Morgunblaðið - 27.05.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.05.1966, Blaðsíða 5
FBstuflagur 27. mal 1966 MORGU NBLAÐIÐ 5 ÚR ÖLLUM ÁTTUM STÝRIMANNASKÓLANUM í Vestmannaeyjum var slitið á lokadag, 11. maí. 19 nemendur stunduðu nám í skólanum í vet- ur, níu nemendur í 2. bekk, en 8 stýrimenn brautskráðir f rá stýrimannaskólanum í VE tíu nemendur í fyrsta bekk. — Undir brottfararpróf gengu 8 nemendur. I upphafi skólaslita- ræðu sinnar minntist skólastjóri drukknaðra og látinna sjó- manna á liðnu ári. Hann rakti síðan liðið skólaár og gat um gjafir þær, sem skólanum hafa borizt, og þakkaði hinn góða hug til skólans með orðum Gunnars, að góðar væru gjafirnar en meira um verð væri vinátta og góSur hugur gefenda. Af gjöfum sem skólanum hafa borizt á liðnum vetri má nefna vandað segulibandstæki frá hjón- unum Óskari Matthíassyni og konu hans, Þóru Sigurjónsdótt- ur, rakettubyssu frá Kristjáni Sigurjónssyni. Árni Þórarinsson, fyrrum skipstjóri og hafnsögu- maður, sendi skólanum alþjóð- lega merkjabók, sem var í eigu Hannesar lóðs, hinn merkilegasta grip, sem minnir á hina gömlu 6jóhetju. Deccafyrirtækið hefur gefið skólanum kvikmynd. Af nýjum tækjum, sem skólinn hefur eignazt, gat skóiastjóri um vandaða kvikmyndavél og skuggamyndavél, en ætlunin er áð kaupa vandaðan Loran fyrir næsta skólaár. Skólastjóri gat þess að í kennslunni var lögð mikil á- herzla á verklega hlið námsins, bæði í tækjakennslu og verklegri sjóvinnu, netabætingum og splæsi. Þess má eínnig geta, að nemendur fóru ásamt skóla- stjóra og tækjakennara út með „Lóðsinum” til æfinga. Þá minnti skólastjóri á þá nauðsyn sem Vestmannaeying- um væri að koma upp föstum heilsvetrar vélskóla í bænum, sem veitti allt að 1000 ha. rét- indi og rétt tii inngöngu í 2. bekk vélskólans í Reykjavík. í framtíðinni yrði að vinna a’ð byggingu veglegs sjómannaskóla nálægt innsiglingunni á óðali Hannesar lóðs á Miðhúsum og hýsti þessi bygging alla bóklega Séð yfir nokkurn hluta gesta þeirra, sem voru við skólaslitin j 1966, en þar voru samankomnir um 50 manns í myndarlegu kaffihófi. kennslu sjómannastéttarinnar og sjóvinnunámskeið unglinga, en tæki skólans yrðu jafnframt not- uð raunhæft fyrir innsiglinguna (íhafnarradar) og skip kringum Eyjar (miðunarstöð). Þegar nýútskrifuðum stýri- mönnum hafði veri'ð afhent próf- skrírteini, beindi skólastjóri sér- staklega máli sínu til þeirra og minnti þá á skyldur þær og á- byrgð, sem fylgdu starfi skip- stjórnarmanna. Hann bað þá læra af reyndari mönnum, skóli reynslunnar og skóli lífsins væri öllum skólum betri. Þá minnti hann þá á að sýna gætni í sigl- ingu og tillitssemi á sjónum. Útskrifaðir stýrimenn voru: Bárður Árni Steingrímsson, Vestmannaeyjum. Bjarni Jóhannesson, Akra- nesi. Guðmundur Sveihbjörnsson, Vestmannaeyjum. Helgi Kristinsson, Vestmanna- eyjum. Matthías Einar Angantýsson, V estmannaey j um. Matthías Óskarsson, Vest- mannaeyjum. Unnar Erlingur Björgólfsson, Eökifirði. Valdimar Sævar Halldórsson, Vestmannaeyjum. Hefur skólinn þá á 2 starfis- árum útskrifað 23 stýrimenn. Hæstu einkunn við brottfarar- próf hlutu: - Guðmundur Sveinbjörnsson, Vestmannaeyjum, 174 stig 7,57 í meðaleinkunn, sem er ágætisein- kunn. Mun þetta vera hæsta einkunn við fiskimannapróf í ár Jafnframt er einkunn Guðmund- ar hæsta einkunn, sem gefin hef- ur verfð við skólann til þessa. Bjarni Jóhannesson frá Akra- nesi hlaut 168(4 — 7,32 í meðal- einkunn. Helgi Kristinsson, Vestm.eyj- um hlaut 166 stig — 7,22 í meðal- einkunn. Valdimar Sævar Halldórsson, Vestm.eyjum, 163(4 — 7,10 í með aleinkunn. Hæst er gefið 8 og hæstur mögulegur stigafjöldi er 184 st Prófdómendur í sglingafræði- fögum voru Árni E. Valdimars- son, sjómælingamaður frá Reykjavík, en hann er einnig prófdómari við Stýrimanaskól- ann í Reykjavík, og Friðrik Ás- mundsson, stýrimaður, Vest- mannaeyjum. Varamaður hans var Angantýr Elíasson, skipstjóri og hafnsögumaður. Formaður prófnefndar var Jón Hjaltason, hæs tarétarlögmaður. Að loknum skólaslitum var boðið til kaffidrykkju í skólan- lun, og fór þar fram afhending verðlauna, en skólanum hafa borizt mörg og góð verðlaun, Fulltrúi SjóvátryggingafiélagB son. Þá voru veitt verðlaun úr Verð launasjóði Friðfinns Finnssonar og Ástu Sigurðardóttur fyrir reglusemi og ástundun í námi. Eru þetta bókaverðlaun, í þetta skipti bókin Fiskamir eftir Bjarna Sæmundsson, og hlutu fjórir nemendur þessi verðlaun, en þeir höfðu aldrei komið of seint eða vantað i tíma um vet- urinn og sýndu mikinn áhuga í námi. Þessir nemendur fengu verð- laun fyrir ástundun og stundvísi: Bjarni Jóhannesson, Guðmund- ur Sveinbjörnsson, Unnar Er- lingur Björgólfsson og Valdimar Sævar Halldórsson. Þegar þessi verðlaun höfðu Þegar þessi verðlaun höfðu ver ið veitt gaf Friðfinnur 5000 kr. sjóðsins. Viðstaddir skólaslitin voru um 50 manns, bæjarstjóri, kennarar, prófnefnd og allir helztu framá- menn sjómannasamtakanna i Vestmannaeyjum. Árnuðu þessir aðilar skólanum heilla með þenn an áfanga. Nú þegar eru nemendur fam- ir að láta skrá sig í skólann fyr- ir næsta ár, svo búast má við aukinni þátttöku að skólanum. Hér er umboðsmaður Sjávátryggingarfél. íslands í Vestmanna- eyjum, Finnbogi Friðfinnsson, að afhenda Guðm. Sveinbjörns- syni verðlaun, sem félagið hefur gefið til þess, sem hæsta einkunn hlýtur við burtfararpróf úr skólanum. Hér er Ármann skólastjóri (lengst til hægri) kominn um borð í lóðsinn með hin væntan- legu skipstjóraefni á leið út til verklegra framkvæmda. íslands i Vestmsainaeyjum, Finn- foogd Friðfiimsson, afhenti áletr- aða bréfiapressu með merki ié- lagsins fyrir hæstu einkunn á brottfararprófL Þá afhenti skóla- stjóri mjög fallegan veggskjöld, áletraðan frá Einari Sigurðssyni, útgerðarmanni og atvinnurek- anda, var skjöldurinn einnig veittur fyrir hæstu einkunn. Form. Skipstjóra - og stýri- mannaféL Verðanda, Steingrím- ur Arnar, kvaddi sér hljóðs og skýr’ði frá verðlaunum, sem fé- lagið myndi eftirleiðis veita fyrir hæstu einkunn á brottfar- arprófL Eru verðlaun þessi mjög vand- að armbandsúr og áletrað: „Verð anda-úrið 1966“, og á að afhenda þau á sjómannadaginn ár hvert. Bjarni Jóhannesson hlaut verð laun fyrir 2. hæstu einkunn, vand aðan Atlas. Verðlaun fyrir hæstu einkunn í siglingafræði — kennslubók í siglingafræði, hlaut Gúðmundur Sveinbjörns- NOTADIB BILAR Mikið úrval af notuðum bílum sem umboðin hafa tekið upp í nýja. GLÆSILEGUR RAMBLER AMERICAN ’65 Ekinn aðeins ca. 7000 km. Verð kr. 263.000,00. CHEV. CORVAIR 1960. meðfl. auka vél og fl. vara- hlutir. — Verð kr. 140.000, OPEL KAPITAN 1959 Verð ca. kr. 125.000. Góðir bflar á góðum kjörum. Komið, skoðið, og festið yður bíl. Chrysler-umboðið Vökull hf. Hringbraut 121. NÝR FORD BRONCO 1966 Ekinn aðeins 600 km. Verð kr. 225,000,00. RAMBLER AMERICAN 64 Verð kr. 230.000. FORD TAUNUS 12 M ’63 Verð kr. 125.000. MERCURY COMET ’63 Verð kr. 190.000. VOLVO AMAZON ’63 Verð kr. 170.000. OPEL RECORD 1964 Verð kr. 180.000. Opið laugardag til kl. 5 e.h. Verðin miðast við að lána helming af andvirði bifreiðarinnar í eitt ár. Rumbler-umboðið Jón Loftsson hf. Hringbraut 121.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.