Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1967. 19 - ALÞINGI Fxamihalld af Ws. 28 verða lagt fyrir Alþingi eða a.m.k. skýrsla þessarar nefnd ar. — Magnús Jónsson sagði að Ijóst væri að gera yrði víð- tækar breytingar á íslenzkri skattalöggjöf til þess að hægt væri að taka upp stað- greiðslukerfi skatta og enn- fremur lægi það fyrir að staðgreiðslukerfið mundi verða dýrara í framkvæmd en núverandi skattakerfL Hér fer á eftir frásögn af umræðum um mál þetta í Sameinuðu Alþingi í gær. Eðvarð Sigurðsson (K), sagði að menn Ihefðu gert sér vonir um, að staðgreiðslukerfi yrði komið á nú um áramótin, eða a.m.k. færi að brydda ejtthvað á því, þar eð rikisstjórnin hefði ]ýst yfir að svo yrði. Þá sagði Eðvarð, að mikill áíhugi væri fyr ir þessu skattgreiðslukerfi með- al launþega, ekki sízt hjá þeim, er byggju við mismunandi tekj- ur frá ári til árs. Magnús Jónsson fjármálaráð- herra: Menn hafa lengi rætt um staðgreiðslukerfi skatta hér á landi og er ástæðan til þess sú, að miklar sveiflur eru á tekjum manna í sumum atvinnugreinum. Er það að sjálfsögðu aft erfitt að mæta (háum sköttum, sem lagðir eru á samkvæmt tekjum hðins árs, ef tekjur árið, sem Skattar skulu greiðast, eru mun minni. í>ví miður var ekki hægt að standa við loforð það, er ég gaf nm að koma staðgreiðslukerfinu á nú um áramótin, og var það vegna þess, að ég hafði ekki gert m'ér fulla grein fyrir, hversu mikinn undirbúning þarf til að koma þessu kerfi á. En strax eftir að ég hafði gefið þessa yfir lýsingu var hafizt handa um und irbúning að málinu. Þessi undirbúningur var unn- inn á sl. ári og var síðan í sept- embermánuði sl. skilað grg. til ríkisstjórnarinnar, sem er mjög mikið plagg, sem hefur inni að halda upplýsingar um stað greiðslukerfi í allmörgum Evr- ópulöndum og jafnframt var skil að annarri grg., þar sem gerð var ýtarleg grein fyrir þeim sér- stöddu vandamálum, sem við væri að glíma hér á íslandi mið- að við islenzkar aðstæður og ís- lenzka skattalöggjöf og leiddi þessi skýrsla í ljós, eða þessar skýrslur, að hér er um að ræða mjög viðamikið mál og vanda- samt, sem snerir bæði heildar- löggjöf skattamálanna og fram- kvæmd þeirra almennt. Málið er miklum mun erfiðara viðfangs en menn höfðu almennt gert sér grein fyrir í upphcifL Er það bæði, að íslenzk skattalöggjöf er Dagskrá Alþingis Efri deild: Ríkisreikningurinn 1965. Neðri deild: 1. Gerðarbækur ríkisstjórnar. 2. Áburðarverksmiðja. 3. Húsnæðismálastofnun rikis- ins. 4. Austurlandsvirkjun. 5. Verkfræðiráðunautar ríkisins á Norður-, Austur- og Vest- urlandi. Þökkum öliiuan sem heiðr- uðu mig með greinum, kvæð- um, ræðum, gjöfum, skeytum og heimsóknum á sextugsaf- mæli mínu 1. fetbnúar sJl. Hjörtur Kristmunndsson. fló'kin, að vart verður auðið að taka upp staðgreiðslukenfi, án þess að gera á henni mjög víð- tækar breytingar. Og á sama hátt er skipan innlheimtuhliða skatta málanna á þann veg, að á henni þurfa að verða miklar breyting- ar, áður en unnt verður að koma á staðgreiðslukerfi opinberra gjalda. Það er augljóst, að svo víðtækum breytingum verður ekki við komið, svo að viðun- andi sé nema að undangengnum ýtarlegum undirbúningi og sá undinbúningur hlaut að taka lengri tíma heldur en gert hafði verið ráð fyrir, eftir að lágu Magnús Jónsson fyrir þessar nauðsynlegu upp- lýsingar, sem sýndu, að málið var þetta flóknara en menn höfðu hugsað í upphafi. Eftir að skýrsla embættismanna, sem ég gat um, hafði borizt ríkisstj. í septem- ber 1,966, var hafizt handa um framhaldsundirbúning, sem var í því fólginn að taka þessar nið- urstöður til atfhugunar, bera þær saman við gildandi íslenzka skattalöggjöf, gera sér grein fyr- ir því í fyrsta lagi, hvaða kerfi ætti að velja vegna þess að stað- greiðslukerfin sjálf eru mjög mismunandi og eftir að það væri gert, að gera sér þá grein fyrir því, hvaða breytingar óumflýjan legt væri að gera á núgildandi íslenzkri skattalöggjöf og inn- heimtukerfinu, til þess að þetta væri auðið. f því skyni að vinna að þessu verki, skipaði ríkis- stj. í haust sérstaka nefnd, sem í skyldu vera fulltrúar bæði frá ríki og sveitarfélögum, þvi að það var að sjálfsögðu jafnnauð- synlegt, að sveitarfélögin væru með í málinu, því að ekki hvað sízt eru vandamálin mikil varð- andi það tekjuöflunarkerfi, sem gildir fyrir sveitarfélögin. Það er eitt erfiðasta vandamálið í sambandi við staðgreiðslukerf- ið. Þessi nefnd var skipuð í okíó- bermánuði og hún hefur unnið stanzlaust síðan og verið lögð á það áherzla að hraða störfum hennar sem allra mest. í nefnd þessari eiga sæti fyrst og fremst menn, sem hafa komið nærri þessum málum, og eru þeim gjör kunnugastir. Formaður hennar er Guðlaugur Þorvaldsson ráðu- neytisstj. í fjmrn., en aðrir nefnd armenn eru þeir Hjálmar Vil- hjálmsson ráðuneytisstjóri, Sig- tryggur Klemenzson bankastjóri og ólafur Björnsson prófessor, Sigurður Ingimundarson alþm., Halldór E. Sigurðsson alþm. og Jón Tómasson skrifstofustjóri. Starfssvið þessarar nefndar var að gera till. um það með hvaða hætti og á hvaða grund- velli eða eftir hvaða kerfi eigi að taka upp staðgreiðslukerfi opinberra gjalda hér á landi og þá að sjálfsögðu um leið að gera sér grein fyrir því, hvort hér séu einihverjar þær hindranir í vegi, sem geri þetta illmögulegt. Jafnframt þessu átti nefndin svo að gera sér grein fyrir því, hver yrði kostnaður við hið nýja kerfi, því að það liggur nokkurn veginn ljóst fyrir, að staðgreiðs’.u kerfið mun í framkvæmd verða mun dýrara heldur en núverandi skattheimtukerfi er. Mað þessari nefnd vinnur ríkisskattstjóri sem ráðunautur hennar og fram- kvstj. og auk þess dr. Gísli Blöndal. Að því hefur verið stefnt, að málið gæti komið fyr- ir Alþ., sem nú situr. Ég hafði vonazt til, að nefndin hefði lokið störfum sínum nú í byrjun febr- úar og það hefxr áreiðanlega verið unnið af fullu kappi í nefndinni með þ*ð í huga, en viðfangsefnið reyndist það viða- mikið, að formaður nefndarinnar hefur tjáð mér, að það séu mjög litlar og eiginlega engar líkur til að starfsemi hennar geti orðið lokið fyrr en í lok þessa mánað- ar, febrúarmánaðar. Hver endan- leg niðurstaða í málinu verður, skal ég ekkert um segja. Því var að vísu lýst yfir í yfirlýsingu rfkisstj., að hún mundi beita sér fyrir því, að tekið yrði upp stað greiðslúkerfi skatts. Ég þori ekki á þessu stigi miðað við það, sem liggur fyrir, að gefa ákveðna yfirlýsingu um, hvort það verð- ur eða ekki. Hitt er annað mál, að málið verður tvímælalaust lagt fyrir Aiþ., fyrst og fremst skýrsla sú, sem nefndin semur um þetta mál, þar sem verður gerð annars vegar grein fyrir þessum kerfum í nálægum lönd um. Hins vegar hinum sérstæðu íslenzku vandamálum, hvaða kenfi aðlagist bezt íslenzkum aðstæðum og hvaða breytingar verði óumflýjanlegt að gera til þess að innleiða kerfið hér á landi. Hvort nefndin verður sammála um það að mæla með því að kerfi verði innleitt eða ekki eða hvort rfkisstj. að þess um málum öllum athuguðum og að athuguðum þeim grg., . sem nefndin skilar, telur sér fært að mæli með því við Alþ., að kerfið verið innleitt eða ekki, •þori ég heldur ekkert um að segja fyrr en ég sé þestsar niður stöður, en undir öllum kringum- stæðum verður málið lagt fyrir Aliþ. annað hvort sem skýrsla eða þá í þál.-formi, því að það er ljóst, að enda þótt menn kynnu að verða sammála um það að innleiða þetta kerfi, þarf það mik inn aðdraganda, og miðað við þær víðtæku breytingar, sem þarf að gera á íslenzkum skatta- lögum, er alveg ljóst, að það a.m.k. verður ekki innleitt í fram kvæmd á þessu ári 1 flestum eða öllum löndum, þar sem þetta kerfi hefur verið innleitt, hefur undirbúningur þess tekið mörg ár og a.m.k. í sumum þessum löndum var sá háttur á hafður, að allmörgum árum áður en kerfið tók gildi, var ákveðið með lögum, að það skyldi taka gildi. Er talið nauðsynlegt að hafa svo og svo mörg ár til undirbúnings bæði tif kynningar á kerfinu og til ýmissa ráðstafana, þannig að það geti þá verkað með eðlileg- um hætti þegar það væri inn- leitt. Það er rétt, sem hér hefur verið bent á, að ennþá hefur eng in þjóð vikið frá þessu kerfi, þannig að það má segja, að það á vissan hátt sýni, að kerfið sé jákvætt. En sannleikurinn er sá, sem einnig hefur komið í ljós hjá þeim fnönnum, sem hafa athug- að þetta, að það er nú ekki alls staðar vegna þess að menn eru svo stórlega hrifnir af því, held- ur vegna hins, að það er mjög erfitt að breyta frá þessu kerfi aftur, ef það er einu sinni upp tekið. Og hvort menn eru reiðu- búnir til þess að gera þær víð- tæku breytingar á fslenzkri skattalöggjöf, ekki hvað sízt skattamálum og eiginlega heild- arfjármálastefnu sveitarfélag- anna, sem hætt er við, að verði að gera, ef þetta kerfi er innleitt, — það skal ég ekkert fullyrða um, en það er að sjálfsögðu eðli- legt, að Alþ. taki afstöðu til þess. Að lokum tóku þeir aftur til máls, Eðvarð Sigurðsson og Magnús Jónsson. Jón Sveinsson útgerðormaður JÓN Sveinsson, útgerðarmaður, er í dag til moldar borinn. Við Jón vorum sameignar- og sam- starfsmenn um 20 ára tímabil. Við áttum oft í ýmsum erfið- leikum, eins og gengur hjá þeim er útgerð stunda, en þó voru einn ig sólskinsstundir inn á milli. Aldrei brást rósemi og stillingin hjá Jóni á hverju sem gekk. Ég á ekki annað en góðar endur- minningar frá þeim tíma er við vorum samstarfsmenn. Ég vil minnast Jóns frá þeim tíma. Vegna sona minna fjögurra, er störfuðu við útgerð Jóns um alllangan tíma, færi ég Jóni þakk læti fyrir prúðmennsku og góða framkomu við þá. Það þakklæti kemur að vísu nokkuð seint. , Frú Magneu, konu Jóns, sem stundaði mann sinn af frábærri ósérplægni og alúð um margra ára skeið, oft fársjúkan, votta ég mína dýpstu samúð, einn ig börnum Jóns, en þau elztu þekkti ég náið. Þeim, sem mikið líða og þjást hér á jörðinni, er dauðinn vonandi ávinningur. í Guðs friði. Torfi H. Halldórsson. NEW YORK, 6. fébnúar. — NTB. — U Thant, aðalritari SÞ, fer I tveggj a viikna leyfi til Burma I boði stijórnarinnar í Rahgioon. — Fer hann frá New Y>ork 22. febr. og heimsækir engin önnur lönid á leið sinnii austur. DÍESELVELAEIGENDUR: HALDIÐ VÉLUNUM HREINUM AÐ INNAN. Hvar sem vélarnar eru, til lands eða sjávar, er DZL-PEP efnið, sem DZL-PEP eyðir vatni og kemur þannig í veg fyrir myndun ískristalla í köldum veðrum. DZL-PEP leysir upp og eyðir sóti og öðrum óhreinindum, heldur spíssum hrein- um og stuðlar þannig að ótrufluðum gangi véla. DZL-PEP smyr um leið og það hreinsar. Eftirfarandi bréf frá einu þekktasta útgerðarfyrirtæki landsins talar sínu máli um árangur af notkun DZL-PEP: •Einar Egilaaop, R 9 y k J a v f k. VlS viljum hermeS' láta yíur. vita um árangur af nötkun • fnisins. DZL-PEP, sem blandað er £ brennslpolíu. bátavélanna og seni vlö höfum fengií hjí yJur. Við höfum aJaliega notað þetta efnl á eina bátavél, sem var mjög vengæf meS sótmyndun 'I afgastúrbínui SÍðan við fprum' að nota áðu'rnefnt efni, hefur brugðlð mjög til hlne betra, og I>að svo, að eftif 5 manaða notkun á þessárl vél aem um ræðir, vlð mjög erflð’ ekilyrði, er vélin í fyllsta lagi,. en áður þurfti að hrelnsa ’hana á 2Ja til.SJa mánaða fresti. fettá er okkur mikil ánægja að geta tllkynnt, yður um lelð og við nú gerum pöntun á meira magni af efni.þsssu.' Virðlngarfyllst, HAPALÍXJR BÖBVARRSON Jt CO, Útsölustaðir: Hjá Olíufélögunum og flestum kaupfélögum utan Reykjavíkur. — Kinnig Olíuverzlun íslands h.f. Verzlun E. Guðfinnssonar, Bolungarvík, Vélsm. Ás, Hellissandi, Ragnari Kristjánssyni, Grundafirði, Vélsm. Magni, Vestmannaeyjum og Olíusamlag Keflavíkur. Ath.: DZL-PEP á einnig við um eldsneyti fyrir olíuhrennara til upphitunar. EINAR EGILSSON, pósthólf 1224, sími 18995, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.