Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1967. 5 !> ÚR ÖLLUM ÁTTUM • 1 ' -“••V-. •* 't' Á AÐFANGADAG jóla kom nýtt, 315 tonna fiskiskip til landsins, Ásgeir RiE 60, eign Ingvars Vilhjálmssonar, út- gerðarmanns. Ásgeir RE 60 er búinn öllum fullkomnustu taekjum til siglinga og veiða. Lestin er kæld, og frá sér- stökum ísklefa er útbúnaður til að blása ísnum yfir fisk eða síldarfarm. í>á er báturinn út- ferð“ sína fyrir Austurlandi strax eftir hátíðar, og var þá á skipinu til leiðbeiningar um notkun Triplexbíakkarinnar norskur skipstjóri að nafni Odd Kjerringvaag. í þessari ferð veiddi Ásgeir 280 tonn síldar. Odd Kjerringvaag kom til Reykjavíkur á leið heim en skipið hélt á ný út á miðin. Við hittum Odd Kjerring- vaag á Hótel Sögu kvöldið fyrir brottför hans og spurð- um hann um Triplex- blökk- ina, síldveiðar Norðmanna og síldveiðar íslendinga og einn og tvo aðra hluti. — Hverjir eru aðalkostir Triplex-blakkarinnar? — Að mínum dómi eru þær beztu dráttartæki, fyrir næt- ur, sem fáanleg eru í dag. Það er léttara að vinna með henni en öðrum kraftblökkum og þar að auki hefur hún þrjá valsa, sem nótin gengur upp á í stað eins eða tveggja á venjulegum kraftblökkum. Verður því átakið á nótina jafnara. Verksmiðjan hefur ekki undan að afgreiða blökk ina upp í pantanir, svo mikil eftirspurn er orðinn á „Trip- lexinum". Núna kaupa Portú- Norski skipstjórinn Kjerring vaag við Tripiex blökkina í m/s Ásgeir. Ný tegund kraftblakkar ryöur sér rúms í flotanum búinri nýrri kraftblökk, sem er norsk uppfinning og mjög hefur rutt sér til rúms í Nor- egi, Portúgal, Svíþjóð og Kanada að undanförnu, en hefur þó ekki komið til ts- lands fyrr en nú með Ásgeiri. Heitir kraftblökk þessi Trip- lex, og hefur, eins og nafnið bendir til, þrjá valsa, sem nótin gegnur upp á. Ásgeir RE 60 fór í „jómfrúarveiði- galar 200 slíkar blakkir á ári, og 80% allra nýrra, norskra báta eru með þessa blökx. Þess má einnig geta til gam- ans, að Ingimar Johannson, útgerðarmaður í Svíþjóð og fyrrum heimsmeistari í boxi, keypti nýlega bát með Triplex blökk! Það er þó vandasamt að læra að nota tækið rétt, og þess vegna kom ég til íslands til að leiðbeina Halldóri Benediktssyni skipstjóra á Ásgeiri og áhöfri hans um not kun nýju blakkarinnar. Þeir voru óvenju fljótir að komast upp á lagið með verkfærið, verð ég að segja. Eftir 4-5 „túra“ verða þeir orðnir fylli- lega vanir triplexinum. Sumir halda, að íslendingar standi Norðmönnum framar hvað tækni snertir við síld- veiðar. Hvert er yðar álit? — Um mörg smáatriði í sambandi við veiðarnar eru Norðmenn fremri íslending- um. Norðmenn vinna sér margt léttara. Þó er sá ótví- ræður kostur, að íslendirigar geta kastað fyrr en Norð- menn, því þeir fara beint upp að torfunni og kasta í kring um hana þegar Norðmenn senda út bát frá skipinu til að fara í kring um torfuna. — Eru Norðmenn ekki að auka síldveiðar sínar í sí- fellu? — Jú, flotanum bætist að jafnaði 1 nýr síldarbátur á viku. Skipasmíðastöðvarnar geta vart annað pöntunum — nú er í Noregi 2-3 ára bið eftir nýjum báti. Svo erum við farnir að kaupa togara frá Hollandi, Frakklandi, Eng- landi og íslandi og breyta þeim í síldveiðiskip. Einnig höfum við breytt um 150 hvalbátum í síldveiðiskip. Slíkir bátar kosta um 3 milljónir norskra króna, en nýir kosta um 4 milljónir króna. Norsku síldveiðiskipin — þau stærstu lesta 800 tonn og eru 180 fet að lengd — eru að flytja sig æ lengra til hafs á eftir sildinni. Nú veiða Norðmenn síld allt að 70 míl- ur undan landi. Einnig hafa veiðar þeirra í Norðursjó stóraukizt. En síldarbátarnir veiða ekki aðeins síld. Þeir veiða einnig 'talsvert af loðnu, makríl, ufsa og bolfiski. Þess má geta að lokum, að Triplex blökkin ætlar að reynast vel á íslandi og eru skiþverjar hinir ánægðustu með nýja tækið. 1 HÖTEL 11,30 í kvöld skemmta MEmcD * eaay mfliaEfiws Hljómsveit Karls Lilliendahls og söngkonan Hjördís Geirs- dóttir. Borðpantanir í síma 22321. Verið velkomin. BÍLAKAUR^ ■ Vel með farnir bílar til sölul I og sýnis í bílageymslu okkar 1 að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — ; Bílaskipti koma til greina. Corsair, árg. ’64. Volkswagen, árg. ’67. Taunus 17 M, station, ’62 og ’63. Land-Rover ’62. Mercedes-Benz 220 S, ’60 og ’63. Opel Capitan ’59 og ’60. Mercury Coinet ’63. Volvo B 544 ’64. Volkswagen sendib. ’63. Commer sendibilar ’64 og ’65. Opel Record '64. Buick special ’54. Plymouth Belvedere ’57. : Tökum góða bíla í umboðssölul Höfum römgott sýningarsvæði innanhúss. UMBOÐIÐ SVEINN EGILSS0N H.F. LAUGAVEG 105 SIMI 22466 Til leigu verzlunarhúsnæði ásamt stórum kjallara við umferðagötu í Austur- borginni. — Góð bílastæði og aðkeyrsla bæði að verzlunarhæð og kjallara. — Tilboð sendist afgr. Mbl., merkt: „Verzlunarhúsnæði — 8215“. Rannsóknarstarf AÖstoðarstúlka óskast við sýklarannsókn ir á rannsóknastofu Háskólans. Laun verða greidd eftir launakerfi ríkis- starfsmanna. — Umsóknir ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist Rannsóknastofunni fyrir 1. febrúar nk. Stúdentsmenntun eða sérmenntun í rann sóknatækni æskileg. Rannsóknarstofa Háskólans við Barónsstíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.