Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1<>67. 5 Ahafnir vörðu bátana skemmdum á Akranesi Akranepi.6. febr.: — VERSTA veðrið á vetrinum, með mikium sjógangi geisaði hér um helgina og raunar er hér suðvest an strekkingur og brim ennþá. Fiskibátarnir eru allir í höfn nema Sólfari, sem iagði út í sína fyrstu veiöferð með þorskanet á föstudaginn. Mjög órólegt var í höfninni og urðu skipshafnir að standa vakt um borð í bátunum, til þess að verja þá hnjaski. Smátjón urðu þó á öldustokkum eins og oft vill verða i slíkum veðrum. Vélskipið Reykjafoss sem lá við hafnargarðinn til afgreiðslu slitn aði frá og varð að sigla til Reykja víkur með verkamenn þá, sem unnu að lestarvinnu. Akraborgin varð að feila niður áætlunarferð ir á sunnudag vegna þess að ó- fært var á milli Akraness og Reykjavíkur, og ferðuðust menn því með bifreiðum Þ.Þ.Þ. sem töfðust lítið eitt á Hvalfjarðar- leiðinni vegna storms og élja- gangs. — H. J. Þ. Kveikja varð á vitanum er Drangajökull kom f BLAÐINIJ „The Journal-Pion- eer“, sem gefið er út í Summer- side á Prince Edward-eyju í Kanada, var í janúarbyrjun birt forsíðumynd og frétt um komu Drangajökuis tii Summerside. f blaðinu segir, að Drangajök- ul'l hafi komið frá Halifax til að sækja eina miMjón punda (500 tonn) af frystu grænmeti og sé fa-rmurinn metinn á 200 þúsund do’Mara. Það sé stærsti græn- metisfarmur, sem nokkru sinni hafi verið fluttur frá héraðinu, en grænmetið ætti að fara á markað í Bretlandi og HoMandi. Það sem blaðið segir að sé þó merkast við komu hins Lslenzka skips til Sommerside sé, að þetta hafi verið i fyrsta skipti, sem skipið hafi k'omið tii hafnar í Summerside eftir jól. Enda hafi ekki sézt ís í höfninni. Blaðið segir, að kveikja hafi orðið á vitanum í Summerside, en á honum hafi verið slökkt, þar sem ekki hafi verið Vúizt við skipaferðum á þessum árstíma. - ÁLYKTANIR Framhald af bls. S. þau eru jafnframt vandamál allrar þjóðarinnar. Frystar fisk- afurðir hafa um langan tíma verið verðmesta útflutningsvara þjóðarbúsins, og enn eru þær, ásamt saltfiski og skreið og ýms- um fylgiafurðum bolfiskveið- anna, meiri hlutinn af öllu verð- mæti útflutnings”íandsins. Verðfall það, sem nú hefir orðið á frystum fiski erlendis, er frystiiðnaðinum mjög þungbært, en það hefði þó ekki átt að valda þeim úrslitum, sem það gerir nú, ef ekki hefði annað komið til. Verð á frystum fiski hækkaði mikið á eriendum mörkuðum á sl. þrem árum. Þessar verðhækk- anir hafa allar horfið fiskiðnað- inum jafnóðum vegna gífurlegr- ar hækkunar innanlands á öllum framieiðslukostanði. Þannig má benda á, að frá 1963—1966 hefir meðaltalskauphækkun í frysti- húsunum numið samtals 70—80% og kemur þar m. a. fram veru- leg kaupækkun kvenna, en mest- ur hluti rekstrarkostnaðar frysti- iðnaðarins hefir aukizt hlutfalls- lega án þess að eigendur frysti- húsanna fengju þar nokkru um ráðið. Hin hagstæða verðþróun á er- lendurn mörkuðum fór því yfir- leitt út i verðlagið jafnóðum, og svo þegar kemur til verðlækk- unar nú, stendur allur hinn hái tilkostnaður eftir á framleiðsl- unni. Fundurinn telur, að útilokað sé með öllu, að frysti’húsin í landinu geti haldið uppi rekstri við þau rekstrarskilyrði, sem felast í tilboði því, sem fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa gefið kost á. Hann samþykkir því að kjósa fulltrúa í 5 manna nefnd, sem gangi á fund ríkisstjórnar. og Alþingis af hálfu S. H. og SÍS, og geri þeim fulla grein fyrir, hvernig komið er málum frystiiðnaðarins og leiti eftir að fá þá aðstoð, sem ta-yggja megi reksturinn á árinu. Fáist ekki viðunandi lausn á vandamálum frystihúsanna tel- ur fundurinn, að óhjákvæmilega hljóti að koma tU stöðvunar húsanna, telur fundurinn, að óhjákvæmilega hljóti að koma til stöðvunar húsanna. Fundurinn frestar störfum sínum, þar til nefndin hefir skilað áliti sínu.“ „Almennur aukafundur frysti- húsaeigenda, haldinn 7. febrúar 1967, vill vegna tillagna, sem komið hafa fram um endur- skipulagningu á uppbyggingu og rekstri hraðfrystiiðnaðarins, taka fram eftirfarandi: Fundurinn er samþykkur því, að málefni frystiiðnaðarins verði tekin til ýtarlegrar athugunar með það fyrir augum að leitað verði leiða til að auka, enn frekar en orðið er, framleiðni og bæta skipulag, bæði tæknilega og rekstrarlega, í frystiiðnaði landsins. Við slíka athugun telur fund- urinn að leggja beri sérstaka áherzlu á, að frystiiðnaðinum verði tryggð nægjanleg og hag- kvæm stofnlán til eðlilegrar uppbyggingar og breytinga, sem unnið sé að í fullu samræmi við þarfir hans. Þó að fundurinn sé meðmælt- ur almennri abhugun á málefn- um frystiiðnaðarins, ítrekar hann fyrri skoðanir frystihúsaeigenda urn að rekja megi aðsteðjandi erfiðleika frystihúsanna til enn veigameiri ástæðna, en hugsan- legs skipulagsleysis þessa at- vinnuvegar, eða að draga þurfi úr framleiðslugetu þeirra, jafn- vel með því að leggja mörg þeirra niður. Reynslan hefir sýnt, að svo að segja um allt land anna frysti- húsin ekki því aflamagni, sem að berst á þeim 2—3 mánuðum, ísÍÉii / .; ,-V - . • ■ ' • : . UR ÖLLUM ÁTTUM PEGAR tíðarfarið gefur tæKl- færi tU, er reynt að hreinsa göturnar í Reykjavík. Þá er gott að hafa hitaveituvatn, því heita vatnið leysir betur upp óhreinindin en kalt vatn. Þar sem þetta er einungis gert þegar þíða er, er nóg af heita vatninu. Þessar myndir tók ljós- myndari biaðsins, Ól. K. M., á Hringbrautinni við gamla kirkjugarðinn í fyrradag. Þar voru að verki menn frá Göturnar þvegnar með heitu vatni gatnahreinsuninni og spraut- uðu á stéttarnar, Mikill gufu- mökkur steig að sjálfsögðu upp, eins og sjá má á mynd- inni, þar sem krakkarnir næstum hverfa í gufuna. sem aðalaflamagnið kemur á land, þ. e. á vetrarvertíðinni. Stórfellt vandamál margra frysti húsa er það, hve starfstími þeirra er stuttur og óreglulegur. Á síðustu árum hefir þetta vandamál aukizt, þar sem dregið hefir stórlega úr afla togaranna með fækkun skipanna og aukn- um siglingum og jafnframt hefir útgerð smærri báta orðið veik- ari vegna fjárhagsörðugleika þeirra og fólkseklu. Við þetta hefir svo bætzt, að stórlega hefir dregið úr síldarfrystingu, eink- um vegna minni síldveiða Suð- Vestanlands, en einnig á þessu ári vegna minnkandi markaða erlendis, sem m. a. stafar af breyttri viðskiptastefnu. Fundurinn varar því við þeim hugsunarhætti að halda, að vandamál frystiiðnaðarins nú verði leyst með einfaldri skipu- lagsbreytingu, og telur enda, að víðast hvar annans staðar í þjóðarbúskapnum sé meiri þörf á hagræðingu í rekstri, en i hraðfrystiiðnaðinum, sem sannað hefir það á erlendum mörkuð- um, að hann er fyllilega sam- keppnisfær við hliðstæðan iðnað annarra þjóða. sé um sambæri- legar rekstraraðstæður að ,ræða á sviði fjármála og framleiðslu- kostnaðar." Á almennum atikafundi Sölu- miðstöðvar hraðfrystiihúsanna. sem haldinn var 7. febrúar, var rædd framkomin tillaga frá full- trúum ríkisstjórnarinnar um stofnun verðjöfnunarsjóðs. Sjóð- urinn bafi það hlutverk að jafna á milli ára verulegum hluta þeirra verðbreytinga á fiskaf- urðum, sem eiga sér stað á er- lendum mörkuðum. Fundurinn getur ekki tekið endanlega afstöðu til myndunar slíks verðjöfnunarsjóðs, fyrr en nánar liggja fyrir tillögur um uppbyggingu hans, fjáröflun og starfsemi. Fundurinn getur þó fallizt á, að samtök frystihúsanna til- nefni fulltrúa í nefnd til athug- unar á þessu máli. 40% afsláttur af Barbí-fötum Mikið úrval Aðalstræti — Nóatúni — Grensásvegi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.