Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.1966, Blaðsíða 10
10 MORGU NBLADIÐ Föstudagur 17. júní 1966 ? Gratulamur, studentes! ÞAÐ var kátur og glaðlegur hópur, sem gekk niður í Hiljóm- skálagarð í fyrradag úr Háskóla- bíó. eftir að hafa fengið stúd- entsprófsskírteinin og sett upp hrvítu kollana, merki stúdents ins, stúdentshúfuna. Það var dumbungur og útlit fyrir rigningu þá og þegar. Menn létu það samt ekkert á sig fá og allir voru í sólskins- skapi. Eitt hundrað og níutíu hvítir ftollar stilltu sér nú upp til myndatöku og við náum rétt sem snöggvast tali af stúdínunni, sem hæsta prófið tók, Maríu Gunnlaugsdóttur 6. A. Við spyrj um hana hvað taki nú við, og hún svarur: — Ætli ég fari ekki í frönsku, og stöllumar umhverfis hlaeja og einhver úr hópnum segir: — Þetta verður bráðfyndið — Af hvaða námsgrein hafð- þú mest yndi? spyrjum við. — Nú, þar sem ég var í mála- deild, hljóta málin að skipa ftrrsta sess. Annars til þess að segja eitthvað, er unnt að nefna dönsku, latínu og frönsku. — Þú líefur þá lítinn áhuga á stærðfræði? — Nei, alls ekki, segir María og setur upp undrunarsvip. um hann, hvort hann sé ekki á- nægður með þennan áfanga. — Jú, það er ósköp þægilegt að vera búinn, þetta hefur ver- ið strangur tími. — Og hvað ætlarðu að taka fyrir? spyrjum við. — Ja, þar stendur nú hnífur- inn í kúnni Ég er ekki búinn an áfanga, sem hann nú hafi náð. — Helzt sem allra minnst, svarar hann af lítillæti og bros- ir ixm leið. •— Það er annars mjög gaman að ná þessum á- fanga, maður er auðvitað þreytt- ur, því að þetta hefur verið erfiður tími. Duxinn þeirra í Verzlunarskólanum Elín Jónsdóttir ásamt Sig- rúnu Sigtryggsdóttur. í DAG, hinn 17. júní, munu nýstúdentar að venju setja svip sinn á hátíðarhöld dagsins. Hér sunnanlands braut- skrást 243 stúdentar frá þremur skólum, og það, sem þau hingað til hafa lært „er aðeins lykill að meira lærdómi og meiri speki“, eins og Einar Magnússon, rektor komst að orði í skólaslitaræðu sinni í fyrradag. Mbl. óskar hinum ungu nýstúdentum til hamingju með þennan áfanga. Björn Astmundsson, t. v. og Garðar Valdimarsson. María Gunnlaugsdóttir. — Hvað ætlar þú svo að nema þegar skyldan kallar altur? — Ég er að hugsa um að fara í efnaverkfræði í Skot’.andi. — Þú hefur þá haft mikið yhdi af efnafræði í skólanum? — Ég hef haft yndi af öllum stærðfræðigreinunum, segir hann og hlær við um leið og hann bendir okkur á, að hann sé að verða af myndatökunni vegna samtalsins, svo að við kveðjum hann í snarhasti og hann fflýtir sér inn í hópinn. Nú hefst myndatakan og Vig- fús Sigurgeirsson myndar hóp- inn hvað eftir annað, og nú detta úr lofti dropar stórir og Hallgrímur Snorrason. — Þú ert kannski dúx í stærð- fræði í máladeild? — Já, líklega, segir María og hverfur nú inn í hópinn til fé- laganna. Hallgrímur Snorrason 6. B. var inspektor scholae. Hann hef- ur verið óþreytandi í starfi sínu að félagsmálum nemendanna og bökum við hann tali og spyrj- að ákveða mig enn, en þó held ég að ég geti fullyrt að það verður ekki læknisfræði, í það minnsta ekki til að byrja með. • — Mér fannst enskan skemmti legust og mér þótti mjög gam- an að ég skyldi fá verðlaun fyr- ir hana, sagði Hallgrimur að lokum. Asmundur Jakobsson 6. Z varð dux soholae. Við tökum hann taili rétt áður en myndatakan hefst og spyrjum hann í fyrstu, hvað hann vilji segja um þenn- myndasmiðurinn verður í vand- ræðum með myndavélina og stúdínurnar spenna upp regn- hlífarnar til þess að skýla nýju drögtunum og hárinu, því að sjálfisögðu verða þær að taka sig vel út með hvita kollinn, en til allrar hamingju verður þó ekkert úr þessari skúr og myndatakan getur haldið áfram. Að henni lokinni hittum við að máli Jón Snorra Halldórsson 6. B. Við spyrjum hann hvað nann ætli að gera að hausti, og hann svarar: — Ég býst við þvi að fara á eins árs styrk til Bandaríkjanna. — Og hvað á að nema? — Ja, ég vil nú helat ekki segja frá því. Verið getur að ég fari út í einhver raunvísindi og þá tek ég aukapróf í stærð- fræði. — Þú sérð þá kannski hálft í hvoru eftir því að hafia valið máladeildina? Jón Snorri Halldórsson — Ég veit ekki ég hef nú mjög gaman af málum líka. Annars get ég ekki gert upp á milli greina, nema ef verða' skyldi að ég tæki náttúrufræðina fram yfir annað, segir Jón Snorri um leið og hann kveður okkur. — Sá er fiékk þriðju hæstu einkunina heitir Guðmundur Þorgeirsson og þegar við spyrj- um einn af félögum hans úr „setunni“ úr hvaða bekk hann sé leggur hann ríkt á við okkur að „setan“ sé ekki borin fyrir borð. — Hvað ætlar þú að taka fyr- ix að hausti, Guðmundur? — Ja, það er nú mesta vanda- málið þessa stundina, en ætli læknisfræðin verði ekki ofan á, þegar yfir lýkur. Annars er ég mjög reikull í ráði þessa stund- ina. — Hverjar námsgreinar fannst þér skemmtilegastar? — Það er nú erfitt að gera upp á milli. Mér fannst mjög gaman að sögu, eðlisfræði, ís- lenzku, náttúrufræði. Já, svona er það með dúxana. Þeim finnst gaman að öllu. Þeir geta ekki gert upp á milli greina og svona á það líka að vera. Nemandinn á að hafa áhuga á sínu starfi. Og nú fara stúdentarnir að halda heim, þar sem fjölskyldan Ásmundur Jakobssoa. bíður í ofvæni eftir stúdentinum sínum. Það er glatt og kátt fólk, sem heldur heim á leið, og nú er skemmtilegur tími framund- an og í gærkvöldi sátu nýstúd- entarnir allir hóf Nemendasam- bands Menntaskólans í Reykja- vík og í dag munu þeir setja skemmtilegan svip sem endra- nær á hátíðarhöld þjóðhátíðar- innar í Reykjavík. Verzlunarskólanum var silitið í fyrradag, eins og skýrt var frá í blaðinu í gær. Strax að þeim loknum héldu allir ný- stúdentamir niður í garðinn við Fríkirkjuveg 11, þar sem myndasmiðirnir biðu í óþreyju eftdr að fá að mynda þennan glæsilega hóp. Er því var lokið notuðum við tækifærð til þess Guðmundur Þorgeirsson að spjalla við fjóra unga og glaða nýstúdenta. Við röbbuðum fyrst við Björn Ástmundsson, sem gegndi starfi uimsjónarmanrLs við 6. bekk í vetur. Hann mun hafa staðið sig allbærilega í því starfi, því skólastjórinn afhenti honum a. m.k. við skólaslitin vegleg bóka- verðlaun fyrir velunniin störf. Framhald á bls. 21. Glaðar og reifar stúdínur úr MB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.