Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1967. Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. f lausasölu kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. lf>5.00 á mánuði innanlands. HEIMSHREYFING KOMMÚNISMANS KLOFIN Cendiráð Sovétríkjanna í Peking hefur raunveru- lega verið í herkví í háltfam mánuð. Trylltur múgur hef- ur safnazt saman fyrir utan sendiráðið að nóttu sem degi, limt upp áróðursspjöld með árásum á Sovétríkin og sov- ézka leiðtoga og í raun ein- angrað sendiráðið gjörsam- lega. Sovétmenn hafa gripið ti'l þess ráðs að flytja konur og börn á brott, en jafnvel þeir flutningar hafa orðið fyr ir aðkasti hins kínverska múgs og hefur komið til handalögmála miili sovézkra sendiráðsmanna og rauðra varðliða. Að þessu sinni er hægt að taka undir ummæli Tass fréttastofunnar þe®s efnis, að ofsóknirnar gegn Sovétrfkjunum í Kína eigi sér enga hliðstæðu í stjórn- málasamskiptum landa. Þótt Sovétstjórnin hafi komið fram af furðu mikiilii hógværð til þessa verður þó að líta á óeirðirnar frammi fyrir bínverska sendiráðinu í Moskvu sem einskonar svar við hinum trylltu ofsóknum gegn sendiráði Sovétríkjanna í Peking. í Moskvu réðust sovézkir verkamenn inn í bínverska sendiráðið og af- hentu orðsendingu, sem Kín- verjar rifu í tætlur, hentu í andlit verkamanna og vörp- uðu þeim síðan á dyr. Slíkir atburðir í samskipt- um tveggja stórvelda mundu yfirleitt taldir undanfari meiri og alvariegri tíðinda og það virðist Ijóst, að tiil- gangur Kínverja með hinum brjálæðislegu aðgerðum gegn sovézka sendiráðinu í Peking sé einmitt sá að ögra Sovét- ríkjunum tiil róttækra ráð- stafana, svo sem stjórnmála- slita milli landanna. Jafn- Ijóst er, að Sovétríkin hyggj- ast sýna mikið langlundar- geð áður en til sMks kemur. Ofsókn.r Kínverja gagn- vart sovézka sendiráðinu og sendiráðsstarfsmö.nnum í Peking minna óhugnanlega mikið á svipaða atburði í kín verskri sögu, en það hefur oft gerzt áður á umbyltingar tímum í Kína að Kínverjar beini reiði sinni gegn fuiltrú- um útlendinganna, sendiráð- unum í Kína. Ósagt skal Mtið að svo komnu máli, hverjar afleið- ingar verða af þeim ótrúlegu afburðum, sem orðið hafa í Kíma að undanförnu. Hitt er ijóst, að þeir sýna glögglega, að heimshreyfing kommún- ismans er nú íaunveru'lega og endanlega klofin. Héðan í frá munu kommúnistar og #;om mútn isía f lokk a r skiptast í tvær andstæðar fylkingar, eftir því, hvort fylgt er stefnu Moskvu eða Peking og getur sMkur klofningur haft ófyrir- sjáaniegar stjórnmálalegar af leiðingar um heim allan. Bkki er óMklegt, að það ófremdarástand, sem nú rík- ir í samskiptum hinna tveggja voldugu stórvelda, Sovétríkjanna og Kína, verði til þess, að Sovétríkin telji sér nauðsynlegt að bæta enn samvinnuna við Vestur-Ev- rópuríkin og Bandaríkin og að Víetnam styrjöldin muni ekki lengur hefta þá þróun, sem raunverulega hófst að lokinni Kúbudeiiunni og sem smótt og smátt hefur skapað betra andrúmsloft og bætta samvinnu milli Banda- ríkjanna og Sovétrfkjanna. Athygli Sovétrí'kjanna hiýt ur í framtíðinni að beinast mjög að því að styrkja hern- aðarlega stöðu sína á landa- mærum Sovétríkjanna og Kína, því að eftir atburðina í Peking að undanförnu hljóta Sovétmenn að vera við öllu búnir. LÓÐAÞÖRFIN TEYGJANLEG í s.l. ári bárust Reykjavík- urborg 1352 gildar um- sóknir um lóðir í hinu nýja Fossvogshverfi. Eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær hefur borginni tekizt að afgreiða umsóknir um helm- ings þessara umsækjenda þannig að 652 þeirra hafa fengið lóðum úthlutað. Er þetta vissulega góður árang- ur miðað við það, að lóðir í Fossvogi þóttu sérstaklega eftirsóknarverðar. Afhyghsverð er sú stað- reynd, sem fram kernur í við tali Morgunblaðsins við Eli- ert Sehram, skrifstofustjóra borgarverkfræðings, að um 100 aðiiar hafa afsalað sér lóðum í Fossvogi og um 20 aðilar hafa afsalað lóðum í hinu fyrirhugaða Breiðholts- hverfi. Ástæðurnar fyrir þessu eru að sjál'fsögðu fjöl- margar, en einna mest ber á því, að þegar á reynir, hefur fólk ekki bolmagn til þess að leggja út í framkvæmdir eða að þörfin er ekki svo knýj- andi, að það vilji leggja á sig miklar byrðar vegna hennar. Þessi staðreynd sýnir glögglega, að eftirspurnin eft Rómversku teningarnir, sem talað er um í greininni. á teningnum Sitthvaö uppi bæöi fyrr og nú AP-grein eftir Eddy Gilmore. ÞAÐ hryggir mig meir en orð fá lýst að verða nú að skýra frá því að Róm- verjar þeir hinir sömu og fluttu með sér kristna trú til Bretlands, fluttu einn- ig með sér eitthvað ann- að miður gott og þar 4 meðal eigi allfáa teninga þeirrar tegundar er tölu- vert má um ráða hvaða hlið láti upp snúa hverju sinni. „Já, því verður varla á móti mælt“, sagði Norman Cook, forstöðumaður Guild- hall-safnsins í Lundúnaborg. „Hérna sjáið þér þá, viljið þér ekki ganga úr skugga um þetta sjálfur"? Og hann rétti mér nokkra forna ten- inga, sem fundizt höfðu í gómlum rústum, þeim er Lundúnaborg er á byggð. Stærsti teningurinn var með dálítilli haglegri holu á einni hliðinni. „Þyngdur ten- ingur“ sagði forstöðumaður- inn. Því það var svo í Lund- únaborg Rómverja forðum eins og reyndar enn í dag, að auðveldasta aðferðin til þess að ráða einhverju úm það hvað upp verði á teningnum hverju sinni er það að þyngja eina hliðina. Þá er skorinn út dálítill tappi í einni hlið- inni og þar stungið inn blý- lóði eða einhverju öðru á- móta þungu og tappinn síðan settur aftur í. Þegar búið er að þyngja eða „lóða“ eina hliðina á teningnum á þenn- an veg, hlýtur sú hliðin að verða oftast undir þegar ten- ingunum er kastað en létt- ari hliðin að koma oftar upp. Þyngdarlögmálið sér um það. Snjallur teningaspilari get- ur sem næst ráðið því hvern- ig þyngdur teningur hegðar sér á borði og hvaða hliðar koma upp hverju sinni. „Lítið þér nú á þessa hérna“ sagði forstöðumaður- inn. Það voru tveir teningar sem áttu það sammerkt með hinum fyrri að þeir vóru líka falsaðir. Þessir voru þó ekki þyngdir, heldur voru tvær hliðar þeirra, þær er báru töl urnar sex og einn, aðeins lengri en hinar hliðarnar. „Þetta var sniðugt“ sagði ég, „ég lærði teningaspil hérna fyrir ótal mörgum ár- um í smáborg einni í Suður- ríkjunum. Má ég prófa?“ Ég kastaði þessum rómversku teningum upp á sléttum safn pappírnum fjórtán sinnum. Sex og einn komu upp 11 sinnum af þessum 14. „En — eru þetta í raun og veru rómverskir teningar? Hvað er því til sönnunar? „Stóra teninginn fundUm við í grunni musteris Miþra, sem fannst fyrir um það bil tíu árum“ sagði Cook for- stöðumaður. „Það er eigin- lega hérna rétt andspænis við götuna. Þessir teningar fund- ust í öskuhaug sem rakinn er aftur til tímabilsins milli 100 f. Kr. fram til 200 e.Kr. svo það verður ekki um aldur þeirra villzt. „Hvað um hina? Já, þessir litlu þarna fundust í róm- verskum rústum við Little Bell Abbey og hina fundum við í borgarmúrum Lundúna. Allir hafa þeir varðveitzt mjög vel.“ Og Mr. Cooke hélt áfram máli sínu: „Þessir teningar“, sagði hann, „voru áreiðanlega notaðir um það leyti er Bret- land var hluti af rómverska heimsveldinu eða á árunum frá 55 f.Kr. fram til 410 e. Kr.“ „Því er nú einu sinni þann- ig farið“, bætti hann við, „að hvar sem skóflu er stungið niður í Lundúnaborg eru miklar líkur fyrir því að kom ið verði niður á einhverjar rústir eða minjar Rómaveldis. Líkurnar eru 10 á móti 1 að því er við teljum. Fólk hefur búið hér og unnið í hjarta Lundúnaborgar í nokkuð á þriðja þúsund ára. Borgar- hluti sá sem í daglegu tali er kallaður Borgin eða City og nú er hverfi fjármálanna, bankastarfsemi alls konar og annarra viðskipta er elzti hluti byggð bóls á þessum slóðum og þar finnast flestar minjarnar, bæði rómverskar og ekki síður minjar frá því fyrir daga Rómverja.“ „Sorphreinsunarmenn", sagði forstöðumaðurinn „hafa Framhald á bls. 20. ir lóðum í Reykjavík er mjög teygjanleg og að hinar fjöl- mörgu lóðaumsóknir, sem borizt hafa til Reykjavíkur- borgar gefa alis ekki rétta mynd af þörfinni á þessu sviði. Hún er greinilega mun takmarkaðri en ætla mætti af fjölda umsóknanna. Það kem ur glögglega fram í því, að 100 aðilar afsala sér lóðum í Fossvog9hverfi. Að einhverju leyti kann að vera að ástæðanna sé að leita í því, að jarðvegur í Foss- vogi sé óhentugri en annars staðar gerist ti'l byggingar- framkvæmda, en sannieikur- inn mun nú verá sá, að þar er aðeins um tiltölulega fáar lóðir að ræða, en hins vegar virðist áhugi manna á þess- um lóðum hafa verið svo mikill, að þeir vi'lji nokikuð á sig leggja til þess að reisa hús s*ín þar, Borgaryfirvöld í Reykja- vík hafa oft verið gagnrýnd fyrir það á undanförnum ár- um að hafa ekki fleiri lóðir til ráðstöfunar, en dæmið um Fossvoginn sýnir glögg- lega, að fjöldi lóðaumsókna er ekki hinn rétti mælikvarði á lóðaþörfina. Þar blandast 9vo margt inn í að rangt væri að M'ta á fjölda lóðaumsókna, sem merki um byggingar- þörfina í Reykjavík. Það er vissulega gagnlegt fyrir borgaryfirvöld, að þetta hef- ur komið svo skýrlega fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.