Morgunblaðið - 27.05.1966, Side 16
16
MORCUNBLAÐIÐ
Fðstudagtír 27. maf 196§
Útgeíandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðaistræti ð. Sími 22480.
Askriítargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
FRIÐL ÝSING
SKAFTAFELLS
að eru mikil tíðindi og góð,
að Skaftafell í Öræfum
hefur verið keypt undir þjóð-
garð að tilhlutan Náttúru-
verndarráðs, og er áformað
að friðlýsa þetta landssvæði,
sem er allt að 1000 ferkíló-
metrar að stærð. Hefur verið
unnið að framkvæmd þessa
máls undanfarin ár.
Það mun skoðun allra er
til þekkja, að náttúrufegurð
sé óvíða stórbrotnari hér á
landi en í Skaftafelli í Ör-
æfum. í fréttatilkynningu frá
Náttúruverndarráði segir, að
þar sé að finna flest það er
prýðir íslenzka náttúru mest.
„Stórleikur landsskaparins er
óvíða ef nokkurs staðar meiri
og útsýn óviðjafnanleg til
hæsta fjalls landsins, yfir
stærsta skriðjökul þess og víð
áttumesta sand. Á landareign
inni eru fagursköpuð fjöll og
fjölbreytileg um uppbyggingu
og bergtegundir. Þar er einn
merkilegasti skriðjökull lands
ins, Morsárjökull. í landar-
eigninni eru fagrir fossar og
gil rómuð fyrir fegurð. Gróð-
urinn er gróskumikill og fjöl-
breyttari en víðast annars
staðar, enda mun engin jörð
á íslandi nema grannjörðin
Svínafell njóta jafn mikillar
veðursældar“. Ástæða er til
þess að taka undir það, að
friðun Skaftafells megi verða
upphaf að víðtækum friðun-
araðgerðum gagnvart hinum
margvíslegu gersemum ís-
lenzkra r náttúru, sem sum
eru í yfirvofandi hættu vegna
skilningsleysis og óvarkárni
af ýmsu tagi.
Skaftafell mun verða dá-
samlegur griðastaður sunnan
undir hinum miklu jöklum.
Þangað munu ekki aðeins ís-
lendingar leita í stórhópum,
heldur og mikill fjöldi er-
lendra ferðamanna og vísinda
manna, sem kunna að meta
hina sérkennilegu fegurð
þessa víðáttumikla og fjöl-
breytilega landsvæðis. Land-
rýmið á íslandi er einn verð-
mætasti sparisjóður framtíð-
arinnar. Þess vegna verður
að leggja mikla áherzlu á að
vernda landið og gersemar
íslenzkrar náttúru.
BARÁTTA
LÝÐRÆÐIS
OG EINRÆÐIS
Ctöðugt berast fregnir sem
^ benda eindregið til þess,
að átökín milli Kína og Sovét
ríkjanna fari sífellt harðn-
andi, og virðist raunar ljóst,
að um sættir milli þessara
tveggja kommúnísku stór-
velda verði ekki að ræða. —
Menn hafa lengi verið van-
trúaðir á, að til algjörs klofn-
ings í hinum kommúníska
heimi mundi koma, en öll sól-
armerki benda til þess að svo
sé, og að Kína valdi Sovét-
ríkjunum nú meiri áhyggjum
en nokkurt annað vandamál
á alþjóðavettvangú
Átökin í kalda stríðinu hafa
á síðustu árum færzt meir
til Asíu. Þar er sá vígvöllur,
sem bæði heitt og kalt stríð
er háð á í dag. í ljósi þeirrar
staðreyndar verður að líta
svo á, að deilur Kína og Sovét
ríkjanna muni hafa vaxandi
áhrif á gang alþjóðamála og
víðtækar afleiðingar á gang
mála í Asíu.
Bæði þessi ríki eru Asíuveldi
og sameinuð mundu þau hafa
verið erfiður andstæðingur.
Sundrung þéirra skapar marg
vísleg vandamál, en hlýtur
þó að auðvelda frjálsum þjóð
um heims það verkefni, sem
tvímælalaust er eitt stærsta
og mesta sem þær standa
frammi fyrir á næstu árum,
að varðveita lýðræði og
frelsi, þar sem því hefur ver-
ið komið á í Asíu, og veita
lýðræðisríkjum Asíu þann
stuðning, að ljóst megi verða
að ríki, sem byggt er á lýð-
ræði og frelsi þegnanna er
öflugra þegar til lengdar læt-
ur en hið kommúníska ein-
ræði.
Baráttan í Asíu stendur
ekki aðeins um Víetnam, hún
stendur einnig um það, hvort
hin vanþróuðu ríki veraldar
velja sér lýðræði eða einræði
að stjórnarfyrirkomulagi, og
þess vegna veltur á miklu að
þær þjóðir Vestur-Evrópu og
Ameríku, sem þróað hafa með
sér lýðræðislegt stjórnarfyrir
komulag og búa nú við vel-
megun, veiti lýðræðisríkjum
Asíu nauðsynlegan og öfiug-
an stuðning.
éLsA
ysij
UTAN ÚR HEIMI
Síðasta kosninga-
barátta de Valera
Geng/ð verður til íorsetakosninga i Irlandi /. júni
EAMOND DE VALERA,
forseti írlands, einn elzti
sjtórnmálamaður í heimi,
hefur nú hafið síðustu
kosningabaráttu sína. Allt
bendir til þess, að hann
muni ekki láta sinn hlut
eftir liggja nú, frekar en
endranær.
De Valera, sem er nú
84 ára, hefur verið forseti
undanfarin sjö ár, og skv.
stjórnarskránni er honum
aðeins heimilt að sitja eitt
kjörtímabil enn. Þar eð
forsetinn á að vera „hafinn
yfir stjórnmál“, byggist
kosningarbaráttan að
miklu leyti á persónuleg-
um vinsældum.
Meginkeppinautur de Val-
era er Thomas O’Higgins, fjár
málaráðherrann, sem er 49
ára, úr andstöðuflokki for-
setans. Hann hefur gert mjög
nákvæma baráttuáætlun, og
mun tala á um 100 kosninga-
fundum víðs vegar um land-
ið, áður en að kjördegi kem-
ur, 1. júní. Stuðningsmenn
hans halda því fram, að hann
skipuleggi baráttu sína á lík-
an hátt og Kennedy, fyrrum
Bandaríkjaforseti, 1960.
Higgins er kominn af ætt,
sem löngum hefur látið stjórn
mál til sín taka. Hann er
frændi Kevin O’Higgins, dóms
málaráðherrans, sem myrtur
var 1927 og sonur dr. T. F.
O’Higgins, fyrrv. dómsmála-
ráðherra, sem nú er látinn.
Hann hefui' verið þingma'ður
síðan 1948, og er hann gegndi
De Valera, forseti
embætti heilbrigðismálaráð-
herra á árunum 1954—1957,
lagði hann á ráðin um nýtt
tryggingarkerfi.
Þótt de Valera stjórni sinni
eigin kosningabaráttu af mikl
um dugnaði, þá beitir hann
sér ekki ýkja mikið persónu-
lega, en þeim mun fleiri
stjórnmálamenn tala máli
hans; meðlimir flokksins, sem
hann stofnaði sjálfur fyrir
40 árum. í hópi þeirra eru
forsætisráðherrann, Sean Le-
mass og Charles Haughey,
landbúnaðarmálaráðh., harð-
duglegur maður, sem leggur
mikla áherzlu á það í ræðum
sínum, að enginn maður hafi
haft eins mikil áhrif á þróun
mála í írlandi á undanförnum
áratugum og de Valera. Á
undanförnum vikum hefur
mikið borið á Haughey, vegna
hátíðahalda, sem efnt hefur
verið til, til að minnast Páska
byltingarinnar 1916, en Haug-
hey tók þátt í henni.
Um nokkurt skeið leit út
fyrir, að de Valera myndi
eignast annan kepipnaut í
forsetakosningunum. Yrði
efnt til ræðulistarsamkeppni
í írlandi nú, er lítill vafi á
því, áð Eoin O’Mahoy myndi
bera sigur úr býtum. Hann
er lögfræðingur og 62 ára.
Hins vegar tókst honum ekki
að afla þess stuðnings, sem
frambjóðanda er nauðsynleg-
ur, svo að hann geti boðið
sig fram, þ.e. meðmæli fjög-
urra borgarstjórna eða 20
þingmanna öldungadeildarinn
ar. Verkamannaflokkurinn er
sagður óánægður með, áð
ekki hefur tekizt að finna
frambjóðanda, sem lítill styrr
stendur um. Margir Verka-
mannaflokksmenn töldu, að
Frederick Roland, rektor há-
skólans í Dublin, en hann
var fyrrum sendiherra í fr-
landi og forseti Allsherjar-
þings S.Þ., kæmi til greina,
svo og dr. Conor Cruise O’
Brien, rithöfundur og fyrrum
sendifulltrúi hjá S.Þ.
De Valera nýtur fulls stuðn-
ings 72 meðlima flokks síns,
sem sitja í öldungadeildinni.
Á sama hátt standa þingfull-
trúar flokks O’Higgins, 47 tals
ins, að baki honum. 22 full-
trúar Verkamannaflokksins
hafa ekki tekið beina afstöðu
opinberlega, en stuðnings-
menn forsetans telja, að rúm-
ur helmingur þeirra muni
stýðja hann.
(Observer — öll réttindi
áskilin).
„Ó, þetta er Sndœlt stríð##
Frumsýning í Þjóðleikhúsinu í byrjun júní .
í BYRJUN júní frumsýnir Þjóð-
leikhúsið söngleikinn „Ó, þetta
er indælt stríð“ og verður þetta
síðasta frumsýningin á þessu
leikari hjá Þjóðleifchúsinu. Mikið
hefur verið rætt og ritað um
þennan söngleik, sem hefur hlot-
ið miklar vinsældir, hvar sem
hann hefur verið sýndur.
Höfundar leiksins eru Charles
Chilton og Joan Littlew’ood og
var leikurinn frumsýndur hjá
Theatre TVorkshop í London í
marzmánúði 1963. Leikstjóri var
Joan Littlewood, leikhússtjóri í
fyrrnefndu leikhúsi, en um starf
hennar og list hafa verið skrif-
aðar margar greinar og bækur,
því að segja má að hún hafi
valdið gjörbyltingu í ensku leik-
húsi. Sýning Joan Littlewood á
„Ó, þetta er indælt stríð“, vakti
óhemju mikla athygli og var
sýnt um langan tíma við met-
aðsókn. Farið var með leikinn
til Parísar og hann sýndur hjá
„Leikhúsi þjóðanna*.1 og hlaut
('eikurinn heiðursverðlaun þáð
leikárið í París,
Leikritið „Ó, þetta er indælt
stríð“, gerist í fyrri heimsstyrj-
öld og fjallar um helztu atriðin
í beirri stvrjöld. Allir þeir söngv-
ar, sem urðu vinsælir í styrjöld-
inni 1914—18, eru sun'gnir í leikn
um, og þar er brugðið upp mynd
af því helzta, sem gerðist í heims
málunum á þessum árum bæði í
gleði og sorg.
Leikstjóri er Kevin Palmer frá
London, en hann vann í Theater
Workshop leikhúsinu með Joan
Littlewood um langan tíma og
er vel kunnur starfi hennar. —
Einnig hefur Kevin Palmer starf
áð um langan tíma í Stratford
upon Avon leikhúsihu. Palmer
fór til Kanada og setti þar á svið,
„Ó, þetta er indælt stríð“, og
hlaut vferðlaun fyrir sviðsetn-
ingu á þessum leik.
Palmer er fæddur í Ástralíu,
er efnafræðingur að mennt. Hóf
síðar nám í leiklist, og hefur
starfað að því hugðarefni sínu
síðan.
Búningar og leiktjöld eru
teiknuð af Una Collins, en sú hin
sama gerði leikmynda- og bún-
inga teikningar fyrir sýninguna
í upphafi.
Leikendur eru 17. Þar af eru
12 karlmenn og 5 konur.
(Frá Þjó'ðleikhúsinu).
Kevín Palrwer leikstióri