Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.01.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1967. 3 Bygging Sundahafnar hefur tafizt nokkuð vegna tíðarfars kvæðagreiðsSa í Fraraska Somalilandi París, 16. janúar. NTB. Þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram í franska Sómalilandi hinn 19. marZ n.k. Eiga ílbúar þessar- ar einu nýlendu, sem Frakkar eiga enn í Afríku, að ákveða, hvort nýlendan fari fram á að verða sjálfstæð utan franska lýð veldisins eða hvort hún eigi að vera áfram hluti af Frakklandi, en fái endurbætur á stjórnsýslu og stjórnarskipan sinni. Samþykkt var í Frakklandi að láta þessa þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram, eftir að miklar óeirð- ir og mótmælaaðgerðir höfðu átt sér stað, er de Gaulle forseti kom í heimsókn til Somalilands á s.L sumrL — Hafnargarðuriim orðinn 130 metra langur Frosthörkur í UNNTÐ er af kappi við fyrsta áfanga Sundahafnar. Er nú ver- ið að sprengja fram og lækka sjávarhamrana vestan Vatna- garða og jafnframt er verið að bygga hafnargarð til varnar norðvestanáttinni, en hún getur verið mjög slæm. Garðurinn er kominn um 130 metra í sjó fram, en alls á hann að verða 270 metra langar og þá að beygja til aust- urs um 30 metra. Morgunblaðið ræddi litillega við Bent FosSberg, verkfræðing sænska fyrirtækisins, sem hefur venkið með höndum, og sagði hann að verkið hefði tafizt nokk uð í vetur vegna slæms tíðar- fars. Ekki hefði verið hægt að vinna við boranir og annað slíkt í vikunni, eins og ráðgert hafði verið og lægi slík vinna niðri, unz byggingu vesturgarðsins væri lokið að mestu. Fossberg sagðist gera ráð fyrir, að ef allt gengi samkvæmt áætlun og tíð yrði ekki þeim mun verri, yrði stálþilið rekið niður í marz. Grjótið í garðinn var fyrst tek- ið í Breiðholti, en nú er verið að reyna nýja námu við Bull- laugar. Nú vinna 1S Sviar og ia ís- Þingið í Chile bannar Frei forseta að heimsækja USA Santiago, 1'8. jan: NTB. FJÓRTÁN ráðherrar í ríkisstjóm Chile lögðu í gærkvöldi fram lausnarbeiðni, til þess að gefa Frei forseta landsins frjálsar (hendur, etfir að öldungadeild þjóðþingsins hafi neitað honum um leyfi tii að heimsækja Banda rikin og Ihitta Johnson forseta að máli. Neitaði Frei að taka lausn arbeiðnirnar til greina, en þær voru lagðar fram á sérstökum rikisstjórnarfundi eftir atkvæða greiðsluna í þinginu. Stjórnarandstöðuflokkarnir 10 þús. tunnur til Vestmanna- eyja t'M 10 þúsund tunnur síldar bárust til Vestmannaeyja í fyrri- nótt og í gær. Á síldarmiðunum fyrir Áustfjörðum var bræla. Nokkrir bátar sigldu með síld til Færeyja, þar sem þeir lögðu upp í nýja verksmiðju í Fugla- firði þar sem þeir fá svipað verð fyrir hana og hér heima. Síldar- verksmiðja þessi hefur þróar- rými fyrir rúm 2000 tonn, en afköst hennar eru 1000 tonn á sólarhring, en ekki 500 eins og ranghermt var í Mbl. í gær. sem hafa meirihluta í þinginu héldu því fram, að heimsókn Freis til Bandaríkjanna myndi skerða heiður Chile og vísuðu til yfirlýsingar frá Hvíta húíinu, þar sem Johnson óskar eftir að heyra þann árangur, sem náðst hefur í stjórnartíð Freis. Sögðu þing- mennirnir að enginn erlendur þjóðhöfðingi hefði leyfi til að krefja annan þjóðhöfðingja um skýringu á því hvernig hann stjórnar landi smu. Auk þess sökuðu þeir Kristilega Jafnaðar- mannaflokkinn um að ætla að nota sér heimsókn Freis sem áróðursatriði í kosningaabráttu. Leiðtogar Jafnaðanmannafloks ins hvöttu í gær verkamenn til að fara í hópgöngur og mót- mæla ákvörðun öldungadeildar- innar og beindi þeim tilmælum til forsetans að hann sýndi festu og hörku í því ástandi, sem nú ríkir í landinu. Stjórnmálafrétta- ritarar telja að stjórnarandstað- an hafi veitt Frei sterkt vopn í hendur með þessari ákvörðun, og að hann myndi ef til vill láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis atriði, sem hafa valdið deilum miili stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar á s.l. á i. Fregnir hafa borizt af átök n I Santiago og ýmsum öðru: í borgum í landinu, og hópgöngur hafa verið farnar til stuðnings Frei. lendingar hjá fyrirtækinu, en þegar öll vinna er komin í fullan gang munu 20 til 25 Islendingar vinna við verkið. Er nú verið að byggja vistarverur handa Svíun um rétt fyrir ofan gamla flug- skýlið. Blaðið kom að máli við nokkra starfsmenn og líkaði þeim vinn- an vel, nóg að gera og engin telj- andi óhöpp komið fyrir. Voru þó ýmsir gamlir menn búnir að vara við því að sprengja Köll- unarklettinn, og töldu að fátt gott hlytist af því að má burt stað byggðan álfum. En ekkert gerðist, svo að líklega hafa álf- arnir verið fluttir burt, áður en kletturinn hvarf. N-Afríku Chicago, 18. jan. — AP MTKLAR frosthörkur skullu á i morgun í Mið-Kanada og í miðj um Bandaríkjunum. Þannig komst frostið niður í mínus 45 C í norðurhluta Ontario. í Norð- ur-Dakota komst frostið í min- us 40 C og 30 stiga frost og mieira var ríkjandi alls staðar í Dakota, Minnesota og Wisconsin. Kalda loftið kom frá Kletta- fjöllunum um nóttina og teygði sig æ lengra austur á bóginn eft- ir því sem á daginn leið. Olli kalda veðrið feiknarlegri eftir- spum eftir alls kyns skjólfatn- aði á þvi svæði, sem það hafði lagzt yfir. Babette (Steinunn Jóhannesdótt ir) og Biedermann (Sigurgeir Hilmar). AIEir fimmburarnir dánir Diisseldorf, 18. janúar NTB. HJNN síðasti af fimmburunum, sem hin 30 ára gamla frú Rose- marie Januschek fæddi seinni hluta dags í háskólasjúkrahús- inu í Diisseldorf dó í kvöld. Dán arorsökin var truflun í blóðrás- inni og öndunarerfiðleikar sams konar og hinir fjórir höfðu þjáðst af. Var það drengur, sem lengist liffSi. Fimmburarnir voru fjórir drengir og ein telpa. Einn drengj anna dó í morgun og telpan og annar drengjanna einnig seinna um morguninn. Síðan dó enn einn drengjanna, en hinn fjórði þeirra, sem ennþá lifði virtist vera að frískast. Heilsu hans hrakaði hins vegar sáðar í kvöld. Fimmburarnir voru fyrstu börn Januschekshjónanna. í>au áttu ekkert barn eftir þriggja ára hjónaband, en eftir að kon- an hafði hlotið hormónameðferð gegn ófrjósemi varð hún þung- uð. MA sýnír Orennuvargana Akureyri, 18. janúar. LEIKFÉLAG M.A. frumsýndi á fimmtudagskvöldið var sjón- leikinn Biedermann og brennu- vargarnir, eftir Max Frisch í ís- lenzkri þýðingu Þorgeirs Þor- geirssonar. Leikstjóri var Erling ur E. HaUdórsson. Að öðru leyti störfuðu nemendur einir við sýn inguna og gáfu út vandaða leik- skrá. Með stærstu hlutverkin fóru Sigurgeir Hilmar, Steinunn Jó- hannesdóttir, Sverrir Páll Er- lendsson, Einar Karl Haraldsson og Margrét Sigtryggsdóttir. — Leiksviðsstjóri var Konráð Er- lendsson og ljósameistari Guð- mundur Þórðarson. Leikstjóra og leikendum var óspart klappað lof í lófa að lok- inni sýningunni, sem þótti tak- ast afar vel í alla staði. Næstu sýningar verða á föstu dags- og laugardags- og sunnu- dagskvöld, en úr því tekur sýn- ingum að fækka. Ráðgert er að fara leikför til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar um mánaðamótin. — Sv. P. STAKSTEIiAR Gagnrýni nauðsynleg 1 gær var í þessum dálki drep- ið á þrjú stór verkefni, sem eðli- legt væri, að samtök ungra Sjálfstæðismanna fjöliuðu um og mörkuðu nýja framtiðar- stefnu. Tvö þessara verkéfna, menntamál og húshæðismál snerta sérstaklega unga fólkið I landinu, en að sjálfsögðu er eðli legt að stjórnmálasamtök ungs fólks fjalli ekki einungis um slik mál, heldur og önnur þau mál, sem miklu skipta fyrir þjóð félagið í heild. Þegar að slikum verkefnum er staðið af hálfu stjórnmálasamtaka ungra manna er nauðsynlegt, að á ríkjandi á- stand á hverju sviði sé litið gagnrýnisaugum, hvaða flokkur sem þar hefur átt hlut að máli, því að nýir tímar gera nýjar kröfur og það sem kann að hafa hentað á einum tíma getur ver- ið orðið úrelt síðar, ekki síst i þeim miklu breytingatímum, sem við nú lifum á. Þannig er nauð- synlegt, að ungir Sjálfstæðis- menn taki t.d. atvinnumálin i heild til athugunar með það fyrir augum að kanna hvort skipulag og ástand atvinnuveg- ana sé nú á þann veg, að þeir verði færir um að fullnægja þeim kröfum, sem til þeirra verða gerðar á næstu áratugum. í þeim efnum hljóta ungir menn að spyrja margra spurninga og leita svara við þeim. Hefur t.d. þróun in í landbúnaði verið nægilega hröð á undanförnum árum? Er tæknivæðing landbúnaðarins nægilega mikil? Geta færri bú með minna vinnuafli en aukinni tæknivæðingu framleitt sama magn af landbúnaðarvörum og nú er gert með fleiri búum og meiri starfskröftum? Hvaða hætt ur eru fólgnar í þróun sjávar- útvegsins á undanförnum árum? Hvaða ráðstafanir þarf að gera til þess að halda hæfilegu jafn- vægi milli hinna einstöku þátta sjávarútvegsins, svo sem bolfisk veiða og síldveiða? Eru frysti- húsin og aðrar fiskverkunarstöðv ar orðnar of margar? Er nauð- synlegt að hefja algjöra nýsköp- un í frystiiðnaðinum til þess að standazt harðnandi samkeppni erlendis? Hvernig er ástandið í iðnaði og verzlun? Hefur hag- ræðing og tæknivæðing náð að þróast nógu vel í þessum tveimur þýðingarmiklu atvinnugreinum eða er meira hægt að gera? Slík um og öðrum spurningum í sam- bandi við atvinnumál ber ung- um mönnum að spyrja sjálfan sig og leita svara við. í þeim efnum verða menn að líta gagn- rýnisaugum á það sem fyrir er og leita allra leiða til þess að marka þá stefnu sem fullnægja mun kröfum framtíðarinnar. Stjórnkerfið Þá hljóta ungir Sjálfstæðis- menn einnig að taka það verk- efni tii athugunar, hvort núver- andi stjórnkerfi landsins á öll- um stigum þess megni að standa undir þeim sívaxandi kröfum, sem mikið framfaratímabil gerir til þess. Er stjórnkerfi landsins í grundvallaratriðum rétt eða þarfnast það breytinga? Er nú- verandi skipting landsins á sveit- arfélög rétt eða þarf e.t.v. hugs- stækka þau mjög? Er e.t.v. hugs anlegt að veita einstökum lands- fjórðungum aukið sjálfdæmi um t.d. hvernig opinberu fram- kvæmdafé er varið í hverjum fjórðungi eða er eðlilegt að það sé fyrst og fremst í höndum stjórnvalda í höfuðborginni? Slik um og öðrum spurningum á þessu sviði verða ungir Sjálf- stæðismenn að svara. Framþró- unin í heiminum er svo gifurlega ör að hver sú þjóð, sem ekki legg ur sig í lima við að fylgjast með henni, egra sér grein fyrir kröf- um framtíðarinnar og vera und- ir það búinn að verða við þeim hlýtur að dragast aftur úr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.