Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANUAR 1967. Pr, phil Hákon Stangerup, próffesssr; TIMES OG FYRSTI El MEÐ AÐALSTIGN FRÁ 1. janúar 1967 að telja, er „drottning blaðanna", Lundúna- blaðið „Ihe Times“, komið í eiffu eins manns, blaðakóngsins Thomsons lávarðar. Þetta hefur vakið miklar umræður og tals- verðar áhyggjur um Ieið. í þessari grein segir dr. phil. Hakon Stangerup, prófessor, söguna af því, hvernig fór, síðast, er The Times gerðist máigagn voldugs einstaklings eða þegar North- cliffe lávarður kom blaðinu í „íyrri Babýlonar-herleiðingu“ þess. I. Hinn 1. janúar 1987 tók kana- díski blaðakóngurinn Thompson lávarður við The Times og bætU þessu blaði, sem kallað hefiir verið „drottning blaðanna" við þau hundrað blöð, sem hann á og stjórnar. Times er ekki leng- ur sjálfseignarstofnun, eins og það hefur verið síðan 1922, held . ur er komið í eigu einstaklings. Þetta hefur vakið mörg harma- kvein og miklar áhyggjur hafa verið látnar í Ijós um framtíð blaðsins. Enginn veit, hvernig þetta fer, en það getur verið vel viðeig- andi að rifja upp, hvernig hefur farið hjá Times, þegar líkt stóð á og nú. Einnig þá missti blað- ið sjálfstæði sitt, er blaðalávarð- ur keypti það. Einnig þá höfðu menn áhyggjur stórar, og sum- ir kölluðu þetta „Babýlonarher- leiðingu“. Þetta hófst árið 1908. Og eins og nú, voru þá slæmar horfur hjá Times. Að minnsta kosti ef skyggnzt var í bókhaldið. Drottning blaðanna var árið 1908 aflóga gömul kona. Blaðið hafði verið öreigi árum saman, upplagið var komið niður í 37.000, og útlitið og rithátturinn var eins og um miðja 19. öld. >að þurfti að keppa við heilan hóp stórra blaða, og tvö þeirra, . Daily Mail Northcliffes og Daily Express Pearsons voru, hvort um sig komin upp í milljón ein- taka og voru auk þess horn- steinninn í stóru blaða-heims- veldi. >að eina, sem eftir var af fornri frægð og glæsileik, var nafnið; The Times, og heimilis- fangið: Printing House Square, en hvorttveggja vakti enn virð- ingu. Draumur Northcliffs >egar árið 1900, er North- eliffe heimsótti Pulitzer í New York, hafði hann trúað hinum ameríska stéttarbróður sínuin fyrir því, að leyndur draumur hans og heitasta ósk væri að kaupa Times. C. Arthur Pearson var ekki lærisveinn Northcliftes ^n stældi hann hinsvegar. Hann hafði sniðið vikublöðin sín eftir forskriftum Northcliffe-fyrir- tækjanna, en dagblað sitt eftir fyrirmynd Daily Mail. Nú var hann kominn svo nærri hinni miklu íyrirmynd sinni, að hann var farið að dreyma sömu drauma og fyrirmyndin. Og draumar hans voru næstum farnir að rætast — en það hefði valdið lengra reiðikasti hji Northcliffe, en hin næstum sam- hangandi reiðiköst voru, er hann fékk síðustu árin, sem hann lifði. Arthur Waltei, aðalerfingi Times var loks kominn á þá skoðun, að blaðið yrði að selja. Hann gerði leynisamning við "Pearson, og 1, janúar 1908 lá samningurinn tilbúinn til undir- ritunar. Nú var eitt fyrir öllu: að ekkert fréttist um þetta, hvorki til ritstjóra, forstjóra né starfsmanna Times, og heldur ekki til almennings — fyrr en samningurinn væri undirritaður. En heillastajrna Northcliffes brást honum ekki þarna fremur •a endranær. Hún beindi för hans eitt kvöldið í hús góðs vin- ar hans, þar sem Paderewski hélt hljómleika. í einu hléinu talaði Northcliffe við kaupsýslu mann, sem var nákominn Pear- son, og þeim hinum sama varð það á að lyfta einu horni hulunn ar, sem faldi leynisamningana. I Að minnsta kosti sagði hann nóg til þess að Northcliffe skildi, að eitthvað væri á seiði. Og þá beitti hann hinu mikla kænsku- bragði sínu. Meistaralegt bragð Fyrsti leikur hans vár frétta- klausa í The Observer, sem Northcliffe réð yfir um þess- ar mundir. Hún leit ósköp mein- leysislega út; þar sagði aðeins, að orðrómur væri uppi um, að til stæði að selja Times þekkt- um „framtakssömum eiganda vinsælla dag- og vikublaða". Starfsmenn Times urðu ótta- slegnir, og framkvæmdastjóri blaðsins, Moberley Bell, varaði Walter alvarlega við Pearson, og fór síðan leynilega til North- cliffe, til þess að bjóða honum þjónustu sína. Northcliffe þekkt ist það boð, og næst kom hið meistaralega skákbragð hans. Til þess að Pearson skyldi ekki gruna rieitt, sendi hann honum heillaóskaskeyti frá París — því að Northcliffe fór alltaf til Parísar, þegar hann þurfti að brugga kænskubrögð sín — og skrifaði síðan lofgrein um hinn nýja eiganda Times í Daily Mail. Pearson hrærðist af þessu og símaði á móti: „Göfuglyndi yðar er hrífandi og ég met það mikils“. Hann ætlaði alveg að springa af hreykni — nú hefði hann skotið Northcliffe ref fyr- ir rass. Og í klúbbum Lundúna- borgar lét hann hylla sig sem hinn nýja einvalda Times. En á meðan voru trúnaðar- menn Northcliffes önnum kafn- ir, undir forystu Moberley Ðell. >essi starfsemi fór fram á leyni- fundum, undir gervinöfnum í síma, á dulmáli — og á margan annan hátt. >etta var hreinasti glæpareyfari, sem lauk með því, að Bell keypti Times fyrir fé, gem honum hafði verið fengið til umráða af ónefndum aðila, „hr. X“. Starfsmenn blaðsins höfðu lengi enga hugmynd um, hver „hr. X“ var — en auðvitað var það Northcliffe. Stór áform Northcliffe hafði fyrirætlanir stórar í sambandi við Times. í fyrstunni lét hann lítt á sér bera, en síðar herti hann takið á blaðinu, þangað til hann hafði næstum kyrkt það. Hann var hinn mesti ógnvaldur í sögu blaðsins við allar hinar heilögu meginreglur, sem höfðu gert blaðið að því, sem það var — The Times — sjálfstæði ritstjór- anna gagnvart eigendunum. En um leið bjargaði hann blaðinu frá glötun með því að gera ný- tízkulegt blað úr fortíðardraug og reisa við fjárhag þess, en með því uppfyllti hann engu ómerk- ara sjálfstæðisskilyrði blaðsins, sem sé það, að það bæri sig sem fyrirtæki. Samband Northcliffes og Times morar þannig af þver- sognum og spennu, svo að ekki er unnt að færa það undir neina ákveðna reglu. Utan frá séð leit þetta út eins og fimmtán ára styrjöld milli ritstjórnar og eig- anda. Veitti ýmsum betur en hafi ritstjórnin ef til vill ekki alltaf haft á réttu að standa, þá er hitt jafnvíst, að það var ó- sjaldan Northcliffe, sem kom rneð hugmyndir — og það stund um ritstjórnarlegar — sem- urðu þlaðinu að gagni. Nýr ritstjóri Northcliffe var hvorttveggja í senn hrifinn af starfsmönnum blaðsins og argur í þeirra garð. Hann kallaði þennan blaða- manna- og ritstjórahóp, sem hann tók við, „munkana". Árið 1911 skipaði hann sjálfur rit- stjóra, Geoffrey Dawson. Og nú skyldi eitthvað gerast. Hann heimtaði styttri greinar, fleiri fréttir, fjörlegri uppsetningu — en þetta voru umbætur, sem átu að afla blaðinu fleiri lesenda og þá betri afkomu. Meðal til- lagna hans var ein um gaman- saman leiðara á eftir hinum al- varlegri. Árið 1914 kom skeyti frá honum frá París: „Bið allra auðmýkst um leiðara í léttum tón“. Upp af þessu skeyti spratt hinn frægi „fjórði leiðari“ í Times, Og sama ár tók hann mikilvægt skref um rekstur blaðsins. Hann lækkaði verðið á því niður í eitt penny. Gömlu mennirnir kveinuðu, aðvöruðu og bentu á, að það hefði verið trúarkenning hjá Walter-fjöl- skyldunni, en ekki væri hægt að reka Times sem ódýrt blað. Northcliffe var það vel ljóst sjálfum, að þarna lagði hann í mikla áhættu. Væri ekki hægt að gefa út nýja penny-blaðið i að minnsta kosti 120.000 eintök- um, var fyrirtækið oltið um koll, og blaðinu yrði að hætta eða þá selja það. En hann bar sigur úr býtum. Upplagið þaut upp í 150.000. Nýja Times var uppris- ið. í hinni opinberu sögu blaðs- ins stendur: „Times getur þakk að honum breytingu sína úr gjaldþrota nítjándu-aldar fyrir- tæki í blómlegt tuttugustu-aldar blað. >að var hann, hugmyndir hans, endurnýjanir og breyting- ar, sem einar urðu til þess að endurskapa fyrirtækið. Ráðríkur eigandi Times sökk ekki, en víst var á því nokkur veltingur með North cliffe við stýrið. Og það komu fleiri skeyti en þau, er áður get- ur. Heilar skriður af skipandi skeytum. „Símskeytablaðið“ eins og það var kallað á blaðiriu — hvolfdist yfir ritstjórnina og blaðstjórnina, báða aðila nokk- urnveginn jafnt, og yfir einstakl inga jafnt sem hópa. Á töí'.unni hjá ritstjórninni var daglega fest upp „dagsskipun" frá lávarð inum, með klappi og skelium, hrósi og ráðleggingum — góðum og slæmum. Northcliffe hafði aldrei ætlað sér að láta Times standa í hesthúsinu sínu sem einhvern skrauthest — hann skyldi fá að taka til fótanna — og eigandinn skyldi skipa fyrir, í hvaða átt. En þar urðu hrotta legir árekstrar með honum og ritstjórninni. Flestir gátu verið sammála eigandanum hvað snerti hagstjórnarreglur hans um blaðaútgáfu og hinar mörgu góðu hugmyndir, sem hann fékk — að minnsta kosti nægði árangurinn til þess að sannfæra þá. En þegar um var að ræða stefnu blaðsins og afstöðu þess gagnvart pólitískum stórmálum, kom upp ágneiningur. Sam- kvæmt erfðakenningum blaðsins var það íhaldssamt og studdi ríkisstjórnina eins og hún var á hverjum tíma, og embættis- mannavaldið. Northcliffe gaf fjandann í hershöfðingja og ráð herra í ríkisstjórninni, ef hon- um fannst þeir hafa á röngu að standa. Og það höfðu þeir, að hans áliti, á heimsstyrjaldarár- unum fyrri. >vert ofan í ráðlegg ingar ritstjóra sinna og sam- verkamanna, hóf hann í blöðurn sínum — einnig í Times — aí- hjúpanir sínar á skotfæra- hneykslinu: að England fram- léiddi ekki almennilegar sprengj ur og ekki nægilegar sprengjur handa herjunum á vesturvig- stöðvunum. Landið komst allt í uppnám og hann var sakaður um að ljóstra upp leyndarmálum. Times var brenndur í kauphöll- inni, og upplagið minnkaði. Og þó var gerð harðari hríð að Northcliffe, er hann réðst að þjóðhetjunni, Kitchener lávarði, og heimtaði hann settan af, vegna þess, að hann væri orðinn of gamall og duglítill sem yfir- hershöfðingi í nútíma stórstyrj- öld. Við ritara sinn sagði North- cliffe: — „Mér er fjandans sama, hvað þeir gera við mig og mér er líka sama þó að Daily Mail komist niður í tvö eintök og Times niður í eitt. >að er skárra að tapa upplögum en stríðinu." En þróunin sannaði fljótlega mál Northcliffes. Áður hafði hann verið hæddur og úthrópað ur sem landráðamaður, en nú varð tillag hans til ófriðarins lof að af þakklátri þjóð. >ó að eng- inn Northcliffe hefði verið, hefði England sennilega fengvð betri skotfærabirgðir, nýja yfir- stjórn hersins, herskyldu og Lloyd George til valda. En pað hefði bara dregizt miklu meir á langinn og töfin hefði kostað gífurlegar blóðsúthellingar á víg vellinum. Northcliffe gegndi þannig miklu hlutverki í sög- unni, af því að hann var óhrædd ur og ótoundinn. Blaðamennsku- ferill hans náði hámarki sínu, þegar hann í trássi við samverka menn sína, stýrði Times og Daily Mail þvert gegn viðtekn- Framhald á bls. 23. Vegna jarðarfara verður verzlunin lokuð föstudaginn 20. janúar kl. 12—16. Verzlunin BJÖRN KRISTJÁNSSON Ritfangaverzlun. Skattaframtöl Veiti framtalsaðstoð. ÞORSTEINN JÍTLÍUSSON HDL. Laugavegi 22 (Inng. frá Klapparstíg). Sími 14045. 4ra herb. íbúðarhæð Höfum til sölu nýlega 4ra herb. íbúð (120 ferm.) á 3. hæð við Brekkulæk. Tvöfalt gler. — Stofur og skáli teppalögð. — Aðeins tveir um þvottahús og inngang. Sérhitaveita, bílskúrsréttindi. Skipa- og fasteignasalan Á Seltjarnarnesi Höfum til sölu glæsilegt einbýlishús á eignarlóð við Lindarbraut. Húsið er 197 lerm. að stærð 6 herb., eldhús og bað og selst fokhelt en múrhúðað að utan og er tilbúið til aíhendingar strax. Innbyggður bilskúr. Nýlegt einhýlishús 146 ferm. á einni hæð á eignar- lóð við Vallarbraut. Húsið er 6 herb., eldhús, bað og W. C. bílskúrsréttindi. Skipti á 4ra—5 herb. íbúð arhæð einnig möguleg. Skipa- og .fdsteighasalan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.