Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR IflOT. Ætfir Austfirhinga 8. og sihasta bindið komib út SíATTUNDA bindi af „Ættum )Austfirðinga“, eftir Einar Jóns- #on, prófast á Hofi í Vopnafirði, ker nýkomið út. Aðalútgefandi er iAustfirðingafélagið í Reykjavík, ;®n um útgáfuna sáu Einar Ejarnason, ríkisendurskoðandi og Benedikt Gíslason frá Hof- teigi. „Með þessu bindi er lokið út- gáfu á hinu mikla ættfræðisafn- riti Einars prófasts Jónssonar á Hofi í Vopnafirði", segir Bene- dikt Gíslason í eftirmála. „Hún hefur staðið síðan litlu eftir 1950 að undirbúningur hófst, en fyrsta bindið kom út árið 1953 á aldarafmæli höfundarins". Þá getur Benedikt ýmissa manna, sem gerðu útgóifuna kleifa og færir þeim þakkir, en útgáfa þessa rits er fyrst og fremst verk Benedikts. Verkið allt er jrfir 1500 bls. og sést bezt af því í hvað hefur verið ráðizt. — Kina Framhald af bls. 1 gagnrýndur harðlega af Rauðu varðliðunum, sem bæru honum é brýn, að hann væri afturhalds sinni og ynni að pólitísku leyni makkL Hu Ghi var fyrir skömmu skip eður yfirmaður fréttastofunnar Nýja Kína, eftir að fyrirrennári hans í því starfi hafði verið rek- inn, ákærður fyrir þátttöku í óróðursklíku þeirri, sem fyrrver- endi áróðursmálaráðherra, Tuo Chu á að hafa komið á fót. Hu Chi er einnig vararitstjóri við málgagn hersins. Hann er ákærð ur fyrir að hafa komið á fót andbyltingarsinnuðum samsæris- hópi, að hafa gert tilraun til þess «ð spilla menningarbyltingunni innan hersins fylgt aftur- haldskenndri borgarastefnu við málgagn hersins. í frétt AFP-fréttastofunnar írá Hong Kong segir, að nú eé í fyrsta sinn, síðan kínverska menningarbyltingin hófst, and- ■tæðingum Maos beinlínis ógnað. Fram til þessa hefur það verið Btefna Maos að halda þvi fram, að skoðanamun í sambandi við byltinguna ætti að uppræta með því að fá þá, sem hlut ættu að máli til þess að skipta um skoð- un en ekki með aðgerðum af hálfu yfirvaldanna. En samkv. frétt, sem fengin var frá frétta- ritara fréttastofunnar í Peking og á að vera komin frá miðstjórn kommúnistaflokiksins, þá er á- standið að komast á nýtt stig í þessu tilliti. Öryggislögreglan Jiefur fengið fyrirmæli um að bafa upp á fólki, sem í menn- Ingarbyltingunni framdi morð og glæpi, á að hafa dreift röng- um áróðri, framið skemmdarverk á samgöngukerfinu og látið út- lendingum í té leynilegar upp- lýsingar. — Skotkeppni f Fram'hald af bls. 30. ýmissa hinna reyndarl skot- manna hversu margir hinna jyngstu meðlima félagsins sýndu 'Jjarna góða frammistöðu. j Edda hefur reyndar fengið Bkæðan keppinaut einnig af hinu ffagra kyni er það Guðleif Vig- ifúsdóttir sem komst í lokaúr- Blitin, en hún byrjaði að æfa fyrst 1 vetur. Fari svo að fleiri íEvudaetur sýni jafnmikinn dugn Bð sem þessar tvær er ekki ó- ijíklegt að innan tíðar verði hægt að koma á sérstakri kvenna- fceppni. í vetur kom á æfingu ihjá félaginu sænsk fegurðardís (em alkunn er í heimalandi sínu fyrir skotsnilli og stundar meira pegja kennslu meðal hermanna !f skotfimi. Ekki töldu sumir í|>arna á æfingunni ólíklegt að Blíkar heimsóknir yrðu til þess ftð fleiri eiginkonur færu að fylgja mönnum sínum eftir á fkotæfingar því skotin eru víst margs konar og ekki öll úr markrifflunum er geta þó verið markviss. Formaður Skotfélagsins bað blaðamann að lokum að geta þess að æfingar verða í vetur *em undanfarið á miðvikudags- kvöldum kL 8:30 og auk þess eru æfingar á hverjum sunnu- (ðegi frá því kL 9:30 til hádegis. — Sogsrafmagn FramhaM af bis. 32 að fólk hefði sýnt mikinn þegn- skap og ekki notað straum nema til brýnustu nauðsynja. Viðgerðin í gær hefur það í för með sér að unnt er að hleypa á Sogsstraumi fyrir aldt svæ'ðið austan Brúarár, en þar eru sam- tals 160—170 bæir. Eftir viðgerð ina í fyrradag var unnt að hleypa straumi á Biskupstungur og hluta af Grímsnesi og var það gert um kl. 14. Guðjón sagði, að þverunin við Rrúará yrði flutt á næsta s.umri á staði sem standa ofar. Fyrir 2—3 árum briotnuðu staurar við þverun yfir Hvítá og var hún þá flutt á stað, sem shendur of- ar, en áður átti Raforkuimála- stjórnin í miklum erfiðleikum með rafstrenginn þar. I>að er trú kunnugra manna, sagði Guðjón, a'ð fLóðahætta befði aukizt við það að nýja ibrúin á Iðu var byggð, enda mun á'i-n hafa þrengat nokkuð við tilkomu hennar og stíflar ís ár- farþeginn í leysingum, segja bændur í nágrenninu. Mun þver uninni breytt, svo að sama sag- an endurtaki sig ekki. Á mörgum stöðum á laindinu er við mikla erfiðleika að stríða vegna þverana yfir ár, einkum og sér i lagi á slétblendi, þar sem hætta er á að árnar brjót- ist úr farvegum sínum og ryðji jökum upip á bakkana. I>á hefur það komi’ð fyrir að ár hafa étið upp bakka sína og fiel'lt staura, sem hafa staðið allfjarri árbakk- aniurru — Tryggvi Helgas. Framhald af bls. 32 hvaða stað sem er til Reykja- vikur. Við höfum annazt flug- ferðir á þessu svæði hingað til og verkefnin eru sívaxandL Vest anvert Norðurland er síður okk- ar athafnasvæði og Vestfirðir og Vesturland liggja miklu betur við flugi til og frá Reykjavík. Akureyri verður hinsvegar alltaf kjarni og samgöngumiðstöð Norður- og Austurlands. — Hugmyndin er þá að taka upp fastar Reykjavíkurferðir í framtíðinnL — Já, ég hefi stefnt að því í sjö ár og geri enn. Ég tel að við Akureyringar eigum fullan rétt á að annast flugsamgöngur til og frá okkar heimabæ við hvaða stað sem er á íslandi að minnsta kosti til jafns við aðra. Mark- mið Norðurflugs er að byggja upp öflugan flugrekstur með að- albækistöð á Akureyri og eign- ast fullkomnar flugvélar. Ég mun halda áfram á þeirri braut og hopa hvergi eða hika. Fram- tíðin verður svo að skera úr um hvað tekst og hvað mistekst. — Sv. P. Caracas, Venezuela, 18. jan. AP. Leynileg útvarpsstöð hermdar verkamanna, sem komið var fyrir í miðri Caracas, hefur ver- ið hertekin og fjórir menn hand- teknir, að því er ríkisstjórn landsins skýrði frá á þriðjudags- kvöld. Er þetta önnur útvarps- stöðin af þessu tagi, sem stjórn- in nær á sitt vald á einni viku. n Styrkir Vísindasjóðs VÍSINDASJÓÐUR hefur aug- lýst styrki ársins 1967 lausa til umsóknar og er umsóknarfrest- ur til 1. marz n.k. Sjóðurin skiptist í tvær deild- ir: Raunvísindadeild og Hugvís- indadeild. Raunvísindadeild annast styrk veitingar á sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarnorkuvísindL efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, líf- fræði, lífeðlisfræði, jarðfræðL jarðeðlisfræðL dýrafræði, grasa fræði, búvísindi, fiskifræði, vevk fræði og tæknifræði. Formaður stjórnar Raunvís- indadeildar er dr. Sigurður Þór- arinsson jarðfræðingur. Hugvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- menntafræði, málvísinda, félags- fræði, lögfræði, hagfræði, heim speki, guðfræði, sálfræði og upp eldisfræði. Formaður stjórnar Hugvísinda deildar er dr. Jóhannes Nordal bankastjóri. Formaður yfirstjórnar sjóðs- ins er dr. Snorri Hallgrímsson, prófessor. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla íslenzkar vísindarannsókmr og í þeim tilgangi styrkir hann: 1. Einstaklinga og vísinda- stofnanir vegna tiltekinna ranri- sóknarverkefna. 2. Kandídata til vísindalegs Blindravinafé- lagi Islands berst arfnr Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Blindravinafélagi ís- lands: HJÓNIN Elín borsteinsdóttir, er andaðist 5. apríl 1966 og >or- valdur Friðfinnsson, útgerðar- maður, Brekkugötu 13, Ólafs- firði, er andaðist 7. des. 1947, arfleiddu Blindravinafélagið að jöfnu við barnaheimilið í Ólafs- firði, að eigum sínum eftir sinn dag. Elín dvaldi hjá systursyni sínum, Adam Magnússyni, Brekkustíg 2, Akureyri, síðustu ár æfi sinnar og átti hann og annað frændfólk Elínar drýgstan þátt í þvi, að svo drjúgur skild- ingur var eftir í þessu búi og er félagið frændfólki Elínar inni- lega þakklátt fyrir þátt þess í þessari gjöf. Hlutur félagsins varð kr. 102.624,80 og er það mikið fé, sem félaginu er mikils virði að fá til ráðstöfunar, þó er annað abhyglisverðara, það er sá kær- leiksandi og hjálpfýsi, sem ligg- ur að baki þessari höfðinglegu gjöf. Megi blessun gugs fylgja þessum hjónum og frændum þeirra Þ.Bj. sérnáms og þjálfunar. Kandídat verður að vinna að tilteknum sérfræðilegum rannsóknum eða afla sér vísindaþjálfunar til þess að koma til greina við styrkveitingu. 3. Rannsóknarstofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði í sam bandi við starfsemi, er sjóður- inn styrkir. Umsóknareyðublöð, ásamt upplýsingum, fást hjá deildarrit- urum, í skrifstofu Háskóla fs- lands og hjá sendiráðum íslands erlendis. Deildarritarar eru Guð mundur Arnlaugsson rektor, fyr ir Raunvísindadeild, og Bjarni Vilhjálmsson, skjalavörður, fyr- ir Hugvísindadeild. Afolhmdar Ej mlislæðislél. Stskbseyrar Stokkseyri 17. jan. AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfé- lags Stokkseyrarhrepps var haldinn 15. þ.m. Stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Helgi Jónsson, form., og með stjórnendur þeir Bjarnþór Bjarnason, Sigurjón Jónsson, Jósep Zóphaníasson og Stein- grímur Jónsson. Á fundinum mætti Steinþór Gestsson bóndi á Hæli. Mikill samhugur ríkti á fundinum varðandi væntan- legar alþingiskosningar á kom- andi vori, og voru allir á einu máli að stuðla að sigur flokks- ins yrði sem mestur í þeim. Einnig voru mikið rædd ýmis héraðs og innansveitarmál, og nokkrir nýir félagar voru teknir í-félagið. — FréttaritarL Árekstur milli vélhjóls og bíls Árekstur varð í gærdag miili vélhjóls og bifreiðar á akbraut- inni að Iiáskólanum með þeim afleiðingum að ökumaður vél- hjólsins slasaðist. Áreksturinn varð með þeim hætti að bifreið var ekið aust- ur Hringbraut, og var henni beygt inn á akbrautina heim að Háskólanum. í sömu svifum kom piltur á vélhjóli vestur Hring- brautina. Hann reyndi að heanla, en gat efcki forðað árekstri. Er hann reyndi að hemla snerist hjólið þannig að vinstri fótur piltsins varð á milli bifreiðar- innar og vélhjólsins. Pilturinn var fluttur í Slysavarðstofuna, en hann kvartaði undan eymsl- um í vinstra fætL Fór í þyrlu til að fá sér kaffisopa ANDRI Heiðberg fór rejmslu- flug á nýju þyrlunni sinni í fyrradag. Flaug hann á Sand- skeiði og þar í grennd. Reyndist þyrlan í alla staði hið bezta. Þegar Andri var á leið til Reykjavíkur datt honum í hug að lenda við húsið sitt í Hafnar- firði og fá sér kaffisopa. Það gerði hann með pomp og pragt og vakti athygli margra í Hafn- arfirði, því það gerist sjaldan, jafnvel í bæjum stærri en Hafn- arfirði, að menn komi fljúg- andi heim til sín til að fá sér kaffisopa! (Ljósm. Egill Stardal.) — Ky i Ástraliu Framhald af bls. 1 Ky neitaði því, að hann vævl neinn einræðisherra og að hann væri því andsnúinn, að viðræð- ur um frið færu fram. Hann neit aði því einnig, að hann væri því fylgjandi, að innrás yrði gerð í Norður-Vietnam. Harold Holt, forsætisráðherra Ástralíu, fór mjög lofsamlegum orðum um Ky og sagði, að hann væri maður hreinskilinn, sem gerði það, sem í hans valdi stæði til þess að fá enda bundinn á ófriðinn og að koma á lýðræði í landinu. „Barátta yðar og sam- landa yðar gegn árásarmönnun- um“, sagði Holt, „er barátta fyr ir frelsi, sem háð er á mörgum stöðum í heiminum". Fyrir utan gistihúsið voru fjórir menn handteknir og munu þeir verða ákærðir fyrir að trufla almenningsfrið. Samtímis var því lýst yfir af hálfu lög- reglunnar, að þar ríkti ánægja yfir því, að allt hefði samt farið fram án óspekta að mestu. Umfangsmiklar öryggisráðstaf anir voru gerðar fyrir komu Kys forsætisráðherra, en hann kom með flugvél til flugvallarins í Fairbairn, sem var umkringdur fjölmennu lögregluliði, sem var með varðhunda. Inni í Canberra höfðu verið gerðar sérstakar var úðarráðstafanir í kringum gisti- húsið, þar sem Ky átti að búa og í kringum þinghúsið. Útvarpsstöð í Sidney fékk ónafntilgreinda tilkynningu með morðhótun gagnvart Ky. Var þetta gert með símhringingu, og sagði sá, sem að henni stóð, að hann myndi koma sér inn í hús það í Sydney, þar sem Ky á að búa, meðan hann dvelur þar, og myrða Ky eða eiginkonu hans. Bangkok, 18., jan. AP. Frá því var greint í dag, að stjórn Thailands væri að ráð- gera að fá framgengt breyting- um á löggjöf landsins, svo að unnt verði að grípa til öflugri ráðagerða gegn þvþ að komm- únistar komist inn í landið til þess að vinna þar að uppreisn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.