Morgunblaðið - 26.07.1966, Side 24

Morgunblaðið - 26.07.1966, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. júlí 1966 FÁLKAFLUG EFTIR DAPHNE DU MAURIER sem virtust vera þarna gestir, stóðum út af fyrir okkur, dálítið óvissir um, hvað gera skyldi, en aðrir voru þarna meira heima hjá sér og með valdsmannssvip, og gengu um gólfið þvert og endi langt, en stönzuðu öðru hverju til að líta á okkur, með kæru- leysissvip og líkast því sem þeir skemmtu sér við að horfa á þessi aðskotadýr. Loksins lokaði dyrðavörður- inn dyrunum. Hann stóð upp við hurðina með krosslaga arma og sviplaust andlit. Samistundis varð þögn. Ein kona, sem var taugaóstyrk, rak upp ofurlítinn hlátur, en karlmennirnir félagar hennar, þögguðu samstundis nið ur í 'henni. Ég leit á Carla Raspa. Hú.n greip í hönd mér og hélt fast í hana. Þetta þögla um- hverfi seildist frá einum áhorf- anda til annars og ég fann mig vera eins og í gildru. Hefði ein- hver þjáðist af innilokunar- kennd, hefði hann ekki getað sloppið út. Dymar að svefnherbergi her- togans, sem hingað til höfðu ver ið lokaðar, opnuðust nú snögg- lega. Maður, með menn á eftir sér kom inn, og menn- imir umkringdu hann eins og lífvarðarsveit. Hann gekk inn í salinn, rétti út höndina og tók þegar að heilsa .gestum sínum. sem ruddust fram til að verða fyrstir. Carla Raspa gleymdi mér alveg og þaut inn í röðina. — Hver er þetta? sagði ég. Hún heyrði ekki til mín. Hún var farin frá mér. En ungur maður, sem stóð hjá mér, leit á mig hissa. — Hvað er þetta? Auð- vitað Donati prófessor, forstjóri Listaráðsins. Ég færði mig úr kyndlaljósinu og inn í skuggann. Maðurinn með lífvörðinn kom lengra fram. Hann sagði eitt orð við einn, brosti til annars, klappaði þeim þriðja á öxlina — og ég komst alls ekki út úr röðinni, ég gat alls ekki komizt burt, því að þeir, sem á eftir mér voru, ýttu mér áfram. Eirfhvernveg- inn var ég aftur kominn að hlið samferðakonu minnar, og heyrði hana segja: — Þetta er hr. Fabbio. Hann er að hjálpa hr. Fossi í bókasafninu. Ég rétti út hönd og hann greip hana, og sagði: — Gott, gott, gleður mig að hitta yður. Hann rétt leit á mig en hélt- síðan áfram. Carla Raspa fór að tala af miklum ákafa við þann, sem var við hlið hennar, en sem betur fór ekki við mig. f mínum augum hafði gröfin opnazt. Ókunni maðurinn í Draumagötu í gærkveldi hafði þá loksins ekki verið nein aftur- ganga og skyldi ég efast um það, þá nægði nafnið til að sannfæra mig. Forstjóri Listaráðsins, Aldo Donati, prófessor. Tuttugu og tvö ár höfðu gefið honum þroska, breikkað vaxtarlag hans, gert hann öruggari í framkomu og höfuðburðinn drembilegri, en að öðru leyti var þetta bróðir minn, eins og ég gat munað hann. Aldo var aftur lifandi. Aldo hafði risið upp frá dauðum, og heimurinn minn riðaði. □--------------□ 25 □--------------□ Ég sneri höfðinu að veggnum og fór að glápa á veggteppin. Ég sá ekkert, heyrði ekkert. Fólk gekk til og frá í salnum, og tal- aði saman og ég hefði ekki tekið eftir þó að þúsund flugvélar hefðu drunið í kring um mig. Ein flugvél hafði ekki hrapað niður fyrir tuttugu og tveimur árum — það var allt, sem máli skipti. Eða ef hún hafði hrapað, þá hafði hún ekki brunnið, eða hefði hún brunnið, hafði flug- maðurinn að minnsta kosti sloppið óskaddaður. Bróðir minn lifði. Bróðir minn hafði ekki dá- ið. Einhver snerti handlegginn á mér. Það var Carla Raspa. Hún sagði við mig: — Hvernig lízt þér á hann? Ég sagði: — Mér finnst hann vera guð! Hún forosti, Iyfti upp hendinni og hvíslaði: — Það finnst þeim öllum. Ég dró mig út að veggnum. Ég vildi ekki láta hana sjá, að ég skylfi. Ég var hræddastur um, að ég ætlaði að hníga niður, draga þannig að mér athyglina, og svo fyndi Aldo mig þar, frammi fyrir öllu þessu fólki. Seinna, auðvitað .... seinna. En bara ekki núna. Mér var ómögu- legt að hugsa eða ráðgera. Ég mátti _ bara ekki koma upp um mig. Ég varð að hætta að skjálfa. — Liðskönnuninni er lokið, sagði Carla Raspa. — Hann ætl- ar að taka til máls. Það var einn stóll þarna í salnum, þessi frá fimmtándu öld með mjóa bakinu, sem stóð við arininn. Einn lífvörðurinn gekk fram og færði hann út á mitt gólf. Aldo brosti og gaf bendingu með hendinni. Allir settust á gólfið, sumir okkar hölluðust upp að veggnum, aðrir hnöppuðust saman, skammt frá ræðumanninum. Kyndlaljósið varpaði enn skuggum á loftið, og nú enn fáranlegar en áður, vegna hausanna, sem voru svo þétt saman. Ekki gat ég sagt, hve margir voru þama — kannski áttatíu eða jafnvel huhdrað, kannski meira. Aldo settist á stólinn, arineldurinn flökti og með því að taka á öllum kröft- um reyndi ég að hafa hemil á skjálfandi höndum mínum. — Fyrir fimm hundruð tuttugu og fimm árum á þessu vori, drápu íbúar Ruffano hertogann sinn, sagði hann. — Þið finnið ekki í ferðamannabókum, hvern ig þeir fóru að því, heldur ekki í opinfoerum skjölum — jafnvel 1 þá daga voru ritskoðarar á hött- unum til að dylja sannleikann. Ég á hér auðvitað við Claudio, fyrsta hertoga af Ruffano, sem kallaður var Fálkinn, fyrirlitinn því að þeir óttuðust hann. Hvers vegna óttuðust þeir hann? Af því að honum var sú gáfa gefin að geta lesið sálir þeirra. Hann fyrirleit og með réttu, allar smálygamar þeirra, svik þeirra og pretti, samkeppni þeirra í viðskiptum — því að allt, sem borgarar í Ruffano hafa nokkurntíma kært sig um er að sjúga merginn úr bænda- lýðnum í nágrenni þeirra. Þeir vissu ekkert um listir eða menn- ingu, og það ekki einu sinni á þessum tíma — í upphafi endur- reisnartímabilsins. Biskuparnir og prestamir tóku sig saman við aðalsmennina og kaupmenn- ina um að halda almúganum fá- fróðum, svo að hann var litlu betri en skepnur, og svo að spyrna gegn hertoganum á allan hátt sem þeim gat dottið í hug. — Það var ætlun hans að safna að hirð sinni hóp göfugra ungra manna — sama af hvaða stigum þeir voru — ef þeir höfðu vit og gáfur, sem með persónulegu hugrekki sínu, vopnavaldi og eindreginni holl- ustu gætu orðið einvalalið — það má kalla þá ofstækismenn, ef vill — en með fordæmi sínu skyldu þeir verða sem lýsandi kyndill fyrir hvert hertogadæmi landsins. Listin skyldi sitja í há- sæti, salir fullir af listaverkum skyldu verða meir metnir en bankar, foronzmynd meira metin en klæðastrangar. í þessum til- gangi lagði hann á skatta, sem kaupmennirnir neituðu að inna af hendi. Hann hélt burtreiðar og riddaralegar samkomur við hirð sína, til þess að æfa hirð- mennina sína, en fólkið baktal- aði hann og kallaði hann saur- lífismann. — Fimm hundruð tuttugu og fimm ár eru liðin og mér finnst tími til kominn að endurreisa hertogadæmið. Eða öllu heldur að veita miimingu hertogans uppreLsn. Þessvegna 'hefur það fallið í minn hlut í fjarveru Butali prófessors, háskólarekt- ors, sem við öll elskum og virð um, að sjá um hátíðina í ár, og því hef ég ákveðið að láta leika uppreisn Ruffanoborgary gegn sínum misskilda herra og höfð- ingja.Claudio, fyrsta hertoga, að auknefni Fálkinn. Hann þagnaði. Ég þekkti svona þögn. Hann hafði notað hana forðum þegar við lágum hlið við hlið í herberginu, sem við höfðum saman, og var að segja mér einhverja sögu. — Sum ykkar vita þetta þeg- ar, hélt hann áfram. — Við höf- um haft okkar æfingar. Þið skul uð muna, að Fálkaflug, sem verður nafnið á hátíðinni í ár — því að þannig lauk Claudio ævi sinni — hefur aldrei verið leik- ið og verður sennilega aldrei framar. Ég vil, að hún lifi í hug- um ykkar — og allra þeirra, sem hana sjá, og verði þar æv- arandi. Það sem 'hefur verið leik ið á þessum hátíðum okkar hing að til, verður sem hismi, sam- anborið við þessa hátíð. Ég vil setja upp glæsilegustu sýningu, sem þessi borg hefur nokkurn tíma séð. Og þessvegna ætla ég að fala ennþá fleiri sjálfboða- liða en við höfum nokkurn tíma haft undanfarin ár. Nú 'heyrðist kliður frá þögla hópnum, sem sat á gólfinu. Hver hönd þarna kom á loft. Andlit- in, sem voru föl í þessari birtu, sneru að honum. — Bíðið við, sagði hann. — Ekki verða allir kosnir. Ég kýs seinna þá, sem ég tel hæfa. En aðalatriðið er þetta........ Nú gerði hann þögn, enn einu sinni. Hann horfði í andlit þeirra. — Þið þekkið aðferðir mínar, sagði foann, — við notuðum þær í fyrra. Það er nauðsynlegt, að hver sjálfboðaliði trúi á hlut- verkið, sem hann leikur, trúi því, að persónan sé hann sjálf- ur. f ár verðið þið hirðmenn Fálkans. Þið verðið lítil-1 hópur dauðtryggra manna. Þið listnem ar við háskólann eruð auðvitað, stöðu ykkar vegna, sjálfkjörnir. Þið eruð þegar einvalalið. Til þess eruð þið hér í Ruffano og fyrir þetta ætlið þið að lifa. En samt eruð þið í minnihluta í há- skólanum hópur ykkar er lítill, en allur hópurinn, sem flæðir yf ir hinar deildirnar eru skríll — Gotar og Vandalar, sem — eins og kaupmennimir fyrir fimm hundruð árum — hafa enga hug mynd um fegurð eða list. Þeir mundu, ef þeir væru við völd, eyðileggja öll listaverkin, sem hér eru innan veggja, jafn- vel rífa sjálfa höllina og setja í hennar stað....... já, hvað? Verksmiðjur, skrifstofur, banka, .....og ekki til þess að bæta kjör bændalýðsins, sem á jafn bágt nú og fyrir fimm hundruð árum, foeldur til að auðga sjálfa sig, bæta kjör sin, kaupa fleiri bíla, fleiri sjónvarpstæki, fleiri kexkassavillur við Adríahafið og ala á eymd og óánægju. Allt í einu stóð hann upp. Hann lyfti hendi til að þa-gga niður fagnaðarópin, sem stigu upp til loftsins og bermáluðu þar. — Þetta nægir, sagði hann. — Þið heyrið ekki meira hjá mér í kvöld. Það, sem við ætl- um nú að gera er að gefa ykkur smá-sýningu á þeirri æfingu, sem sjálfboðaliðarnir okkar 'hafa þegar fengið. Varið ykkur frá, annars getið þið kannski orðið fyrir meiðslum. Fagnaðarópin urðu samstund- is að djúpri þögn. Hópurinn hall aði sér fram, spenntur að sjá, hvað nú kæmi. Tveir lífverðir komu fram og báru stólinn burt. Fjórir í viðbót gengu fram, með blys í báðum höndum og mynd uðu auðan ferhyrning á miðju gólfi, sem var upplýstur af blys unum einum. Aldo tók sér stöðu við einn kyndilinn. Um leið hlupu tveir menn inn í ferhyrninginn. Þeir voru í hvítum skyrtum með erm arnar brettar upp fyrir olnfooga, og svörtum gallabuxum. Andlit- in voru með grímur — þó ekki til hlífðar, faeldur til þess að dyljast. Hvor bar nakið sverð. Þeir ‘börðust, eins og menn gerðu til forna, í fullri alvöru en ekki í leik. Það var engin uppgerð í vörn eða sókn, engin látalæti I stellingunum. Það glumdi 1 sverðsblöðunum, er þau mættust og þeir hjuggu og beygðu sig niður, og þegar annar hólm- göngumaðurinn reyndist seilast TIHTiinMliynTllTMrMWKTtMMBWrHir ii>ff“,,TOffrrv■‘’TTílrifi ir ' i~ IMATIOIMAL RAFHLÖÐUR Aukið ánægjuna í sumarleyfinu. Notið National í ferðatækin. Öruggustu rafhlöðurnar á markaðnum. Heildsölubirgðir: G. Helgason & Melsteð hf. Rauðarárstíg 1. — Sími 11644.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.