Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1967. Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Ransome — Ma8ur lifandi! sagði hann. — Ég skal segja þér, Steve, að hér er ég farinn að ala upp alveg sérstaklega grimma hana. Áður en langt um líður, skal ég koma með kyn, sem slaer allt annað út! í»eir skulu verða frægir í *ög unni! Hann sparkaði upp bakdyra- hurðinni og þrammaði út í myrkrið. Þar hafði verið grafin gryfja I jörðina og skófla lá á barmi hennar. Ég sá Brad fleygja leifunum af fuglunum í gryfj- una, riðhafnarlaust — og ég fann til eihhvers óróa. . . . Venju legir hanaræktarar gefa dauðu hanana sína sjúkralhúsinu, þar sem þeir eru matreiddir, en Brad er hættur því nú, vegna þess að hanarnir hans eru allir stútfullir af allskonar hormón- um og ensýmum úr tilraunafæð- unni, og það er ekki þorandi að gefa sjúklingum. Og til þess að forðast slíkt, jarðar hann bara vesalings fuglana, en gefur sjúkralhúsunum jafnmargar venjulega hana, daginn eftir. Þegar ég horfði á Brad vera að bauka yfir gryfjunni í myrkr inu, datt mér í hug annar mað- ur, sem laut yfir Kerry í myrkri. með báðar hendur á kverkum hennar........ — Já, ég skal segja þér, kall minn, sagði Brad og fór inn eft- ir fleiri hönum, — að þessir eru þúsund dala virði hver um sig. En þeir eru bara ekki orðnir fullkomnir enn. Ég ætla að ala þá enn betur framvegis, og er þá mikið sagt. Þá drepa kjúkl- ingarnir mínir hvað sem fyrir kemur, skal ég segja þér. — Hvar er Evvie? spurði ég snöggt. Hann snarstanzaði og hrifning in hjá honum hjaðnaði niður. Aftur var hann orðinn þessi var færi, skjálfandi maður, sem ég hafði séð fyrr um kvöldið. — Ég veit ekki, hvar hún er. Hún hefur ekki haft neitt sam- band við mig og sannast að segja er ég þvi feginn. En það leggst í mig, að við munum bráð um frétta eitthvað — en það verða engar gleðifréttir. — Af hverju heldurðu það? — O, það er bara hugboð. — Kerry finnst við ættum að taka okkur til og reyna að finna hana. áður en lögreglan skerst í málið. Það var eins og hann stirðn- aði ofurlítið. — Nei. Við skulum heidur vera klók og skipta okk- ur alls ekkert af því. Ég skal segja þér, hvernig þetta gekk til. Ewie tók bílinn sinn og ók á járnbrautarstöðina þetta kvöld alein, og stökk svo upp í lestina til borgarinnar. Svo einfalt var það. Ég held ekki, að neitt mis- jafnt hafi komið fyrir hana. Hún er sennilega í felum og vonar, að við verðum dauðhrædd um hana. Hún hlýtur að koma fljót lega aftur, þó ekki væri til ann- ars en að láta á sér bera — vera stjarnan í leiknum. Þér er óhætt að trúa manni, sem hefur af þessu leiðinlega reynslu — við fréttum bráðlega af Evvie hinni dásamlegu! — Já, þú ættir náttúrlega bezt að vita það. En Dick ætti að minsta kosti ekki að vera að Ieita og aðgæta skrárnar yfir fólk, sem saknað er. Jæja, góða nótt þá — eða góðan daginn, eða hvað það nú kann að vera. Ég gekk aftur inn í húsið og velti því fyrir mér, að ef Brand hafði svona einfalda skýringu á málinu, hversvegna hann þurfti þá að vera svona hvumpinn í sambandi við það. En ég gat bara ekki trúað, að málið væri svona einfalt. Brad var að leyna mig einhverju — leyna því fyrir öllum, jafnvei Kerry, alveg eins og Kerry var að Ieyna fyrir öllum — jafnvel Brad — svöðusárinu sem hún var með á síðunni eftir árásina. Eg sneri mér við. Brad stanz- aði og hélt i hendinni á fiðr- uðum leifum af hönunum, og horfði á mig, þögull og kvíðinn á svip. Það var óviðkunnanlegt, að þessi maður, sem hafði þekkt 7 mig sem sannan vin frá barn- æsku, færi að verða tortrygginn gagnvart mér. — Brad, ég ætla ekki að fara að segja það neinum öðrum, en ég verð að segja þér, að þetta er í annað sinn, sem ég kem hing að í rannsóknastofuna síðan sam kvæminu lauk. Fyrra skiptið var fyrir svo sem klukkutíma. Þá varstu ekki í húsinu og heldur ekki hérna. Hann stóð kyrr og þagði. — Ég var á leiðinni að húsinu. þegar ég heyrði mannamál. Það var ofurlítil gola, sem bar það til mín úr áttinni frá kjúklinga- görðunum. Mér fannst annað vera þín rödd, en gat ekki greint hver hin var, né heldur, hvað sagt var — enda þótt samtalið væri all-hávært. En því lauk næstum á sömu stundu og ég varð þess var. Eigandi hinnar raddarinnar virtist hverfa út 1 buskann, en þú komst gangandi og með gremjusvip. — Hann hélt áfram að glápa á mig. — Get ég hjálpað þér nokkuð, Brad? — Já, með því að gleynia þessu. — En ef þetta var nú Evvie, sem með þér var.......? — Gleymdu því, gleymdu því. Eina svarið, sem ég gat gefið við þessari áfþökkun á hjálpar- boði mínu, var að fara leiðar minnar. Brad kom inn í húsið fljótlega á eítir mér og fór beint í rúm- ið. Nú var allt húsið 1 fasta svefni, að Kerry meðtaldri og að mér einum undanteknum. Áður en mínúta er liðin dett ég líka út af og læt næturverkinu vera lokið. Morgunin er grár og þögull — nema hvað hanarnir eru byrjað ir að gala. Úti í hlöðunni eru sigurvegararnir að æpa sigur- óp yfir gröfum hinna föllnu. 5. kafli. Sunnudagur síðd. kl. 3.10. „Ef réttvísin fær á annað borð fest fingur á svona leynistarf- semi þá dugir stundum ekki sak leysið eintómt til að bjarga manni úr klípunni — það getur líka verið þörf á góðum lögfræð ingi'..... Þannig skrifaði ég í fyrsta kafla þessarar skýrslu. Við vorum þegar farin að finna þörfina á góðum lögfræð- ingi. Ekkert okkar er fullkom- lega saklaust eftir lagabókstafn- um, en Brad er sýnilega í mestu hættunni, hvað það snertir. Þessi skýrsla mín getur þá kom ið lögfræðingnum að gagni, þeg- ar við náum í hann — þessi minnisgrein um pað, hvernig á- standið hjá Evvie versnaði um allan helming morguninn eftir — svo var Kerry og góðum ásetn ingum hennar fyrir að þakka. Fyrir nokkrum mínútum rauk Kerry út í vonzku — bara af því að ég sagði við hana og kannski rneð svolitlum ákafa: — Fjandinn hafi það, Kerry, nú ættirðu framvegis að hafa vit á að skipta þér ekki af þessu meir. — Víst skipti ég mér af því, hvæsti hún framan í mig. — Ég verð að vita, hvað hefur raun- verulega gerzt — og ég komst vissulega að nokkru, sem Evvie snertir. — Víst gerðirðu það. en þetta kann nú ekki að vera eins slæmt og það lítur út fyrir....... Það getur verið enrvþá verra. Hún kipraðr saman augun. — Verður ekki að ganga út frá því, að þú sért sérfræðingur í þessu öllu saman, Steve — manna- hvarfi, morðum og því um líku? Það er víst einmitt á þínu sér- sviði, er það ekki? Jæja þá, hvers vegna siturðu þá með hendur í skauti og gerir gys að mér fyrir það, að ég er að reyna að verða að einhverju gagni? Hvers vegna tekurðu þig ekki til og hefst eitthvað að? Kerry út. Skellir á eftir sér hurðinni. Það bezta, sem hægt er að gera í þessu Evvie-máli, er, að skipta sér bókstaflega ekkert af því. Þrátt fyrir þessa sannfær- ingu mína hafðist ég engu að síð ur nokkuð að fyrr í dag — sann- ast að segja fyrir morgunverð. Ég ók til Crossgate og fór beint í Limdlarkrána og hitti George við skenkiborðið, þar sem hann var að fá sér kaffi- sopa og telja saman tekjur gær- dagsins. Ég beindi skrafi okkar að þessum dularfulla gesti með páfagaukinn. Svo virtist sem McNeary hefði mikinn áhuga á byggingarlist- inni í byggðarlaginu okkar. Hann situr tímunum saman úti í forskálanum að kránni og dá- ist að pósthúsinu, ráðhúsinu 'og almenningsbókasafninu handan við götuna. Og hann hefur líka mikinn áhuga á landslaginu. Hann ekur langar fsrðir um sveitina og fer sér hægt — en mest þó að næturlagi. Ekki veit George, hvers vegna McNeary kann bezt við landslagið I tunglsljói, en það gerir hann mi samt. Jafnvel þó ekkert tungls- ljós sé, þykir honum það falleg- ast að næturlagi, — eins og til dæmis í gærkvöldi. McNeary var úti ! allt gær- kvöld, og kom ekki heim fyrr en seint, að hann er George sagði. Til minnis: Spyrja Brad, hvaða áhuga hann hafi á McNeary. Þegar ég kom aftur heim til Race, leit ég inn í hlöðuna. Haw ley, goskarlinn, var að taka til. Og þar eð hann hafði verið þarna dyravörður í allt gær- kvöld, hafði ég spurningar að leggja fyrir hann. Enskunámskeið í Englandi Enskunámskeið í English Language Summer Schools í Bournemouth, Brighton, Torquay, East- bourne og Hastings, hefjast 23. júní og lýkur 8. september. Valdir kennarar annast kennsluna, og nemendur dvelja á góðum enskum heimilum. Námskeiðin miðast aðallega við nemendur á aldr- inum 14 — 25 ára. Umsóknir þurfa að berast sem allra fyrst. Allar upplýsingar í síma 3 37 58, kl. 19 — 20. KRISTJÁN SIGTRYGGSSON. Útvarpsvirkjun Viljum bæta við nema í útvarpsvirkjun. Eiginhandarumsóknir ásamt meðmælum og upplýsingum um fyrri störf óskast afgr. Mbl. fyrir 11. þ.m. merkt: „8766“. ™^o Rafmagnstalíuitr Höfum fyrirliggjandi 200 — 400 — 500 og 1000 kg. rafmagnstaliur Útvegum stærri talíur með stuttum fyrirvara. Laugavegi 15, sími 1-16-20 og 1.33-33 Ljósprentunar- tækið DLtPLOMAT leysir vandann. EINFÖLD FLJÓTVIRK ÓDÝR OPTIMA Laugavegi 116 - S 16788. Neodon og DLW gólfteppi Verð pr. ferm. 298 á Neodon, Verð pr. ferm. 345 á DLW, LITAVER. Grensásvegi 22 Símar 30280 og 32262. Heimilisíólk yðar og gestir njóta gœðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.