Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1967.
Winston S. Churchill by
Randolph S. Churchill.
Volume I. Youth ■ 1874—■
1900. Heinemann — Lond-
on 1966____63/—
W5SSARAR bókar hefur verið
beðið naeð eftirvæntingu og
einning með nokkrum kvíða, því
að ýmsir hafa haft horn í síðu
höfundar sökum ótímabærra full
yrðinga fyrrum og klaufaskapar
í pólitík, mærðar og skrúðmælgi
1 framsetningu. Auk þessa telja
margir vafasamt, að sonur geti
ritað sögu föður síns á óhlut-
drægan hátt. Allur slíkur kvíði
rýkur burt, þegar þessi bók er
lesin, og þeir sem eiga eftir að
lesa hana, geta óhræddir sleppt
kvíðanum.
Nokkuð er síðan að tekið var
að afla efniviðar til þessa verks
og sá efniviður varð mikill að
vöxtum. Úrvinnslan hefur farið
fram á heimili Randolphs og hef-
ur hann þar notið aðstoðar nokk-
urra manna, því að það myndi
ofætlun einum manni að vinna
úr öllu því heimildarsafni, sem
hrúgað hefur verið upp í Berg-
holt, aðsetri Randolphs. Það er
gert ráð fyrir því, að ævisagan
verði fimm þykk bindi og að
auki verði gefin út önnur fimm
með bréfum, skjölum og athuga
greinum. Þetta verður því mjög
ítarleg ævisaga og sumir vilja
álíta að hún verði síðasta stóra
ævisagan rituð í því formi, sem
hingað til hefur tíðkast. Auk
þess verður þetta rit öðrum
þræði saga brezka heimsveldis-
ins síðustu 70—80 árin. Heimilda
safnið er það mikið og persónu-
legt, að mynd sú sem það bregð-
ur upp af ævi og persónuleika
Churchills verður mun fyllri og
ef til vill eitthvað frábrugðin
þeirri mynd, sem ihenn hafa af
honum nú.
Höfundur segir í formála, að
honum hafi boðizt tilboð um að
rita ævisögu föður síns, þegar
hann var um tvítugt. Faðir hans
ráðlagði honum að bíða með
framkvæmdir sem hann og gerði.
Höfundur segist hafa orðið
fyrir miklum áhrifum af fyrir-
lestrum Harolds Nicolsons um
„þróun enskrar ævisöguritunar",
aem var gefið út í bókarformi
D92i8. f þessum fyrirlestrum seg-
ir að Izaak Walton, höfundur
„The Compleat Angler“ hafi orð
ifS fyrstur til þess að fella bréf
inn í ævisögur þær er hann setti
saman. Einnig ræðir höfundur
tækni Boswells í Ævi Johnsons
og Lockharts, höfundar Ævi
Walters Scotts. En í þessum rit-
um nota höfundar bréf og dag-
bækur þeirra, sem þeir rita um,
svo að þeir skrifa sögu sína
sjálfir. Randolph Churchill notar
þessa tækni. Eins og áður segir
hefur gífurlegu magni heimilda
verið safnað saman, síðan er
unnið úr þessu og ævisöguritari
velur og hafnar, en það segir
hann að sé oft erfitt, en fullyrðir
jafnframt að allt sé tíundað, sem
máli skipti. Það sem ekki er birt
í hinni eiginlegu ævisögu, kem-
ur út í viðbótarbindunum. Á
þennan hátt á allt efni það sem
varðar Sir Winston að komast
til skila. Hann raðar síðan heim-
ildum eftir tímaröð og fyllir út
með frásögn og útlistunum og
tengir heimilidr þegar nægar
eru. Með þessari aðferð segir
Sir Winston sjálfur sögu sína
að miklu leyti, en þó myndi
skorta á heildina ef smekkvísi
og glöggskyggni sonar hans nyti
ekki. Fjölda margir koma hér
við sögu og er skrá yfir þá helztu
í upphafi bókarinnar, aðra má
finna í registrinu. Höfundi hef-
ur oft hætt til flúðraðs stíls,
sem stundum hefur koðnað nið-
ur í lágkúru, en í þessu riti er
frásagnarmátinn eðlilegur og
stíllinn hnökralaus. Bókin er
mjög skemmtileg aflestrar sem
heild og lesmálið er ekki niður-
bútað með stöðugum athugagrein
um, þær bíða aukabindanna.
„Winston Leonard Spencer-
Churchill fæddist í Blenheim
höll í Oxfordshire þann 30. nóv-
ember 1874“. Þannig hefst bókin.
Raktar eru ættir Sir Winstons
og aðdraganda að giftingu for-
eldra hans. Ætlan Randolphs að
kvænast bandarískri stúlku,
Jennie Jerome, vakti andúð föð-
ur hans, hertogans af Marlbor-
ough, þess sjöunda. Honum geðj-
aðist engan veginn að því að
sonur hans ætlaði að kvænast
dóttir „braskara“ í New York,
enda þóttu tengsl sæmilegra
ætta í Evrópu á þessum árum
við fólk í Bandaríkjunum vafa-
söm. Hertoginn reyndi að gera
son sinn fráhverfan þessum ráða
hag og bað hann að biða með
framkvæmdjr í eitt ár, en við
það var ekki komandi og að lok-
um hlotnaðist hin föðurlega bless
un. Þessi frásögn er rakin með
bréfum, og tengd með innskotum
höfundar. Siðan hefst frásögn af
þeim atburðum, sem urðu til
þess, að hertoginn af Marlbor-
ough var skipaður landstjóri á
frlandi og með honum fór Rand-
olph og fjölskylda hans. Atburð-
ir þessir höfðu áður leitt til
þess, að ýmsir tóku að óttast
að Randolph lávarður myndi
skora Prinsinn af Wales síðar
Játvarð VII á hólm, en þessu
var afstýrt af þeim gamla, klóka
Júða, Disraeli, sem kom málinu
í höfn með því að gera hertog-
ann landstjóra og það fylgdi
með, að Randolph lávarður skyldi
fylgja með í útlegðina.
Fjölskyldan hélt til Dyblinnar
í janúar 1877 ásamt fylgdarliði
og meðal þeirra var frú Everest,
sem fóstraði Churchill frá fæð-
ingu. Hún lézt 1895 og allt til
þess tíma gekk hún honutn í
móður stað, hún var eina mann-
eskjan, sem hann trúði fyrir á-
byggjum sínum og draumum og
það var ekki fyrr en að henni
látinni, sem náin tengls tókust
milli móður og sonar. Mörg
dæmi gáfust um tryggð hennar
og umhyggju og Sir Winston
minntist hennar ætíð með hlý-
hug og þakklæti.
Fjölskylda Randolphs flutti
frá írlandi 1880 og skömmu síð-
ar urðu fullar sættir með Rand-
olph lávarði og Prinsinum af
Wales. Randolph lét mjög að
sér kveða í stjómmálalífinu og
almennt var búizt við því að
hann yrði mikill áhrifamaður
á því sviði, en veikindi hans
hömluðu því.
í bók sinni „My Early Life“
segir Sir Winston frá því, þegar
hann var fyrst sendur í skóla og
minningar hans um skólaveruna
voru dapurlegar, þessa gætir
þó ekki í bréfum hans til for-
eldranna fyrstu árin. Honum
leið alltaf illa í skólanum og
ástæðurnar voru þær að það
var undantekning ef kennarar
eða skólastjórar, sáu hvað í
honum bjó og auk þess var
hann svo óheppinn að vera sett-
ur í skóla, sem stjórnað var af
presti nokkrum að nafni H. W.
Sneyd-Kynnersley. Prestur þessi
hafði snúið sér að barnafræðslu
og öllum, sem minnast hans ber
saman um, að hann hafi verið
illa gefinn sódómisti, sem hafi
jiaft kynferðislega nautn af því
að hýða drengina. Auk þessa
var hann mjög hégómlegur og
kunni bezt við sig meðal drengja.
„Hann kunni illa við sig meðal
fullorðinna, og ég álít að það
hafi verið ástæðan fyrir því að
hann reyndi alltaf að losa sig
við gáfaða kennara og tók bjána
í staðinn", svo segir í einni sam-
tímaheimild. Að lokum fór svo,
að Sir Winston va tekinn úr
skólanum, ástæðan er ókunn, en
má vera að fóstra hans hafi hér
átt hlut að máli. Nú var hann
sendur til Brighton og síðar til
Harrow í apríl 1888. Frá þeim
árum eru mörg bréf Sir Wins-
tons til foreldra hans, og í þeim
öllum birtist löngun hans til inni-
legra sambands við þau. Náin
tengsl milli barna og foreldra
voru ekki tíðkuð á þeim árum
meðal efri laga þjóðfélagsins og
það er ekki fyrr en eftir tvítugt,
að innilegri tengsl tókust með
honum og móður hans, en þá var
faðir hans látinn og samband
þeirra feðga hafði aldrei verið
náið.
Skólastjórinn í Harrow, Mr.
Welldon, reyndist Sir Winston
ágætur leiðbeinandi, hann var
talinn gáfaður maður og ágæt-
lega menntaður í klassískum
fræðum. Sir Winston var brokk-
gengur nemendi, las það sem
hann hafði áhuga á, sem var
einkum mannkynssaga, saga Eng-
lands og enska. Hann var mjög
viðkvæmur og þoldi alls ekki
að sér væri gert rangt til. Hann
var sannorður og ákveðinn í
Skoðunum sínum á mönnum og
málefnum og leiddist hið al-
menna nám. Hann var ekki lat-
ur, eins og ýmisir hafa viljað
halda fram, en hafi mjög mis-
munandi áhuga á námsgreinum
og þegar hann vildi, gat hann
náð árangri í þeim greinum, sem
hann hafði hina mestu ömun á.
Einkunnirnar voru ekki alltaf
háar, en mjög misjafnar eftir
greinum. Eftir nokkra veru í
Harrow ákvað hann að taka til
við að undirbúa sig undi próf
í herskólann í Sandhurst. Hann
féll tvisvar, en náði loks inn-
göngu. Hann ritaði föður sínum
gleðitíðindin, en fékk svarbréf,
sem hlaut að verka á soninn,
sem köld gusa. í bréfinu var
dregin upp mynd af hinni brokk
gengu skólagöngu hans og ekki
dregið úr ávltum. Hann virðist
hafa haft þungar áhyggjur af
syni sínum og þær hafa ekki
verið minni fyrir það, að á þess-
um misserum ágerðist mjög sá
sjúkdómur, sem dró hann til
dauða einu og hálfu ári síðar
24, janúar 1895. Nákvæmlega
sjötíu árum síðar lézt sonur
hans.
Þegar Randolph lávarður deyr,
er Churchill tvítugur, hann lýk-
ur skólanámi um þetta leyti.
Hingað til hafði hann veið und-
ir aðra gefinn, námið verið hon-
um leitt og hann hafði hvorki
notið ástríkis móður né föður.
Hann var einmana en sjálfstæð-
ur og vissi hvað hann vildi.
Hann hafði ekkert við að ^tyðj-
ast, nema þá takmarkaða fjár-
hagsgetu móður sinnar og þau
lúsarlaun, sem hann hlaut sem
hermaður, en það leið ekki lang-
ur tími þar til ævintýraþrá hans
og penni hans höfðu veitt honum
allt, sem hann þarfnaðist. Dap-
urleg æska hans var nú að baki.
Nú hefst nýtt skeið ævintýra
og ritmennsku. Höfundi hefur
tekizt að lýsa þessu skeiði á
þann veg að síðari hluti bókar-
innar verður lesinn með enn
meiri ánægju, en sá fyrri. Hann
fer til Bandaríkjanna og síðan
til Kúbu, hann skrifar móður
sinni stöðugt og er það megin-
heimild næstu kafla ásamt skrif-
um hans sjálfs í blöð og fyrstu
bækur hans og minningar. Hann
dvelur á Indlandi og varð lítið
hrifinn af löndum sínum, sem
þar dvöldust. Hann segir í bréfi
til móður sinnar, að þar sé varla
til maður, sem sé talandi við.
Áhugamál þeirra nauðómerkileg
og talsmáti og hegðun gróf og
ruuuaieg. nauu las mikið þennan
tíma, einkum sagnfræði. Fyrstu
kynni Churohill af ófriði urðu í
Súdan, þeirri reynslu lýsir hann
í „The River War“ og einnig í
fréttapistlum. „The River War“
kom út í tveim bindum, þegar
hann var á leiðinni til Suður-
Randolph S. Churchlll.
Afríku. Bókin seldist ágætlega
og varð að prenta nýtt upplag
eftir sex mánuði. Hann var ráð-
inn fréttaritari „The Morning
Post“ í Búastríðinu og þar vann
hann sér mesta frægð, með því
að vera handtekinn og strjúka
síðan úr fangelsi .Lýsingin á
öllum þessum atburðum er mjög
lifandi og athugasemdir og skýr-
ingar Randolphs Churchill litla
og magna atburðina. Áhugi Chur
chills á stjórnmálum var hon-
um í blóð borinn. Hann hóf
snemma afskipti af stjórnmálum
og öll erfð beindi honum í íhalds
flokkinn, en snemma þóttust
menn sjá að hann yrði aldrei
flokksþræll, eins og síðar kom
á daginn. Þegar hann kemur frá
Suður Afríku vinnur hann þing-
sæti I Oldham kjördæmi og fer
síðan í fyrirlestrarferð um
England og Bandaríkin og vann
sér með því inn 10 þúsund pund,
sem gerðu honum fært að sitja
á þingi. Á þessum árum fengu
þingmenn ekkert kaup. Það var
ekki fyrr en 1911, að tekið er
að greiða brezkum þingmönn-
um kaup, og það lágt, aðeins
400 pund. Með þessum atburð-
um lýkur þessu fyrsta bindi
ævisögunnar.
Snemma árs 1901 lézt Viktoría
drottning og með þeim alda-
skiptum hefst nýtt ■ tímabil i
sögu Englands og alls heimsin3
og sú saga átti eftir að mótast
að nokkru af þeim manni sem
ævisaga þessi fjallar um.
Þetta rit er eins og áður segir,
mjög vel unnið og lýsir ekki að-
eins Sir Winston heldur einnig
því aldarfari sem mótaði hann
ungan og þeim erfðum, sem urðu
honum styrkur og aðall.
Bókin er vönduð að pappír og
bandi, samtals 644 blaðsíður auk
myndasíðna og 3ja ættartafla.
Minnstu munaði, að illa færi fyrir Ky, hershöfðingja og for-
forsætisráðherra Suður-Vietnam er hann heimsótti bækistöð
hermanna Ástralíu og Nýja Sjálandi fyrir nokkrum dögum.
Bækistöð þeirra er 56 km frá .Saigon. Hershöfðinginn var
staddur hjá fallbyssu sem verið var að skjóta af, er upp gaus
eldur mikiil. Lífvörður hershöfðingjans hrinti honum óðar frá
byssunni og slapp hann með smáskrámur.
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu