Morgunblaðið - 27.05.1966, Blaðsíða 17
Fðstudagur 27. maf HXM
17
M0HGUNBLAÐI3
UM BÆKUR
BLÚM OG ÁST
Einar Kristjánsson: BLÓM AF-
ÞÖKKUÐ, sögur. 90 bls. Bóka-
útgáfa Menningarsjóð's. Reykja-
vik 1965.
Tæplega er hægt að telja Ein-
•r Kristjánsson kunnan rithöf-
und, því síður frægan, enda þó
hann hafi sent frá sér nokkrar
bækur. Ég þykist líka mega
ráða af sögum hans„ að hann
Einar Kristjánssoa
telji sig ekki geta, enn sem kom
ið er, skírskotað til neins sér-
Staks lesendahóps. Hann þreif-
•r fyrir sér. Honum fer ekki
ósvipað ræðumanni, sem talar
etundum óþarflega hátt, af því
hann er ekki sjálfur viss um,
•ð til hans heyrist að öðrum
kosti. Honum hættir þannig til
ofáherzlu. Alla jafna tekst hon
um bezt upp í byrjun sögu. En
endirinn kann að lenda út í
afkáraskap, rétt eins og höfund-
urinn hugsi sem svo, að fyrri
hlutinn hafi nú verið helzti
bragðdaufur, og því verði að
hressa upp á seinni hlutann
með einhverju sterkara, svo les-
andinn fái eitthvað fyrir sína
fyrirhöfn. Að minnsta kosti
þykir mér hentara að hallast
að þeirri skýringunni heldur en
hinni, að höfundinn skorti út-
hald til sköpunar og ímyndunar
og beiti þá tilbúnum „tilþrif-
um“, þar sem sköpunarmáttinn
þrýtur.
Þess má geta, að form Einars
er að mestu leyti sniðið eftir
þeim hefðbundna stíl frá blóma
skeiði smásögunnar, þegar les-
andinn krafðist „lausnar" eða
endis, helzt hnyttilegs, óvænts.
Fyrsta saga bókarinnar, í
hclgum steini, segir frá göml-
um hjónum, sem komið hafa
barnaíhóp sínum til manns og
eru nú ein eftir heima. Um sinn
þykir þeim sem þau lifi ekki
framar til neins, líf þeirra hafi
ekki lengur tilgang:
„>eim fannst sig skorta verk-
efni og starf. Líf þeirra var að
verða þýðingarlaust. >að var
líkt á komið með þeim og gömlu
etofuklukkunni. Hjörtu þeirra
slógu í tilgangsleysi og ein-
manaleik.
En þá kom rykið til sögunn-
*r.“
>að má nú segja — þá kom
rykið til sögunnar; meir að segja
svo rækilega, að gömlu hjónín
tóku að ganga berserksgang dag
hvern í baráttu sinni við þann
vágest. Líf þeirra öðlaðist nýj-
•n tilgang, nýja fylling. Ég til-
færi hér niðurlag sögunnar:
„Gg svo reiðir hann hátt til
höggs og pomm - pomm - pomm.
þarna berst hann um, dögum
saman, gamli maðurinn, eins og
spæta, sem heggur í tré.
Og oft má líka sjá hvar gamla
konan kemur til hans út á sval-
irnar með fangið fullt af púð-
ura, dúkum og öðru slíku.
— Hvað er þetta, maður, seg-
ir hún — ertu ekki búinn enn.
Og ég sem er að koma með
heilmikið í viðbót.
Og hún eggjar manninn sinn
til stórræðanna.:
— Svona, láttu nú betta
ganga einhverja agnarveru. >ú
þykist kannski vera búinn að
gera honum full skil, bessum
púða. En sjáðu til. >að barasta
stendur úr honum mökkurinn
af ryki.
— Ryk, ryk, ryk, segir þá
maðurinn í meinleysislegum
nöldurtón, endalaust, eilíft og
óþrjótandi ryk. Og sjálfur verð-
ur maður ekki annað en duft
og ryk, áður en lýkur.
— Já, kannski, segir konan —
en það er nú nægur tími til að
hugsa um það þegar þar að
kemur. En nú dugar ekki að
dorma. Svona — berðu fastar
maður, fastar, fastar — .**
>annig endar fyrsta sagan I
Blóm afþökkuð.
Næsta saga, Gamll maðurinn
i bak við, er samfelldari efnis-
skipun reglulegri, undirbygging
samkvæmari. Kona af Snæfjalla
strönd er einnig nærfærin —
gott ef hún minnir ekki á leik-
rit Beckets, Beðið eftir Godot.
Þröstur er dálítið ævintýri,
fjörlega skrifað, ekki ólæsilegt
>ó vantar í það einhvern herzlu
mun til að vera skírskotandi.
Líklega verða ævintýr ekki
framar sögð með árangri. Heim-
ur þeirra, heimur frumstæðrar
hjátrúar, er orðinn svo fjarri
nútímanum.
t fjórða konan grætur efnir
höfundur til „átaka“ milli hjóna,
sem ekki tekst að botna í til-
finningum hvors annars, þrátt
fyrir ærna viðleitni. Efnið er
vel hugsað og kunnáttulega
með það farið. Meðal annars á-
sannast á sögu þessari, að Ein-
ar kann að búa til samtöl.
Bréfið í skúffunni er grát-
broslegs eðlis. >ar hefur höfund
ur dottið niður á söguefni, sem
er í senn tilfyndið og alvarlegt
fjarstætt og raunsætt. Ég held
sú saga hefði orðið áhrifameiri,
ef höfundurinn hefði ekki fallið
í þá freistni að ofnota hugdettu
sína og endurtaka bragðið, ef
svo má segja.
Smábæjarskáld er líka geð-
þekk saga. >ar hefur Einar hitt
á þann meðálveg, sem kann að
duga honum bezt til brautar-
gengis. En síðasta sagan, Blóm
afþökkuð, er að mínum dómi
síðri. Sú saga, eins og raunar
flestar sögur bókarinnar, fjallar
um hégómlega og fáránlega
ástríðu annars vegar og bældar
tilfinningar hins vegar, efni,
sem meðhöndla verður af nær-
gætni, ef vel á að takast.
Hvað skal þá segja um bók-
ina sem heild? Hefur höfund-
urinn haft erindi sem erfiði með
verki sínu?
Auðvitað verður hver lesandi
að svara þeirri spurningu fyrir
sig. Ég svara henni játandi.
Einar stefnir ekki að erfiðu
né háleitu marki í sögum sín-
um. Hann fer troðnar slóðir.
Hann færist ekki mikið í fang,
hvorki um efni né stíl. En hann
gengur heiðarlega til verks.
Viðleitni hans er því borgunar-
verð.
Kjartan Guðjónsson hefur
skreytt bókina með fáeinum
myndum, og auka þær gildi
hennar,
-fakob Jónasson: KONAN SEM
KUNNI AB ÞEGJA. 127 Ms.
fsafoldarprentsmiðja hf. Reykja
vík 1965.
Ekki er ráðlegt að halda því
fram, að Jakobi Jónassyni hafi
mistekizt við ritun sögu sinnar,
Konan sem kunni að þegja, þar
eð ómögulegt er að gizka á, hvað
fyrir honum hefur vakað.
Hafi hann ætlað sér að auka
enn einu meistaraverki við sí-
gildar fagurbókmenntir íslend-
inga, þá verður að segjast eins
og er, að það hefur alls ekki
tekizt. Ef hann, að Linu leyt-
inu, hefur aðeins haft það mark-
mið að setja saman læsilega
skemmtisögu, þá hlýtur niður-
staðan að verða jákvæðari.
Jakob sækir á sömu mið og
þær skáldkonur íslenzkar, sem
á undanförnum árum hafa fram
leitt skemmtisögur í stórum stíl
og skapað á þeim vettvangi nokk
urs konar hefð.
Sögupersónur hans eru mest
megnis í svörtu og hvítu. Hug-
skot þeirra eru lýst upp fyrir
lesandanum, svo hann þarf ekki
að leggja það á sig að lesa
milli lína. Persónurnar eru harla
ólíkar raunverulegu fólki, eins
og við þekkjum það í daglegu
lífi. En þær eiga sér þeim mun
fleiri fyrirmyndir í léttum róm-
önum síðari áratuga. Þær munu
því — í einfeldni sinni — koma
fáum spánskt fyrir sjónir. Sagan
er — meðal annars af- þessum
sökum — auðlesin. Allt er sagt,
engu leynt. Eftirfarandi máls-
greinar eru t.d. lagðar í munn
miðaldra kvenmanni, sem er að
slægjast eftir nítján ára gömlum
menntaskólastrák til eiginorðs.
Hún segir:
Jakob Jónasson
„Það hefur oft átt sér stað,
að miðaldra efnaðar konur hafi
kostað fátæka efnilega pilta til
náms upp á þær spýtur að gift-
ast þeim, þegar þeir hefðu lög-
aldur til þess. Nú stendur þér
þetta til boða.“
Atburðarás sögunnar er hröð
og líklega nokkuð æsileg. Samt
er engin hætta, að vanafastur
lesandi hneykslist. Ekkert ger-
ist þar hneykslanlegt. Fjallað
er um ástina á þann hátt, sem
draumlyndar manneskjur —
einkum kvenmenn — vilja láta
fjalla um hana: af angurvær-
um hátíðleik. Hún er kölluð
„helgasta tilfinning mannsins",
sem geri „hann að lokum að
viljalausu verkfæri sínu“. (Þessi
orð eru lögð í munn aðalsögu-
hetjunni).
„Viljalausu verkfæri" —
hver vill ekki hafa það svo?
Hvað er áhættulausara en að
lúta ofurvaldi ástarinnar eina
kvöldstund — í meinlausum
eldhúsreyfara?
Svo virðist sem saga Jakobs
eigi að gerast á siðustu árum,
því þar er t.d. minnst á bítlana
frægu í Bretlandi. Persónur sög
unnar eru á hinn bóginn af eldri
gerð; t.d. er kona ein látin segja
þetta:
„Ég er vön því að yfirvöldin
fyrir sunnan ávarpi mig með
eliganse og finfölelse.“
Meira er ekki, í rauninni, um
sögu þessa að egja. Ef fólk hef-
ur einhverja skemmtun af að
lesa hana — þá er það svo sem
allt í iagi. >að er ihægt að fara
verr með tímann.
Erlendur Jónsson.
Hraunbúar halda
vormót í Krísuvík
SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar
hefur lengi haft þann sið að
gangast fyrir vormóti fyrir skáta
um hvítasunnuhelgina. Nú um
hvítasunnuna munu Hraun'búar
halda 26. vormót sitt í Krýsu-
vík.
Mótið verður seett á föstudags
kvöldið fyrir hvítasunnu og
verður slitið á annan í hvíta-
sunnu. Mörg skátafélög munu
taka þátt í mótinu og er ekki
að efa, að myndarleg tjaldborg
mún skarta á grundinni ofan við
Krýsuvíkurkirkjuna undir Bæj-
arfellinu. í fyrra tóku um 800
skátar þátt í vormótinu, sem þá
var haldið á þessum sama stað.
Mótið verður með svipuðu
sniði og verið hefur. Á hvítá-
sunnudag verða guðsþjónustur
um morguninn, en síðdegis verð-
ur mótið opið fyrir gesti, sem
vilja heimsækja mótið og sjá og
kynna sér hvað þarna er um að
vera.
Varðeldar verða bæði á laug-
ardags- og sunnudagskvöld, og
er varðeldurinn á sunnudags-
kvöldið opinn öllum almenningi.
Varðeldarnir verða í skjóli Arn-
arfells.
Mótssöngur er þegar tilbúinn
fyrir þetta mót og er bæði lag
og ljóð frumsamið af Hraunibú-
um. >að er ekki að efa, að fjöl-
margir skátar í nágrenni Hafnar
fjarðar munu nota sér þetta
tækifæri, en einmittt þetta mót
verður ágætur undirbúningur
fyrir landsmótið í sumar. Móts-
gjald er krónur 200 — og fyrir
það fá þátttakendur mótsmerki,
mótsblað, mjólk ,kakó og kex á
kvöldin, auk þess sem mótið
sjálft og dagskrá þess býður
upp á.
Sætaferðír verða á mótið úr
Hafnarfirði á hvítasunnudag,
fyrir þá sem vilja heimsækja
mótið, bæði foreldra skátanna og
aðra velunnara skátahreyfingar-
innar. Þau skátafélög, sem hafa
áhuga á að sækja vormótið í
Krýsuvík 1966, eru beðin að
hafa sem fyrst samband við ein-
hvern eftirtalinna Hraunbúa, sem
veita allar nánari Upplýsingar
um mótið:
Hörður Zóphaníasson, - Hval-
eyrarbraut 7, Hafnarfirði, sími
50286, Albert Kristinsson, Slétta
hrauni 16, Hafnarfirði, shni
50785. Þórarinn Guðnason. Lækj
argötu 16, Hafnarfirði. sími
51698, Rebekka Árnadóttir,
Brunnstíg 6, Hafnarfirði sími
51085, Jón Aðalsteinsson, Köldu-
kinn 11, Hafnarfirði, sími 50706.
Andrés Eyjólfsson
Síðumúln — úttræður
f DAG er áttræður Andrés Eyj-
ólfsson, fyrrv. alþingismaður í
Síðumúla. Hann er fæddur að
Kirkjubóli á Hvítársfðu, sonur
Eyjólfs Andréssonar, bónda þar
og konu hans, Guðrúnar Brynj-
ólfsdóttur. Eyjólfur faðir hans
fluttist í Hvitársíðuna með
bróður sínum, séra Magnúsi
Andréssyni, alþingismanni á
Gilsbakka. >eir bræður eru af
hinni þektku Langholtsætt er
landskunn er af mörgum gáfu-
og afburðamönnum, bæði fyrr og
síðar. f móðurætt á hann til Vík-
ingslækjarættar að telja, svo
segja má að a’ð honum standi
styrkir stofnar. Andiési kippir
mjög í kynið og hefir hlotið í
vöggugjöf þá ættarkosti, er auði
eru betri.
Skólaganga hans varð ekki
löng, og er það miður, svo fjöl-
hæfur maður sem hann er. Hann
varð búfræðingur frá Hvanneyri
árið 1911 og auðvitað dux a’ð
hætti Lang.hyltinga.
Hann hóf búskap að Síðumúla
árið 1912 dg keypti jörðina árið
1918. Fór fljótt að gæta stórhug-
ur unga bóndans, gömlu húsin
hurfu og ný risu frá grunni. Bú-
stofninn jókst ár frá ári.
Engum duldist að hér var á
ferðinni einn af vormönnum ís-
lands í byrjun aldarinnar.
Fljótt fóru að hlaðast á unga
bóndann hvers konar trúnaðar-
störf, innan héraðs og utan, og
yrði of langt að telja upp nema
brot af þeim hér. Símstöðvar-
stjóri hefir hann verið frá 1921
og skjalavörður Alþingis árin
1935—1951.
Þingmaður Mýramanna 1951—
1956, I hreppsnefnd frá 1913 og
oddviti frá árinu 1925.
Andrés er drengur góður, stór-
brotinn í hvívetna, úrræðagóður
og greiðvikinn, rómaður höfðingi
heim a’ð sækja og nýtur almenns
trausts samferðamanna.
Andrés er víðlesinn, fróður og
smekkvís á bókmenntir. Hann er
og bráðsnjall hagyrðingur og un-
ir sér vel í hópi skálda og ljóð-
elskra manna. Margir listamenn
hændust að honum á Reykjavík-
urárunum. Magnús Ásgeirsson
mun hafa þýtt mörg snjöllustu
ljóð heimsbókmenntanna í Síðu-
múla og þangað leitaði Stefán
Jónsson, rithöfundur, er hann
gat horfið frá erilsömum skyldu-
störfum.
Andrés er kvæntur Ingibjörgu
Gúðmundsdóttur, hreppstjóra í
Mjóadal Erlendssonar, fjölhæfri
ágætiskonu er búið hefir manni
sínum fyrirmyndarheimili, og
jafnan verið honum styrk stoð.
>au hjón eiga á lífi tvo sonu
og þrjár dætur, athafnasamt og
dugmikið fólk.
Ég vona að vorsólin gæli við
afmælisbarnið í dag og ylur og
birta fylgi honum ávallt.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
margra, er ég þakka afmælisbarn
inu liðnar stundir og óska hon-
um hjartanlega til hamingju.
Axel Ó. Ólafsson.
Aflofréttir
of Skaga
Akranesi, 25. maí.
6 trillubátar réru hér s.I. mánn.
dag. Sá aflahæsti var með 1100
kg. ívið tregari var fiskur hjá
trillunum í gær.
Danska skipið Herman Sie lest
aði hér á mánudag 100 tonnum af
pökkuðum saltfiski frá Hafern-
inum h.f. Norskt skip Hanseatik
kom hingað í morgun með 90
„standarda” af timbri til Bygg-
ingarvöruverzlunar Akraness og
Skagaplasts. Tekur víst tvo
daga, að skipa því upp. Þarna í
fyrirtækinu vinna 16 manns. •—
Oddur.