Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1967. 25 Ira í kvikmyndinni um Rasputin íra prinsessa aí I'iirstenberg, sem þegar sem barn var brúður <15 ára) og snemma móðir tveggja drengja, og sem oftar en einu sinni hefur staðið í hjónaskilnaði, og lengi hefur verið fjörug ung stúlka í sel- skapslífi fína fólksins — virðist nú loksins vera farin að lifa lífi, sem henni fellur. Hún hefur nú gerzt leikkona og hefur henni tekizt svo vel upp að stöðu henn ar á kvikmyndatjaldinu er hægt að líta bjartari augum en sem draumóra um nafn og frægð. Um þessar mundir dvelst Ira I Deauville í fylgd Francois d’Aulon greifa, en hann leikur stórt og rómantískt hlutverk í myndinni „Kona og maður“ eftir Lelouche. Annars er sjálf Ira stödd í Deauville til að leika konuna í lífi manns á hvíta tjald Mikil afbrýðisemi Ljóðhneigður ungur maður: Eruð þér hrifnar af Jónasi?“ Ung kona: „Ó, hafð þér ekki hátt. Maðurinn minn er svo hræðilega afbrýðisamur". ★ „Mig myndi langa til að vera við jarðarför í dag, herra“, sagði skrifstofusendillinn. „Nú já, svo þig langar til að vera við jarðarför", sagði skrif- stofustjórinn, „en það munt þú ekki gera í dag“. „Eg veit að ég mun ekki gera það“ sagði sendillinn, „en engu að síður mundi mig langa til þess“. „Hvaða jarðaför er það?“ spurði skrifstofustjórinn. „Yðar, herra“ svaraði dreng- urinn. ★ Innileg ást Kvenþjóðin þarf ýmislegt að þola. „Ástin mín, þú veizt hvað ég elska þig innilega. Ég myndi ganga út í eld og vatn, þín vegna, hjartans elskan mín. Ég kem í kvöld klukkan 8,30 og þá getum við farið í bíó. Ef það verður rigning máttu ekki búast neitt frekar við mér. Þinn elskandi Elías. ★ Graven lávarð langaði mjög til að kynnast skáldinu Gen Jon- son. Þegar hinn síðarnefndi frétti það, ákvað hann að heimsækja lávarðinn. Hann var mjög illa til fara, þegar hann kom, og dyravörð- urinn móðgaði hann og skipaði honum að hafa sig á braut. Skáldið reiddist og galt dyraverð tnum í sömu mynt. Graven heyrði hávaðann og kom til þess að grennslast eftir hvað væri á eeyði. „Mér hefur verið sagt að yðar tign langaði til að hitta mig“, eagði Jonson. „Yður“, sagði Graven, „hver eruð þér?“ „Ben Jonson“. ' ,Nei, nei, þér getið ekki verið Ben Jorison sem skrifaði „Þögla konan'“. Þér lítið út eins og þér gætuð ekki einu sinni sagt „púdda, púdd“ við hænu“. „Jæja", hrópaði Jonson, „Púdda, púdd þá“ Graven lávarð ur hló, bað hann afsökunar og sagði: ,þér eruð þrátt fyrir allt, vissulega Ben Jonson". inu. Manninn leikur Peter Mc Enery og er kvikmyndin ný út- gáfa eftir Alberto Lattuada, um söguna um „vitlausa" munkinn Rasputin. Það var Lattuada, sem veitti prinsessunni hlutverk í sinni fyrstu mynd „Uden lige“ síðasta ár. Og þegar hefur Ira tryggt sér þriðja hlutverk. Hún á að leika njósnara í grínmynd eftir Ira frá Fyrstenberg. Christian Jácques „Chaud les Secrets“ — „brændende hemme- ligheder". Ekkert svar við spurning- unni „miklu“. LYNDA Bird Johnson, 22 ára, og Lynda Bird Johnson og George Hamilton. George Hamilton 27 ára, flugu til Acapuloo til að eyða nokkr- um frídögum í glæsilegri „villu“ við sjávarsíðuna. Fréttamenn og ljósmyndarar umkringdu óðar villuna, og annar hópur röskra manna hafði þann Starfa að bægja fréttalýðnum burt. Fund- ur var haldinn með fréttamönn unum þar sem venjulegra forms atriða var gætt. „Það er enn ekkert svar við spurningunni „rniklu" sagði Hamilton. Hann var spurður um framtíðarhorfur þeirra með tilliti til hjónabands: „Það mál varðar aðeins okkur tvö“ sagði hann, og parið var horfið út í sjóinn. „Fléttugreiðslan". UM þessi síðustu jól hefur hin skrautlegasta hárgreiðsla verið mjög í tízku á meðal heldra fólks ins í Evrópu, Þessar konunglegu hefðarmeyjar hafa prýtt sig með gerfitoppum, fléttum, og hár- kolluim, auk alls kyns skrauts í hárið, svo sem perlum, gliti og prjónum með steinum. Hafa hár greiðslukonur þessarr frúa átt fullt í fangi með að greiða þeim sem sérkennilegast, að eigin ósk. Til áð nefna nokkrar af þess- um fínu frúm, sem upp tóku þessa nýju greiðslu um jólin má Hertogaynjan af Kent með „fléttugreiðsluna“ og gullspöng í hárinu. geta Hertogaynjunnar af Kent og Paolu prinsessu. Paola hefur mjög fallegt hár og þótti mörgum hún sízt þurfa á hárkollu að halda. Flétturnar, Paola prinsessa með gervifléttu, sem er 1 jósari en hennar eigið hár aftan. sem hún bar í einni jólaveizlunni, voru þar að auki ekki í sama lit og hennar eigin hár. Þær voru ljósari, og er þó hennar eigin hár mjög ljóst. Mörgum af hinum ihaldssam- ari í konungsfjölskyldunni eblg- isku þykir Paola aðhyllast um of tízkuna og hefur hún verið mikið gagnrýnd í sínu nýja heimalandi. MeH morpnkaffiiBi Mamma var búin að hátta Mumma litla og nú átti hann að fara að sofa. Fftir litla stund kallar hann: — Mamma, get ég fengið svo- lítið vatn? — Nei, nú áttu að fara að sofa. Mummi snökti svolítið, svo kallaði hann aftur: — Mamma, get ég fengið svo- lítið vatn? — Nei, þú átt að fara að sofa strákur, annars kem ég og flengi þig. Þá heyrðist enn rödd Mumma: — Mamma, þegar þú kemur að flengja mig, viltu þá koma með svolítið vatn handa mér. • Fjölskyldan var öll í sumar- fríi í tjaldi austur í Hreppum. Þau voru nú í kurteisisheimsókn hjá bóndanum, sem seldi þeim mjólkina. Bóndinn sýndi þeim fjósið. — Er það ekki skrítið, sagði frúin, sem hafði alla tíð alizt upp á malbikinu, — að kýrnar skuli rata aftur á básana, þegar þær koma heim á kvöldin. — Nei, það er ekkert merki- legt anzaði eigimaður hénnar. Þú sérð að nöfnin þeirra eru á spjaldi yfir öllum básunurn. • Þegar dýrin voru að ganga út úr Örkinni hans Nóa, sneri fíil- inn sér að flugunni, sem kom á eftir honum og sagði: — Ýttu ekki svona á mig. • Hann lá á litlu sjúkrahúsl austur á fjörðum. Vinur hans kom í heimsókn og hlustaði á harmatölur hans. —• Æ, ég er svo kvíðinn núna. Læknirinn varð að skera sjúki- ing upp í annað sinn í vikunni sem leið, að því hann hafði gleymt skærunum inni í honum. — En þarft þú nokkuð að hafa áhyggjur út af því? — Ja, það var nefnilega sami læknirinn sem gerði uppskurð- innn á mér, og í moVgun heyrði ég að hann finndi hvergi hatt- inn sinn. • Það var í háhýsi inni á Klepps vegi. — Fyrirgefið þér, ég á heima á hæðinni hérna fyrir neðan. Ekki mynduð þér vilja vera svo elskulegur að lána mér útvarp- ið yðar í kvöld? — Jú, jú, það skal ég gera eigið þér von á gestum? — Nei, við vorum nú bara að hugsa um að sofa. Forsætisráðherrafrúin í Ghana er um þessar mundir á fegrunar- skóla í London. Þar lærir hún fallega framkomu, meðferð snyrti vara, og hvaða hárgreiðsla og fatnaður klæðir hana bezt. En hún lærir enga aðferð til að grenna sig, vill það ekki, því í heimalandi hennar, Ghana er fegurð einnar konu metin í réttu hlutfalli við þyngd hennar. JUMBO »>f» »>f» »>f' Teiknaii: J. M O R A Vonsviknir yfir að hafa ekki fundið fjársjóðinn, og illir í skapi vegna erfiðis- ins, gripur Chien-Fu í félaga sinn. — Þetta er þér að kenna, hvíslar hann og er hinn versti. — Mér að keuna? heyrist hinn segja, æstur í skapi. — Var það kannski ekki þú, þinn við- bjóðslegi Kínverjapúki, sem baðst mig um að koma með? Varst það ekki þú, sem baðst mig að skjóta á þennan bílskrjóð? Blindir af reiði og vonzku byrja þeir að ráðast hvor á annan. En þar sem bardagi leysir sjaldan al- varleg vandamál, hættu þeir að stuttri stund liðinni og líta í kringum sig. — Bíddu rólegur, segir Chien-Fu, — kannski tókst skipstjóranum að fara með fjár- sjóðinn með sér, út úr bílnurn . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.