Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 17. Júní 1966
Mary Raymond:
STÚLKA
MEÐ
GRÍMU
Fulltrúinn skrifaði Bar Ra-
casse hjá sér. Mér fannst hann
og félagi hans vera býsna for-
vitnir um líf Toms, en iíklega
var það nauðsynlegt. Hann hafði
fundizt dauður, undir dularfull-
um kringumstæðum, og þeir
vildu fá málið fullkomlega upp-
lýst. Og svo yrði að vera réttar-
hald.
. Gerardhjónin eru bæði
brezk, er ekki svo? spurði full-
trúinn. — En eiga heima í Frakk
landi?
— Þau hafa verið hér í tíu ár,
svaraði Yves. — Frúin er frönsk
í aðra ættina.
— Það væri betra, að frúin
svaraði fyrir sig sjálf, sagði full-
trúinn, ofurlítið snefsinn.
— En eins og ég hef sagt ykk-
ur, þá man frúin sama sem ekk-
ert um fortíð sína, sagði Yves.
— Hún hefur fengið alvarlegt
I Iðnskólanum ! Reykjavík
Sýning á
„bezf gerðu bókum órsins1,
ósamt beztu bókum
útvöldum í
Svíþjóð, Noregi,
Danmörku og Sviss,
dagana fl.—19. júní,
ó vegum
Félags íslenzkra teiknara.
OPIÐ KL. 2—10
í S L E N Z K
BÓKAGERÐ
196 5
höfuðmeiðsli. Minnið hennar er
lamað fyrir fullt og allt.
Fulltrúinn leit á mig með sam-
úð. — Eigið þér skyldfólk hér
eða í Englandi? Eða maðurinn
yðar?
— Frú Gerard á ekkert skyld
fólk, svaraði Yves fyrir mig aft-
ur. — En hr. Gerard á bróður í
Englandi. Vitanlega tilkynni ég
honum lát bróður hans.
— Gott og vel, sagði fulltrú-
inn. — Og kannski viljið þér
líka hitta brezka ræðismanninn.
— Gæti hugsazt, sagði Yves.
— En það verður ýmislegt ut-
an um það.
Loksins fór Yves með honum
til líkhússins, til þess að þekkja
lík Toms.
Þegar þeir voru farnir, sat ég
lengi ein, og var úrvinda og
miður mín. Ekki gat ég beint
sagt, að ég væri neitt að syrgja
Tom. Ég mundi alls ekkert eftir
honum. Það var eins og ég hefði
aldrei þekkt hann — og mundi
aldrei gera. Hann yrði aldrei
annað en sköpulagslaus og and-
litslaus skuggi í huga mínum.
En jafnvel nú, gat ég ekki trú-
að, að ég væri búin að heyra
alla söguna, um Tom og sjálfa
mig. Við höfðum orðið ósátt —
kanski út af Avrxl, kannski út
af Yves, og svo hafði ég hlaupið
burtu og alla leið til Engiands.
Meðan ég sat inni í herberginu
mínu og lét hugann reika stjórn
laust, kom Janine inn og sagði
mér, að ég þyrfti að taka saman
dót mitt. Að minnsta kosti skild
ist mér það, en þó þóttist ég
viss um, að ég skildi hana ekki
til fulls.
— Hvað áttu við? spurði ég
hana kuldalega.
— Við erum að flytja um
borð í Afrodite. Renier skipstjóri
sagði mér það áður en hann fór.
— Hann sagði mér ekkert, og
ég ætla að bíða með það þangað
til hann kemur aftur.
Janine snuggaði eitthvað og
tautaði með sjálfri sér og stik-
aði svo út. Næsta klukkutímann
heyrði ég, að hún var á ferli um
húsið líklega að taka saman dót-
ið, eins og henni hafði verið
skipað.
Það var talsvert áliðið þegar
Yves kom aftur. Hann var föl-
ur, og hann var ekki fyrr kom-
inn inn í húsið, en hann gekk að
vínskápnum og fékk sér góða
hressingu.
— Þetta hefur ekki verið neitt
skemmtilegt, eða hvað? sagði
ég.
— Hann var búinn að vera
svo lengi í sjónum, sagði hann
snöggt. — Ertu búin að taka sam
an dótið?
— Nei, og ætla ekki að gera
það fyrr en ég hef fengið nokkr-
ar skýringar.
— Ég hef engar skýringar að
gefa og þótt svo væri, mundi ég
ekki gefa þær núna. Við erum
að flytja um borð í Afrodite. Ég
hef sagt lögreglunni, að við sé-
um að flytja úr húsinu. Það
þarf auðvitað að verða réttár-
hald, eins og þú veizt, og svo
líkskoðun. Hann fékk sér aftur
í glasið og gekk út í garðinn. Ég
hafði aldrei séð hann svo æstan
og órólegan.
— Ég fer ekkert út í Afrodite,
ef Janine á að fara þangað líka,
sagði ég og elti hann út í garð-
inn.
n-
-□
33
□-
-□
Yves starði lengi á mig, og
sagði síðan, rétt eins og hann
væri að vakna af einhverjum
draumi: — Ég hélt, að þig lang-
aði að sjá skipið.
— Ég ætla ekki að fara að
kasast um borð í skipi með Jan-
ine, sagði ég þvermóðskulega.
— Þetta er svo stórt skip. Það
var fyrirlitning í röddinni —
Við skulum skílja Janine eftir,
ef það getur fengið þig til að
fara með góðu.
— Hversvegna þurfum við að
fara héðan? spurði ég. — Á
morgun þarf ég að hitta lög-
fræðingana og það verða alls-
konar erindi að reka — og við
verðum að tilkynna ættingjum
Tom látið hans.
— Ég sá um störf Toms og um,
— Hvað getur hann gert fleira?
gætti hagsmuna hans og sama
ætla ég að gera fyrir þig, sagði
Yves. — Þú þarft ekki að hugsa
um neitt. Hvað snertir Steve
Gerard, heldurðu kannski ekki,
að honum sé nákvæmlega sama,
hvað verður um Tom? Vitanlega
sendi ég skeýti til að tilkynna
látið. En ég hef öll skjöl mín og
bréfaviðskipti — og Toms líka
— um borð. Það er skynsam-
legra fyrir okkur að fara héðan.
Þetta húsnæði var hvort sem
er aldrei nema til bráðabirgða.
Og ég hélt að minnsta kosti, að
þig langaði til að sjá Afrodite.
Ég er aðeins að hugsa um, hvað
bezt muni vera fyrir þig.
Ég horfði á hann með óbeit.
Ég var algjörlega á hans valdi
og það vissi hann. Ég var eins
og maður, sem er villtur í völ-
undarhúsi og hann einn gat
bjargað mér út úr því.
— Gott og vel, sagði ég loks-
ins. Ég skal koma með þér um
borð, en ég vil ekki hafa Janine
með okkur. Og svo vil ég líka
láta þig vita, að ég ætla sjálf að
takast á hendur stjórn allra
minna mála. Ég kæri mig ekki
að þú stjórnir þeim fyrir
Steikidí
• ••
í smjon
J>ací gerir matinn
lielmingi betri...
\
Osta> og Smjörsalan s.f.
/
mig. Og hvert sem samband
okkar kann að hafa verið, ætla
ég ekki að halda því áfram.
Yves brosti til mín — að
minnsta kosti sýndi hann tenn-
urnar — en augun héldu áfram
að vera köld og varfærin.
— Eins og þú vilt, elskan,
sagði hann. — Þú virtist vera
vön að stjórna. Við skulum fara
gegn um þetta allt þegar við
komum um borð og ég skal út-
skýra allt, sem kynni að vefjast
fyrir þér Vitanlega höfum við
Tom verið í nánu sambandi inn-
byrðis, svo að það getur tekið
nokkurn tíma að greina allt I
sundur.
— Þegar líkskoðuninni er lofc
ið, og þegar búið er að.........
jarða......vesalings Tom........
þá vil ég fara í íbúðina í París.
Og ég vii sjá villuna í Cannes,
þar sem við bjuggum áður.
— Þú færð aldrei minnið aft-
ur, tók Yves fram í fyrir mér.
— Þér er eins gott að sætta þig
við þá staðreynd strax. Slysið
hefur komið svo mjög við heil-
ann í þér. Þú ert dálítið brjál-
uð, eins og þú veizt bezt sjálf,
elskan. Ég trúði þér ekki þegar
þú sagðir lækninum, að þú hefð
ir alls ekki tekið svefnpillurnar.
Ég hélt, að þú værir að Ijúga I
sjálfsvörn, en nú veit ég, að þú
hafðir bara gleymt því, að þú
hefðir nokkurn tíma tekið þær.
Ég hef tekið eftir að þú hefur
gleymt ýmislegu öðru smávegis
— meðal annars því, sem ég hef
sagt þér um hann Tom. Þú ert
talsvert mikið ringluð, Júlía.
— Kannski minnið komi aft-
ur þegar ég stíg um borð í Afrp
dite! æpti ég í æsingi. — Martin
læknir sagði, að ég þyrfti að
komast í kunnugt umhverfi. Þú
hefur ekkert gert til að hjálpa
mér og þú hefur leynt mörgu
fyrir mér.
— Aðeins þegar það hefur get
að orðið þér til góðs, Júlía, sagði
Yves blíðlega. Ég vildi ekki
setja þig úr jafnvægi með því
að segja þér, að maðurinn þinn
hefði hlaupizt á brott með ann-
arri. Ekki sízt vegna þess, að
hrifningin þín af mér virðist
hafa farið minnkandi.
Gearmótorar
nýkomnir.
iy2 _ 2 — 3 — 4 — 5V2
7% og 10 hestafla.
Rafmótorar
þrífasa lokaðir.
% — 1 — m — 2 — 3 — 4
5% — 7% — 10 og 16 hestafla
— Hagstætt verð —
=HÉÐINN=
tfélaverzlun . Siml 24260