Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐip, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1967. Jónas Rafnar fyrrverandi yfiriæknir 80 ára í DAG er Jónas Rafnar fyrr- verandi yfirlæknir á Kristnes- bæli áttræðu-r. Hann er fæddur að Espihóli í Eyjafirði, sonur hins þjóðkunna fræðimanns og hefðarklerks, Jónasar Jónasson- ar prófasts að Hrafnagili og konu hans Þórunnar Stefánsdótt ur. Jónas læknir er mjög greind- ur ma'ður og námsgarpur mikill, enda útskrifaður úr Lærðaskól- anum í Reykjavík með ágætis- einkunn og læknaprófi lauk hann með mj'ög hárri 1. einkunn. Að loknu læknaprófi gerist hann héraðslæknir í 3 ár og fer sið- a'n til Danmerkur til framhaldis- náms í lungnasjúkdómum og er þar aðallega á Vejlefjord berkla hæli þangað til hann kemur til fslands aftur en þá flytur hann til Akureyrar og hefur þar læknisstörf 1919. Þ-egar berklahælið að Krist- nesi hóf starfsemi sína 1927 var Jónas Rafnar ráðinn yfirlæknir þess og gegndi því starfi óslitið tffl ársins 1955, en þá lét hann af störfum þar sökum aldurs. Þegar Kristneshæli hóf starf sitt 1927 var ákaflega mikið um berkaleiki alstaðar á landinu og þá ek'ki síður hér norðan- og austanlandis en annarsstaðair á landinu. Þa’ð kom því mest í hlut þeirra Jónasar Rafnar og Steingríms Matthíassonar hér- aðslæknis á Akureyri, sem jafn- framt var yfirlæknir Akureyrar spítala, að heyja hina miskunn- arlausu og látlausu orustu við „hvíta dauðann“, en svo var berklaveikin oftast nefnd í þá daga. Báði-r voru þessir menn forgöngumenn og brautryðjend- ur í þessari baráttu hér norðan- lands og reyndust báðir afburða menn hvor á sínu starfssviði; Jónas í baráttunni við innvortis berklana og Steingrímur við út- vortisberklana, sérstaklega þar sem handlækningum varð við komið. Er ég varð héraðslæknir á Akureyri 1933 urðu kynni mín af Jónasi Rafnar fljótlega bæði mikil og góð, því 15. júní 1938 hóf Berklavarnars+öð Akureyr- ar starf sitt, þar sem við Jórtas vorum læknar stöðvariinnar og höfðum eina hjúkrunarkonu okkur til aðstoðar. Auðvitað varð Jónas þegar frá upphafi aðalmaður þessarar stofnunar okkar, bæði vegna hæfni sinn- ar og reynslu, svo og persónu- legra kynna af högum og heimilum allra íbúa læknisihér- aðsins. Jónas var ákaflega minnug- ur, mannglöggur og ættfróður og það svo að oft gekk alveg fram af mér hversu glögg skil hann vissi á öllum berklasjúkl- ingum, sem á berhlavarnastöð- ina komu og þá ekki ein.göngu á sjúklingunum sjálfum, heldur á öllu heimilisfólki á heimili sjúklingsins og öl'lum æúingj- um harts, svo og hvern hann eða hún umgekkst. Allir sem eitthvað hafa fen.g- izt við berklavarnir skilja vænt- anlega hversu ómetanleg hjálp þetta var okkur i baráttunni við berklaveikina í læknishéraðinu. Jónas vann á Berklavarnarstöð Akureyrar óslitið frá 1938 +il 1955 fyrir sára Mtið kaup og má því segja að hann hafi á þessu tímabili unnið fórnfúst og ómet- anlegt starf til útrýimingar berklaveikinni í Akureyrar læknishéraði og víðar, og verð- ur það starf aldrei launað eða þakkað sem vert er. Engam mann hefi ég þekk1 hlédrægari, hjálpsamari, al'þýðlegri né skemmtilegri að vinna með en Jónas, því að auk þess að vera afbrágðs góður lungnasjúkdóma læknir er hann ótrúlega fjöl- hæfur og víðlesinn maður, hæg- látur og þægilegur í samvinnnu með mikla kýmnigáfu og eftir- tektarsamur svo af ber, enda lék það orð á að aldrei gerðist neitt á Kristneshæli svo að Jónas vissi það ekki strax næ_ta dag. Aldrei heyrði ég Jónas ávíta nokkurn mann en þó var reglu- semi öll á Kristneshæli með ágætum, enda mun það samnast sagna að öllum sjúklingum hans hafi þótt svo vænt um hann og borfð svo mikla virðingu fyrir honum að enginn mun viljandi hafa gert honum á t óti skapi. Ein af ríkjandi skapeigindum Jónasar var góðgirnin og hjálp- semin, svo og hversu gott orð honum lá til allra þeirra sem hann hafði einhver samskipti við. Aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn nann né öf- unda nokkurn af velgengni hans eða framgangi. Samvizkusemi og skyldurækni Jónasar var eins og vænta mátti mikil, enda var hann sérstaklega ‘ nákvæmur með allar læknisskoðanir sínar og læknismeðferð sjúklinga sinna og ’as af kostgæfini allar nýjungar um lungnasjúkdóma jafnóðum og einhverjar urðu, LOLp'it1 TÖKUM AÐ OKKUR ALLSKONAR FRAMKVÆMDIR BÆÐI í TÍMA- OG ÁKVÆÐISVINNU HÖFUM M.A. TIL LEIGU LOFTPRESSUR — 1, 2 og 3 HAMRA. SKURÐGRÖFUR — INTERNATIONAL. JCB-3, JCB-3C, FUCHS OG BRÖYT X 2 KRANA —- P & H = 15 tonna — FUCH = 5 tonna MIKIL REYNSLA f SPRENGINGU — VANIR MENN LOFTORKA SF. Hólatorgi 2 — Reykjavík — Sími: 21450 — 41787. HEIMDALLUR FUS KLÖBBFUNDUR Eysteinn Jónsson Laugardaginn 11. febrúar efnir Heimdallur til klúbbfundar í Tjarnarbúð og hefst hann með borðhaldi kl. 12,30. • EYSTEINN JÓN5SON, formaður Framsóknarflokksins verður gestur fundarins og talar um Framsóknarflokkinn. STJÓRNIN. enda beitti Jónas alltaf öllum þeim ráðum sem tiltæk voru á hverj'um tíma í hinum stóra heimi í baráttu sinni við berkla- veikina. Auk læknisstarfianna hefir Jónas Rafnar ýms hugðarefni, t.d. er hann bæði rithöfundur og allra manna fróðastu- um göm- u’ og ný þjó’ðleg fræði og hefir gefið út mikinn fjölda ýmissa þjóð- og draugasagna, sem birzt haf.a aðallega í „Grímu“, sem hann ritstýrði ásaimt Þorsteini M. Jónssyni um margra ára skeið. Síðasta ritverk Jónasar er um húsakost og húsaskipun í Eyja- firði á síðastliðinni öld og fylgja þessu riti grunnteikning- ar af öllum bæjum í Eyjafirði fyrir aldamót og er frágangur allur á þessu verki svo glæsi- legur að hreint listaverk má kallast, auk þess að vera stór- merkileg heimild um betta efni fyrir fræð’menn bæði rnú og komandi tíma. Þetta verk hefir að sjálfsögðu tekið lansran t'ma að semja og Jónas lagt í þa'ð mikla vinnu og alúð. Jónas Rafnar er kvæntur Ingibjörgu Bjarnadóttur pró- fasts frá Steinnesi, hinni mestu ágætiskonu sem stutt hefir mann sinn sem bezt verður á kosið en hlutverk lækniskonu er oftast bæði erilsamt og erfitt, því Htil'l er friðurinn á læknis- heimiHinu vegna símahringinffa og margs konar annars kvabbs frá sjúklinganna hendi og lendir þá oft á konunni að vera málli- göngumaður. Börn þeirra hjóna eru: Bjarni læknir á Akureyri, Jónas banka stjóri og alþingisrr-aður í Reykja vík og Þórunn, gift og búsett í Reykjavík. Ekki skal ég hér telja upp þau trúnaðarstörf sem Jónas hefur af hendi leyst, heldur enda þess- ar fáu línur með innilegasta þakklæti mínu og allra kolleg- anna á Akureyri fyrir' framúr- skarandi vel unnin störf í þ?gu Eyfirðinga og þjóðarinnar allr- ar og órofa drengskap og péð- girni í garð okkar allra lækna á Akureyri. Megi hinn aldni heiðursmað- ur ’og höfðingi, Jónas Rafnar fyrrverandi. yfirlæk .ir, lifa mörg og farsæl ár ennþá. Jóhann Þorkelsson. Vanar saumakonur óskast strax Prjónastofan Iðunn hf > v . Ií | W& I ||n V, % Hljómplata með brotum úr ræðum Ólafs Thors er til sölu á skrifstofu Heimdallar, Valhöll v/Suðurgötu. Hljómplatan er einnig send gegn póstkröfu hvert á land sem er. Pöntunum veitt móttaka á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins, Reykjavík, sími 17100. HEIMDALLUR og S.U.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.