Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. júní 1966 ALLTMEÐ EIMSKIP A NÆSTIINNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: Brottfarardagar: ANTWERPEN: * Tungufoss 25. júni ’ Skip um 8. júlí HAMBORG: Fjallfoss 22. júní Askja 22. júní*1 Brúarfoss 25. júní Skip 5. júlí ROTTERDAM: Fjallfoss 18. júní Brúarfoss 18. júní Askja 24. júní*1 Skip um 1. júlí LEITH: Batokafoss 22. júní Gullfoss 27. júní Gullfoss 11. júlí LONDON: Bakkafoss 20. júní Tungufoss 28. júnl HULL: Blink 17. júní Askja 26. júní*’ Tungufoss 30. júní GAUTABORG: Lagarfoss 1. júlí Mánafoss 2. júlí *’ K AUPMANNAHÖFN: Reykjafoss 21. júni Gullfoss 25. júní Má-nafoss 30. júní*' Gullfoss 9. júlí NEW YORK: Selfoss 21. júní Fjallfoss 13. júlí OSLO: Skógafoss KRISTIANSAND: 18. júní Brúarfoss 27. júní Mánafoss 3. júlí *' KOTKA: Lagarfoss 28. júní Rannö 9. júlí VENTSPILS: Reykjafoss 19. júní Lagarfoss 25. júní LENINGRAD: Skógafoss 20. júlí GDYNIA: Reykjafoss 16. júní Skógafoss 11. júlí • Skipið losar á öllum aðal- höfnum, Reykjavík, ísa- firði, Akureyri og Reyðar- firði. ** Skipið losar á öllum aðal- höfnum og auk þess í Vestmannaeyjum, Siglu- firði, Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði. Skip, sem ekki eru merkt með stjörnu, losa í Reykja- vík. VINSAMLEGAST athugið, að vér áskiljum oss rétt til breyt- inga á áætlun þessari, ef nauðsyn krefur. HE EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS BOSCH SPENNUSTILLAR BrœÖurnir Ormsson Lágmúla 9. Sími 3-88-20. 'Jr Þjóðhátíð Og þá er þjóðhátíðardag- urinn runninnn upp. Vonandi fáum við gott veður í dag svo að allir, sem tækifæri hafa, geti notið hátíðarinnar. Að und anförnu hefur verið mjög hlýtt nyrðra, hálfgerð hitabylgja — og ekki væri nema sanngjarnt, að við hér syðra — og þe;r fyr- ir vestan og austan, fengju líka sinn skerf af hitanum. Þetta verður löng heígi hjá þeim, sem aldrei vinna á laug- ardögum. Vonandi nota þeir helgina vel og skynsamlega, þótt fjármálaráðhex'rann hafi ekki séð ástæðu til þess að loka „ríkinu" í gær — eins og í fyrra. Fallhlífarstökk Ég hitti Agnar Kofoed Hansen í gær og mér varð að orði: — „f>ú ert kominn nið- ur?“ — Ekki ber á öðru, sagði hann og kímdi. Mig langaði til að bæta því við að senni- lega mundi hann ekki standa lengi við — en ég vék talinu að öðru. Agnar er einn af þessum sl- ungu mönnum, sem aldrei þreytast á að hjálpa til að ryðja nýjungum braut — og hann hikar ekki við að standa í fremstu víglínu, þegar flugið er annars vegar — jafnvel að kasta sér út úr flugvél ! þrjú þúsund feta hæð, ef því er að skipta. Þjálfaður hópur fallhlífar- stökkmanna getur komið að góðu haldi við björgunarstörf, þegar minnst varir. í>ess vegr.a er það lofsverð viðleitni sem Flugbjörgunarsveitin hefur sýnt með þessu nýja framlaki. En fallhlífarstökk er líka heill andi íþrótt, hvetur menn txl dirfsku, stælir andlegan og lík- amlegan þrótt. Þetta er iþrótt hinna ungu, þeirra, sem eru ungir í anda. Ljóst er að ald- urinn skiptir hér ekki máli 'Jr Fiskverðið ísfirðingur skrifar: „Miklir grasasnar eruð þið að birta þessar tölur um fisk- verðið og álagninguna athuga- semdalaust. Sá, sem reiknar þetta út, vill sýna fram á að ástæðan til þess að fisksalar hafi á boðstólum fiskflök fremur en óflakaðan fisk sé sú, að beir leggi meira á flökin og græði þar af leiðandi meira, þegar miðað er við fiskverðið — þ.e.aa. það verð, sem sjó- mennirnir fá fyrir fiskinn. Menn verða hins vegar að at huga það að einungis 40% nýt ing er á fiskinum að jafnaði, þegar hann er flakaður. Sáralít ið fæst fyrir afganginn, sem fer tál vinnslu í fiskmjölsverk- smiðju. Ef neytendur borga ekki mismuninn, þá hver?“ 'Jr Samgöngur Annar ísfirðingur skrif- ar: „Mig langar til þess að korna á framfæri þakklæti mínu til Flugfélags íslands fyrir hina ágætu þjónustu þess við okk- ur hér vestra síðan Friendship vélarnar komu til sögunnar. Ekki er nóg með, að fólksflutn ingar séu nú orðnir vissir og öruggir daglega, heldur hafa vöruflutningarnir aukizt ril muna — og er nú við'burður, að fragtin sé „söltuð" á af- greiðslunni fyrir sunnan. Að vetrinum verðum við að treysta nær eingöngu á flugið — og Flugfélagið brást okkur ekki í vetur. Skipakomur eru ekki tíðar og flutningar land- veginn fara aðeins fram að sumarlagi. fsfirðingar flytja nú þegar mjög mikið af vörum flugleiðis, jafnvel nauðsynja- vöru, sem engum datt í hug að senda með flugvél fyrir nokkr um árum. Astæðan er fyrst og fremst sú, að skipakomur eru ekki tíðar, eins og fyrr sagði — og fólk vill jafnvel borga hátt flutningsgjald en að senda vörur með Skipaútgerðinni, þótt gjaldið sé ögn lægra. Vór- ur, sem koma með skipum út- gerðarinnar eru oft það skemmdar — og meðferðin á þeim er slík, að fólk sendir t.d. alls ekki húsgögn eða ann- að, sem ekki er hægt að fara með eins og kartöflupoka, með skipunum." Athugasemd Eftirfarandi hefur okkur borizt. „Mig langar til að koma á framfæri smá athugasemd, vegna afmælisgreinar, sem birt ist í Morgunblaðinu, laugardag inn 14. maí. Er þetta blaðaviðtal við Svein björn Jónsson, sjötugan. f við- tali þessu minnist Sveinbjörn Jónsson á byggingar er hann hafi byggt á Norðurlandi og segir orðrétt: „Ég byggði svo hús á Akureyri og út um sveit ir Eyjafjarðar. Má meðal þeirra nefna Kristneshæli og byggingu Kaupfélags Eyfirð- inga.“ Ég veit ekki betur en Kristneshæli hafi verið byggt af þeim byggingameisturunum Einari Jóhannssyni og Jóni Guð mundssyni. Munu þeir hafa staðið fyrir öllum verklegum framkvæmdum við þá bygg- ingu. Þar sem þeir Einar og Jón eru nú báðir látnir finnst mér rétt að þessi leiðrétting komi fram. Með þökk fyrir birt inguna. Áslaug Einarsdóttir." Velvakandi hafði samband við höfund viðtalsins og Svein björn Jónsson varðandi efni þessa bréfs. >að er rétt, sem í bréfinu stendur, að fyrrgreind ir aðilar voru akkorðstakar við bygginguna og sáu um það sem í akkorðinu fólst, en hinsvegar ekki allar verklegar fram- kvæmdir við hana. Sveinbjörn var fulltrúi húsameistara ríkis ins við framkvæmd byggingar- innar og hafði alla yfirumsjón með henni og sá um þau verk, sem í fyrrnefndu akkorði fól- ust ekki. >ar með vonar Velvakandi að öllu sé til skila haldið í sam bandi við þessa byggingu. Giftur eða kvæntur (kvongaður)? Karl úr sveit skrifar: „>að ber sjaldan við nú á dögum að við sjáum þá þýð- ingu í blöðunum (og raunar þá ekki annarsstaðar heldur) sem beinlínis megi ljúka lofsorði á. Listin að þýða var aldrei nema fárra og virðist nú vera að glatast. Eða hver ætli að nú sé sá á meðal blaðamanna, er þýði eins og þeir gerðu Björn Jónsson og Jón Ólafsson? En fyrr getur þýðari verið góður en hann sé jafnoki þeirra. >ýð ingar þeirra voru' stundum beinlínis meistaraverk, og aldrei öðru vísi en góðar. Vegna efnisins las ég i Ies- bók síðastliðinn sunnudag upp haf þeirrar raunasögu sem hún er saga konungaskiptanna á Englandi 19-36. Ekki er hún þó raunasaga fyrir þá sök, að brezka ríkið biði tjón af þess- um atburði. Vel má vera að Játvarður VIII hefði orðið íar- sæll konungur, en það megum við vita að þung hafa þau orð ið bróður hans sporin sem hann neyddist til að stíga upp í hásætið, og hann hefir efa- laust beðið þess, svo trúaður maður sem hann var og bæn- rækinn, að þurfa ekki að drekka þann káleik sem hon- um var þá skenktur. Sú bæn mátti þó ekki veitast honum. En aldrei hefir betri maður setið á enskum konungsstóli en Georg VI, og aldrei mun held- ur setjast þar betri maður og mjög virðist dóttirin feta í fót spor hans. En hann var meira en blátt áfram það ,er kallað er góður maður. Fyrir samein- ingu sinna frábæru mannkosta, síns mikla þreklyndis og skap- festu mundi það ekki fjarri lagi að telja hann til mikil- menna. En það var ekki þetta sem kom mér til að hripa þessar línur, heldur allt annað efni — efni sem kom mér mjög á óvart er ég fór að lesa söguna, en það var hið óvenjulega hreina látlausa og fagra mál, sem blasti við mér á þýðingu þessari. Bjarmar þarna ef til vill af nýjum degi í meðferð blaðanna á móðurmálinu? ViS skulum biðja þess, að svo megi reynast. >arna hnaut ég um alls ekkert, nema ef vera skyldi „svo fremi“. >að sagði Björn Jónsson að væri tyrfni, sem ekki ætti heima í nútíð- armáli, og það held ég að sé rétt. „Ekki fær hann Grímur gott, að gifta sig í þessu“ (þ.e. vot- viðrinu). Og það var hvorki í gær né í fyrradag sem Grím- ur gifti sig. Og þá er ég nú loks að komast á leiðarenda. f þessu landi hafa karlmenn gift sig svo lengi sem það hef- ir byggt verið, og í umræddri sögu játar hinn enski konung- ur að hann hugsi til að gifta sig. En nýlega leit ég i þýdda sögu í einhverju blaði (ætli ekki að það hafi verið Morgun blaðið?), og þar sagði stúlku- kind frá þvi, að tiltekinn mað- ur ætlaði að kvænast sér. Og þá var mér alveg nóg boðið; ég las ekki meira. >að eru hrein ósköp að sjá þetta. Menn eru farnir að forð ast það eins og sjálfa syndina (nei, hana forðast þeir nú ekki svo mjög) að tala eða skrira um giftan mann. Hann verður endilega að vera kvæntur eða kvongaður. En þetta er leiðin- leg firra. Giftur maður er góð íslenzka og svo hafa talað og ritað þeir sem bezt kunnu með móðurmál okkar að fara. Svo er það á hinn bóginn annað sem við sjáum nú og heyrum daglega, en ekki er i samræmi við rétta málvenju: Okkur sagt að Guðrún ætli að ganga að eiga hann >órð. Að réttu málfari er það ávallt mað urinn, sem gengur að eiga kon una. Fleiru er nú brjálað í bess um efnum, en þetta mun þegar orðið of langt mál. — Karl úr sveitinni. hvert sem þér foríð ALMENNAR TariO TRYGGINGAR ” H feröatryj jyiny (^) * TIL SÖLU Prófarkapressa Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Góð — 9544". Viðskiptafræðiingur sem hefur með höndum bókhaldsumsjón, getur bætt við sig litlu verkefni. Þeir sem þurfa aðstoðar með, sendi svar merkt: „Kredit — 9947“. lingur skrifstofumaður með góða bókhaldskunnáttu óskast til starfa strax. Góð vinnuskilyrði og skemmtilegt starf. Tilboð sendist merkt: „Tölfróður — 9948“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.