Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 27
Fðstudagur 1T. Jönf Í9W8 MORGUNBLADtD 27 Tillögur þýzks stjdrnmála- manns vekja furðu Dr. Barzel, formaður þingflokks kristilegra demókrata, í andstöðu við Erhard? — Borgarstjórn f Framhald af bls. 28. mála, að borgarráði sé heimilt að afturkalla lóðaúthlutun á hvaða byggingarstigi sem er gegn .greið$lu fyrir mannvirkin sam- kvæmt mati. Þá væri lóðarhöfum jafnframt gert ljóst, að þeir megi búast við því að hafa fyrirgert rétti sínum til lóðaúthlutunar hjá borginni í framtíðinni, ef þeir selja ló'ðarréttindin eða bjóða þau til kaups. Borgarstjórn varar jafnframt borgarbúa við því að kaupa slík- ar lóðir á almennum markaði, þar sem þeir megi við því búast, að úthlutun verði afturkölluð og þeir gætu þannig orðið fyrir tjóni. Borgarstjórn felur lóðanefnd að fylgjast með því, hvort lóðir séu boðnar til kaups eða seldar“. Guðmundur Vigfússon (K) sagðist heldur hafa kosið að sin tillaga yrði samþykkt óbreytt, því að hún væri fortakslausari, en hann taldi tillögu Sjálfstæðis- manna mikinn ávinning og kvaðst ganga inn á hana og mundi greiða henni atkvæði. Var hún síðan samþykkt samhljóða. Þá var einnig rædd tillaga frá Jóni Snorra Þorleifssyni (K), þess efnis, að borgarstjórn kysi 6 manna nefnd til þess að vinna úr umsóknum um byggingarlóðir og gera tillögur til borgarstjórn- er um úthlutun þeirra. Tillögum nefndarinnar skyldu jafnan fylgja greinargerð um ástæður lóðarumsækjenda, bæði þeirra, er úthlutun fá, og hinna, er ekki er gerð tillaga um. Um þessa tillögu sína sagði Jón Snorri Þorleifsson, a'ð þeim mönnum væri mikill vandi á höndum, sem ættu að velja og hafna við lóðaúthlutun, meðan úthlutunin teldist til mikilla hlunninda. Kvað hann það heppi legra og lýðræðislegra, að 5 manna nefnd ynni að þessu máli en tveir embættismenn, sem hann kvaðst þó bera fulla virð- ingu fyrir. Hann kvað það einnig sjálfsögð vinnubrögð að greinar- gerð fylgdi, einnig um ástæður þeirra, sem ekki fengju ló'ðir. Birgir fsl. Gunnarsson (S) gat þess að svipuð tillaga hefði verið flutt 1964. Hann benti á, að ekki væri um að ræða neina grund- yallarbreytingu, þótt 5 manna nefnd kæmi í stað borgarráðs, og kvaðst aldrei hafa skilið rök- semdir, sem gengju í þá átt. Slík nefnd þyrfti alveg eins og nú er að hafa embættismenn, sem kynntu sér umsóknirnar, enda væri undirbúningsvinnan í eðli sínu embættismannavinna, sem inna ætti af höndum af óháðum embættismönnum. Nú ynnu að þessu skrifstofustjóri borgarverk fræðins og borgarritari, en í borgarráði væri síðan fari'ð mjög gaumgæfilega yfir umsókn- irnar og reyndu menn að gera sér sem gleggsta grein fyrir að- stæðum hvers umsækjanda. Birgir fsl. Gunnarsson benti á eð borgarfulltrúar hefðu allan aðgang, bæði að embættismönn- um og öllum gögnum er vörðuðu lóðaumsóknirnar, og gætu þess vegna kynnt sér málavexti. Hins vegar væri óeðlilegt að birta sér- Staka greinargerð með umsókn- unum, því að þar væri oft um að ræ'ða persónulegar ástæður. Til dæmis væri áskilið að taldar væru fram tekjur og eignir, og oft ráði úrslitum um lóðaúthlut- un veikindi og aðrar ástæður, sem ekki ættu að birta. Um starfsreglur lóðanefndar væri það að segja, að slíkar regl- ur hefðu verið settar, og til dæmis við þá úthlutun, sem nú fer fram, hefðu ákveðnar reglur verið birtar. Tillögur um ítar- legri reglur hefðu hvorki komið fram I borgarstjórn né borgar- ráði, en sjálfsagt væri að veita athygli hugmyndum um frekari reglur. Kristján Benediktsson (F) sagði það óvinsælt óg vandásamt verk að úthluta lóðum, óg tillög- ur um nefndarskipun þyrfti ekki að þýða það, að; þeir embættis- menn, sém að þess.u hafa únnið hafi ékki gegnt vel störfum sín- um. Hann kvað það eðlilegra og lýðræðislegra að nefnd yrði skipuð þannig, að hver flokkur borgarstjórnar tilnefndi einn mann, en borgarstjóri síðan odda mann, sem jafnframt yrði for- maður. Jón Snorri Þorleifsson (K) sagði, að borgarráð hefði miklum störfum að sinna, en nefnd, sem sérstaklega yrði skipuð til að annazt lóðaúthlutun mundi hafa betri tíma. Það lægi þó í hlutar- ins eðli, a'ð slík nefnd þyrfti að njóta starfskrafta embættis- manna eftir sem áður. Hann kvaðst ekki draga í efa að per- sónulegar ástæður réðu öft út- hlutun, og gæti þá verið um trún aðarmál að ræða. Að lokum var eftirfarandi tillaga samþykkt með 8 atkvæðum Sjálfstæðismanna gegn 7 atkvæðum minnihluta- flokkanna: „Borgarstjórn vekur athygli á eftirfarandi atriðum: 1. Eitt af verkefnum borgar- ráðs, en í því sitja fimm borgar- fulltrúar, kjörnir hlutfallskosn- ingu í borgarstjórn, er að vinna úr umsóknum um byggingarlóðir og gera tillögur um úthlutun. 2. Hver einstakur borgarrá'ðs- maður svo og borgarráð í heild hefur aðstöðu til að kynna sér öll þau atriði, sem talin eru máli skipta varðandi lóðaúthlutun. 3. Borgarráð hefur fengið sér til aðstoðar tvo embættismenn, sem skipa svokallaða lóðanefnd og hafa það verkefni að yfirfafra allar umsóknir og vinna í um- boði borgarráðs að lóðaúthlutun. 4. Kjörnir borgarfulltrúar hafa aðgang að öllum skjölum borgarinnar og geta farið fram á allar upplýsingar um einstök mál, þ. á m. undirbúning lóðaút- hlutunar. 5. Ástæður einstakra lóðaum- sækjenda eru yfirleitt persónuleg málefni, sem óeðlilegt er að gefa ítarlega greinargerð um til. að láta fylgja tillögum lóðanefndar. 6. Borgarráð hefur þegar sett lóðanefnd starfsreglur og er það að sjálfsögðu á valdi borgarrá'ðs og borgarstjórnar að taka þær reglur til endurskoðunar hvenær sem er. Með tilvísun til þess, er að framan getur, vísar borgarstjórn framkomnum tillögum frá“. SÍLDARÚTVEGSNEFND ákvað á fundi sinum í dag að heimila síldarsaltendum norðanlands- og austan að hefja söltun frá og með 18. þ.m. á takmörkuðu magni af sykursaltaðri síld fyrir Finnlandsmarkað. Jafnframt ákvað nefndin að heimila söltun frá sama tíma fyrir þá sænska og aðra síldar- kaupendur, sem þess kunna að óska, enda samþykki þeir sölt- un síldarinnar skriflega jafnóð- um og hún fer fram. Frá Síldarútvegsnefnd. f tilefni af þessu hafði Mbl. samband við þrjá stóra söltunar- sfaði fyrir norðan og austan, og aflaði sér upplýsinga um, hvart horfur væri á því að söltun gæti hafizt þar strax. Á’ Söltun getur hafizt strax. Fréttaritari Mbl. á Raufar- höfn, sagði, að það ætti að vera mögulegt, ef einhverjir bátar kæmu með sild. Allflest síldar- plönin væru þegar tilbúin, en Fundur norrænna knatt- spyrnuleiðtoga var haldinn í Helsfingfors í Finnlandi og sátu hann fulltrúar Norður- landanna fimm. Ákveðið var m.a. að fella niður B-Iands- leiki milli landanna sem ver- ið hafa fástur liður samfara A-Iandsleikjum. Bonn og Washington 16. júní NTB—AP: — LEIÐTOGI þingflokks kristi- legra demókrata, stjórnarflokks- ins í V-Þýzkalandi, dr. Rainer Barzel, hefur komið fram meö ýmsar tiliögur varðandi sam- einingu Þýzkalands, sem feikna athygli hafa vakið. M.a. gera tillögur Barzel ráð fyrir því, að sovézkt setulið gæti verið áfram í sameinuðu Þýzkalandi. Tillög- ur Barzel komu fram í ræðu, sem hann hyggst flytja á morg- un í Washington. Seint í gærkvöldi barst stjórn inni í Bonn vitneskja um efni ræðunnar, sem Barzel hyggst flytja á morgun í sendiráð í V- Þýzkalands í Washington. Urðu stjórnmálamenn í Bonn þrumu lostnir er þeir heyrðu tíðindin. í dag gerðist það síðan, að V- Þýzka stjórnin tók formlega af- stöðu gegn tillögum Barzels. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna sagði í varlega orðaðri yf- irlýsingu í dag, að hinar nýst- árlegu tillögur Barzels yrðu gaumgæfilega athugaðar. Eins og fyrr getur segir Barz- el, að sovézkur her gæti verið áfram í sameinuðu Þýzkalandi ef slík lausn kynni að friða á- hyggjur Moskvu um öryggi Sov- étrikjanna. Hann segir, að „sameining Þýzkalands er ekki háð þvi að síðasti sovézki hermaðurinn vf- irgefi þýzka jörð. í raun réttri er það svo, að vel má vera að rúm væri fyrir sovézka hermena innan ramma v-evrópska örygg- iskerfisins“. Barzel er af mörgum talinn einn ötulasti stjórnmálamaður- inn, sem upp hefur skotið koll- inum í v-þýzkum stjórnmálum á síðari árum. Hann er vara- formaður Kristilega demókrata- flokksins, flokks Erhards kanzl- ara, og formaður þingflokksirks. Er blaðamenn ræddu við Barz- el í dag, kvað hann tillögur sín- ar einvörðungu persónulegar skoðanir, en vildi ekki svara neinu til um hvort stjóm Er- hards hefði lagt blessun sína yfir þær. I opinberri yfirlýsingu Bonn- stjórnarinnar, sem gefin var út í dag, segir m.a.: „Skoðanir dr. Barzel, sem fram koma í ræðu þeirri, sem hann hyggst flytja í Bandaríkjunum á fimmtudag, eru persónulegar skoðanir for- mann þingflokks Kristilega demókrataflokksins. Tillögur hans eru ekki til komnar með samþykki kanzlarans og rikis- stjórnarinnar“. Fró borgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar Reykja víkur í gær fór fram kosning 7 manna í barnaverndarnefnd til fjögurra ára. Kosningu hlutu: Ólafur Jónsson, Kristín Gústavs- dóttir, Þórir Kr. Þórðarson, Sig- urlaug Bjarnadóttir, Margrét Margeirsdóttir, Valborg Bents- dóttir og Guðný Helgadóttir. Einnig voru kosnir 7 til vara í nefndina. Þá fór fram kosning 5 manna í Æskulýðsráð til fjögurra ára. Kosin voru: Ragnar Kjartansson, Kristín Gústavsdóttir, Steinar Lárusson, Böðvar Pétursson og Gunnar Bjarnason. Næst var kosinn einn maður í stjóm Sparisjóðsins Pundsins til fjögurra ára og tveggja end- urskoðenda. í stjórn var kjörinn Ragnar Lárusson og endurskoð- endur: Steinar Berg Björnsson og Jón Steinn Haraldsson. í stjórn Sparisjóðs vélstjóra til eins árs var kjörinn Gísii Ólafsson og endurskoðendur: Þorkell Sigurðsson og Jón Snæ- björnsson. — Flugþjónusta Framhald af bls. 28 craft Twin Bonanza, og eina al gerðinni De Havekand Dove. Geta þessar vélar samanlagt flutt 23 farþega. Hin nýja flugvél Flugþjónust unnar eykur talsvert möguieik- ana hjá Flugþjónustunni að sögn Björns. Það hafa oft orðið ó- þægindi af þeim sögum, að búið hefur verið að lofa leigufiugi, en þegar til á að taká, verður að senda flugvél þá skyndilega í sjúkraflug. En með tilkomu þess arar vélar á að mestu að vera hægt að koma í veg fyrir það. Flugþjónustan hefur í vetur haldið uppi samgöngum við all- marga staði á landinu, svo sem Hellissand, Þingeyri, Flateyri, Gjögur, Vopnafjörð, Stykkishólm og svo nokkra minni staði, t.d. Reykjanesskóla við ísafjarðar- djúp. Auk þess hefur verið mikið að gera hjá Flugþjónustunni í leiguflugi, að ógleymdu sjúkra- flugi, sem Björn kvað álltaf vera látið sitja fyrir öllu öðru. Engin samstaða ■ bæjar- stjórn Kópavogs enn FYRSTI fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar í Kópavogi var haldinn í gær. Kjartan J. Jó- hannsson, héraðslæknir, aldurs- forsetinn stjórnaði fundinum, ög minntist hann í upphafi fundar- ins Axels Benediktssonar, fyrr- verandi bæjarfulltrúa, sem lézt nýlega. í ljós kom á fundi þessum að enginn meirihluti hefur ennþá verið myndaður í bæjarstjórn- inni, og var því öllum kosning- Heimíla síldar- söltun um helgina Sildarplönin geta allflest hafið sölt- un Jbegar í stað hins vegar væri enn skortur á fólki til söltunar. Væri talið að síldarsöltunarstúlkurnar kæmu ekki fyrr en eftir 17. júní. Hann sagði ennfremur að einn bátur hefði komið að í gær með sér- staklega fallega og stóra síLd, og var fitumagn hennar um og yfir 20%. Höfðu menn þar áhuga á að fá að salta hana, en fengu ekki, þar sem leyfi Síldarút- vegsnefndar var ekki komið. Hann sagði að lokum, að sænsk- ir menn væru komnir til staðar- ins til þess að líta á síldina, og myndj verða farið eftir þeirra áliti, hvort hún yrði söltuð eða ekki. ★ Söltunarstúlkur ókomnar. Fréttaritari Mbl. á Seyðis- firði, sagði að engar söltunar- stúlkur væru enn komnar til stað arins, en að síldarplönin væru um það bil að verða tilbúin. Taldi hann þá frekar ósennilegt að söltun gæti almennt hafizt þann 18., enda þótt það yrði örugglega eitthvað byrjað strax. Á Síldarplönin til í Neskaup- stað. Fréttaritari Mbl. á Neskaup- stað sagði að þar væru öll síld- arsöltunarplönin orðin til, og hefði aðeins verið beðið eftir leyfinu og eins síldinni. Væri þegar kominn til kaupstaðarins geysilegur fjöldi af utanbæjar- fólki til bæjarins, en nóg væri fyrir það að gera í bænum. um frestað til fundar, sem ákveð inn er nk. fimmtudag. Ríkir nokk ur óvissa um meirihlutamyndun- ina. Sl. kjörtímabil var samstarf milli Framsóknarflokksins og Ó- háðra. Úrslit kosnihganna nú urðu þau að fulltrúatala flokk- anna hélzt óbreytt frá því sem var; Sjálfstæðisflokkurinn 3, Ó- háðir 3, Framsólcnarflokkur 2 og Alþýðuflokkurinn 1. Á fundinum var lagt fram nefndarálit nefndar þeirrar, sem undirbjó tillögu um endurbygg ingu Hafnarf j arðarvegar um Kópavog. Var afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar. Dómur FramhaLd af bls. 28. ekki dæmdur til refsingar með því að 1. ekki er í ljós leitt að ákærði Bogi hafi átt nokkurn þátt í smygli nefnds varnings né að það hafi verið framið með vitund hans og honum yrði því eigi dæmd refsivist til vara sektar- greiðslu, 2. hann hefur í málinu setið í gæzluvarðhaldi í 18 daga og orð ið að þola farbann í 30 daga í ágúst og september f.á. og loks að 3. hann hefur misst skipstjóra- stöðu sína hjá h.f. Jöklum vegna málsins. Þjóðdansa- félagið 15 ára ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykja- víkúr er 15 ára í dág. Stofnfund ur þess var haldinn 17. júní 1951 að frumkvæði Sigríðar Valgeirs dóttur, og var hún formaður félagsins fyrstu árin. Núverandi formaður er Sverrir M. Sverris son. Félagið mun minnast afmæl isins með sýningu í haust, sem byggð verður á þjóðlegu efni, söngvum, leikjum, dönsum og vikivökum. Margar konur eiga íslenzka búninga og vill félagið hvetja þær til að bera hann á Þjóðhá- tíðardaginn og setja með því svip á hátíðarhöldin. Hópur frá félaginu mun taka þátt í 21. norræna þjóðdansamót inu, sem að þessu sinni verður í Óðinsvéum í Danmörku, dag- ana 7.—10. júlí nk. —- Hópurinn sýnir auk þess í Svíþjóð, Þýzka- landi, Hollandi og Belgíu. - -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.