Morgunblaðið - 27.05.1966, Síða 12
12
MORGUNBLADIÐ
FSstudagur 27. maf 1966
Hótelfólk utan af landi
býr sig undir sumarið
það eingöngu af þjónustusemi
og þá eru þau raunverulega eins
og stór heimili. Þörfin fyrir
hótelin eru vissulega fyrir hendi
þótt fjárhagsgrundvöllinn vanti.
Það er einnig sameiginlegt með
hótelum strjálbýlisins, að þau
búa við Skört á nægu og góðu
húsrými, en fullkomin hótei,
álíka og þau sem í Reykjavík
Rætt við nokkra þdtttakendur í ndmskeiði
Sambands veitinga- og gistihúseigenda
í Grurdarfirði
„Ég veit tæpast af nokkrum
öðrum stað, sem er fallegri,
hvert sem litið er, en Grundar-
fjörð. Þar fer saman litadýrð og
það er reisn í því. Grundarmön
skartar í óteljandi litum í austri,
og þar eru steinar taldir einna
fegurstir á íslandi“.
Það er Sigrún Pétursdóttir,
hótelstýra á Hótel Fell í Grund-
arfirði, sem þannig mælti við
blaðamann Morgunblaðsins,
Sigrún Péursdóttir
árvallavatni, sem bæði eru upp
til fjalla, og eins í Selvallavatni
við Berserkjahraun. Verði á
veiðileyfunum er stillt í hóf, og
kosta 25 krónur daglangt í Sel-
vallavatni og 50 krónur í hinum
vötnunum, enda er silungurinn
stærri í þeim vötnum.
Áríðandi er, að hópar, sem
ætla að kaupa mat hjá okkur
geri viðvart í tíma. Ég hef flest
tekið á móti 135 manns í einu.
Heitan mat er að fá hjá okkur
allan daginn, en auðvitað veit-
um við alla aðra venjulega hótel
þjónustu.
Ég opna núna fyrir Hvíta-
sunnu, og þá er óhætt að koma
við á Felli. Sjóstangaveiðimenn
úr Reykjavík hafa alltaf komið
til mín um verzlunarmannahelg-
ina og róið á mið í Breiðafirði.
Að lokum vildi ég aðeins end-
urtaka, að ég er vss um, að
ferðafólk fær ekki betri stað til
að njóta fallegrar náttúru en í
Grundarfirði, og þess vegna held
ég, að hótelrekstur eigi mikinn
rétt á sér á þessum stað“.
Og við kveðjum Sigrúnu Pét-
ursdóttur með beztu árnaðar-
óskum um gott gengi með hótel-
refcsturinn á þessum fallega
stað, GrundarfirðL
Á ísafirði
Hótel Mánakaffi heitir gisti-
hús á Ísafirði. Það rekur Gerald
Hásler og var hann staddur hér
vegna fræðslu- og kynningar-
viku Sambands veitinga- og
gistihúsaeigenda, er haldið var
hér í Reykjavik dagana 9.—15.
maí. Hótel Mánakaffi er lítið,
en vistlegt gistihús, eru gistiher-
bergin öll teppalögð, og með
sína og hátalarakerfi. Við hitt-
um Gerald að' máli og spurðum
hann, hvort ferðamannastraum-
ur vestur hefði ekki aukizt að
þegar við áttum við hana stutt
samtal á dögunum, en hún var
hér á ferð til að taka þátt í
nálmskeiði Sambands veitinga og
gistihúsaeigenda.
„Hótel Fell er svo sem ekki
Stórt hótel“, segir Sigrún, „en
ég held það hafi bætt úr brýnni
þörf á gistirými á þessum fallega
stað. Síðan vegur opnaðist fyrir
Ólafsvíkurenni og Búlandshöfða,
fæfist það mikið í vöxt að fólk
aki hringinn í kringum Snæfells
'nes. Og þá virðist það liggja í
hlutarins eðli, að stanzað sé eina
nótt eða svo í Grundarfirði.
Snæflellsnes er stórbrotinnar
náttúru, og má segja, að þar sé
eitthvað fyrir alla. Jökulinn er
þar, tær og fagur, og hægt að
ganga hann bæði vetur og
sumar.
í Brimlárhöfða og Búlands-
höfða finnast steingervingar,
bæði jurta og skelja. Grundar-
mön geymir kynstrin af fallegu
grjóti, og Eyrasveit, sem þarna
er í næsta nágrenni, er sögusvið
. Eyrbyggju. Og ekki má gleyma
Bersekjahrauni, sem er eitthvert
sérkennilegasta hraun hérlend-
is.
Hótel Fell hefur matsal, þar
sem snætt geta með góðu móti
í einu 60 manns. Við getum
hýst 25 manns, bæði í eins,
tveggja og þriggja manna her-
bergjum.
Ferðamannastraumurinn er á-
berandi vaxandi, og það færist í
vöxt, að menn stanzi í hrigakstr
ium um nesið, í Grundarfirði.
Leikfélögin, sem sækja okkur
heim á sumrin, hafa yfirleitt
bækistöð sína á hótelinu,
Við seljum veiðileyfi í 3 vötn-
tun. Hraunsfjarðarvatni og Baul-
Gerald Ilásler
undanförnu. Hann sagði:
— Jú, þetta hefur batnað mik-
ið með tilkomu Friendshipvélar
Flugfélagsins. Nú má segja, að
flugsamgöngur séu til ísafjarðar
nær daglega. Þá hefur ferðaskrif-
stofan Lönd & Leiðir einnig
skipulagt ferðir vestur.
— Er mikið um ferðir útlend-
inga?
— Ekki er það svo neinu
nemi. Okkur finnst ferðaskrif-
stofurnar ekki hafa gengið nógu
ötullega fram við að auglýsa
ferðirnar vestur, en vonandi
rætist úr því von bráðar.
Auk flugsamgangnanna eru bíl-
ferðir tvisvar í viku með Vest-
fjarðarleið.
— Hvað er markverðast fyrir
ferðamenn að skoða á ísafirði?
— Nágrennið er ákaflega
skemmtflegt. Haldið er uppi
reglulegum ferðum til Bolunga-
víkur og Súðavíkur. Á ísafirði
er stórt byggðasafn, sundlaug
o.m.fl. Þá eru þar í nágrenninu
fyrstu jarðgöng, sem grafin voru
á íslandi og þar eru einnig elztu
íbúðarhús landsins, sem enn er
búið í. í þiggja km. fjarlægð frá
kaupstaðnum er skíðasfcáli og er
seld þar svefnpokagisting á sumr
in. Þá er þar einnig tjaldstæði,
sem mjög er til fyrirmyndar er
þar bæði rennandi vatn og sal-
erni. Mjög vel hefur verið hugs-
að um þetta tjaldstæði og er um-
gengni um það hin bezta.
— Hvert er aðaláhugamál ykk
ar ísfirðinga í sambandi við ferða
mál?
— Aðaláhugamálið er tvímæla
laust að vegurinn inn Djúp verði
fullgerður. Þá myndast þarna
hringafcstur, svo að ferðamenn
þurfa ekki að fara sömu leiðina
til baka. Vegurinn er nú kom-
inn rétt út fyrir Ögur og yrði
hann fullgerður er fullvíst að
um gjörbyltingu í ferðamálum
Vestfjarða yrði að ræða.
— Er Hótel Mánakaffi eina
gistihúsið í kaupstaðnum?
— Já, Ég hóf rekstur fyrir
fimm árúm, en fyrir þremur ár-
um brann það og var síðan end-
urbyggt og er nú ekkert eftir af
hinu sögufræga húsi nema stofn-
inn einn. í þessu húsi bjó Hann-
es Hafstein á sýslumannsárum
síum í ísafjarðarsýslu og síðan
Jón Auðunn Jónsson, faðir séra
Jóns Auðuns, dóprófasts. Húsið
stækkuðum við töluvert, þegar
það var endurbyggt.
— Hvað er næst á dagskrá í
ferðamálum?
— Ákveðið var í kynningar-
ráðstefnunni hér syðra, að
koma á fót námskeiði fyrir starfs
fóik gistihúsa. Það hefur verið
aðaláhyggjuefni okkar að und-
anförnu, hve erfiðlega hefur
reynst að fá starfsfólk með ein-
hverja reynslu. Ætlunin er að
haldið verði námskeið yrir starfs
fólk gistihúsa á Akureyri næsta
ár, svo að unnt verði að bæta
þjónustuna eftir megni.
— Viltu taka eitthvað fram
að lokum?
— Ekkert, nema það, að ég
vonast til, að ferðamannsstraum
urinn muni aukast og ég þakka
öllum, sem átt hafa við mig við-
skipti á undanförnum árum.
Við Mývatn
Guðrún Sigurðardóttir for-
stöðukona rekur hótel Reykjahlíð
á bökkum Mývatns. Það er jafn-
an gestkvæmt á sumrin í hinni
fögru Mývatnssveit, og fer hótel-
ið ekki varhluta af þvi, enda
segir Guðrún okkur, að nú sé í
bígerð að stækka hótelið.
„f Reykjahlíð hefur verið
greiðasala og gisting frá því ég
fyrst man eftir mér“, segir Guð-
rún. — „Til að mæta vaxandi
ferðamannastraumi byggðum við
nýtt og gott hús 1948, sem eigin-
lega er þeggr orðið of lítið. í
hótelinu er svefnpláss fyrir 26—
30 manns. Ferðamannastraum-
urinn við Mývatn er einna mest-
ur frá miðjum júlí og fram í
ágúst, og hann fer sívaxandi.
Ber þá mest á útlendingúm,
helzt frá Norðurlöndunum, en
mér finnst aukning á ferðum
Norðurlandabúa áberandi. Frá
hótelinu, sem stendur á bakka
Mývatns á mjög ákjósanlegum
stað, leigjum við báta, og út-
vegum einnig veiðileyfi í Laxá.
Þrátt fyrir að bróðir minn,
Jón Bjartmar, búi nú á Reykja-
hlíð kaupum við helztu matvör-
ur frá Húsavík og Akureyri,
Guðrún Sigurðardóttir
nema mjólkurvörur. í hótel
Reykjahlí vinna nú 8-10 sarfs-
stúl'kur á hverju sumri.
Ég er mjög þakklát fyrir að
fá að taka þátt í námskeiðinu,
sem nú er brátt að ljúka. Nám-
skeið sem þessi eru nauðsynleg
fyrir okkur, sem erum að reyna
að halda uppi hótelum úti á
landi, og ég vænti þess að þau
verði endurtekin".
I Hreðavatnsskála
Eigendur Hreðavantsskála eru
hjónin Leopold Jóhannsson og
Olga Sigurðardóttir, og hafa þau
rekið skálann síðan 7. maí 1960.
Við höfum tal af Leopold, og
báðum hann að ræða aðstöðu
eru, mundu alls ekki bera sig
úti á landsbyggðinni.
Ég tel að hlutur hótelanna
úti á landi sé þýðingarmikill,
Við í Hreðavatnsskálanum fylgj
um mikið sumarsíldinni. Þá
streymir fólk til síldarstaðanna,
útum landsbyggðina almennt
margt af því með viðkomu hjá
okkur. Annars eru hvergi á
landinu reknir jafnmargir gisti-
og greiðasölustaðir og í Borgar-
firði, og þess má geta að Ferða-
skrifstofa ríkisins hefur 3 skóla
á leigu yfir sumartímann í
Borgarfirði án samvinnu við
okkur, og má það einkennilegt
heita að opinber aðili sé í sam-
keppni við þá, sem þar reka
hótel og eiga við erfiðleika að
etja fjárhagslega.
Einnig er Landssímaþjónust-
an af skomum skammti. Fólk,
sem verður fyrir óhappi stend-
ur því uppi hjálparlaust, og
þama komum við inn í málið af
af vanefnum veitum fólki ýmsa
aðstoð, gerum t.d. við hjólbarða
og annað þvíumlíkt ef við get-
um. Fjöldi þessa fólks er þakk-
látt fyrir aðstoðina og lætur I
ljós ánægju sína við okkur, og
það eru laun sem mér finnst
mest um vert. En það hefur ekki
til þessa verið séð fyrir rekstrar
fjárþörf hótela í dreifbýlinu, þó
ef til vill rætist úr, þegar sjóð-
ur sá, sem ferðamálaráð er að
fá til urnráða og kemur ti'l fram
kvæmda.
Ég vil nota tækifærið og
þakka því ágæta fólki, sem lagt
hefur leið sína til okkar, og sér-
stáklega vil ég þakka samvinn-
una milli hótelanna þriggja,
Hreðavatnsskála, Bifrastar og
Hótel Borgarness, en hún hefur
verið með afbrigðum góð og
vona ég að hún geti haldist slík
áfram. Einnig vi lég þakka þá
fræðslu sem við höfum fengið
Olga Sigurðardóttir og Leopoid Joluinnesson.
veitinga- og gistihúsa í dreif-
býlinu. Honum fórust orð á
þessa leið:
— Það er sameiginlegt með
hótelum úti á landi, að þau eiga
við rekstrarörðugleika að etja
árstímabundið. Á veturna verður
að loka þeim, og séu þau opin er
á námskeiðinu, en það hefur
tekizt mjög vel og finnst okkur
að slík námsskeið eigi að halda
annað hvort ár. öllum aðilum
erum við þakklát fyrir frá'bært
skipulag og góða dagskrá við
kynningu alLs þess sem fyrir
auga og eyra hefir borið.
Gestakvöldvaka
í Búðardal
BÚÐARDAL: — Mánudaginn
28. marz s.l., hélt kvenfélagið
„Þorgerður Egilsdóttir” sína ár-
legu gestakvöldvöku, en hún er
með þeim hætti að kvenfélags-
konur bjóða utanfélagskonum
úr hreppnum til kvöldvökunnar
og einnig konum úr nærliggj-
andi kvenfélögum í sýslunni. í
þetta sinn var það kvenfélags-
konum úr Hvammssveit sem var
boðið. Gestakvöldvaka þessi
tókst mjög vel og stóð langt
fram eftir nóttu. Félagskonur
sáu sjálfar um öll skemmtiat-
riði og báru fram rausnarlegar
veitingar.
Gestakvöldvökur eru nú orð-
inn fastur liður i skemmtanalífi
sveitarinnar og njóta mjög
mikilla vinsælda hjá konum, en
stuðla jafnframt að nánari
kynnum og samstarfi kvenna i
sýslunni. — Fréttaritari. •
Á síldveiðor
Akranesi, 25. maí.
VÉLBÁTURINN Sigurfari fer af
stað á sumarsíldveiðarnar n. k,
föstudag. Eins og áður er sagt,
leggur Sólfari af stað á laugar-
dag — Oddur.