Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1«. JANÚAR 1967. 23 — Times og Framhald af bls. 12. um skoðunum. Ófriðarárin 1914- 1'918 eru meðal glæsilegustu tímabila hjá Times. Málpipa Chamberlains I>að getur verið lærdómsrikt að bera saman þetta tímabil í sögu Times við árin 1933-1933. 3>á var Northcliffe löngu dáinn og ritstjórinn, sem hann hafði bæði ráðið og rekið, Geofírey Dawson, stjórnaði blaðinu, al- gjörlega óháður eigendum þess. — En aftur á móti þrælbundinn þáverandi pólitískum valda- mönnum, og samneytti og var í vináttu við hinar föstu klíkur kring um Baldwin og Camber- lain. Hann gerði Times að mál- pípu þessara manna um þá und anlátsstefnu gagnvart Þjóðverj- um, sem ríkti næstum til upp- hafs styrjaldarinnar 1939. í fyiri styrjöldinni varð Times, með Northcliffe við stýrið til þess að vekja_ og hrista upp ensku þjóð- ina. Á örlagaárunum fyrir 1939 var Times með hinn óháða blaðamann, Dawson ristjóra, næstum búið að svæfa þjóðina. Þessa ber að minnast. Einnig vegna þess, að endalok sögunnar um Northcliffe og Times urðu evo sorgleg. Northcliffe hafði aldrei verið heilsuhraustur og engir ósigrar höfðu dregið úr tilhneigingu hans til sjálfsþótta, á þessum ferli hans, *em var svo glæsilegur á ytra borðinu. Und- ir lok styrjaldarinnar hrakaði honum greinilega, og mikil- mennsku-ibrjálæðisköstin fóru vaxandi. Síðasta árið sem hann lifði, var hann ekki með öllum mjalla. Árin 1919-1922 'höfðu verið hrein martröð fyrir dagleg an rekstur blaðsins og starfs- menn þess. Símskeytablaðið áð- urnefnda varð grenjandi stéypi- flóð af tilkynningum og fyrir- skipunum, en nú voru þær ringl aðar og meinlegar, ólíkt því sem áður var, og dagsskipunin gat verið full úthugsaðrar illkvittni. Þar var heimtað, að starfsmenn væru reknir eða hækkaðir í tign, Dawson var sparkað, en eft irmaður hans, Henry Wickham Steed, var rétt að því kominn að yfirgefa blaðið, þegar North- cliffe dó. Northcliffe hafði móðg að hann sem mest mátti verða, með því að fyrirskipa einum rit ara sínum að lesa upp á rit- stjórnarfundi, eina ósvífnustu og brjáluðustu tilkynningu sína, sem beindist beinlínis gegn fund arstjóranum — aðalritstjóra blaðsins. Símskeyti af banasænginni Times, sem var vitanlega ekki annað en einn skiki af blaða- heimsveldi Northcliffes, og gaf tiltölulega lítið af sér samantbor ið við gullnámuna, sem hin ómerkari blöð voru, settist á heilann í honum á þessum ár- um, sem urðu æ myrkvaðri. En þetta ber vott um hinn töfrandi Stöðugt fleiri kjosa ELTRA... Um meira en 30 ara bil hefur ELTRA framleitt útvarpsviðtæki og síðustu 20 árin einnigsjonvarps- |j °S segulbandstæki. 11^1 BM'mli'lS 1 Tæknifræðileg reynsla sií, sem er grund- völlur sjön bands framleiðslu ELTRA á varps-,iítvarps- og segul- tækjum, er arangur víð- tækrar tilraunastarfsemi og mötuð af tækni- legri þröun og framf örum. ELTRA hefur lagt áherslu ábað, með bættu skipulagi og vísindalegum undir- búningi framleiðslunnar, að vera brautryðj- endurá sviðitækn IflSTSTl hmar.ELTRA tækin fullnægja í |\^A.Ty dag ströng- ustu kröfum, sem píUp^éhéJ hægt er að geratilhljömfegurðar,skyrleikamyndflatar, rekstursöryggis og endingar. - Þessvegna verða ELTRA tækin altaf fyrir valinu,I>egar |>að eru serfræðingar sem ráða fyrir um innkaup. ELTRA tcekin eru byggð samkvœmt nýj• ustu tœknílegu reynslu-og að útliti eru þau falleg, (látlausum, dönskum húsgagnastQ, dýrðarljóma, sem fylgdi nafni blaðsins og hinu fræga heim- ilisfangi. í bréfum sínum kvartar Northcliffe sífellt yfir því, að Times sé eina fyrirtækið sitt, sem valdi sér gremju, Blaðið tekur meiri tíma en „jafnvel stærstu fyrirtæki, sem ég hef átt þátt í“. Af banasænginni sendi hann símskeyti og hringdi til hærri sem lægri á blaðinu. Hann hafði það til stundum að hóta, að nú kæmi hann sjálfur og skytí þennan eða hinn. Stjórn endur blaðsins urðu að biðja lög regluna að halda vörð við húsið, svo að eigandinn kæmi ekki með skammbyssuna sína........... Hann var þó löngu orðinn svo máttfarinn, að hann fór hvorki þangað né annað. Síðasta verk hans var að kaupa nokkur hluta bréf af Walter, til þess að auka eignarhluta sinn í blaðinu enn meir. Á banabeðinum las hann lækninum fyrir erfðaskrá sína, og síðasta vilja. Hann átti sér aðeins tvær óskir. Önnur var sú að verða grafinn við hlið móður sinnar, sem hann hafði elskað heitt. Hin önnur hljóðaði þann- ig: „Ég vil fá eina síðu í Times með yfirliti yfir ævi mína eftir einhvern, sem þekkir hana vel og einn leiðara eftir bezta mann inn, sem verður tiltækur í þann svipinn." S jálf seignarstof nun Mikið hafði hann elskað þetta blað! Og það svo, að jafnvel eftir dauðann lét hann sér annt um forlög þess. Þegar árið 1908, þeg ar hann fékk yfirráðin yíir Times, gerði hann uppkast að skipulagi, sem skyldi tryggja blaðið eftir lát hans. Times skyldi verða sjálfseignarstofnun, undir stjórn óháðra manna, valdra úr hópi beztu manna þjóð arinnar. Ritstjórnin skyldi hafa fullt sjálfræði. Tilgangur blaðs- ins skyldi ekki íyrst og fremst vera að græða fé, beldur vera einskonar trygging fyrir heiðri Bretlands og heimsveldisins. Það var þetta uppkast sem fylgt var — næstum út í æsar — af hinum nýju eigendum Times, er þeir sömdu skipulagsskrá blaðsins sem sjálfstæðrar sjálfseignar- stofnunar. Og nú er sú stofnun hætt störfum. Times er aftur komið í einkaeigu. Það verður forvitni legt að fylgjast með ferli blaðs- ins í Babýlonarherleiðingunni síðari. Kemúr nýi eigandinn, Thompson lávarður, eins miklu góðu og illu til leiðar og sá gamli, Northcliffe lávarður? Hann þarf að minnsta kosti að láta hendur standa fram úr erm um ef árangur hans — í hvaða átt sem hann kynni að stefna — á að Vera jafn stórkostlegur og hjá forvera hans. <§nlinenial hjólbarðaverksmiðjurnar nota eingöngu þessa vél við að snjó- negla alla sína vetrarhjólbarða. GÚMMÍVINNVSTOFAN HF. Skipholti 35 — Reykjavík — Slmi 3 10 55. BIFREIÐASTJÓRAR - NÝJUNG Höfum fengið fullkomna, sjálfvirka vél til að snjónegla hjól- baröa. Látið eingöngu setja snj ónagla í hjólbarða yðar, með full komnustu vél, sem nú er kostur á. Reynslan mun sýna að það borgar sig. Seljum CONTINENTAL snjóhjólbarða í öllum stærðum. Viðgerðarverkstæði okkar opið aila daga kl. 7,30 til kl. 22. LTSALA á teppa- og gardínubútum, mikill afsláttur, gerið góð kaup Austurstræti 22. Sími Í4190.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.