Morgunblaðið - 19.01.1967, Side 28

Morgunblaðið - 19.01.1967, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1967. — Á ég að æla í hattinn þinn? Ég var ekki eins stökkfimur og Lydia. Vitanlega var ég nú orð- inn hálffertugur, og var nýbú- inn að þjóta niður átta stiga, en ég skalf eins og hrísla og var laf- móður og slituppgefinn. Fyrsta tilraun mín til að segja eklinum til, hljómaði eins og ég væri að ræskja mig, og auk þess var ég að horfa aftur fyrir okkur, þang- að, sem Sarbine og maður hans stóðu. I>eir stóðu þarna og náðu ekki í neinn bíl. Við urðum að stanza við ljós, en svo breyttist það aftur og við ókum áfram, en ennþá stóðu tvímenningarnir á lama stað. Þá tókst mér að út- skýra fyrir eklinum, að ég vildi fara inn í Central Park og aka einu sinni eða tvisvar eftir hring brautinni þar. Hann sneri sér við til að athuga mig, og er hann hafði gert það nægilega ók hann áfram. Lydia var að reyna að laga rifu í Mfólnum sínum með lásnælu. — Hjálpaðu mér, Harvey, sagði hún, en ég var svo skjálfhentur, að ég gat ekkert gert, og hún sagði við mig: — Veslings Har- vey, ertu virkilega svona mikil lydda? Hefurðu nóg til að borga bílinn? Ég skildi kápuna mína eftir þarna — held ég — eða skildi ég veskið mitt eftir við barinn? — Ég átti ellefu dali til. — Jæja, hvað snertir lydduskapinn, þá gerirðu fullmikið úr honum. En ég hef hinsvegar ofurlitla sjálfsvarnarkennd. — Aumingja Harvey. Og þú bjargaðir lífi mínu. —- Tvisvar heldur en einu sinni. Og hættu við þetla ves- lings Harvey-kjaftæði. Og hvað gengur eiginlega að þér. f>ú ferð út úr gistihúsinu og lætur tvo dólga fleygja þér inn í bíl. Datt þér nokkurn tíma í hug að æpa? Eða sparka frá þér? Eða bíta, ef út í það er farið? — Bítur þú, Harvey? — Það er mikil spurning, hvort ég bíti. — Ég nenni ekki að vera að ríf ast við þig, Harvey, sagði Lyd- ia. — Nei, svei mér ef ég nenni því. En svarar þú annars nokk- urn tíma í' sama? — Hvernig? — Æ, ég er s'vo þreytt, Har- vey. Eigum við að fara aftur i hótelið? — Nei. — Hvert þá, Harvey? — Það veit ég ekkert. — Gott og vel. Kærðu þig koll óttan um það, því að það fer allt vel á endanum. — Hvað fer vel? — Jú, þessi þeytingur á okkur í leigubíl. En við getum nú' ekki haldið áfram að aka í leigubíl. Hvenær hitti ég þig annars, Harvey? Ég hugsaði um þetta stundar- korn en sagði síðan, að það mundi hafa verið fyrir sem næst fjórtán klukkustundum. — Fjórtán tímum? — Já, eða því sem næst. — Þú átt við, að ég hafi ekki þekkt þig áður? Aldrei séð þig áður. Er það það, sem þú ert að reyna að gera mér skiljan- legt? — Já, eitthvað í þá átt, Lyd- ia. Hún lokaði augunum og bíll- inn ók áleiðis til Central Park og ekillinn sagði við mig: — Þú ert viss um það, að þú viljir fara inn í garðinn? — Ég á ellefu dali. Það ætti að nægja fyrir því. Við höfum strítt í ströngu, svo að *þú ættir bara að fara þér rólega og aka okkur þangað. — Gott og vel. Ég ætlaði ekki að fara að gerast nærgöngull, en klukkan er næstum tvö og bíll er fyrst og fremst til þess að aka í honum. — Vertu bara rólegur og haltu áfram, hvæsti ég að honum, og Lydia sem var enn með augun aftur, hvíslaði að mér: — Þú ert svo byrstur, Harvey. Er það satt, að ég sé bara rétt nýbúin að hitta þig. Ég held að við höfum misst heilan dag úr einhversstaðar. — Kemur ekki til mála. — Við fljúgumst ekki á í al- vöru, Harvey? Ég á við, að okk- ur kemur sæmilega saman. Ég vil gjarna horfast í augu við sannleikann og kalla hvern hlut sínu rétta nafni — og það fer stundum í taugarnar á þér, Har- vey, er það ekki? — Nei, aldrei. — Hvað var ég að segja, Har^ vey? Höfuðið á henni féll á öxlina á mér og hún var steinsofnuð. 10. kafli. Það er bílaleiga þarna ekki all langt frá og ég skipaði eklin- um að aka okkur þangað. Kannski hefur hann verið eitt- hvað vonsvikinn yfir því að fá ekki að aka hringinn í skemmti- garðinum og vita syndina leika 27 listir sínar í aftursætinu. En sannleikurinn var sá, að syndin lá þarna upp að mér, í rifnum kjól, með rispu á handleggnum og steinsvaf, og ég var lengi að vekja hana þegar Við komum í bílaleiguna. — Æ, ég vil sofa, Harvey, bað hún. — Hversvegna lofarðu mér ekki að sofa? — Gott og vel, laggi, en bara ekki í bilnum. Svo ókum við inn í bílaleíguna og ég skildi hana þar eftir í stól í biðstof- unni og sagði við h®pa: — Gott og vel, þú mátt sofa, ef þú vilt, en ef tveir fílefldir dólgar koma og ætla að stela þér, þá verð- urðu að öskra af öllum kröft- um. — Þakka þér fyrir, Harvey, sagði hún og svo þegar ég sleppti henni, sofnaði hún sam- stundis aftur. Ég fékk tvo dali í smápenin^- um hjá afgreiðslustúlkunni, og svo fór ég inn í símaskápinn og hringdi til Evelyn Bodin, frænku minnar, sem býr ein síns liðs í stóru húsi nálægt New Hope, Pennsylvania. Það var ókristi- legt að vekja hana á þessum tíma sólarhringsins, en ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð af ein- tómri hræðslu. Hún sváraði í annáð sirin, sem ég hringdi, með þurri, órólegri rödd þess, sem vakinn er upp af svefni og þegar ég sagði til mín, sagði hún: — Guð minn góður, Harvey, veiztu hvað klukkan er? — Jú, eitthvað um tvö eftir miðnætti, Evelyn frænka, og ég sárskammast mín fyrir að vekja þig svona, en ég þarfnast hjálp- ar, af því að ég er í vandræð- um — verstu vandræðum. — Komdu með það, Harvey, sagði Eveiyn frænka. — Sann- ast að segja er ég ekki nema hálfvöknuð gnn. En hvaða vand- ræði eru þetta? — Ég sagðist vera í vandræð- um. — Já, vitanlega ertu það. Það var svo sem auðvitað. Ég mátti nú vita það. En er nokkur ástæða til að fara að vekja mig um miðja nótt? — Æ, hlustaðu nú á mig, Eve- lyn frænka! — Ég er alltaf að hlusta, Har- vey. — J-a......það er stúlka .... — Vitanlega. Er það sú, sem þú ætlar að koma með í mat til mín á morgun? En hversvegna getur það ekki beðið til morgun- dagsins? — Vegna þess, að ef það bíður, getur verið að hvorugt okkar verði lifandi á morgun. Hlusfaðu nú á mig. Ég vH fá að koma til þín nú strax. Ég er í New York, en ætla að koma strax, skilurðu, og hafa þessa stúlku með mér. — Núna? Um miðja nótt? — Æ, Evelyn frænka, ég lofa þér því, að ég skal útskýra þetta allt fyrir þér, þegar ég kem. Það eina, sem ég þarfnast er húsaskjól yfir nóttina. Þú getur skilið eftir ólæst og þá getum við komst inn án þess að neitt beri á. — Harvey .... þú og þessi stúlka .... eruð þið .... ég á við .... — Nei, við ætlum ekkert að fara að sofa saman. Þetta er barg stúlkukind, sem er í vand- ræðum. — Hverskonar vandræðum? — Nei, ekki neitt svoleiðis, full vissaði ég frænku mína. — Hún er í vandræðum út af fólki, sem situr um líf hennar. Aldrei hef ég nú heyrt aðra eins vitleysu á minni lífsfæddri ævi, Harvey. — Sjáðu nú til, elskan, sagði ég. — Ég skal gera þér grein fyrir þessu öllu á morgun. — Morgundagurinn er nú kominn, — Jæja, í dag þá. Aðalatriðið er, hvort þú vilt skilja dyrnar eftir ólæstar. Og má ég koma henni fyrir í herberginu hennar Hillery, og má ég sjálfur sofa í gestaherberginu? — Já, auðvitað máttu það, Harvey, enda þótt mér finnist það rétt svona og svona, að koma á þessym tíma sólarhringsins. Ég skal skilja dyrnar eftir ólæst- ar og sjá um herbergin. Þú Verð- ur í kvöldmat .... já, það var nú annars þegar umtalað. — Ég lofa því, frænka. — Er þetta góð stúlka Harvey. — Já, seisei......... kannski ofurlítið horuð. — Ég á við, er hún af almenni legu fólki? — Jæja, þú færð nú að sj4 hana. En vektu okkur samt ekki, því að við eruim dálítið meira en bara þreytt. — Gott og vel, Harvey. En mundu mig um það framvegis að vaka á eitthvað kristilegri tíma en svona. Jæja, þá höfðum við að minnsta kosti vísan stað að fara til, þar sem ég gat skilið Lydiu eftir, og þar sem hún gat hvílt sig og kom izt almennilega til sjálfrar sín, i eðlilegu umhverfi, innan um eðlilegt fólk. Og í launa skyni ætlaði ég að láta Evelyn frænku hafa næturfrið framvegis. Ég leigði bíl í bílaleigunni i krafti skilríkja minna, og þegar hann var tilbúinn, eitthvað tíu mínútum seinna, notaði ég það sem ég átti eftir af fortölugáfu við Lydiu. En hún snerist önd- verð. — Far þú bara, Harvey, — en ég ætla að verða hérna kyrr og sofa. •— Ég fer nú ekki fet nema þú komir líka. — Viltu, að ég fari að öskra upp, Harvey? — Það geturðu gert eins og þú vilt. En þú kemur bara með mér. — Hvert þá, Harvey? — Heim til hennar Evelyn frænku, rétt hjá New Hope. — Oh! En hún bar ekki við að opna augun. Loksins tók ég hana upp og bar hana út í bílinn. Nætur- vörðurinn og umsjónarmaðurinn vildu báðir fá að vita, hvort nokkuð alvarlegt væri að. — Já, andlega, svaraði ég. — En likamlega er það ekki annað en þreyta, sem að henni geng- ur. — O, farðu fjandans til, sagðl Lydia lágt. Ég kom henni loksins inn í bílinn og ók af stað. Á þessum tíma var enginn á ferli og við ókum gegn um Lincolngöngin gegn um manntóma borg. Þegar við loksins komum út úr göng- unum og á veginn gat ég fyrst slappað af í langan tíma. En enda þótt ég væri uppgefinn, gat ég samt hallaðymér aftur á bak, vitandi, að lífi minu var óhætt, að minnsta kosti næstu klukkustundirnar, og eins var Lydia úr hættú. Það mætti segja að borgin væri stór og sveitin þó enn stærri, en þá hefurðu bara aldrei verið eltur. Maður- inn er veiðimaður og því vanur, en tilfinningin um að vera eltur, sezt fyrir í innstu fylgsnum hugans. Á vegum nr. 22 og 202 ók ég hægt. Þar Var næstum enginn bíll. Það var áliðið nætur og enn var langur timi eftir og Lydia svaf með höfuðið á öxlinná á mér, en hárið var í ílækju JUDOKAN Fyrsta sjálfstæða judofélagið á fslandi. — Það hefur hlotið viðurkenningu. sem fullgildur aðili til að halda próí og veLa gráður í judo og er aðili að alþjóða- sambandi judomanna. — Áhugasamir meðlimir Judokan hljóta stuðning til æfa erlendis í frægum klúbbum, auk þess sem þekktir erlendir judomeistarar koma í heimsókn. Meðlimir Judokan á æfingu hjá Alen Fraser 2 dan og A.síumeistaranum Kisaburo Watanabe. Námskeið fyrir byrjendur er nú að hef jast hjá Judokan og eru æfingar fyrií þá á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8 síðdegis. Athygli er vakin á því, að judo er engu síður fyrir dömur. — Kvennatímar eru á mánudögum og fimmtudögum kl. 7 —8 síðdegis. Auk þess eru almennar æf- ingar fyrir lengra komna, sértímar fyrir unga drengi og unglinga undir 16 ára aldri. — Allar upplýsingar eru gefnar á æfingarstað Judokan á 5. hæð í húsi Júpíters og Marz á Kirkjusandi, milli kl. 7 og 9 á kvöldin. Sljórn JUDOKAN.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.