Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 21
1 Föstudagur 17. JGn'f 1966 MORGU N BLAÐIÐ 21 i — íslandshús Framh. af bls. 3. viðskipti landanna, væri það helzt hve lítið íslendingar geta keypt frá Nígeríu. Eins og fyrr segir fluttu íslending- ar fiskafurðir fyrir um 245 milljónir króna til Nígeríu á síðasta ári, en á sama tíma ikeyptum við vörur þar fyrir aðeins 162 þúsund krónur. Stafar þetta m.a, af því að við kaupum ýmsar vörur, eins og harðvið o.fl., fullunnar frá einhverju þriðja landi, sem hefur flutt inn hráefnið frá Nígeríu. Búast má við einhverjum breytingum á þessu ástandi á næstu árum, þegar unnt verður að fá vör- urnar fullunnar beint frá heimalandinu. Gildir þetta t.d. um hessinanstriga, sem ræktaður er í Nígeríu. Hafa spunaverksmiðjur verið byggðar á undanförnum árum til að vefa striga, og má því reikna með, ef verðið verður samkeppnishæft, að dúkurinn verði keyptur þar. Á þetta við um fleiri vörutegundir. Spillingu útrýmt. Aðspurðir um stjórnmála- ástandið í Nígeríu, vildu þeir Solberg og Momson ekki gera mnikið úr fregnum, sem borizt hafa um óeirðir í norðurhér- uðum landsins. Sem kunnugt er var bylting gerð í landinu í janúar sl. og þáverandi for- sætisráðherra, Abubakar Tofawa Balewa, drepinn. Einnig var þá drepinn and- legur leiðtogi 13 milljóna IMúhameðstrúarmanna, Sar- dánainn af Sokoto. Voru báð- ir þessir leiðtogar æðstu full- trúar norðurhéraðanna, þar sem rúmur helmingur þjóðar innar býr. Nígeríu er í rauninni skipt í þrjú héruð: norðurhéruðin þar sem Hausa-þjóðflokkur- inn býr, suð-vestur héruðin sem Yoruba-þjóðflokkurinn byggir, og suð-austur héruð- in, en þar býr Ibo-þjóðflokk- urinn. Eru þjóðir þessar um xnargt óskyldar, og hefur Nígería í rauninni verið ríkja sam'band frekar en eitt ríki til þessa. Eftir byltinguna í Janúar, sem herinn stóð að, tók Aguiyi Ironsi hershöfðingi við völd- um og bannaði jafnframt alla starfsemi stjórnmála- flokka landsins. Stefnir hann að því að sameina ríkin í Nígeríu og gera landið að einu lýðveldi. En þessi stefna hans á ekki einhuga fylgi í- búanna í norðurhéruðunum, sem vilja viðhalda gamla sam bandsríkj afyrirkomulaginu. Það bætir þó úr skák fyrir Ironsi hershöfðingja að frá því hann tók við völdum hef- ur spillingu og mútuþægni verði útrýmt meðal valda- ínanna, en spilling var land- læg á dögum fyrri stjórnar. Ekki hefur Ironsi þó tekizt að stöðva verðbólgu í landinu, og hafa matvörur hækkað mjög í verði undanfarna mánuði. En þrátt fyrir erfiðleika eru þeir Momson og Solberg bjartsýnir á framtíðina, og trúa því að ekki komi til alvarlegra árekstra milli þjóðanna, sem byggja Nígeríu. Eyjólfur K. Sigurjónsson löggiltur endurskoðandi Flókagötu 65. — Sími 17903. Guðjón Styrkársson hæstaréttarlögmaður Hafnarstræti 22. — Sími 18351, ION EYSTEINSSON lögfræðuigur Laugavegl 11. — Siml 21516. Málflutningsskrifstofa JON N. SIGURÐSSON Sfmi 14934 — Laugavegi 10 Stúdínurnar úr Verzlunarskólanum gerðu hvítar dragtir að einkennismerki sínu. — Grafulamur Framhald af bls. 10 — Var þetta ekiki mikið og erfitt starf að vera umsjóna- maður, Björn? — Nei, eða a.m.k. var ég kom- inn í það góða æfingu, að ég fann varla fyrir því. Ég hef nefnilega gegnt þessu starfi öll árin hér í Verzlunarskólanum að 3. bekk undanskildum. — í hverju er starf þitt að- allega fólgið? — Ég les upp nöfn þeirra, sem eru í bekknum, og merki við þá sem mættir eru, og þá sem eru fjarverandi. Annars má segja að það hafi verið vel mætt í bekknum í vetur, þótt hafi auð- vitað oft viljað brenna við, að fólkið hafi ekki mætt, og ekki getað gert grein fyrir fjarveru sinni. >á hef ég bara verið harð- ur, og enda oft fengið orð í eyra frá krökkunum að vera full nókvæmur. Við þökkuðum Birni fyrir spjallið, og óskuðum honum til hamingju með þennan áfanga, en snerum okkur því næst að Garðari Valdimarssyni. Hann varð annar á stúdentsprófinu, hlaut 7.32 í einkunn. — Voru prófin erfið, Garðar? — Jú, ég var orðinn velþreytt- ur undir lokin. — í hvaða greinum gekk þér bezt? — Ég held það hafi verið stærðfræðin og franskan. — Maður heyrir því stundum fleygt af félögum ykkar í Menntaskólanum, að prófin hér í Verzlunarskólanum séu mun léttari en þar? Hvað segirðu um þessa staðhæíingu? — Ég get ómögulega ímyndað mér að þetta sé rétt. Á hinn bóginn getur það verið, að fyrir- komulagið við próflin hér sé betra en í Menntaskólanum, Hinn föngulegi hópur nýstúdenta MR i Hljomskalagarðinum í fyrradag. (Ljósmyndir Óiafur K. Magnússon.) ________ þannig að meiri tími sé á milli prófa, en ég held að „pensúmið“ hér og eins stúdentsprófin sjálf séu alveg hin sömu. — Verður ekki mikið að ger- ast hjá ykkur núna næstu daga? — Jú, það er óhætt að segja að það verði mikið um að vera. Við förum í mikið ferðalag núna á mánudag n.k. til Evrópu. >að verður meiri hluti hópsins sem fer, eða ailir nema sjö, sem ekki geta komið því við af ýmsum ástæðum. Við höfum í vetur rek ið verzlun í skólanum, og greið- ir hagnaður af henni næstum því allan ferðakostnaðinn. Við höfum látið ferðaskrifstofuna Lönd og leiðir skipuleggja fyr- ir okkur ferðina, og förum við fyrst til Parísar, síðan til Spán- ar, þá til Sviss og loks til Lond- on. >aðan höldum við svo heim aftur, en samkvæmt áætlun hef- ur ferðin þá tekið 21 dag. Dúxinn á stúdentsprófinu í Verzlunarskóla íslands í ár var Elín Jónsdóttir, hlaut 1. ágætis- einkunn 7.52, sem er frábær árangur. Hún var að sjálfsögðu ákaflega ánægð með árangur- inn, þegar við röbbuðum við hana í gær, kvað einkunnir sín- ar hafa verið mjög jafnar. Á- nægðust var hún með árangur- inn í frönsku, en kvað sér hafa gengið verst í íslenzkri ritgerð. — Jú, ég ætla út núna eftir prófin, svaraði hún, þegar við spurðum hana um væntanlegt ferðalag nýstúdentanna í Verzil- unarskólanum, en ég fér ekki út með samstúdentum mínum. — Hvert er þá ferðinni heit- ið? — Ég ætla að fara til >ýzka- landis. — Til náms? — Nei, ég ætla að setjast þar að. Ég er trúlofuð >jóðverja, sem ég kynntist er ég dvaldi úti í >ýzkalandi. Ég ætla að gifta mig hér heima 25. júní n.k., en mun síðan flytja búferl- um til >ýzkaíands. — Hefurðu í hyggju að halda námi þar áfram? — >að er allt óráðið ennþá. Ég verð fyrst að venjast því að búa í öðru landi áður en ég tek ákvörðun um það. En á hinn bóginn langar mig til þess að læra frönsku frekar. Vinkona Elínar, Sigrún 9iig- hvatsdóttir, sem einnig hlaut mjög góða einkunn á stúdents- prófinu, var á hinn bóginn stað- ráðin í því að taka þátt í ferða- laginu til Evrópu með samstúd- entum sínum. Við spurðum hana, hvort ákveðið hefði verið nokkur dagskipan á þessum ferðamannastöðum, sem hópur- inn kæmi til með að heimsækja. — Nei, ætli við höldum ekkl bara hópinn, skoðum það mark- verðasta sem er að sjá á hverj- um stað, og heimsækjum svo skemmtistaðina. — Er þetta í fyrsta skipti sem nýstúdentar fara í svona ferða- lag? — Nei, þetta hefur tíðkazt nokkur undanfarin ár. 6. bekk- ur hefur þá rekið verzlun í skól- anum, og rennur allur hagnað- ur af henni í ferðasjóð fyrir okskur. — En það verður nóg að gera hjá ykkur núna næstu daga hér heima? — Já, já, við verðum að mæta í heilmikið af samkvæmum, t.d. núna á 17. júní og eins verður samkvæmi annað kvöld með af- mælisárgöngunum í Loftleiðahót elinu. — Ert þú búin að ákveða, hvað þú ætlar að gera að stúd- entsprófunum loknum? — Ja, ég er að hugsa um að fara í stúdentadeild Kennara- skólans, en ég er aftur á móti alveg óráðin, hvenær ég læt verða af því —■ hvort það verð- ur næsta vetur eða þar næsta vetur. >ar nieð var spjalli okkar lok- ið við þessa fjóra nýstúdenta, en við óskum öllum hópnum, 28 að tölu, til hamingju með þennan mikla áfianga á mennta- brautinni. Bjarni beinteinssom LÖGFRÆÐINtíUR AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI & VALDII SlMI 13536 Júmbó og Spori nálgast þorp nokkurt og foringi burðarmannanna, Nony, bendir með hrifningu niður á leirkofa-þyrpingu. — Þetta er Bakalo, segir hann. Júmbó, sem að venju er kurteis, segir: — Þetta er faltegur bær. Þessi litli ferðaflokkur stefnir inn á að- algötuna. Nony spyr hvar þeir vilji fara af og Júmbó, sem finnst það vera alveg sama, segir að hann skuli setja þá af þar sem þeir séu. Hann gefur Nony aura, þó hann hafi þegar borgað föður hans. Nony verður mikið hrifinn — hann veit ekki enn um allt það góða, sem hann á eftir að gera fyrir vini okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.