Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ i Föstúdagur 17. júní 1966 pJtrjgwttM&foilr Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 2248C Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasðiu kr. 5.00 eintakið. __ ÞJÚÐHÁTÍÐ í dag heldur íslenzka þjóðin þjóðhátíð. Þennan dag, hinn 17. júní, fæðingardag Jóns Sigurðs- sonar forseta, sameinast þessi litla þjóð, staldrar við og skoðar hug sinn í ljóma hugþekkra minninga. Þær minningar sem tengdar eru við 17. júní eru tví þættar. Þær rekja í fyrsta lagi rætur sínar til fæð- ingar mesta og farsælasta stjórnmálaleiðtoga ís- lendinga, sem svo vel vann þjóð sinni og ættjörð, að nafn hans mun lifa um aldir. Þær eru í öðru lagi tengdar stofnun lýðveldis á íslandi, hinn 17. júní árið 1944, eða fyrir réttum 22 árum. íslendingar þakka og blessa allt líf og starf Jóns Sigurðssonar. Hann var hinn mikli, fórnfúsi og víð- sýni leiðtogi, sem reis upp, þegar mest á reið og stýrði baráttunni á erfiðasta tímabili frelsisbarátt- unnar. Hann lagði grundvöllinn að þeim áföngum, sem síðar unnust af fágætu raunsæi, kjarki og markvísi. En hvernig hefur íslenzku þjóðinni farnast síðan hún hlaut fullveldisviðurkenningu árið 1918, og stofnsetti lýðveldi árið 1944? Hið íslenzka lýðveldi hefur farið vel af stað. Ýmis víxlspor hafa að sjálfsögðu verið stigin, en í stórum dráttum hefur hið sjtórnarfarslega frelsi verið hagnýtt til efnalegrar og menningarlegrar framsóknar. Sjálfstæði íslands út á við hefur verið treyst, og að efnahagslegri uppbyggingu verið unnið með undrahraða. Yfir þessu er ástæða til að gleðjast á þessum mikla minningardegi. En jafnframt er ástæða til þess að skoða hug sinn hreinskilnislega og viðurkenna það, sem miður fer og úrbóta er þörf. Og úrbóta er vissulega þörf á mörgum sviðum íslenzks þjóðlífs í dag. Hin góðu lífskjör, sem þjóðin hefur skapað sér á undanförn- um árum, standa ekki nægilega traustum fótum. Margvísleg og erfið vandamál blasa við. Jafnvægis- leysis verður víða vart í hinu íslenzka þjóðfélagi. Verðbólga og dýrtíð ógna afkomu bjargræðisveg- anna og lífskjörum almennings. Þjóðin þekkir í raun og veru orsakir þessara erfiðleika, en hliðrar sér hjá að draga réttar ályktanir af staðreyndum. Of margir íslendingar tregðast við að viðurkenna algild lögmál efnahagslífsins, sem flestar aðrar lýð- ræðisþjóðir hafa gert sér ljós og haga breytni sinni í samræmi við það. Þetta er sannleikur, sem verður að segjast. Vandi verðbólgunnar verður ekki leystur með skyndiráð- stöfunum í eitt skipti fyrir öll. íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að vera stöðugt á varðbergi gegn þeim hættum, sem af verðbólgu stafar fyrir efna- hagslíf þeirra. Hin góðu lífskjör, framför og upp- bygging verður ekki til lengdar tryggð með því að krefjast meira af bjargræðisvegunum en þeir geta undir risið. Það er aldrei hægt að eyða meiru en aflast. Afkomuöryggi verður að byggjast á þróun, öruggum og jöfnum hagvexti, en ekki á stökkbreyt- ingum í kaupgjalds- og verðlagsmálum, allra sízt í fámennu og fábreyttu þjóðfélagi. Alls þessa er hollt að minnast á þjóðhátíð, þegar íslendingar minnast þess frekar, sem sameinar þá en sundrar. iLsak yss>j Stalíns var almenningur í A- Byggingaverkamenn í A- Evrópu orðinn „órólegur“, Berlín fóru 15. júní í kröfu- svo notuð séu orð Krúsjeffs. Framhald á bls. 18 Rússneskir skriðdrekar skerast í leikinn á götum A-Berlínar. Vopnlausir verkamenn þar máttu sín lítils gegn þessum stríðsdrekum „föðurlands verka lýðsins“. 17. júni er minnst á tvennan hátt 1 DAG, 17. júní, minnast Is- iendingar þess að lýðveldi var stofnað á íslandi fyrir 22 ár- um. í Þýzkalandi, þó einkum í Berlín, er þessa sama dags einnig minnst, — en af gjör- ólíkum ástæðum. Annars veg ar fagnar smáþjóð nýlega fengnu fuilu sjálfstæði, hins vegar er minnst þess er rúss neskir skriðdrekar og herlið bældu grimmilega niður upp reisn verkalýðs A-Berlínar, að ósk herfilegasta lepps, sem Sovétríkjunum hefur nokkru sinni tekizt að setja til höfuðs nokkurri þjóð, Walters Ulbricht. — / A-Þýzkalandi og á íslandi — 13 ár liðin frá Raunar ætti allt að einu að kenna uppreisn verka- mana í A-Berlín við A-Þýzka land allt. í A-Þýzkalandi er dagurinn raunar hátíðlegur haldinn með því að lýsa yfir að þennan dag fyrir 13 árum hafi tekizt að kveða fasista í kútinn! Sú mun þó naumast ástæðan fyrir þvi, að dagsins er ugglaust minnst á heimil- um þúsunda a-þýzkra verka- manna. Júnidagarnir tveir 1953 Þremur mánuðum eftir lát Þessa mynd munu margir kannast við. Austur-þýzkir pilt r ráðast með steinkasti gegn sovézkum skriðdrekum. uppreisn verka- manna í Berlin Þótt íslenzkt menningarlíf standi í dag með blóma,- verður þjóðin þó að halda vöku sinni. Um hana leika sviftibyljir mikilla breytinga og byltinga. Mestu máli skiptir að geyma og ávaxta fornan ís- lenzkan menningararf, en veita þó viðtöku straum- um nýrrar menningar og skilja kröfur nýs tíma. Morgunblaðið óskar öllum lesendum sínum, allri hinni íslenzku þjóð, gleðilegrar þjóðhátíðar. Napoli, 15, júní NTB. • í DAG hrundi í Napoli fimm hæða sambýlishús. Vitað er að a.m.k. einn mað- ur beið bana og óttast, að fleíri séil grafnir í rúslumim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.