Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 1
28 síður
8 gerfi-
hnettir
— með sömu
eldflaug
Kennedyhöfða, 16. júní.
— NTB — AP —
BANDARÍKIN sendu dag
upp átta gervihnetti með
einni og sömu eldflauginni,
Titan 3. Sjö gervihnattanna
eru fjarskiptahnettir, sem
nota á til þess að flytja leyni-
leg hernaðarmál milli Washing
ton, Saigon og fleiri staða með
meiri hraða en áður hefur
þekkzt. Áttundi hnötturinn
var einskonar tilraunahnöttur,
sem skjóta á úr tveimur lið-
lega 15 metra löngum möstr-
um.
Dacca, 15. júní NTB.
• Á ANNAÐ hundrað
manns hafa týnt lífi og 150
er saknað af völdum fióða,
sem orðið hafa að undan-
förnu í Austur Pakistan.
Átekstur
ohuskipo
Eldsvoði í New
York-höfn
Fulltrúar kynslóðarinnar sem tekur við landinu. Morgunbia ðið óskar lesendum sinum og þjóðinni ailri til hamingju
með daginn. (Sjá viðtöl við nýstúdenta á bls. 10.) (Ljóson: Ól. K. Magnússon.)
New York, 16. júní (AP)
TVÖ olíuskip, annað banda-
ríkst, hitt brezkt, rákust sam-
an í 6Ö0 m. breiðri útsiglingu
hafnarinnar í New York í dag,_
og er talið að a.m.k. 13 menn
hafi farizt. Gífurlegur eldur
kviknaði við áreksturinn, og
breiddist út til þriggja'dráttar
báta. Allir sjúkrabílar á Stat-
en ísland voru kvaddir til, og
Bayonne-brúnni lokað vegna
þess að hætta var talin á að
sprenging yrði í hinum brenn-
andi skipum. — Slökkviliðs-
menn á skipum börðust enn
við eldinn er sfðast fréttist til
og var hluti hafnarinnar
lokaður.
Innanlandsflug
hafið í Noregi
r *
— Ovíst eim niníi Ujfa»nlandsfliig
Rektor Nankingháskóla
rekinn frá störfum
„Menningarbylting Öreiganna"
heldur áfram — Roðað að fleiri
„skrimsli" verði fjarlægð
Oslo 16. Júní — NTB.
INNANDANDSITLUG í Noregi
hófst aftur siðdegis í dag eftir
»ð óðalsþing hafði samþykkt að
skipa sérstaka launanefnd til
þess að útkljá deilu norska flug-
mannasambandsins og Noregs
deildar SAS. Mun nefnd þessi
hafa algjört úrskurðarvald í
deilunni, þannig að um gerðar-
<3óm er að ræða. Er samþykkt
óðalsþingsins lá fyrir, ræddu
leiðtogar flugmanna við stjórn
SAS, og náðust samningar um að
innanlandsflug skyldi þegar
hefjast, og beðið skyldi úrskurð
ar gerðadómsins, en flugmenn
kröfðust þess að þeir yrðu hafðir
með í ráðum um utanlandsflug,
og fengu því framgengt.
Ástæðan til þess, að flugmenn
settu fram þessa kröfu um utan-
landsflugip, er sú, að þeir vilja
ekki ganga í berhgg við starfs-
féjaga sína í Danmörku og Sví-
þjóð, sem enn eru í verkfalli.
í tilkynningu, sem norska flug
mannasambándið gefur í dag
sagði m.a. að þar sem fyrir lægi
Framhald á bls. 19
Tókíó og Peking, 16. júní.
— AP — NTB —
FÓTATAK glumdi við á göt-
um Peking í dag er þúsundir
ungmenna gengu um fagn-
andi í tilefni hreinsunar þeirr
ar, sem gerð var i röðum leið-
toga Æskulýðssamtaka komm
únista í Peking í gær. Er fagn
aðarlætin vegna þessarar
hreinsunar höfðu staðið í sam
fellt sólarhring, var tilkynnt
að tilnefndir hefðu verið þrír
nýir menn í stjórn samtak-
anna. — l»á tilkynnti útvarp-
ið í Peking ) dag að rektor há-
skólans í Nanking. Kuang Ya-
Ming, hefði verið vikið úr
embætti. Fyrir nokkru hlaut
Framhald á bls. 19
Til Saigon
París, 16. júní — NTB.
JEAN Sainteny, sem áður hefur
verið franskur sendifulltrúi í
N-Vietnam, hélt árdegis í dag frá
París til Hanoi, með viðkomu i
Moskvu og Peking. Sainteny
vildi ekki segja neitt um það í
morgun, í hvaða skyni ferðin
væri farin. — Tilkynnt var um
för Sainteny fyrir nokkru, og
þá var þess jafnframt getið, að
hann hefði átt samtal við de
Gaulle.