Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 2
MORCUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 17. júní 196«
■2
Prestastefnan hefst
á þriöjudag
Aðalmál verður prestakallaskipunin
HIN ÁRLEG A Prestastefna
(Synodus) verður haldin hér í
Reykjavík dagana 21. — 23. þ.m.
Hún hefst á þriðjudaginn kem-
ur, 21. júní, með messu í Dóm-
kirkjunni kl. 10.30. Sr. Þorberg-
ur Kristjánsson, Bolungavík,
prédikar, en altarisþjónustu ann
ast sr. Marínó Kristinsson, Sauða
nesi, og sr. Birgir Snæbjörnsson,
Akureyri. Synodusprestar munu
að venju vera hempuklæddir við
þessa athöfn. Verður henni út-
varpað. Að lokinni messu munu
prestar ganga til legstaðar dr.
Jóns Helgasonar, biskups, og
verður lagður blómsveigur á leiði
hans, en 21. júní eru liðin hundr-
að ár frá fæðingu hans.
Kl. 14 sama dag verður Presta
stefnan sett í kapellu Háskólans
og flytur biskupinn þá ávarp og
yfirlitsskýrslu, er verður útvarp-
að. Kl. 15 verður sameiginleg
kaffidrykkja á Garði í boði bisk
ups, en prestskonur verða i boði
biskupsfrúarinnar á Tómasar-
haga 15. Kl. 16 verður tekið fyr-
ir aðalmál Prestastefnunnar að
þessu sinni, en það er prestakalla
skipunin.
Framsögumenn verða sr. Ing-
ólfur Ástmarsson, biskupsritari,
og sr. Sigurður Haukur, Berg-
þórshvoli. I»etta verður síðan
rætt í umræðuhópum næstu
daga.
Kl. 18 mun söngmálastjóri, dr.
Róbert A. Ottósson, ávarpa
Prestastefnuna, en 18,15 flytur
danski présturinn sr. Finn Tulin-
ius erindi.
Á þriðjudagskvöld kl. 20 flyt-
ur sr. Jón Guðnason, fyrrv.
skjalavörður erindi í útvarp á
vegum Prestastefnunnar: Dr.
Jón Helgason, biskup. Aldar-
minning.
(Frá skrifstofu biskups).
Áframhalcf samninga-
funda eftir helgi
VERKAMANNASAMBANDIÐ I sambandsins koma saman til
samþykkti í fyrradag að halda fundar á mánudag, en sámninga
samningafundum áfram með
vinnuveitendum, eins og greint
varð frá í blaðinu í gær. Mbl.
sneri sér til Eðvarðs Sigurðsson-
ar í gær, og spurðist fyrir um,
hvort ákveðið væri hvenær
satnningafundir hæfust að nýju.
Eðvarð sagði, að hann og Barði
Friðriksson, skrifstofustjóri
Vinnuveitendasambands íslands
hefðu haldið með sér fund í gær,
og þar verið rætt um áframhald
samningafunda. Kvað hann fram
kvæmdanefnd Vinnuveitenda-
fundir myndu hefjast að nýju
strax eftir helgi.
Þessi mynd er af fyrstu sjúkralið uftum, sem prófi ljúka hér í Reykjavík en námskeið þeirra fór
fram i Landakotsspitala. Var myndin tekin þar í gær. — Með sjúkraliðunum eru, talið frá
vinstri: Priorinnan á Landakotsspítalanum, systir Hildegardis, Olina Rögnvaldsdóttir, Sveiney
Sveinsdóttir, Hrefna Gunnarsdótt ir. I 2. röð: Guðrún Margeirsdóttir, hjúkrunarkona Stefania Harð
ardóttir, Anna Árnadóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Björg Sundal, Sólveig Jóhannsdóttir. í 3. röð:
Valgerður Eyjólfsdóttir og Laufey Eggertsdóttir. — Á myndina vantar Elisabetu Magnúsdóttur
og Ragnheiði Guðmundsdóttur, lækni, sem hefur verið kennari stúlknanna, en dvelst uin þess-
ar mundir erlendis.
Vinnustöðvun við
höfnina í gær
Alfreð Císlason, forseti
bœjarstjórnar Keflavíkur
Áframhaldandi samstarf Sj álfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins
Fyrsta síldb
til Siglufjarðat'
Siglufirði 16. júní.
V. B. PÉTUR Sigurðsson frá
Reykjavík kom með 130 tonn aí
síld til Síldarverksmiðju ríkis-
ins á Siglufirði laust eftir mið-
nætti. Var þetta fyrsta síldin
sem barst á landi á Siglufirði,
og jafnframt var þetta í fyrsta
sinn, sem Iftndað er við nýju
löndunarbryggjuna þar, sem er
mikið mannvirki. Svo og var
þetta í fyrsta skipti, sem síld er
landað í nýju löndunartækin,
sem komið hefur verið upp á
bryggjunni. Síðar um daginn
komu svo Margrét með 196 ronn
og Siglfirðingur með 250 tonn.
VERKAMENN sem vinna um
borð í vöruflutningaskipum og í
vöruskemmum skipafélaganna í
Karlakór
Patreksfirðinga
í songferðafag
Patreksfirði, 16. júní.
KARLAKÓRINN á Patreksfirði
er nú að leggja upp í tveggja
daga söngferðalag. Syngur kór-
inn í Stykkishólmi kl. 9 á laug-
ardag, og kl. 2 á sunnudag mun
hann syngja í Ólafsvík. Á söng-
skránni eru bæði lög eftir inn-
lenda og erlenda höfunda. Söng-
stjóri er Jón Björnsson.
— Trausti.
Reykjavíkurhöfn lögðu allir nið-
ur vinnu í gær kl. 17, en venju-
lega er unnið til kl. 19 og 20
á kvöldin.
Morgunblaðið sneri sér til
Eðvarðs Sigurðasonar formanns
Dagsbrúnar og sagði hann, að
vinnustöðvun þessi væri ekki
að undirlagi Dagsbrúnar, heldur
vildu verkamenn leggja áherzlu
á að samið væri við verka-
lýðsfélögin strax. Borið hefði á
miki/lli ólgu og óþolinmæðá í
mönnum að undanförnu.' Hann
taldi að hér væri úm að ræða
milli 300 og 400 manns.
Nú eru í Reykjavíkurhöfn 5-
6 flutningaskip, þ.á.m. Gullofss.
MBL. SNERI sér í gær til Björns
Pálssonar flugmanns, og spurð-
ist fyrir um hvernig sjúkraflugið
gengi. Björn kvað geysilegt ann
ríki hafa verið i því þessa vik-
una. Hann kvaðst hafa flogið á
miðvikudagsmorguninn til Vest-
mannaeyja til þess að sækja 11
ára dreng, sem hafði handleggs-
brotnað illa. og fengið opið bein
brot. Hann hefði síðan kl. 21
það sama kvöld fegnið aftur
beiðni um að fljúga tii Vest-
mannaeyja í þetta sinn til þess
að ná í mann, sem hefði skorizt
illa á hendi í Fiskiðjunni h.f.
þar í Eyjum.
Og aðeins tveimur tímum síð-
Keflavík, 16. júní: —
FYRSTI bæjarstjórnarfundur-
inn ■ Keflavík fór fram í dag.
Aldursforseti, Sesselia Magnús-
dóttir, setti fundinn og stýrði
kjöri forseta, og bauð einnig vel
komna hina nýju bæjarfulltrúa
til starfa. Þá var lýst yfir að
samstarf myndi halda áfram
milli Alþýðuflokks og Sjálfstæð
isflokks, sem sameiginlega hafa
meirihluta eins og verið hefir
sl. kjörtímabil.
Fór því síðan fram kosning
forseta bæjarstjórnar. Forseti
bæjarstjórnar var kosinn Alfreð
Gíslason bæjarfógeti og varafor-
seti Kristján Guðlaugsson og 2.
varaforseti Ragnar Guðleifsson.
Þá fór fram kjör. bæjarstjóra,
og var Sveinn Jónsson endur-
kjörinn bæjarstjóri. Að öðru
leyti voru störf fundarins ekki
ar hefði hann svo aftur fengið
boð um að ffjúga upp á Akra-
nes til þess að ná í unga konu,
sem hafði veikzt þar mjög al-
varlega. Og í gær hefði svo ver
i beðið eftir því að flugfært yrði
aftur til Vestmannaeyja til þess
að ná í mann, sem þar hafði
slasazt.
Björn kvað flugvélar sínar
hafa flutt um 100 sjúklinga það
sem af væri þessu ári. Hann
sagði ennfremur að sumartíminn
væri ætíð mesti annatíminn,
og mætti rekja það til þess að
þá færi fólkið úr kaupstöðunum
út á land í atvinnu eða sumar-
leyfi, og börnin í sveit.
mikil, kosin var framtalsnef .d
en öðrutn nefndarkosningurn
frestað til næsta fundar, senr
verður í næstu viku.
17. jtjtií
á Akranesi
Akranesi, lð. júní: —
17. JÚNÍ verður messað í kirkj-
unni kl. 11:30 árdegis. Skrúð-
ganga kl. 13:30 frá Iðnskólanum
upp á íþróttavöli Meðal skemmti
atriða þar er ræða hjá séra Guð
mundi Sveinssyni. Unglinga-
dansleikur verður á Akratorgi
kl. 17. Kvöldvaka á Akratorgi kL.
21. Ávarp bæjarstjóra, kvartett,
síðari skemmta þessir: Ómar
Ragnarsson, Ingibjörg Þorbergs
og Guðrún Guðmundsdóttir,
Gunnar Eyjólfsson og Bessi
Bjarnason. Um kvöldið og nótt-
ina leika Dumbó og Steini fyrir
dansi.
Þórður knattspyrnukappi
lagði af stað í langferðabíl >ÞÞ
tii Keflavíkur með hljómsveitina
Dumbó og Steina. í kvöld eiga
þeir að leika fyrir Keflvíkinga.
Á morgun koma þeir aftur.
— Oddur.
Akranesi, 16. júní: —
4 HUMARBÁTAR komu inn 1
dag. Ver, Reynir, Keilir og Höfr
ungur I. Aflahæstur var sá síð-
astnefndi með 30 tunnur.,
Haukur landaði hér í dag 8
tonnum af handfærafiski, Rán
tæpum sex og Haförninn þrem-
ur tonnum. — Oddur,
Miklar annSr
í sjúkraflugSnu
Hafa flutt 100 sjúklinga það sem af er