Morgunblaðið - 27.05.1966, Síða 10
10
MORGUNBLAÐID
Fðstudagur 27. maf 19GÖ
Ég valdi sjómennskuna að ævistarfi
- það var mín gæfa
Spjallað við Vilh jálm Árnason, skipstjóra, sjötugan
YILHJÁLMUR Árnason,
skipstjóri og útgerðarmaður,
er sjotugur í dag. Hann var
einn aí þekktustu skipstjór-
um íslenzka togaraflotans í
nærri þrjá áratugi, enda mik-
U aflakló.
Morgunblaðið hefur átt
viðtal við Vilhjálm í tilefni
þessara tímamóta í ævi hans
og nú hefur hann orðið:
— Ég er fæddur í Stokks-
eyrarseli við Stokkseyri þann
27. maí árið 1S96. Foreldrar
mínir voru Sigríður_I>orkels-
dóttir frá Nesi og Árni Vil-
hjálmsson frá Stóra-Hofi á
Rangárvöllum. Ég missti
móður mína árið 1904 og fað-
ir minn dó af slysförum árið
1910 um borð í Kong Helga,
sem þá var á leið til Seyðis-
fjarðar. Bróðir minn, Jón,
sem var tveim árum yngri,
fórst 1919 á Valtý, aðeins 21
árs að aldri. Hann var þá
búinn að ljúka einum vetri í
Stýrimannaskólanum. Jón var
myndarpiltur og átti heima í
Hafnarfirði.
— Ég ólst upp á Stakks-
eyri hjá Lénharði Sæmunds-
syni, söðlasmið og útgerðar-
manni í Nýja-Kastala, en var
alltaf i sveit á sumrin eins og
krakkar voru þá almennt. í
Nýja-Kastala var ég til 16 ára
aldurs.
— Þá fór ég og ætlaði að
verða lausamaður á Stokks-
eyri, en af því varð ekki þá,
>ví í þá daga þurfti að kaupa
lausamannsbréf, en ég hafði
ekki aldur til þess. En lausa-
mannsbréfið keypti ég
seinna, 19 ára að aldri að mig
minnir.
— Nú, áður en þetta varð
var ég vinnumaður hjá Jóni
Adólfssyni, útgerðarmanni á
Stokkseyri. Hjá honum var
ég í 3 ár og stundaði róðra.
Samkvæmt samningi okkar
Jóns voru laun mín 130 krón-
ur fyrsta árið og 4 föt, en
seinni árin var ég upp á
helming þess sem ég aflaði.
— í Nýja-Kastala lærði ég
að beita, líklega 10 ára að
aldri og þá kynntist ég sjó-
mennskunni fyrst. Fyrstu
vertíðina mína var ég upp á
9 öngla, eins og kallað var, og
fékk það sem aflaðist á þá í
hverjum róðri.
— Ég fór svo að róa á
róðraskipum 14 ára gamall og
15 ára fór ég fyrst á skútu,
Sigurfara, kútter frá Reykja-
vík, sem H. P. Duus átti.
— Næstu vertíðir, líklega
einar; fjórar, var ég á kútter
Valtý með Pétri Mikkel Sig-
urðssyni. Á sumrin var ég á
Austfjörðum og réri þá meðal
annars þrjú sumur frá Vattar
nesi í Reyðarfirði.
— Eitt sumarið keypti ég
með öðrum tvo báta og gerði
þá út, en ég varð formaður á
öðrum þeirra.
— Þessi ár var frekar fisk-
lítið á grunnmiðum fyrir
Austfjörðum, en þó fórum
við skaðlausir út úr útgerð-
inni.
— Ég lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum árið 1919, þá
23 ára að aldri.
— Það var upp úr þessu,
sem ég fer fyrst á togara, en
það var Austri, sem gerður
var út frá Reykjavík. Þetta
rar árið 1920 og var óg tæpt
ár á Austra, en skipstjóri var
Aðalsteinn Pálsson.
— Þetta voru mín fyrstu
kynni af togaraútgerðinni.
Það var ekki auðvelt að fá
pláss á þeim tímum, en úr því
rættist er nýju togararnir
komu upp úr 1920.
— Mér líkaði strax vel að
vera á togara, þótt engin
vökulög væru í þá daga.
Töluverðar stöður voru um
borð, en rhér brá ekikert við
það því þeim var ég vanur
af skakinu á skútunum og
róðrunum fyrir Austurlandi.
Enda var það mín reynsla, að
maður var jafngóður eftir
þótt leggja þyrfti á sig tölu-
verðar vökur og vinnu.
— Næsti togari sem ég fór
á var Leifur heppni, en skip-
stjóri var Gísli Oddsson. Var
ég hjá honum ca. 3 ár. Gísli
var framúrskarandi skip-
stjóri og vel aðsætinn með
fiskirí og af honum lærði ég
margt. Ég var 2. stýrimaður
lengst af með Gísla.
— Haustið 1923 fór ég af
Leifi heppna til Kolbeins
Sigurðssonar á togaranum
Ásu. Veturinn eftir fórst
Leifur heppni í Halaveðrinu
mikla.
— Hjá Kolbeini var ég
fyrst 2. stýrimaður, en síðar
1. stýrimaður. Ég var bæði á
gömlu og nýju Ásu. Var _ég
um borð, þéga«r nýja Ása
strandaði í Grindavík árið
1926, en sem. betur fór varð
enginn mannskaði í þeim
háska.
— Kolibeinn Sigurðsson
var sérstakur aflamaður og
gæðamaður, eins og mörgum
er kunnugt. Hafði ég mjög
gott af því að vera með hon-
um.
— Næst var ég stýrimaður
eina vertíð á General Bird-
wood frá Hafnarfirði, sem
Hellyer átti, og var Haraldur
Þórðarson skipstjóri. Þá var
ég eitt ár á Gulltoppi, síðar
Andra hjá Kristjáni Krist-
jánssyni, skipstjóra. Vorum
við miklir vinir alla tíð, enda
var Kristján mikill gæða-
maður. Hann var síðasti skip-
stjórinn, sem ég sigldi með.
— Sumarið 1928, þann 8.
ágúst að mig minnir, var mér
boðið að gerast skipstjóri á
Gylli, sem var eign útgerðar-
félagsins Sleipnis, en fram-
kvæmdastjórar þess voru
feðgarnir Magnús og Sigfús
Blöndahl.
— Ég var hjá þeim fegðum
með Gylli þar til hann var
seldur til Kveldúlfs árið
1932, að mig minnir. Mér
gekk allvel á Gylli. Ekkert
sérstakt kom fyrir. Við vor-
um bæði á saltfiskiríi og ís-
fiskiríi.
— Við sigldum til Englands
og vorum fyrsta skipið, sem
sigldi til Þýzkalands með
afla. Það var árið 1930. Einn-
ig fórum við tvo túra til
Ijmuiden í Hollandi.
— Þýzkalandstúrinn var
farinn í ágústmánuði og
fengum við 16.700 mörk fyrir
aflann. Ég man það enn
glöggt. Þetta þótti heldur lé-
leg sala og þá var markið á
kr. 1.08. Þýzki markaðurinn
fór batnandi upp úr þessu og
hafa íslenzkir togarar siglt
þangað æ síðan.
— Ástæðan fyrir því, að
við reyndum Þýzikaland var
sú, að enski markaðurinn var
svo lágur, að flestir íslenzku
togararnir lágu úti í garði
megnið að sumrinu, það er að
segja þeir, sem ekki fóru á
síld.
— Mér líkaði ágætlega að
vera hjá þeim Blöndahls-
feðgum og sýndi Sigfús mér
og minni fjölskyldu sérstaka
tryggð og vináttu alla tíð.
— Útgerðarfyrirtækið Sleipn
ir seldi Gylli til Kveldúlfs
árið 1932 og var ég áfram
með skipið hjá hinum nýju
eigendum og var hjá þeim
þar til ég sagði upp haustið
1936 sökum þess, að mér
bauðst að eignast hlut í tog-
aranum Venusi með mjög að-
gengilegum kjörum. Eigand-
inn var Þórarinn Olgeirsson,
skipstj óri.
— Ég réðist í þetta, þótt
togaraútgerðin ætti í miklum
erfiðleikum á þessum árum,
en ég hafði þá trú, að úr
myndi rætast, eins og síðar
kom á daginn.
— Árin mín hjá Kveldúlfi
gengu vel. Sæmilega fiskað-
ist og ég kunni ágætlega við
þá bræður, sem ég hafði að-
allega saman við að sælda á
vegum útgerðarinnar, en það
voru þeir Kjartan og Haukur
Thors.
— Nú, auk Þórarins Olgeirs-
sonar gerðumst við Loftur
Bjarnason og Tryggvi Ófeigs-
son eigendur Venusar. Tog-
arinn hafði verið gerður út
frá Hafnarfirði og var því
haldið áfram.
— Hið nýja félag tók við
Venusi í ársbyrjun 1937. Ég
var með Venus sem skip-
stjóri, enda var gengið frá þvi
við kaup skipsins, að ég yrði
það í 5 ár að minnsta kosti.
— Fram að stríðsbyrjun
var Venus á saltfiskiríi, ís-
fiskiríi og síldveiðum. Heldur
gekk útgerðin vel. Allavega
varð ekki tap á henni.
— Svo skall stríðið á og á
svipstundu breyttist afkoma
togaraútgerðarinnar. Nú gafst
henni tækifæri til að rétta
hag sinn, þótt skatfbyrði
væri mikil.
— Öll stríðsárin einibeitti
ég mér að því að fiska, en
hins vegar sigldi ég aldrei
með aflann á brezka mark-
aðinn, enda var fjöldi ágætra
manna, sem óskaði eftir að
fá að sigla með skipið, því
þeir fengu greiddann hálfan
skipstjórahlut. Það má geta
þess, að meðal þeirra sem
sigldu með Venus voru t.d.
Ásgeir Sigurðsson á Heklu,
Eiríkur Kristófersson, skip-
herra og Þórarinn Björnsson,
skipherra.
— í stríðslok átti Venus h.f.
peninga í varasjóði oe ný-
byggingasjóði til að láta
smíða nýjan togara eins og
fleiri útgerðarfyrirtæki.
— Var farið að athuga
möguleika á byggingu skips,
þegar nýsköpunarstjórnin tók
það í sínar hendur að semja
um allar nýbyggingar. Þá var
Röðull smíðaður og kom
hann til landsins árið 1948.
Er hann gerður út enn þann
dag í dag.
— Árið 1945 seldi Tryggvi
Ófeigsson sinn hlut í Venusi
h.f. og flutti til Reykjavíkur
með sinn togararekstur. Aðal-
eigendur Venusar voru þá
Þórarinn Olgeirsson, Loftur
Bjarnason og ég.
— Við gerðum Venus og
Röðul út jafnhliða í nokkur
ár, eða þar til Venus var lagt
eftir langa og dygga þjón-
ustu. Endalok þess mikla
happaskips var, þegar það
rak upp í fjörur við hafnar-
garðinn í Firðinum í ofsa-
veðri haustið 1956.
— Árið 1947 var ráðizt i
það að leggja fram stofnfé í
Hval h.f., en í nýtoygginga-
sjóði Venusar h.f. var þá tals-
vert fé umfram það, sem
þurfti að leggja í Röðul.
— Án þátttöku Venusar h.f.
og dugnaðar og framsýni
Lofts Bjarnasonar tel ég, að
ekkert hefði orðið úr stofnun
Hvalfélagsins.
— Ég var skipstjóri Röðuls
allt frá því hann kom til
landsins og þar til ég hætti
sjomennsku sextugur árið
1956. Þó er rétt að geta þess,
að ég tók hvíld frá störfum á
Röðli öðru hvoru seinni árin.
— Frá árinu 1956 hef ég
ekki verið á sjónum,. og það
ár endalok sjómennsku
minnar, sem hófst árið 1910.
Frá þeim tíma hef ég verið i
landi við útgerð Venusar og
haft umsjón með fiskverkun
fyrirtækisins í Hafnarfirði.
Hefur hún gengið sæmilega,
því við höfum verið mjög
heppnir með skrifstofustjóra,
verkstjóra og aðra þá, sem
hafa unnið hjá qkkur að fisk-
verkun. Kan-n ég öllu þessu
fólki beztu þakkir. -i
— Ég vero að segja, að ég
var mjög heppinn með sam-
eignarmenn mína í Venusi
h.f. Mest samskipti hef ég haft
við Loft Bjarnason og Þórar-
inn Olgeirsson alla tíð og hef-
ur þar aldrei skugga á borið.
Kann ég þessum mönnum
beztu þakkir fyrir okkar
langa samstarf.
— Árið 1934 gerðist ég
stofnandi að Hampiðjunni
h.f. að áeggjan Guðmundar
S. Guðmundssonar, sem barð-
ist fyrir því að koma á fót
íslenzkri veiðarfæragerð.
— Eins og mörgum er
kunnugt hefur veiðarfæra-
gerð átt hér erfitt uppdráttar
hin seinni ár, en ég vil undir-
strika að án Hampiðjunnar
hefðum við íslendingar lent í
miklum erfiðleikum á stríðs-
árunum, þegar hvergi var
unnt að fá veiðarfæri fyrir
togara okkar og línubáta, sem
lögðu grundvöllinn að hinni
miklu upptoyggingu landsins.
— Nú er verið að vinna að
því að fá nýjar og nýtízku
vélar fyrir Hampiðjuna til að
hún geti mætt hinni hörðu
erlendu samkeppni. Tollar
eru hér lægri á veiðarfærum
en í öllum nágrannalöndum
okkar, en við erum þeirrar
skoðunar, að íslendingum sé
nauðsyn að geta búið til sín
veiðarfæri sjálfir, enda sýnir
reynslan það ljóslega.
— Það er okkar metnaður,
að íslenzk veiðarfæragerð
geti séð fyrir þörfum íslenzkr
ar útgerðar. Eg gleðst mjög
yfir því, að við höfum
ágætismann til að vera for-
stjóri Hampiðjunnar, en það
er Hannes Pálsson.
— Árið 1927 kvæntist ég
Guðríði Sigurðardóttur Hin-
rikssonar bónda og útgerðar-
manns í Ránakoti á Stokks-
eyri. Við ólumst upp á sömu
slóðum í æsku og höfum átt
samleið upp frá því.
— Eins og hjá öllum sjó-
mönnum kemur heimilis-
stjórnin í hlut konunnar og
án hjálpar og aðstoðar Guð-
ríðar hefði lítið orðið úr þeim
tækifærum, sem mér hafa
gefizt á lífsleiðinni. Ég tel
það mikla gæfu að hafa átt
svo góða konu.
— Við Guðríður eigum þrjú
börn, Sigríði, gifta Vilhjálmi
Sigurðssyni, Kristínu gifta
Ásgeiri Bjarnasyni, og Árna,
kvæntan Ingibjörgu Björns-
dóttur. Ég hef miklar mætur
á börnum mínum og álít, að
þau hafi verið mjög heppin í
sínu makavali.
— Á sjónum kynntist ég,
mörgum mætum manni og
einnig við útgerðina í landi.
Mínum gömlu skipverjum
vil ég þakka samstarfið, en
án dugnaðar þeirra og ósér-
hlífni hefði ekki náðst sá ár-
angur, sem stefnt var að. Ég
valdi sjómennskuna að ævi-
starfi. Það var mín gæfa.
Yilhjálmur Árnason, skipstjóri.