Morgunblaðið - 19.01.1967, Side 11

Morgunblaðið - 19.01.1967, Side 11
MORGUNBIAWÐ, riMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1967. 11 Bretland o? EBE MEÐ viðræðum Wilsons, forsætisráðherra Breta, við forystumenn Efnahagsbanda- lagsríkjanna, sem hófust með för hans til Rómar nú í viku- byrjun, eru á ný hafnar að- gerðir, sem stefna markvíst að inngöngu Breta í EEÍE. Allar meiriháttar tilraunir í þá á+t hafa legið niðri, síðan de Gaulle reis öndverður gegn aðild þeirra fyrir réttum 4 árum. Skoðanakannanir í Bretlandi hafa sýnt, að yfir- gnæfandi fylgi er nú meðal þjcðarinnar við aðild að bandalaginu. Og I nóvember sl. lýsti Wilson því yfir á þingi, að hann mundi eftir ára mótin haimsækja höfuðborgir allra Efnahagsbandalagsríkj- anna sex, til þess að kanna hvort grundvölltir væri fyrir samninga um aðild Breta að bandalaginu. Þessari ákvörð- un Wilsons var yfirleitt fagn- að mjög, og á fundi forsætis- ráðherra EFTA-ríkjanna, sem haldinn var í Lundúnum í desemberbyrjun, lýstu þeir allir eindrengum stuðningi við þetta nýja frumkvæði. í blaðaviðtali um áramótin var Wilson að þvi spurður, hvort hann tryði því i ein- lægni, að úr aðild Breta mundi nú verða. Hann svaraði á þá leið, að ef ekki yrði úr henni, þá mundi a.m.k. ekki verða því um að kenna, að skort hefði á aðgerðir eða stefnufestu af þeirra hálfu. En um árangur viðræðnanna kváðst hann að öðru leytí ekki vilja spá. Og sérstaklega aðspurður um, hvort nokkur vitneskja væri fyrir hendi um breytta afstöðu de Gaulle t.d. úr viðræðum Filipusar her- toga, George Brown utan- ríkisráðherra o.fl. við forset- ann nýverið, kvað Wilson einskis slíks að vænta, fyrr en til fundar þeirra kæmi. Enn sem fyrr mun því at- hyglin fyrst og fremst bein- ást að viðbrögðum de Gaulle forseta. Öll aðildarriki EBE nema Frakkar hafa lýst sig fylgjandi aðild Breta — og talið likur á að viðunandi samningar gætu náðst við þá um aðildina. Algjör óvissa ríkir hins vegar um afstöðu de Gaulle og efast margir um að honum verði þokað nú fremur en áður. Enginn vafi leikur þó á, að hann á nú við rammari reip að draga en fyrr, sökum þess að stuðning- ur við aðild Breta hefur stöð- ugt aukizt, bæði innan banda- lagsins og utan. Verður vissu- lega fróðlegt að fylgjast með, hvort einhverjir meiriháttar atburðir gerist, þegar Wilson kemur til Parísar eftir fáa daga — eða hvort fundur hans með de Gaulle að því sinni verður eins viðburðasnautt upphaf langs aðdraganda að nýju neii — eða þá hinu eftir sótta jái. Sjálfur lýsti Wilson því yfir í blaðaviðtali því, sem vitnað var til, að ekki verði látið staðar numið á þessu stigi þótt svo fari, að de Gaulle lýsi enn yfir and- stöðu sinni við aðild Breta. Er m.a. af því ljóst, hve mikil væga þeir telja slíka aðild. Afstaða Norðurlanda Það eru ekki sízt samstarfs- ríki Breta í EFTA, sem fylgj- ast munu náið með þessaú nýju tilraun þeirra til að koma á samningum við EBE. Hið árangursríka samstarf innan EFTA hefur fært þeim heim sanninn um þá miklu mögu- leika, sem fólgnir eru í frjáls ari viðskiptum og stækkun markaðanna. Nú þegar niður- felling tolla af iðnaðarvörum milli EIFTA-landanna er kom in í framkvæmd að fullu, en þeim áfanga var sem kunn- ugt er náð um sl. áramót, gæt ir nokkurs ótta um að stöðn- un muni gera vart við sig, ef ekki tekst áður en langt liður að brúa þann klofning, sem ríkjandi er í efnahags- og við- skiptamálum álfunnar. Enda þótt EFTA muni enn um sinn hafa mikla þýðingu og margskyns möguleikar til Harold Wilson nánara samstarfs innan þess hafi enn ekki verið nýttir, gera aðildarríkin sér ljóst, að hin hagstæða þróun undanfar inna ára geti naumast haldið áfram með sama krafti og áður, nema rutt verði úr vegi þeim hindrunum, sem standa í vegi fyrir vaxandi viðskipt- um við hinn stóra markað að ildarríkja BBE. Eins og nú háttar fer klofningurinn frem ur vaxandi en hitt — og við- skiptin verða erfiðari á ýms- um sviðum, eftir því sem sam- eiginlegum tollaáætlunum EBE-rikjanna er hrundið í framkvæmd. Að því er Norðurlöndin varðar, þá hafa t.d. Danir enga dul dregið á það, að þeir hyggi á inngöngu í Efnahags- bandalagið, jafnskjótt og úr aðild Breta þar kann að verða. Hefur Jens Otto Krag, forsætisráðherra, haft sig töluvert í frammi um skeið og m.a. átt viðræður við ýmsa af forystumönnum EPE-ríkj- anna þar að lútandi. Svipaða afstöðu hafa Norðmenn einn- ig, þó að þeir hafi farið sér lítið eitt hægar. Jafnvel í Sví- þjóð, þar sem aðeins þótti hugsanlegt að komið gæti til einhverskonar tengsia eða aukaaðildar Svía að Efnahags bandalaginu, vegna hinnar grónu hlutleysisstefnu lands- ins, er nú álitið að full aðild sé ekki útilokuð. Ef einhver árangur verður að þeim aðgerðum Breta, sem nú eru hafnar, og tekið verð- ur til við beinar samninga- viðræður um þau margþættu atriði, sem ráða þarf til lyk*a í sambandi við hugsanlega aðild þeirra að Efnahagts- bandalagi Evrópu, má þvi ganga út frá því sem vísu, að fljótlega komist skriður á fleiri ríki í sömu átt. Bla&burðarfólk VANTAR I KÓPAVOG. Talið við afgreiðsluna í Kópavogi, sími 40748. >4/]b/óoa riflryggmgafélagið Ausiursiræti 17 Verzíunin Sísí cpnsr í dag að Lougavegi 53 eftir gagngerðar breytingar. — Leggjum sem fyrr aðaláherzlu á vandað vöruúrval af lífstykkja vörum, kvónundirfatnaði, barna faínaoi og sængurgjöfum. Verzlunin / / Lautoavegi 53. - Sími 23-6-22. Verlisjiíiðju >f ÚTSALAN >ý Braistarhoiti 22 (Nóatúns megin). Vegna ílutninga verlla eftirtaldar varur seldar með mjég mlklum afslætti Drengjaskyrtur, hvítar og misl. frá kr. 40,00. Karlmanna sportskyrtur frá kr. 75,00. Nælon og poplin telpublússur frá kr. 50,00. Nælon og poplin kvenblússur frá kr. 50,00. Kven- og telpu sportbuxur frá kr. 50,00. Barnaregngallar frá kr. 90,00. Karlmanna- og drengjaúlpur frá kr. 75,00. Telpu-stuttjakkar og kápur frá kr. 75,00. Prjónakjólar frá kr. 350,00. Ennfremur sundbolir, lífstykkjavara og efnis- bútar o. fl. IJtscdan stendur aðeins fáa daga Vcr'ismil&Ju UTSALAN Brautarholti 22 (Nóatúns megin).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.