Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1967. 11 Ánægðir Gullfossfarar koma heim Jxví að þau sýnast mjög ástfang- in, og svarar þá Reynir: — Það er nú ekki be;nt — við erum ekki gift sem sagt — heidur nýtrúlofuð. — Þetta er svona nokkurs konar brúðkaupsferð, segir Ljós- björg, en Reynir bætir við: — Hún verður að vera það, og þau brosa hvort til annars. — Hvað segið þið um ferðina? — Hún var mjög skemmtileg, segir Ljósbiörg, en unnistinn segir — líklegast var skemmti- legast að koma til Tenerife. — Hvernig var veðrið? — Það var mjög gott mest alla leiðina — segir Ljósbjörg, eftir að við komum til Azoreyja. í höfnum var farið í kynnisferð- ir um borgirnar og umhverfi og var allt mjög vel skipulagt, sögðu þau að lokum. • Eins og stór systkinahópur Þótt við höfum nú dvalið í húsakynnum Flugfélagsins um stund halda ferðafélagarnir á- fram að kveðjast og þakka góða viðkynningu. Tvær ungar og hefur hún verið eins og einn sólargeisli. — Hvað kanntu að segja okk- ur skemmtilegt úr ferðinni? — Ég get ekki sagt hvað hafi verið það skemmtilegasta, af því að það er misjafnt, hvað þessum finnst skemmtilegt og öðrum leiðinlegt. En það sem skipstjór- inn sagði við mig einu sinni og spurði hvernig ég hefði það, þá sagði ég við hann: — Það er sjálfskaparvíti, ef menn hafa það ekki gott. Ég held að hann hafi verið að hressa mig af því að ég hafði fengið mér einum of mikið — og hann héldi að mér liði illa og því svaraði ég þannig. Svo eru kannski aðrir, sem hafa haft það vsnt, vegna sjó- veiki en ég hef ekki fundið til hennar aðrir hafa aðra vanlíðan, en þjónustan um bor'ð í Gullfossi var 100%. — Meira get ég ekki sagt. • Dans á rósum. Jóhannes Skaftason lyfja- fræðingur í Vestmannaeyjum, — Ja. Það voru margir við koju. Fáir í matsal getum við allavega sagt. — Og hvernig var ferðin að öðru leyti? Jóhannes verður hýrari á svip inn þegar hætt er að tala um vonda veðrið: Eftir aá við kom- um til Azoreyja var ferðin sam- felld ánægja. Heil paradís og dans á rósum. — Hafðir þú farið utan áður? — Já, en ekki svona langt suð- ur á bóginn. — Hvert fóruð þið? — Við fórum fyrst til Azor- eyja, síðan til Madeira og þaðan til Tenerife á Kanaríeyjum og síðasti sólarstaðurinn sem við lentum á var Casablanca. Við fórum þaðan til Portúgaþ en þar var lítið sólskin. Eigi að síður var ákaflega ánægjulegt að koma þar. — Á hvaða 'stað var skemmti- legast að koma? — Þú meinar á hvaða stað maður ætli að koma aftur? — Segjum það. — Það væri helzt til Tfenerife á Kanaríeyjum. Ég mundi segja að það væri skemmtilegasti stað- urinn. — Og þið hafið. sem sagt feng- ið sólskin meginhluta ferðarinn- ar? — Já. Þegar komið var suður. Veturinn nær reyndar suður til Azoreyja, en strax og komið var til Madeira var komið hið „her- legasta" sumarveður. — Hvernig var gðbúnaður í ferðinni? — Mjög góður, — það er sann- arlega ekki hægt að kvarta und- an honum. — Þú gætir hugsað þér að fara í aðra slíka ferð? — Ja-á. Það var nú annars dálitið erfitt að sigla til Azor- eyja. — Varstu sjóveikur? — Nei. Það held ég geti ekki sagt. Ekki veikur, en lélegur og slappur. Jón Barðdal og Guðmundur Magnússon. víkingur og hin úr Vestmanna- eyjum knúskyssast og segjast vonast til að sjá hvor aðra áður en langt um líður. Við tökum þær tali og bær segjast heita Björk Björgvinsdóttir og Hildur Jórtsdóttir og við spyrjum þær i fyrstu, hvort ferðin hafi ekki verið skemmtileg. — Jú, alv.eg sérstaklega segja þær báðar en í því er kallað í Björk og hún bregður sér frá, svo að við spyrjum Hildi. hvaða staður sé minnisstæðaistur frá ferðinni. .— Það var Afrfka, Casablanca og Marakeúh, sem við fórum tiL Hörmungarnar þar líða manni ekki úr minni og örbireðin sem er svo mikil andstæða við okkar þjóðfélag. — En andrúmsloftið um borð? — Það var mjög fínt, gat ekki verið betra, segir nú Björk, sem komin er aftur. — Við héldum nú til f koju marga fyrstu sólarhringana, seg- ir Hildur, en það lagaðist allt saman. Við höfum varla næði til þess að tala við þær stöllur, því að allir virðast þurfa að þakka þeim fyrir samveruna og menn biðja fyrir kveðju til kunningj- anna og við spyrjum Hildi að lokum: — Það virðast allir þekkjast? ■— Já, þetta er eins og einn stór systkinahópur, og hún bros- ir við. • Sjálfskaparviti hafi menn það ekki gott Ingólfur heitir hnellinn mað ur með hatt, sem kvað hafa ver- ið hrókur alls fagnaðar um borð. Hann segist vera Arngrímsson og útgerðarmaður frá Patreks- firði og við spyrjum, hvernig honum hafi likað ferðin. — Prýðilega. Frá minni hendi aði þegar við spurðum hann hvernig ferðin hefði verið: — Það var nú stormasamt til að byrja með. Við lentum á há- vaðaroki á meginhluta leiðarinn- ar til Azoreyja. — Voru margir sjóveikir? • Lagði frá sér hamar og nagla. Guðmundur Magnússon. ungur húsasmiður í Reykjavík lagði frá sér nagla og hamar og fór í Gullfossferðina. Við spurðum hann hvort þetta hefði verið hans fyrsta ferð til útlanda: — Já, ég hafði aldrei farið áð- ur. Lovísa Rögnvaldsdóttir og Ólafur Eiríksson. Björk Björgvinsdóttir og Hildur Jónsdóttir. • Staðirnir upp og niður. Ólafur Eiríksson og Lovísa Rögnvaldsdóttir biðu þess róleg að farangur þeirra kæmi úr flug vélinni. Milli þess að þau kvöddu ferðafélagana og þökkuðu sam- veruna svöruðu þau spurningum okkar. — Hvað finnst ykkur um ferð- irra? Ólafur verður fyrir svörum: Hún var alveg prýðileg, segir hann og Lovísa tekur í sama streng: Ferðin var reglulega skemmtileg. — Slæmt sjóveður hefur ekki varpað skugga þar á? Lovísa segir að fæstir hafi verið sjóveikir, og þau alls ekki. Ólafur vill lítið gera úr slæmu veðri og segir að það sé ekki til að nefna. — Höfðuð þið farið í slíka ferð til útlanda áður? — Alörei hliðstæða þessari, en við höfðum farið áður út. — Voru það skemmtilegir staðir sem þið komuð til? — Það var svona upp og nið- ur. — Skemtilegasti staðurinn? Ólafur verður fyrir svörum: Tja, hvað skal segja, Tenerife. — Og af hverju Tenerife? — Kannski vegna þess að mað *r þekkti staðinn. Var búin að Og farþegarnir og samferða- mennirnir í fyrstu sólarferð Gullfoss, héldu áfram að kveðja hvern annan innilega og þakka fyrir samveruna. Fyrir utan voru þeir boðnir velkomnir. Við höfð- um hug á að fylgjast með störf- um tollþjónanna og fórum inn 1 afgreiðslu þeirra. Pakkar og töskur voru teknar upp og í þær skoðað, þrátt fyrir að farþeg- annir fúlívissuðu toliþjóna um að þeir hefðu ekkert ólögmætt í fór- um sínum, Svo fór að lokum að tollþjónum þótti nóg um að blaðamennirnir væru að horfa á störf sín, og vísuðu þeim frá, en síðast er við sáum til höfðu þeir ekki þurft að „grípa til sinna ráða“. PARÍS, 6. febrúar. — AP.'— Á laugardag lézt hér fyrir rétti einn helztu löigfræðinganna í Ben Barka-máiinu svonefnda, René-William Thorp, 68 ára gam all, fyrrum forseti franska lög- fræðingafélagsins, og verjandi bróður Ben Barka, Abdelkadars. Tæpur sólarhringur var þá lið- inn síðan annar verjandi ’AJbdel- kadars, Pierre Stibbe, 55 • ára gamall. lézt fyrir rétti á svdpað- an hátt. Lögfræðingarnir fluttu alls óskyld mál, Torp varði mál er reis út af arfi en Stibbe varði mann sem ákaerður var fyrir fjórfalt morð. — Og var gaman? — Ferðin var alveg stórfin. — Varstu nokkuð sjóveikur’ — Það var vont í sjóinn til að byrja með, en ég stóð mig eins og hetja og varð ekkert sjóveik- ur. — Hvar var skemmtilegast að koma? — Það er erfitt að gera upp á milli staða. Allsstaðar var gam- an að koma. Ég mundi samt nefna tii Lissabon sem skemmti- legasta staðinn. — Fór ekki vel um þig á Gul'l- fossi? — Aðbúnaðurinn var mjög góður, og ferðafélagarnir voru skemmtilegir og samstilltir. — Gætir þú hugsað sér að fara í aðra slíka ferð fljótlega? — Vissulega. Strax og ég væri búinn að safna fyrir henni. Nú kemur ljósmyndari Mhl. og ætlaði að taka mynd af Guð- mundi sem þá kallar á félaga sinn, Jón Barðdal seglasaumara, og vill hafa hann með á mynd- inni. Á meðan Ijósmyndarinn meðhöndlar tæki sín spyrjum við hvað honum finnist um ferð- ina, og á svarinu stendur ekki: Mér fannst hún eins ánægjuleg og hugsast gat. — Og skemmtilegasti staður- inn sem þið komuð til? — Madeira. Ingólfur Arngrímsson koma þangað áður. — Og munduð þið vilja fara aftur í slíka ferð, ef ykkur biðist hún. — Nei. Ég mundi vilja prófa eitthvað annað, segir Ólafur og Lovísa segist honum sammáia.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.