Morgunblaðið - 27.05.1966, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 27.05.1966, Qupperneq 31
Föstuíagw 27. rnaf 1968 MORGUNBLAÐIÐ 3! Morræn ráðstefna um skólabygg- íngar haldin hér NORRÆN ráðstefna um skóla- byggingar var haldin að Hótel Sögu í Reykjavík. dagana 23. og 25. maí. Ráðstefnuna sátu 16 menn, sem fjalla um skólabygg- ingamál í menntamálará'ðuneyt- um og fræðslumálaskrifstofum eða á vegum þessara aðila í Norð urlandaríkjunum fimm, þar á meðal nokkrir arkitektar. Sams konar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega að undanförnu, og var þessi hin fjórða í röðinni. Birgir Thorlacius, ráðuneytis- stjóri, stjórnaði ráðstefnunni, sem var haldin á vegum mennta- málará'ðuneytisins. Á ráðstefnunni var skýrt frá þróun mála á vettvangi skóla- bygginga í hverju einstöku landi, og fjállað var um ýmis málefni, sem verið höfðu til athugunar frá því síðasta ráðstefna var haldin. Meðal þeirra má nefna rekstrarkostnað skóla, heimavist erskóla, hitun og loftræsting, ýmiss konar hagræðing í skóla- byggingum og gerð fjárfestingar- áætlana. Af nýjum viðfangsefn- um má nefna íþróttahúsnæði skóla og notkun þess til al- mennrar félagsstarfsemi. Ákveði'ð var að halda næstu norrænu skólabyggingaráðstefnu í Osló vorið 1967. (Frá Menntamálaráðuneytinu). Hinir ny-sjálenzku kaupsýslum enn ásamt umboðsmönnum sínum hér á landi. Talið frá vinstri: Björgvin Schram, Jíohn W. Watson, R. H. Sampson og Eggert Kristjánsson. (Ljósm. Sv. Þorm). Umferðarslys á Ný-Sjálenzkir kaup- , sýslumenn í heimsókn — íþróttir Framhald af bls. 30 menn fast og Ingvar á skot sem stefnir framhjá marki, en Jó- hannesi Atlasyni bakverði varð það á í tilraun til varnar að beina knettinum í eigið mark. Litlu síðar áttu Valsmenn tækifæri til að ná forystu og var tvívegis varið á línu „pressu marksins" á 26. mín. En síðan náði úrvalið tökum á leiknum. Á 33. og 36. mín. er gert út um leikinn. Baldvin lék upp vinstri kant, gaf fyrir og Eyleifur tók laglega vi‘ð, lék sig lausan og skoraði fallega. Og aftur endurtók sagan sig á 36. mín. Nú gaf Baldvin fram til Eyleifs sem greinilega var rangstæður, en dómarar veittu því ekki athygli og Eyleifur brunaði að marki og skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Valsmenn fengu tvö góð tæki- færi eftir þetta. Hermann komst einn innfyrir en Hallkell bjarg- aði með úthlaupi og Reynir komst inn fyrir en skaut yfir úr góðu færi. ★ Liðin Valsliðið má vel vfð þenn- an leik una, einkum leik fram- herjanna, sem var mjög ógnandi a köflum. Að vísu var vörn „pressunnar" veikari en efni stóðu til, þar sem hvorki mættu Guðmundur markvörður eða Bjarni bakvörður. Skortir Hall- kel öryggi í grip og Anton sem staðsetur sig mjög vel, skortir mjög hraða og snerpu. Jóhannes var því bezti maður í vörn „pressuliðsins". Miðjutríó Vals átti gó'ðan ieik og ógnandi en útherjarnir voru síðri, óvissir í skotum og allt of lítið notaðir þess á milli. Sama má segja um útherja pressuliðsins, þeir fengu knött- inn ekki langtímum saman. — Skapaði Axel þó mikla hættu oftast er hann fékk knöttinn. Eyleifur vann bezt en bæði hann og Baldvin eru of mikilir ein- stakiingshyggj umenn. Guðjón Guðmundsson átti góðan leik og kom skemmtilega á óvart í sín- um fyrsta úrvalsleik. Magnús Torfason átti og ágætan leik og /byggir skemmtl'ega upp. Jón Leós var traustur 1 vörn, en sem fyrri segir var aftasti hlut- inn veikasti hlekkur pressuliðs- ms — og sama má segja um Valsliðið. Þar er varnarleikur- inn allt of þver og skapa'ði það margoft hættu við merkið. Vals- menn skoruðu ódýr mörk — úr •aukaspyrnu, vítaspyrnu auk sjálfsmarksins. En þeir áttu þar fyrir utan tækifæri, sem hefðu étt að skapa þessa marktölu. — A. St. SLVS varð á s.jötta timanum í gærdag á gatnamótum Höfða- túns og Laugavegar. Þar lenti 16 ára piltur á skellinöðru utan í bíl og fótbrotnaði. Slysið varð með þeim hætti, að bíll hafði stanzað á Lauga- vegi til að hleypa bílum á Höfða túni inn á Laugaveginn. Þegar þriðji bíllinn ók af Höfðatúni inn á Laugaveg kom pilturinn á skellinöðrunni ak- andi meðfram bílaröð, sém mynd azt hafði á Laugaveginum, og lenti pilturinn með annan fótinn utan í bílnum, sem kom af Höfða túninu. Pilturinn, Stefán Ólafsson, Laugalæk 46, kastaðist í göt- una. Var hann fluttur í Slysa- varðstofuna. Var talið að Stefán hefði fótbrotnað, en auk þess skarst hann á fæti. Bíllinn, sem pilturinn lenti ut an í, skemmdist ekkert. HER á landi eru um þessar mundir staddir tveir ný-sjá- lenzkir ávaxtakaupmenn, þeir H. R. Sampson, stjórnarformað- ur í( „New Zealand Apple and Pear Marketing Board“, en fyr- ir það fyrirtæki hafa þeir Björg- vin Schram og Eggert Krist- jánsson & Co h.f. umboð hér á landi, og John W. Watson, fram- kvæmdarstjóri fyrir skrifstofu fyrirtækisins í London. Við hitt- um þá félaga að máli nú fyrir skömmu og sögðu þeir m.a.: — Nýja-Sjáland og ísland eru nærri því eins ólík menningar- lega séð eins og þau eru langt hvort frá öðru á hnettinum. Ástæðan fyrir því að við kom- um nú til íslands er sú, að við viljum gjarna kynnast umboðs- mönnum okkar hér nokkru nán- ar en unnt er að gera með bréfa- skriftum. Við höfum átt mikil viðskipti við ísland og okkur fannst tíma til kominn að koma og kynnast aðstæðum af eigin raun. Þessir tveir umboðsmenn okk- ar eru í stöðugu sambandi við skrifstofuna í London. Það má teljast mjög hentugt, að unnt skuli að flytja epli til norðlægra slóða, þegar uppskera stendur sem hæst á Nýja-Sjálandi og vetur er á norðlægum slóðum án þess að það komi svo mjög niður á verði til neytenda. — Hve mikil er uppskera epla í Nýja-Sjálandi? — Uppskeran er um 5 milljón- ir kassa og er hún aðallega frá smábændum víðs vegar um allt landið. Við flytjum út til um 40 landa og eftir að við kom- umst inn á hinn íslenzka mark Hópur tónlistarmanna frá USA NÆSTKOMANDI þriðjudag, 31. þessa mánaðar kemur hiingað til lands hópur tónlistarmanna frá samtökunum ,,New York Cham- ber Soloists“ og efnir til tveggja hljómleika á vegum Tónlistar- félagsins. Samtök þessi voru stofnuð árið 1957 af éllefu viðurkenndum lista mönnum, sem fannst að nokkur eyða væri í tónlistarlífi Ne-vv York borgar, að því er snerti ýmis stofutónlistarverk, sem sjaldan heyrast, af því að þau eru ekki samin fyrir stofuhljóm- sveitir með venjulegri skipan. í samtökunum eru tveir söngvar- ar, tveir blásturshljóðfæraleikar- ar og tveir slaghörpu- og harpsi- ar, fimm strokhljóðfæraleikarar og tveir slaghörpu- og harpsi- chordleikarar. Einþáttungarnir, „Ferðin til skugganna grænu" og „Loftból- urnar“, hafa nú verið sýndir 9 sinnum í Lindarbæ. Senn líður að lokum þessa leikárs og eru þvi aðeins eftir tvær sýningar á þessum leikritum. Síðasta sýningin í Lindarbæ verður mið- vikudaginn 1. júni. Myndin er af Herdísí Þorvaldsdóttur í hlutverki sínu í „Ferðin til skugganna grænu“, en hún hefur hlotið mjög góða dóma fyrir tálkun sina á þessu hlutverki. Viðfangsefnin eru mjög fjöl breytileg, eða allt frá gamalli barokktónlist til verka nútíma höfunda, og oft er söngur snar þáttur í efnisskránni. í hópnum, sem hingað koma, eru þessir listamenn: Charles Bressler, tenór; Al'bert Fuller, harpsichord; Melvin Kaplan, óbó; Gerald Tarack, fiðia; Ynez Lynch lágfiðla, og Alexander Kouguell, hnéfiðla. Hljómleikarnir verða þriðjudag inn 31. maí og miðvikudaginn 1. júní í Austurbæjarbíó. Á efnisskránni sem er mjög fjölbreytt, eru verk eftir Tele- mann, Beethoven, Handel, Mozart, Bach, Haydn’, auk nú- tímahöfunda, svo sem Mel Pow ell Elliot Schwartz og Lester Trimble. Þessi síðastneíndu iþrjú tónskáld eru öll vel þekkt í Bandaríkjunum og víðar og hafa tileinkað New York Chamber Soloists þau verk þeirra, sem eru á efnisskránni. að höfum við getað haldið því fram, að markaður okkar nái milli pólanna. Þessi tími nú er hvað hentugastur, því að nú eru ávextirnir hæfilega þroskaðir. Við höfum átt mjög góða sam- vinnu við hin íslenzku fyrir- tæki, en hún skapar einmitt þann möguleika, að unnt sé að koma ávöxtunum á sem beztu þroskastigi og á sem hagstæð- ustu verði til íslenzkra neytenda. — Eiga ísland og Nýja-Sjá- land ekki margt sameiginlegt? — Jú. Á Nýja-Sjálandi höfum við jarðhita eins og þið, en er- um þó komnir mun lengra í að hagnýta hann til raímagnsfram leiðslu. 1 jarðhitanum er svo mikill kraftur að erfitt er að hemja hann. Þá er þar mikil sauðfjárrækt og til gamans. má geta þess að í landinu eru 50 milljónir sauðfjár, en fbúarnir eru aðeins um 3 milljónir. Flutt er út mikið af matvælum, og er fjárfesting miðuð mjög við arð- semi, þannig að ýmis munaður verður að bíða. — Hvað vilduð þið segja að lokum? — Okkur þykir mjög gaman að koma til fslands. Ný-Sjálend- ingar eru í brezka samveldinu og við rnunurn verða því trúir. Hins vegar er í Nýja-Sjálandi sambland af sósíalisma og öðr- um stefnum, enda hefur landið verið kallað eins konar tilrauna- stofa í þjóðfélagsstefnum. Það er gaman að koma til íslands og kynnast viðskiptavinum sínum og að því er við bezt vitum erum við fyrstu ný-sjálenzku kaup- sýslumennirnir, sem heimsækj- um þetta norðlæga land, sögðu þeir félagar að lokum. — Samningar Framhald af bls. 32 inni vann einnig launanefnd fé- lagsins, læknarnir Víkingur Arn órsson, Jakob Jónasson og Sig- mundur Magnússon, svo og lög fræðingur þess, Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttar- lögmaður. Fulltrúar Stjórnar- nefndar ríkisspítalanna við samn ingsgerðina voru Guðjón Han- sen tryggingafræðingur og Þór Vilhjálmsson borgardómari, og undirrituðu þeir samninginn fyr ir hönd nefndarinnar. (Frá Stjórnarnefnd ríkisspítalanna). c/7m w s yx Hlýnar í veðri. hofur á, að Norðlendingar geti Háþrýstisvæðið, sem er yfir á Hvítasunnunni fagnað íslandi og nágrenni þess, hlýrra veðri en að undan- færðist í aukana j gær og sló förnu. í gær var hitinn þar sér suðaustur á bóginn. En aðeins 3-6 stig, en 9-12 á lægðin suðvestur af landinu Suðvesturlandi. þokaðist norður eftir. En því

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.