Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 12
12 MORGU HBLAÐID Föstudagur 17. júní Í966 Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri: jr EFTIRFARANDI grein bygg- izt á útvarpserindi er Hákon Bjarnason flutti 6. júní sl. Þegar sól hækkar á lofti fer gróður að lifna, grösin grænka og brumin þrútna. Þá hækkar brúnin á öllum og menn verða léttari í spori. Menn draga andann dýpra en áður og skynja ilminn úr moldinni, þeir láta augun reika um hauður og himin og gleðjast yfir litaskiptum nátt- úrunnar. Ósjálfrátt fagna all- ar lifandi verur gróandanum. í erindi þessu vil ég leitast við að skýra frá því hvað er a'ð ger- ast umhverfis okkur í ríki gróð- ursins, þegar hann vaknar af vetrardvalanum og breiðir hin þunnu grænu blöð sín móti ljósi og yl sólar, en í lokin vík ég nokkuð að gróðurmálum okkar íslendinga. Ætla mætti að samfara vor- fagnaðinum fyndu menn hvöt hjá sér til þess að kynnast hinni miklu grænu veröld, sem lifir og vex umhverfis okkur, ekki hvað sízt fyrir það, að allt líf okk ar er undir því komið að plönt- urnar breyti hinum dauðu efna- samböndum í lífræn efni. Sól skein sunnan — á salar steina, — þá var grund gróin — grænum lauki. Svo segir í Völu- spá um sköpun heimsins og bend- ir það til að menn hafi haft hug- bo’ð um sambandið milli ljóss og gróðurs fyrir æva löngu. Snorri Sturluson kenndi hrausta menn til karlkenndra trjáa og kven- skörunga til kvenkenndra, en síð ari tíma skáld hafa kennt fagrar konur til rósa eða annarra lit- ríkra blóma. Á síðari árum hafa aðrar og andstæðar kenningar verið sótt- ar í plönturíkið, eins og þegar klaufar og kjánar eru kallaðir grasasnar, en orð eins og planta og rót eru notuð sem verstu skammaryrði tungunnar. Þetta á ótvírætt rót sína að rekja til hins almenna þekkingarskorts og skilningsleysis á lífi gróðursins á landi hér. Þekkingarleysið er sumpart sprottið af aldagömlum hjarðmennskuháttum í búskap íslendinga og skorti á ræktunar- menningu, en sumpart einnig af því, að skólar landsins hafa lát- ið undir höfuð leggjast að kenna plöntufræði á sómasamlegan hátt. Brot af hinni lifandi náttúru Á síðari árum hafa eðlisfræði og efnafræði tekið stórkostlegum framförum og margir telja sér trú um að þau fræði muni leiða til bættra lífskjara án frekari umhugsunar. En maðurinn er sjálfur aðeins brot af hinni lif- andí náttúru jarðarinnar, og því er honum enn meiri nauðsyn á að skilja hana en hina dauðu náttúru, ef honum á að vegna vel í framtíðinni. Þekking manna á lífi plantn- anna á sér ekki ýkja langa sögu. Fram að aldamótunum 1600 trú'ðu allir því, sem Aristoteles kenndi fyrir 2300 árum, en það var á þá leið, að plönturnar drægju til sín alls konar efni úr mold- inni og aðgreindu þau síðan í ■blöðum sínum og blómum. Plöntufræðin var um margar aldir helzt stunduð af grasalækn- um, sem margir hverjir voru ágætis kunnáttumenn. Aðrir voru hins vegar fullir af kredd- um og hindurvitnum svo sem þeim, að nýralaga blöð læknuðu nýrnasj úkdóma og hjartalaga blöð væru bezt lækning við hjartasjúkdómum og þar fram eftir götunum, og enn eimir eftir af slíkri hjátrú. Um aldamótin 1600 gerði Hol- lendingurinn van Helmont merki lega tilraun til að prófa kenn- ingu Aristotelesar. Hann hugs- aði sem svo: Ef plantan dregur öll sín næringarefni úr jörð- inni hlýtur jarðvegurinn að létt- ast að sama skapi. Tók hann því víðkvist og stakk í ker, þar sem í voru 200 pund af mold. Víði- greinin sló rótum og svo var gengið frá kerinu, að í það komst ekki annað en eimað vatn eða regnvatn, sem van Helmont vökvaði piöntuna með. Þannig óx víðirinn í 5 ár og að því búnu var hann tékinn úr ker- inu og vóg hann þá 164 pund. Moldin hafði hins vegar ekki léttst nema um röskan tíunda úr einu pundi. Af þessu var ljóst, að plantan hafði ekki dregið sér mikla næringu úr moldinni. Létt- ing moldarinnar var innan við 0,1% af þyngdarauka víðisins. Hér var í fyrsta sinni sannað, að plönturnar þurfa ekki mikið af efnum úr jörðu. Hins vegar gat van Helmont ekki áttað sig á, hvaðan þyngdaraukinn kæmi, nema það væri vatnið, sem byggði upp líkama plöntunnar. Þetta var svo trú manna í nærri 200 ár uns Englendingurinn Priestley komst að því að aðal- næring plantnanna væri koltví- ildi eða koltvísýringur loftsins. Þetta efnasamband er í daglegu tali nefnt kolsýra, og mun ég til hægðarauka halda því heiti hér, þótt það sé rangnefni. Að binda orku ljóssins En kolsýrunám plantnanna er flókið mál. Allt frá því að menn urðu þess fyrst vísir á hverju plönturnar lifðu, hafa þúsundir manna reynt að ráða þá gátu, hvernig þessi efnaskipti fara fram, og hún er óleyst enn. Menn hafa getað fylgt þessum efna- breytingum betur eftir á síðari árum með tilkomu elektronsmá- sjárinnar og ísótópa og komizt æ lengra og lengra, en samt r þessi mikli leyndardómur enn hulinn, hvernig ólífræn efni geti orðið að lifandi verum. Fyrir 130 árum sagði þýzki eðlisfræðingurinn Robert Mayer, sá hinn sami og setti fram grund- vallarkenningu eðlisfræðinnar um viðhald orkunnar: „Náttúran hefur sett sér það mark að binda ljósið, sem streymir til jarðar- innar, hina hvikulustu orku, sem til er, í fast efni. — Það eru grænu plönturnar, sem hafa leyst þá þraut að binda orku ljóss- ins.“ Ljósið streymir til okkar frá sólinni með 300.000 km. hraða á sekúndu. Einn þúsundasti af þeirri sólarorku, sem fellur á jörðina bindst í fast efni í grænu kornum bláðanna og svifins í sjónum. Fyrir þetta getum við, mannlegar verur ásamt öllum dýrum merkurinnar, lifað og þroskast á þessari reikistjörnu, sem við nefnum móðir jörð. — Væru ekki grænu plönturnar til þess að breyta kolsýru lofts- ins í lífræn efnasambönd, fyrir orku sólarljóssins, væri jörðin auð og tóm eins og tunglið. Ef við tökum laufblað í hendi okkar þá höldum við á hinni fullkomnustu efnaverksmiðju, sem til er á þessari jörð. í því myndast margs konar tegundir sykurs og mölvi ásamt ýmsum eggjahvítu- og fitusamböndum, sem eru hverju lífi nauðsynleg. Stórt grasblað er oft um 20 fer- sentímetra að flatarmáli, og ef við miðum við þá stærð vitum við að það er byggt upp af um 10 milljónum fruma. Þótt frum- urnar standi all þétt saman er þó um fjórðungur blaðsins hol- ur, þannig að loft getur leikið á milli frumanna. Blaði’ð er flatt og þunnt og á því er húð á efra og neðra borði. Göt eru mörg á húðinni, einkum neðan á blöð- unum. Á 20 fersentimetra blaði eru um 200.000 loftaugu eða um 5000 á hverjum fersentimetra. — Loftaugun opnast í birtu og lok- ast í myrkri, og þau lokast líka í þurrkum til þess að vatnið gufi ekki of ört úr blaðinu. En inn um þessi augu streymir and- rúmsloftið og leikur um hinar grænu frumur blaðsins. í hverri blaðfrumu eru allt að 200 grænu korn, og í slíku blaði og því, sem við erum áð virða fyrir okkur geta verið yfir 2000 milljónir slíkra korna. Af því má ráða, að hvert korn er örlítið, ekki nema um 5/1000 úr millimetra í þver- mál. Kjarni blaðgrænunnar I grænukornunum er klorofyl- ið eða blaðgrænan, en að auki eru ýms önnur litarefni, sem fyrst sjást í haustlitum blaðanna þegar blaðgrænan hefur leyzts upp. Nú vita menn hvernig blað- grænan er oyggð en út í þá sálma skal ekki farið að öðru leyti en því, að það þykir stór- merkilegt að kjarni blaðgræn- Hákon Bjarnason skógræktarstjóri. unnar er myndaður á mjög líkan hátt og kjarni blóðsins í okkur, nema að þar er það magníum- atóma, sem heldur saman innstu kolefnisatómunum, í stað járn- atóma í blóðinu. Áður en elektronsmásjáin kom til sögunnar vissu menn næsta lítið um sjálf grænu kornin. En þegar sjónhringurinn óx kom í Ijós, að grænu kornin eru litlaus, mynduð úr vatni og eggjahvítu- samböndum. En inni í þeim eru aflöng korn eða stafir, svonefnd grana, og er hvert þeirra mynd- að af 10—30 lögum sem eru und- in utan um hvert annað líkt og við gætum hugsað okkur saman- undna 5 eða 10 krónuseðla. Þessi blöð eru á víxl úr fituefnum eða eggjahvítuefnum, og hér situr blaðgrænan. Þessi grana eru ekki nema 4/10.000 úr millimeter að þvermáli, þau eru svo lítil að þau eru á takmörkum að sjást í elektrónsmásjánum. En inni á milli laganna í þessum ögnum klýfur sólarorkan kolsýru lofts- ins og sameinar kolefnið vetni. Hér er það, sem lífið verður til. En hvernig það verður til er enn ráðgáta, þótt þeir viti miklu meira um þetta nú en fyrir nokkrum árum. Hundruð ef ekki þúsundir vísindamanna stefna að því að. reyna að ráða þessa gátu, en enn sem komi'ð er virð- ist síðasta lausnin langt undan. Hér kemur að því, sem H. C. Andersen kvað en Steingrímur Thorsteinsson mun hafa þýtt: „Þótt kóngar fylktust allir að, með auð og veldi háu, þeir megn uðu ei hið minnsta blað, að mynda á blómi smáu.“ Þegar ég lít nú út um glugg- ann minn og sé ljósgræn reyni- blöðin teygja sig mót ljósi og yl og hugsa um hvílík furða og undur eru að gerast inni í þessum litlu og viðkvæmu blöðum, finnst mér það einkennilegt, hve menn geta oft verið kaldranalegir í við- skiptum sínum vi'ð hina grænu veröld. Litið um öxl Ef við beinum nú huganum hálfa fjórðu öld aftur í tímann og hugsum okkur hve van Hel- mont mun hafa furðað á því að víðitréð hans dró lítið af efnum til sín úr jörðinni, þá hlýtur sú spurning að vakna, úr hverju verða plötnurnar til. Ég býst vi'ð að marga muni furða á því, að heyra, að þegar bóndi ekur 30 hestburðum af töðu í garð, þá er ekkj nema tæpur hestburður af þurefninu kominn úr moldinni, eða innan við 3%. Þar af er 1% úr vatni jarðvegsins, svo að af öllu þurrefninu eru tæp 2% komin úr gróðurmoldinni. En þegar stór tré eru felld eru um 98.5% unnin úr loftinu einu. Til hvers er þá að bera á, munu margir spyrja. f skógum þarf ekki áð bera áburð að plönt- um, nema á stundum, til að hjálpa þeim á stað, því að þar er náttúran sjálf látin ráða sér. Hins vegar er áburðar þörf í land búnaði, þar sem uppskorið er ár hvert, og plönturnar hverfa ekki aftur til moldarinnar. Hér er einkum þörf á köfnunarefni, fos- fór og kalíi, en að auki þurfa plönturnar fjölda annarra efna, en í svo litlum mæli, að sjaldan verður brestur á. Sex tonn af grasi innihalda t.d. minna magn af kopar en er í einum fimm- eyringi. Alls eru það um 20 frumefni, sem grænu plönturnar þurfa til að byggja upp líkama sinn, en af þeim vex svo allt dýraríkið að manilinum meðtöldum. Fátækt land Nú skulum við beina huganum að hinu gróðurfátæka íslandi og athuga stöðu okkar. Vinur minn og samstarfsmaður um mörg ár í Skógræktarfélagi fslands, Valtýr Stefánsson ritstjóri, sagði við mig fyrir löngu, að það væri sárt að hugsa til þess áð sólin skini hér á hverju ári, ýmist á grjót og urð eða grös, sem yrðu að lítilfjörlegri sinu á hverju hausti, er skildi sama og ekkert eftir. Hann sá það í hendi sér, eins og svo margt annað er öðr- um yfirsást, að við íslendingar missum að mestu þá sólarorku, er skín á blessað landið. Og það er sannarlega sárara en orð fá lýst, að láta sólarork- una koma fyrir líti'ð, orku, sem við fáum fyrir ekki neitt á hverju vori og sumri, en höfum litla hugsun á að handsama. Þetta er biturra þegar við sjáum hvernig önnur norðlæg lönd safna orkunni fyrir í sígrænum skógum, þar sem auðlegð- in vex ár frá ári og menn geta nytjað hana af kunnáttu. Slík- ur auður er gulli betri, því að þessi gæði verða aldrei þurr- ausin, ef rétt er með þau farið. Merkar rannsóknir Fyrir rannsóknir nokkurra ágætra manna ,eins og Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, dr. Sig. Þórarinssonar, dr. Þorleifs Einarssonar jarðfræðings og Yngva Þorsteinssonar magisters vitum við nú miklu meira en áð- ur um náttúru lands okkar allt frá ísaldarlokum og fram á þennan dag. ísland var mjög afskipt þegar gæðum jai'ðar var deilt út við lok ísaldanna. Landið var þá orð in eyja og hingað komst ekki neinn gróður af sjálfsdáðum. Steindór Steindórsson hefur sýnt fram á að hávaðinn af íslenzku flórunni er vaxinn upp af þeim tegundum plantna, sem gátu Iif- að fimbulvetur ísaldanna af. Á meginlöndunum beggja megin Atlantshafsins gátu suðlægari og hraðvaxnari tegundir fylgt hopi jöklanna eftir og breitt feld sinn yfir landið. Hér var slíku ekki til að dreifa. Samkeppnin innan gróðurríkisins er miklu minni hér en víðast annars staðar, og hefur slíkt mikla þýðingu því að keppnin velur hið bezta og hæfasta úr, en hið veikara verð- ur undir. Stofninn í íslenzka gróðurríkinu er norrænar plönt- ur, sem lifað hafa við miklu harðari skilyrði en nú eru á landi hér. En af þeim sökum geta þær að öllum líkindum ekki nýtt sér sólarorkuna til fulls, eins og hún nú er orðin með öðru og hlýrra veðurfari en var hér með- an ísöld stóð yfir. Ef við tökum dæmi af íslenzka birkinu, sem lifði ísalc&rnar af í landinu, þá vitum við að hér vex um 1 ten- ingsmetri viðar á .ári á hektara lands í Vaglaskógi og á Hall- ormsstað. En í Tromsfylki í Nor- egi, sem er haröbýlt og liggur langt norðan íslands, vex birkið töluvert hraðar og verður miklu ■hærra. Mér virðast allar likur benda til, að íslenzka birkið sé af sama stofni og birkið í Norð- ur-Skotlandi, en eigi minna skylt við norska og skandínavíska birk ið. Og ef við berurp vöxt birkis- ins saman við aðrar trjátegund- ir, þá eru óyggjandi mælingar til fyrir því, að síbiríska lerkið á Hallormsstáð vex 6 sinnum hraðar en birkið okkar. Með öðr- um orðum, þá getum við látið sólarorkuna framleiða 6 sinnum meira magn á hverju sumri með því að rækta erlend tré í stað innlendra. — Þetta mætti vera hverjum íslendingi umhugsunar- efni. Heyöflun bænda Sama máli gildir, ef við lítum á heyöflun bænda. Þeir rækta allir erlendar grastegundir, eink- um háliðagras og vallarfoxgras, sem gefa miklu meira þurrefnis- magn i aðra hönd en hinar inn- lendu gömlu og góðu grasteg- undir. Ef við berum saman vöxt ís- lenzka melgresisins og þess frá Alaska, sem ég flutti hingað til lands fyrir 20 árum, þá er sjón- armunur á vextinum, þar sem báðar tegundir vaxa hli'ð við hlið. Ég hef ekki haft ástæðu til að mæla uppskerumismuninn, en hann er töluverður. Þá er einnig bersýnilegt, að planta eins og Alaskalúpínan framleiðir mörgum sinna meira magn af þurrefni á hverri ein- ingu lands á hverju sumri en ís- lenzkur jurtagróður. Þetta sýnir svo ljóst sem ver’ða má, að með því að flytja nytja- jurtir, grös og tré til íslands frá stöðum, er hafa svipað veðurfar og hér er, má nýta sólarorkuna mörgum sinnum betur en nú er gert. Með þessu er þó ekki sagt, að víð eigum að kasta innlendum gróðri fyrir róða, heldur aðeins að við getum hagnast á skynsam- legum innflutningi nytjaplantna samtímis því að við nýtum aðr- ar gjafir landsins. Gróðurverndin Þótt íslenzka birkið sé seint að vaxa er þáttur þess í íslenzkri náttúru ómetanlegur. Það er eina innlenda landvarnarplantan, sem nokkuð kveður að. Útrýming birkisins hefur hvarvetna haft land- og jarðvegseyðingu í för með sér. Sú eyðing er miklu stórfelldari en orð fá lýst. Nýlega eru komin út 6 gróður- kort af hálendi landsins og von- ir standa til að gróðurmælingum hálendisins verði lokið á fáum árum. Hefur Yngvi Þorsteinssou staðið fyrir þessu verki af mikl- um dugnaði. Þegar maður virðir þessi kort ryrir sér, rennur manni ósjálf- rátt kalt vatn milli skinns og hörunds. Hálendisgróðurinn er svo miklu minni umfangs en bú- ast mátti við að órannsökuðu máli. Við höfum lengi vitað að afréttir og öræfi landsins væru lítið gróin, en þessi 6 kort, sem taka yfir Kjöl, vekja bæði ugg og ótta. Mestur hluti landsins eru urðir og melar, en af gró'ð- urlendunum virðast mér mosa- þemburnar stærstar, og það er lítilfjörlegur gróður. Þetta leiðir hugann að því, hvernig Kjölur skyldi hafa ver- ið í árdaga, þegar menn tóku sér hér bólefstu. Af síðari tíma rannsóknum og gömlum heimild- um virðist mér einsætt að há- lendi Kjalar, nema kannski há- bungan muni hafa verið sam- fellt gróið land á fyrstu öld- Framihald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.