Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 1
28 SI0UR Vopnahléið gengiðígildi Lítið um árekstra í Vietnam Saigon, 8. febrúar (AP-NTB). ÞRIÐJA vopnahléið frá jólum er nú gengið í gildi í Víetnam, og á það að þessu sinni að standa í að minnsta kosti fjóra daga. Hafa ýmsir borið fram þær óskir að unnt verði að framlengja vopnahléið og hefja viðræður um friðarsamninga. Þeirra á meðal er Páll páfi VI., sem sendi Johnson Bandaríkja- forseta og leiðtogum Norður- og Suður-Víetnam áskoranir í dag um að hefja friðarviðræður með- an á vopnahléinu stendur. 1 Saigon var skýrt frá því í dag að á fyrstu 12 klukkustund- unum etftir að vopnaihléið hófst, hafi skæruliðar Víet Cong rofið það tuttugu og þrisvar sinnuim. Aðeins níu af þessum brotum Víet Cong eru þó talin alvarleg, það er að í níu tilfellum hefur orðið mannfall. Bandaríkjaimenn hafa hætt öll- um loftárásum meðan á vopna- hléinu stendur, en halda áfram könnunarflugi til að fylgjast með ferðum og liðsflutningum andstæðinganna. Var bandaríök könnunarflugvél skotin niður yf- ir Norður-Víetnam í dag. Yfir- völdin þar hafa lýst því yfir að könnunarflug Bandarílkjamanna sé brot á vopnahléssamningnum. Bandaríkjamenn og stjórnin í Suður-Víetnam hafa fallizt á f jögurra daga vopnaihlé nú vegna þess að um þetta leyti eru ára- mót samkvæmt dagatali ýmissa Asíuþjóða. Fulltrúar Víet Cong skæruliða hafa hinsvegar lýst sig fúsa til að semja um sjö daga vopnahlé. Er talið sennilegt að Bandaríkjamenn geri sjö daga hlé á loftárásum sánum, ef Víet Cong skæruliðamir rjúfa ekki vopnahléið að ráði þann táma. Egypzku flug- vélinni skiluð Amman, 8. febrúar NTB. FARÞEGARNIR úr flugvél þeirri frá Egyptalandi, sem neyddist til þess að lenda í Jord- aníu á þriðjudag, fóru í dag til Kairo með venjulegri farþega- flugvél frá flugfélasinu „United Arab Republic Air|ine“. Alls voru 34 farþegar I flug- vélinni og voru í hópi þeirra margir Gri/kkir, en einnig nokkr ir frá Kanada og Þýzkalandi. Nokkrir af áhöfninni úr henni rændu flugvél, sem smíðuð var í Sovétríkjunum, urðu eftir i Amman og einnig hinn 41 árs gamli Riad Kamal Hagsag, sem framkvæmdi flugvélarránið. Hann hefur beðið hælis í Jord- aniu sem pólitískur f|óttamaður. Hagigag sagði, er hann lenti í Aqaba í Suðuir-Jordaniu á þriðju dag, að hann væri starfsmaður egypsiku leyniþjónustunnar. Þessu hefur verið neitað af hálfu «gypskra yfirvalda. Flugvél sú, sem rænt var, er i góðu ásigkomu lasi og mun verða send aftur til Kairo. Flugvélin var á leið frá Kairo til Hurghada við Rauða hafið, er Haggag neyddi fhigmanninn tij þess að lenda í Aqaba. Þolinmæði sovézku þjói- arinnar á þrotum Yfirvöldin 1 Moskvu mótmæla fram- komu kínverska sendiráðsins þar Peking og Moskvu, 8. febr. (NTB-AP) Mótmælaaðgerðum var haldið áfram við sendiráð Kína í Moskvu í dag, þriðja daginn í röð. Var bifreiðum búnuim gjallabhornum lagt í nánd við sendiráðið, og gjallar- hornin notuð til að hrópa fordæmingar á „Mao-'klíikuna“, yfirlýsingar um að Sovétríikin muni enn efla her sinn, og aðvaranir um að þolimmæði sovézku þjóðarinnar sé á þrot- um. — •fc Sovézka utanríkisráðuneytið hefur afhent kínversku sendifu'lltrúunum mótmælaorðsendingu þar sem róðuneytið vítir það harðlega að komið hafi verið upp gjal'lanhornium á sendiráðshúsinu til að útvarpa áróðri gegn Sovétríkjunum. Kínverska sendiráðið hefur hinsvegar sent utanrílkisráðu- neytinu mótmæli vegna atburðanna í gær þegar sendinefnd sovézkra verkamanna kom í sendiráðið tii að aflhenda mót- mælaorðsendingu, sem var þegar í stað rifin í tætlur og nefndarmönnum vísað á dyr. Frmhald á bls. 2 Vetrarríki í Bandaríkjunum New Vork lítur út eins og heimsskautaborg New York, 8. febrúar. NTB. HEIMSBORGIN New York minnti í dag á ísauðnir heims- skautasvæðanna og litlu betra var ástandið á löngu svæði með- fram Atlantshafsströnd Banda- rikjanna eftir hríðarveður und- anfarna daga. Er þetta veður álitið eitt hið versta, sem komið hefur í mörg ár. Bylurinn geisaði í gær í norð- austur hluta Bandaríkjanna og var snjófallið eftir hann meira en 30 cm þykkt á mörgum svæð- um. Verst var ástandið í New York borg en þar stöðvuðust járnbrautarlestir eða urðu fyrir miklum töfum og fjöldi strætis- vagna og bíla tepptust, þannig að fólk varð að yfirgefa þá, þar sem þeir stóðu. Að jafnaði tókst að- eins einum af hverjum fimm skrifstofumönnum sem þurftu að komast til skrifstofa sinna á Man/hattan, að komast leiðar sinnar. í dag var tilkynnt um 39 dauðs föll aí völdum veðursins og í mörgum tilfellum var þetta fólk, sem dó af hjartaslagi, vegna þess að það ofreyndi sig við snjó- mokstur. í New York nam snjó- koman um 33 cm„ í Washington 2S og í Boston 22 cm. í Fhiladelphiu, þar sem frostið var 10 stig, átti að reyna vél, sem skyldi bræða snjóinn, þann- ig að unnt yrði að dæla vatn- inu í gegnum skolpræsakerfið. Þetta mistókst algjörlega, sökum Framhald á bls. 27 Franskur gerfihnöttur Algeirsborg, 8. febr. (NTB) FRANSKIR visindamenn skutu í dag á loft nýjum serfihnetti frá tilraunastöðinni i Hammaguir á Sahara eyðimörkinni. Er þetta fjórði franski gerfihnötturinn, og ber hann nafnið „Diadem". Hnötturinn vegur 23 kíló, og er búinn 144 örsmáum speglum, sem endurkasta laser-geislum til jarðar. x i i i I x í I I Ý x I t 2 Vopnahlé er nú í Vietnam, og minna um atburði eins og þann, sem meðfylgj- andi mynd sýnir. Á mynd inni eru tveir drengir, 12 og 10 ára, að fara um borð í bandaríska flugvél, sem flutti þá til Da Nang, þar sem þeim var komið fyrir í hersjúkrahúsi. — Myndin er tekin sl. föstu- dag þegar drengirnir komu til bandariskrar herstöðvar og lýstu því yfir að langferðabifreið, sem þeir vorn í, hafi rek- izt á jarðsprengjn. Voru þessar skýringar dregnar í efa, þar sem engin lang- ferðabifreið var þarna í nánd, og talið að dreng- irnir hefðu slasazt er þeir voru að leika sér að sprengjum Viet Cong skæruliða. •]• 47 farast í skógareldi Þúsundir missa heimili sín Hobart, Tasmaníu, 8. febr. (NTB), AÐ MINNSTA kosti 47 manns hafa látizt í miklum kjarrbruna, sem geisað hefur á áströjsku eyjunni Tasmaníu. Óttazt er að tala látinna eigi eftir að hækka. Eldurinn hefur borizt til margra þorpa, lagt í eyði 630 íbúðarhús og 50 verksmiðjur, og hafa þúsundir manna misst heim i'li sín. Tekizt hefur að ráða nið- urlögum eldsins, en slökkviliðs- menn eru enn á verði ef ske kynni að hann kviknaði á ný. Neyðarástandi var lýst í bænum Hobart í gær, og kildir það enn. Yfir bænum er þykkur, svartur reykjarmökkur, og fjöldi heimilis lausra manna hefur safnazt sam an niður við höfnina, þar sem fól'kið situr innvafið í ullarteppi til að verjast kuldanum. Verið er að koma upp bráða- birgða húsnæði fyrir þá, sem misst hafa heimili sín, ug fjár- söfnun er hafin um alla Ástralíu til hjáipar þeim bástöddu. IMý sænsk hecriugvél Linköbing, 8. feb. (NTB). NÝJASTA flugvélin frá SAAB verksmiðjunum sænsku, „37 Viggen“, var reynd í fyrsta síkipti í dag, og tókst reynsluflugið mjö« vel. Varið hefur verið einum mijljarð sænskra króna í smíði þessarar vélar. Hún vegur 16 tonn og mun kosta um 10 mill- jónir króna hver vél eftir að fjöldafram'eiðsla hefst. Viggen verður smíðuð í þremur útgáfum, sem árásarvél, könnun arvél og orustuvél, ef fjárveiting ar til varnarmála leyfa. Að loknu reynslufjugi var sagt að vélin væri mjög meðfærilek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.