Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 5
Fostuðagur 17. júní 1966 MORGUNBLAÐIÐ 5 / Sameinist til verndar náttúru íslands IViaurice Broun flutti fyrir- lestur um náttúruvernd A MÁNUDAGSKVÖLD var haldinn fundur í Fuglavernd unarfélagi fslands í 1. kennslustofu Háskólans. Full- skipað var fólki. Erindi flutti bandaríski fuglafræðingur- inn, Maurice Broun og sýndi hann einnig kvikmynd sína frá þjóðgarðinum í Hauka- fjöllum (Hawk Mountains), en þar eru margar tegundir ránfugla, sem forðað hefur verið frá útrýmingu með frið un þessara f jalla. Árni Waag setti fundinn i fjarveru formanns. Skýrði frá erindi Maurice Broun og ferð hans og félaga hans um Is- land undanfarna daga, en í þeirri ferð var Árni farar- stjóri. Margt merkilegt varðandi ísland kom fram í máli Maurice Broun, og skal hér týnt til hið helzta. Hann kvaðst hafa ferðast yfir 1600 kílómetra um fs- land og það hefði vakið at- hygli sína, að hvergi gat að líta auglýsingaspjöld, sem svo algeng eru meðfram veg- um erlendis þar sem á stend- ur: Reykið Camel eða drekk- ið Coca Cola og nærri því í hverri byggingu eru krár er- lendis, en hér væru bóka-búð- ir í öðru hverju húsi. Einnig væri það athyglisvert, hve margir unglingar væru hér vinnandi á sumrin og sagðist hann vera viss um að þessi atvinna þeirra stuðlaði að færri afbrotum unglinga, en það væri mikið vandamál er- lendis. Maurice Broun hrósaði hinum íslenzku bílstjórum, sem af miklum hæfileikum, kurteisi og þolinmæði þræddu hina bugðóttu mjóu vegi ís- lands. Sjáanlegt væri á öllum svið um, að hér væri allt í fullum gangi, og miklar framkvæmd ir alls staðar en þrátt fyrir það að hann lofaði þennan dugnað, hefði þó hitt vakið enn meiri athygli þeirra fé- laga, hve landslag hér væri fjölbreytt og fallegt, óendan- lega þrungið fegurð og yndis leik og síbreytilegt. Fuglalíf fslands væri einn- ig stórkostlegt, og hann von- aði að íslendingum tækist að varðveita það eins ósnortið og hægt væri. Ekki síðra væri plöntulífið og jarðfræði landsins, og væri þetta allt saman svo athyglisvert að leitun væri á öðru eins. Hann kvað þá félaga hafa verið svo heppna, að sjá Haferni. og allt kapp yrði að leggja á það að forða þeirri fuglategund frá því að deyja út. Maurice Broun fullyrti, að það væri einsdæmi í veröld- inni að Kría ætti sér varp- staði innan borgartakmarka, og við verðum að fara til Kanada til að sjá Hrossagau-k- inn steypa sér á fluginu eins og hér. Mývatn er ógleyman- legt. I>að verkaði á mann eins og fallegt ljóð, að sjá svan- ina synda á bláu vatninu, en í baksýn snævikrýnd fjöll. Hann hældi Áma Waag fyrir góða fararstjórn og kvaðst ekki óska sér betri fararstjóra í einu og öllu, hvað viðkæmi náttúruskoðun og náttúruvernd. Hann varaði við innflutn- ingi á fuglum og dýrum, og kvað dæmin sanna. að allt slíkt yrði til tjóns. Minntist hann á Ásbyrgi, og kvað náttúru þess svo stórbrotna, að með engu móti mætti spilla henni með því Maurice Broun að gróðursetja þar sígræn bar tré. Allt væri í lagi með is- lenzka birkið, sem þarna ætti heima, en grenitrén myndu brátt ná mikilli hæð og spilla þessari fögru og einstæðu nátt úru. Fáir staðar í heimin- ÚR ÖLLUM ÁTTUM um væru ósnortnari af mannavöldum en ísland og því mætti með engu móti spilla þessari sérstöðu. Minnt ist hann á fyrirhugaða kísil- gúrverksmiðju við Mývatn. Hún myndi á fáum áratugum eyðileggja fuglalíf við Mý- vatn. Við höfum séð þetta gerast á svo mörgum stöðum í veröldinni sagði Maurice Broun, t.d. á Nýja Sjálandi og í Ástraliu, og til þess eru vítin að varast þau. Allt ísland er í dag, sem einskonar þjóðgarður. 1 Bandarrkjunum öllum eru þeir ekki nema 48. Við megum ekki spilla þessum þjóðgarði. Við verðum að slá skjald- borg í kringum hann áður en það verður orðið of seint. Við , sem hingað komum til að skoða náttúru landsins, komum lí'ka með gjaldeyri með okkur, en við komum ekki, ef náttúru landsins verð ur spillt af mannavöldum. Eftir þennan merka inn- gang sagði Maurice Broun frá þjóðgarðium í Haúkafjöll um og sýndi hina ágætu kvifc mynd sína frá þeim stað. Árni Waag sleit svo þesari ánægju legu samkomu með þakklælx til Maurice Broun. Erindi hins fræga fugla- j fræðings og náttúruverndar- manns átti sannarlega erindi til allra íslendinga, og von- andi hafa varnaðarorð hans áhrif langt út fyrir þann hóp þó stór væri sem á það I hlýddi. Mættum við fá meira af slíku. Fr. S. Mynd þessi er tekin í hinu nýja og glæsilega verzlunarhúsnæði Gevafoto h/f í Austurstræti 6. Á myndinni eru þeir G. Garner frá Akva Gevertverksmiðjunum, Sveinn Björnsson forstjóri, W. Meerbeeck frá Akva-Gevert og Ásgeir Einarsson, verzlunarstjóri liinnar nýju verzlunar. 17. júní kafíi í Iðnó Njótið útsýnisins við Tjörnina um leið og þér drekkið síðdegiskaffið í Iðnó. Fjölbreyttar veitingar. — Opnum kl. 2 e.h. IÐNÓ. Land Rover dísill Vi árs fóðraður er til sölu. Bíllinn er til sýnis að Súða- vogi 73, laugardag 18. og sunnudag 19. júní frá kl. 13.00 — 16.00 eða 1—4. ^Cloeöning U}. AUGLYSIR Gevafoto flytur í nýja húsið GEVAFOTO H/F opnaði í gær nýja ljósmyndavöruverzlun í Austurstræti 6 og er þar með tekin í notkun fyrsti hluti nýs verzlunar og skrifstofuhús, sem þar hefur verið að rísa upp að undanförnu. Hin nýja verzlun er hin glæsilegasta í alla staði og við það miðuð að geta veitt við- skiptavinum sem bezt vöruval og þjónustu. / Gevafoto h/f var stofnað hinn 7. apríl 1956 og hinn 28. sama mánuði var opnuð ljósmynda- vöruverzlun við Lækjartorg, sem verið hefur þar æ síðan. Nú starfa á vegum félagsins allt að 20 manns, en félagið annast auk ljósmyndavöruverzlunar framköllun og kopíeringar. Verzlunarstjóri hinnar nýju verzlunar verður Ásgeir Einars- son fulltrúi, en rekstur vinnu- stofu annast Ingimundur Magn- ússon. Innréttinguna teiknaði Helgi Hallgrímsson, húsgagna- arkitekt. Aðaleigandi Gevafoto er Sveinn Björnsson forstjóri. Laugavegi 164 — Sími 21444. GRUNNMÁLIÐ MEÐ OG SVO Þol Á ÞÖKIN. SELJUM ADEINS þAÐ BEZTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.