Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. Jðnf 1988 MORGUNBLAÐID 15 „Aldrei litað betri eðo bjartari dag": Gaman og alvara frá 17. júní 1911, þegar fyrst var haldið upp á daginn 137 íslenzkir cg 62 danskir fánar Björn M. Ólsen, dr. phil., fyrsti rektor Háskóla íslands og for- seti Hins íslenzka bókmennta félags. Á ALDARAFMÆLI Jóu Sigurðssonar, 17. júní 1911, var efnt til veglegrar hátíð- ar í Reykjavík. Það var í fyrsta skipti, sem afmælis forseta var minnzt með al- mennum hátíðahöldum, en dagsins hefur jafnan verið minnzt í Reykjavík síðan, og smám saman var farið að halda upp á daginn annars staðar á landinu. Hugmyndin um að minn- ast afmælisdags Jóns Sig- urðssonar mun vera sprott- in upp í Reykjavík, en árið 1911 var aldarafmælis hans minnzt a.m.k. á fimm öðr- um stöðum á landinu, eftir blaðafregnum þá að dæma, þ.e. á Rafnseyri við Arnar- fjörð, fæðingarstað Jóns Sig urðssonar, á Seyðisfirði, á Akureyri, á Möðruvöllum í Hörgárdal og í Vaglaskógi. Aðalhátíðin fór þó fram í Reykjavík, og verður hér lítillega frá henni sagt. Stuðzt er að mestu við frá- sagnir Reykjavíkurblaðanna þá, en þau voru ísafold, Reykjavík, Lögrjetta, Vísir og Þjóðviljinn (gamli). | Eftir að ákveðið hafði verið | að minnast aldarafmælis Jóns 1 Sigurðssonar í Reykjavík, var i hafinn mikill undirbúningur að hátíðinni af hálfu bæjar- stjórnar og einstakra félaga. | Var ekkert til sparað, til þess að hátíðahöldin yrðu sem glæsilegust. Skáldin fóru að yrkja hátíðaljóð, bláhvítir fán- ar voru gerðir, og rifizt var í blöðunum undir frumlegum dul nefnum um tilhögun hátíðar- innar. Einkum var deilt um það, hvar minnisvarði Jóns Sig- urðssonar eftir Einar Jónsson, sem settur var upp á Austur- velli 11. september um haustið, ætti að standa, og dróst það deilumál inn í blaðaskrifin um hátíðina. Sumir vildu hafa hann á Skólabrú, aðrir í Skóla- stræti, enn aðrir í Kirkjustræti við þinghúsið, og einn stakk upp á því, áð hann yrði settur upp á svalir Alþingishússins, „ójöfnur allar teknar af húsinu og það hvíttað upp“. Flestir vildu láta bera sem mest á styttunni, og því lagði einn til, að hún yrði sett upp á þak Alþingishússins. Þá ofbauð ein- um, sem hreyfði því í „Vísi“, að bezt væri að setja hana upp á Völundarstrompinn, eftir að Hvar átti styttan af Jóni Sig- _ urðssyni að standa? Á svölum Alþingishússins eða Völundar- trompinunv? Kl. 12 gerðist höfuðatburður dagsins, þegar Háskóli íslands var stofnáður og vígður í Al- þingishúsinu. Athöfnin fór fram í sal Neðri deildar. Þar fluttu ræður Klemens Jónsson, landritari, og Björn M. Ólsen, fyrsti rektor skólans. í háskóla- ráð voru kjörnir auk hans Lárus H. Bjarnason, Guðmund- ur Magnússon, Jón Helgason og Ágúst H. Bjarnason. Sunginn var kvæðaflokkur eftir Þorstein Gíslason, ritstjóra Lögrjettu. hann hefði verið „hvíttaður upp og allar ójöfnur teknar af“, því að þaðan sæist hún víðast að. • „Dans á eftir“ Fataverzlanir og aðrar búðir auglýstu rækilega fyrir hátfð- ina. „Allir þurfa að fá“ nýjan hatt, kjól, göngustaf, reykjar- pípu, kápu, kvöldklæðnað, úr- keðju o. s. frv. „fyrir 17. júni“. Hneykslazt var á því, að há- tiðin skyldi enda með dansleikj- um. Þarf nú endilega að vera „dans á eftir“, spurði Visir, eins og á öllum venjulegum mannfundum? Einnig heyrðust raddir um, að hátíðin væri aðal- lega fyrir boðsgesti og „fína fólkið“. ísafold skoraði á allan al- menning að hefja nú bláhvíta fánann að húni hinn 17. júní, en ekki danska fánann, og bætti því við, áð þessi áskorun væri ekki sprottin af neinu Dana- hatri, heldur væri annað ekki viðeigandi á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar. Iþróttavöllurinn á Melunum hafði verið opnaður almenningi til afnota sunnudaginn næsta á undan 17. júní, sem bar upp á laugardegi, en hátíðardaginn skyldi vígja hann. Gagnrýnt var, að fimleikaflokkunum hefðu verið gefnar fyrirskipan- ir á dönsku og mælzt til þess, að vikunni yrði varið til þess að þýða skipunarorðin á is- lenzku. — ★ — Laugardagurinn 17. júní rann upp bjartur og fagur, og var veður skínandi gott allan dag- inn, sól og sumarblíða, „einhver fegursti dagur á þessu vori“, segir Reykjavík. Andvari var af hafi, „mátulegur til áð halda fánunum uppi“, segir Vísir. • Fram að hádegi Kl. 9 árdegis hófst minningar samkoma í hátíðasal mennta- skólans, en þar var Alþingi háð öll þingsetuár Jóns Sigurðsson- ar. Afhjúpuð var mynd af Jóni Sigurðssyni eftir Þórarin Þor- láksson, sem kennarar og nem- endur gáfu skólanum, en Stein- grímur Thorsteinsson, rektor, og Þorleifur H. Bjarnason héldu ræður. Sungið var nýtt kvæði eftir Steingrím. Kl. 9.30 hélt séra Bjarni Jóns son minningarræðu í Dómkirkj- unni og lagði út af orðunum: „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“. Tilkynnt var, að ræð- an yrði gefin út sérprentuð og seld til. ágó'ða fyrir minnisvarða sj óðinn. Kl. 10 var Iðnsýning fslands opnuð í leikfimisal Miðbæjar- barnaskólans. 1500 munir voru á sýningunni, en 375 munir’ höfðu verið á iðnsýningunni á þjóðhátíðinni í Reykjavík 2. ágúst 1874. Jón Halldórsson, trésmíðameistari, flutti ræðu, og sungið var nýtt kvæði eftir Guðmund Magnússon við nýtt lag eftir Sigfús Einarsson. Kl. 12 var sýningin opnuð almenn- ingi. Skrúðganga sú, er bæjarstjórn gekkst fyrir, á leið vestur Kirkjustræti. Fremst er lúðrasveit, og sést i húfukollinn á Þorvaldi pólití. Á myndinni sjást m.a. Bríet Bjarnhéðinsdóttir, Indriði Einarsson, Kristján Þorgrímsson, Ásgeir Sigurðsson, Carl Tulini- us, Guðrún Jónsdóttir og Eggert Claessen. Á gangstéttinni stendur Morten Hansen, skólastjóri, gagnvart fylkingu barnaskóla- barna. Fremst í henni er drengur í matrósafötum með kaskeiti á höfði, og er það Vilhjálmur Þ. Gíslason, núverandi útvarps- stjóri. Fáninn er skrúðgöngumerki barnaskólans (Miðbæjarsk.), sem varðveitt er í Minjasafni Reykjavikur, eins og þessi mynd. 9 Skrúðgangan mikla Kl. 13.30 safnaðist mikill mannfjöldi saman á Austurvelli, um sjö þúsund manns, að talið var og hafði „aldrei sézt annar Framhald á bLs. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.