu fólki á stofu. Ruglaða fófkið getur orðið því lamaða til stórskaða, án iþess að það geri sér grein fyrir gjörð- um sínum. Þó megum við, þess- ir lömuðu, vera þakklátir fyrir að þessi sjúkrahús, sem þó eru byggð fyrir aðra sjúklinga, skuli vilja taka okkur til dval- ar, á meðaai við ekki höfum heimili fyrir okkur, sem miðað er við þarfir okkar. Nú getuim við litið bjartari augum til framtíðarinnar, þar sem unnið hefur verið að teikin- ingum að væntanlegu heimili fyrir okkur að undanfömu. Reykjavíkurborg hefur og út- hlutað okkur góðri lóð, á góð- um stað, fyrir þetta væntan- lega heimili okkar, og erum við þakklát fyrir það og fyrir aðra fyrirgreiðslu þeirra og skiining á málefnum okka hinna löm- uðu. Einnig erum við sérstak- lega þakklát ríkisstjórninni fyr- ir að opna okkur leið til tekju- öflunar vegna byggingar þessa húss, sem verður dýrt vegna stærðar sinnar, en það verður bæði heimili okkar hinna löm- uðu, vinnustaður, þjálfunarstöð oa.frv. Við tilkomu þessa húss losn- ar mikið pláss^á öðrum sjúkra- húsum, elliheimilum og öðrum þeim stöðum, sem tekið hafa 'lamað fólk til dvalar, og er það gott fyrir þá, sem á því piássi þurfa að halda, svo sem gamal- menni os.frv. Og ekki má gleyma að þakka forráðamnönmum samb. Sjálfs- bjargarfélaganna fyrir ómetan- lega hjálp þeirra í þessu hús- máli okkar, en í því má'li hafa þeir unnið mikið og gott starf, auk margs annars sem þeir hafa unnið fyrir málefni okkar. Á hinum Norðurlöndunum ölium eru sérsjúkrahús fyrir lamað fólk, eins og hér á að 'byggja, og eru þau byggð með þarfir þeirra lömuðu í huiga. Þar eru fullkomnar endurhæf- ingar um hönd hafðar. — Vimnuþjálfun, sem gefur mjög góða raun, margskonar kennsla, bæði bókleg og föndurkennsla, auk margs annars, sem kemur lömuðu fólki vel og getur orðið til iþess að hiinum lamaða finnst líf sitt ekki eiús innihaldslaust og hamingju/nautt og annars væri, ef ekkert væri að gert. Starfsendurhæfing væri mik- ils virði þjóðfélaginu í heild. Margt af lamaða fólkinu getur imnið ýms létt störf, ef það er þjálfað upp í starfinu, og þá finnur hinn lamaði einhvern tilgang með lífi sinu, ef hann getur starfað eitthvað. Fjögur Sjálfsbjargarfélög hafa komið sér upp vinnustof- um, sem allar hafa gefið góða raun. — En meira má ef duga skaL 1 sjálfsbjargarfélögunum eru nú á áttunda hundrað virkir félagar, íól'k, sem er eitthvað fatlað, meira og minina, svo nóg er af að taka. Allur atmenn- ingur hefur sýnt þessum og öðrum málefnum okkar mikiinn skilning, og eruim við þakklát fyrir. Gleðilegt sumar.“ S.ó. 'Jr Bannvara Ostaæta skrifar: Velvakandi góður — Að undanförnu hafa ferða- menn, sem koma frá Kaup- mannahöfn keypt osta-öskju á Kastrup-flugvelU. Og hefir allt gengið að óskum þar til nú. Þó segja afgreiðslus túiku rna-r á ftugvellinum að óhætt sé að flytja til íslands ost, en eigi megi flytja inn kjöt og pylsur. Og iþær segja þetta í óspurðum fréttum. Nú taka toUverðir á KefiavíkurflugveUi ostinm af ferðamönnum. Og sagt er að þeir brenni og éti ostinn þar syðra. Hversvegna mega menn ekki endursenda ostinn úr því að bannað er að flytja hamn inn í landið, þrátt fyrir jákvæðar upplýsingar ytra? Þótt hér sé ekki um mikinn gjaldeyri að ræða, kemur það sér illa fyrir ferðamann, að oeturinn sé tek- inn af honum, án þess að fá leiðréttingu, eða rnega endur- senda ostaöskjuna. Ostaæta. Þetta segir ostaætan. Það vifl svo til, að Velvakandi fór um Kastrup-flugvöll á heim.leið ekki alls fyrir löngu. Spurði hann þá afgreiðslustúlkur í frí- höfninni hvaða matvæli ekki mætti taka með heim og var ost urinrn ekki nefndur. Velvakanda minnti, að ostuirinm vœri á svarta listanum og ítrekaði spurnihguna með tiLliti til osts- ins — og var endurtekið, að ost mætti flytja til íslands. Þegar spurt var uim heimiidir var svarið, að íslenzka semdi- ráðið þar í borg hefði látið frí- höfnina vita af þessu. Meira veit ég ekki, en ég keypti ekki ost af því að ég átti Öm Snorrason biður ófck ur að birta eftirfaramdi. ÍT Margs konar hrútshorn Er hann til? Kæri Velvakandi! Æ, gerðu mér mú greiða. Mig langar svo mjög til að vita, hvort nokkiur maður er til á landi hér, sem hefur lesiS eitthvert blað stjórnmálaflokka sér til gleði, gagns og ánægju undanfarinn hálfan mámuð. — Hann gæti verið til, og sá mað- ur er þá alls ekkert rusl, eina og Njáll hefur vafalaust komizt einhvern tíma að orði um vin sinn bóndann á Hlíðarenda, þött höfundi Njálu hafi láðst að skrá. Ég vildi mjög gjarnan, aS maður sá hinn ágæti, léti mig vita nafn sitt og heimilisfang og leyfði mér góðfúslega að senda myndasmið, til þess að taka mynd, sem ég gæti svo sett í ramma og hemgt upp. Þann sóma á hann tvímæialaust skilið. Á ég hér við þann eina, sainna og xétta lesanda. í skrifstofu minrni eru veggir þaktir myndum, mannamynd- um og teikningum, og reynd- ar komast varla fleiri rammar fyrir. Þó sé ég tvo staði, þar sem veggrými myndi duga. Annar er beint uppi af sjálfum mér, mynd, sem Kristján i Últíma teiknaðí vel fyrir mörg- um árum. Báðir erum við Kristján allgóð skæðL Þetta er góður staður á vegg. Á síðasta sumri var ég tvO daga við Laxá í Aðaldal og fékk engan lax. Ekki fór ég þó erindisleysu, því að skamrnt frá bakkanum fann ég hrútshom eitt geysimikið og fagurt. Það hamgir nú á veggnum. Rétt þar hjá kæmist fyrir ramimi, ef mennirnir yrðu tveir, sem mér finnst nú ekki líklegt. Það væri alls engin skömm að hanga þama í gylltum ramma. Mér hefur alltaf fundizt fallegt hrútshorn vera fallegt hrúts- horn, og í því máli finnst mér, að mér finnist ég finna rétt tLL. Birtu nú þetta í dáTkum þín- um, elsku Velvakandi minn. Ég.fer svo vel að þér. Örn Snorrason, Akureyri. Þvottamaður óskasl Þvottahús Landspítalans vill ráða aðstoðarmann í þvottasal til afleysinga í sumarleyfum. Upplýsingar gefur forstöðukona þvottahússins á staðnum og í síma 24160. Skrifstofa ríkisspítalanna. Bifreiðarstjóri óskast Þvottahús Landspítalans óskar eftir að ráða bifreið- arstjóra til afleysinga í sumarleyfum. Upplýsingar veitir forstöðukona þvottahússins á staðnum og í síma 24160. Skrifstofa ríkisspítalanna. Skrifstofustúlka Heildsölufyrirtæki f Miðbænum óskar að ráða nú þegar skrifstofustúlku með véhitunarkunnáttu. Upplýsingar á skrifstofu félagsins Tjarnargötu 14. Félag íslenzkra stórkaupmanna. Snyrtivörur Merki ungra stúlkna í dag ALLIR NÝJUSTU TÍZKULITIRNIR. F Ö N N Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.