Morgunblaðið - 19.01.1967, Page 8

Morgunblaðið - 19.01.1967, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 19OT. I Atvinna Maður með próf úr farmannadeild Stýrimanna- skólans er starfað hefir sem stýrimaður á fluttn- ingaskipum, óskar eftir vinnu í landi. Margt kemur til greina. — UppL í sima 20461. Aðstoðarlæknisstaða Staða aðstoðarlæknis við lyflæknisdeild Borgar- spítalans, er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. marz nk. til eins árs í senn. Laun samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Læknafélags Reykjavíkur. Umsóknir, ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist yfirlækni spitalans fyrir 20. febr. nk. Reykjavík, 17. jan. 1967. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Útsala — Útsala Terylenebuxur herra á kr. 598,00. Terylenebuxur drengja frá kr. 400,00. Dralonpeysur frá kr. 325,00. Stretchbuxur frá kr. 295,00. Vinnubuxur herra frá kr. 198,00. Vinnubuxur drengja frá kr. 125,00. Úlpur, skyrtur, nærföt og margt fleira á sérlega hagstæðu verði. Siggabúð Njálsgötu 49. Sölustörf heima og erlendis The Richards Company Inc. New York og umboð þess á íslandi, Handbækur hf. óska að ráða nú þegar ungt fólk til sérstakra starfa við kynningu og sölu á alfræði- bókaflokkum, sem hingað til hafa ekki ver ið kynntir á íslandi. Hér er um að ræða lifandi starf, vel borgað fyrir þá sem hæfi- leika hafa til slíkra starfa. Umsækjendur um slíkt starf þurfa að, — vera vel að sér í ensku — geta farið í ferðalög án langs fyrirvara — vera á aldrinum 19 til 30 ára — hafa lifandi og þægilega framkomu. Fyrst og fremst er auglýst eftir fólki til starfa í Reykjavík og úti á landi, en einn- ig kemur til greina að ráða fólk til starfa í eftirtöldum borgum erlendis þar sem Rich- ards Company bjóða íslendingum til starfa: Kaupmannahöfn Osló, Gautaborg, Stokk hólmi, Amsterdam svo og til flestra borga í Bandaríkjunum. Allar nánari upplýsingar veittar á skrif- stofu The Richards Company Inc. í Reykja vík í dag eftir hádegi í símum 19261 og 19400. HANDBÆKUR HF. THE RICHARDS CAMPANYINC: á íslandi. Tjarnargötu 14, Reykjavík, Símar 19400 og 19261. Haukur Hauks- son skrifar um sjónvarp 1 ENDA þótt nokkuð sé um lið- ið vildi ég víkja nokkrum orð- um að dagskrá sjónvarpsins um áramótin. Ég verð að segja, og það með allri virð- ingu fyrir þeim sjónvarps- mönnum, að ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta yrði í fyrsta og síðasta sinn, sem ég horfði á sjónvarp á gamlárskvöld — burtséð frá efnisgæðum dagskrár. Ég hefi séð í sumum blað- anna, að ýmsir telja að sjón- varpið hafi átt sinn þátt í því, að kvöldið hafi nú „verið ró- legra og með meiri menning- 1 arblæ“ en nokru sinni áður. Rétt er sjálfsagt, að aldrei hefur það verið „rólegra", og lögreglan hefur lýst ánægju sinni yfir því, hve hún hafi venju fremur haft lítið að gera. Ég er þeirrar skoðunar, að lögreglan eigi að hafa mikið að gera á gamlárskvöld. Ég á þar ekki við, að lögreglumenn eigi að vera á þönum með menn inn í Síðumúla eða bæla niður óeirðir, heldur upptekn- ir við umferðarstjórn o. s. frv. Á undanförnum gamlárskvöld um í Reykjavík hefur naum- ast verið hægt að þverfóta á mörgum götum borgarinnar fyrir prúðbúnu fólki með börn sín á leið til að horfa á brennur. Þetta hefur gefið þessu kvöldi sérstæðan og há- tíðlegan blæ, sem fjölmargir kunna að meta og er ég í þeirra hópi. Nú brá hinsvegar svo við, að þar sem áður var mannþröng, var nú mannfæð. Við brennu, sem ég hefi horft á nokkur undanfarin ár, var a. m. k. tíu 'sinnum færra fólk en áður. Að öllu samanlögðu finnst mér lítill menningar- auki í því, að hver bauki nú í eigin horni við sjónvarps- tæki sitt á gamlárskvöld, og tel að sjónvarpið hafi spillt kvöldinu sem slíku, burtséð frá atvinnuháttum lögreglu- manna. Um dagskrána sjálfa um áramótin er það að segja, að hún var um margt ágæt og er mér kunnugt um að margir höfðu mikla skemmtan af sprelli þeirra Steindórs Hjör- leifssonar og félaga. En botn- inn datt þó úr öllu saman, er samnefnari norrænnar sam- vinnu á sviði sjónvarpsmála, Stjörnuspáin, birtist á skerm- inum. Okkar tillag til þessa þáttar, sem sýndur var á öll- um Norðurlöndum, þ. e. Ómar Ragnarsson, var skárst af þessu öllu, og því er þó við að bæta, að oft hefur ómar Ragnarsson verið skemmti- legri að miklum mun. Stjörnuspáin var í sem fæst- um orðum löng og leiðinleg, og margt illa unnin. Hún hefði strax skánað ef lófatak og önnur viðbrögð „falsks" áheyrendahóps hefði verið fellt inn í þáttinn. Slíkt er algengt í sjónvarpsframleiðslu um heim allan, þótt sú tækni virðist ekki hafa haldið inn- reið sína hjá frændum vorum norrænum. Eftir að hafa séð þetta hátíðaprógram skandin- avísks sjónvarps held ég að öllum sé Ijóst að við þurfum lítið eða ekkert þangað að sækja. Vel má vera, að Skandinavar hafi um sumt þokkalegt sjónvarp fyrir sjálfa sig — en þeir hafa vissulega lítið handa öðrum. En þó var að vissu leyti fengur í að íslendingar sæju þessa dagskrá. Þarna settu þeir aðilar, sem allajafna skrifa mest og tala um svd- kallaða ameríkaníseringu á ís- landi, á svið sameiginlegt skemmtiefni ætlað Norður- landabúum. Og hvað skeði! Stór hluti efnisins var fluttur á ensku. Hræddur er ég um að þotið hefði í einhverjum menningarskjánum hér, ef Is- lenzkir skemmtikraftar hefðu leyft sér slíkt. En þversögnin Flugvirkjar 20 ára afmælisfagnaður Flugvirkjafélags íslands verður 1 Þjóðleikhúskjallaranum föstudaginn 20. þ.m. og hefst stundvís- lega kl. 19. Aðgöngumiðar fást hjá Edvard Geirssyni, Flugfélagi íslands, Flugverk hf. og Oddi Pálssyni, sími 40823. Borðpantanir eftir kl. 14 í dag, 18. jan. NEFNDIN. Aðstoðarstúlka óskast á tannlækningastofu við Miðborgina. — Tilboð með upplýsingum um aldur, fyrri störf og mynd, sem endursendist, merkt: „Aðstoðarstúlka — 8722“ sendist afgr. Mbl. fyrir 23. þ. m. I þessu er þó sú, að það eru ? einmitt þessir menningarskjá- ir sem í viðræðum við kollega sína á Norðurlöndum hafa alltaf málað fjandað á vegg- inn varðandi hina svokölluðu ameríkaníseringu hér. Það eru þeir, sem hafa svo lengi talið Skandinövum trú um að hér væri allt að sligast í tyggi- gúmmíi og amerískum slögur- um, að þeir eru farnir að trúa því. Og þeir boða ennfremur, að „eðlilegra sé“ að við höf- um menningarsamskipti við Norðurlönd en Engilsaxa. En nú hafa þau undur sem sagt gerzt, að 1 framtíðinni má helzt búast við þvi að amerík- aniseringin berist hingað frá Svíþjóð — a.m.k. ef íslenzka sjónvarpið fær fleiri þætti á borð við Stjörnuspána. Nóg um þann leiðindaþátt. Nú hefur verið ákveðið að sjónvarpa fjóra daga í viku L fljótlega, og Útvarpsráð sam- J þykkt að sex daga sjónvarp í verði að veruleika seint á ár- I inu. En það er eitt að sam- þykkja, annað að framkvæma, og • að því er mér skilst má margt breytast varðandi inn- anhússhagi sjónvarpsins áður en hægt verður að ráðast í sex daga sjónvarp svo vel sé. En sjálfsagt er að vona það bezta. Ég get ekki sagt, að ég hafi séð mikið af íslenzka sjón- varpinu að undanförnu, en það mun hafa gengið sinn vanagang með sínum föstu þáttum. Ég minnist þó kvik- myndarinnar um Canaris, sem ég sá að hluta, og er að mín- um dómi sú bezta, sem sjón- varpið hefur sýnt til þessa. Færi vel á því að hún yrði endurtekin við tækifærL Sama kvöld sýndi sjónvarp- ið langloku um Leikfélag Reykjavíkur í umsjá Sigurðar A. Magnússonar. Þessi þáttur var alltof langur og reyndist raunar lengri, en ráðgert hafði verið. Langar upptaln- ingar úr sögu félaga, jafnvel þótt merk séu, gera þeim lít- inn greiða í sjónvarpi. Látum svo spjalli þessu lokið að sinni. Haukur Ilauksson. Kinshasa, Kongo, 18. jan. AP. Bertin Mwamba, fyrrverandi póstmálaráðherra Kongos hefur verið handtekinn, ásakaður um að hafa dregið sér fé, sem nem- ur 570.000 dollurum, á einu ári, sem hann gegndi embætt- inu. Skýrðu stjórnarvöld lands- ins frá þessu í dag. Mwamba er 35 ára að aldri og lét af embætti sínu á sl. ári, er breytingar fóru fram á ríkisstjórninni. H«fum kaupanda að 2ja herb. íbúð á góðum stað í borginnL Mikil útborgun. Höfum Laupanda að 3ja herb. íbúð ásamt bil- skúr í Austurborginni eða góðum stað í Vesturborg- innL Höfum kaupanda að 4ra—5 herb. íbúð, mætti vera í Kópavogi eða Hafn- arfirði, með bílskúr eða bíl- skúrsréttL Höfum kaupanda að góðri hæð eða einbýlishúsi. 5—6 herbergi og bílskúr. Mikil útborgun. Skip og fasteigmr Austurstræti 18. Sími 21735. Eftir lokun 36329

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.