Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1-967. Mynd þessa birti Hsinhua fréttastofan kínverska og segir hana af hermönnum freisishersins kínverska á Hainan eyju undan Suður-Kína, þar sem þeir eru að skrifa slagorðaspjöld tii stuðnings Mao Tze-tung. Ekki fylgdi, hvenær myndin hafði verið tekin. - KINA Framhald af bls. 15 hernum, að hann hefur alltaf lagt á það áherzlu, að herinn sé her þjóðarinnar og megi aldrei snúast gegn henni. Hann hefur lagt allt kapp á að lóta her- mennina vera í sem nánustam tengslum við aðra landsmenn, sent þá út á akrana að vinna með bændunum og í verksmiðj urnar að kynnast kjörum verka manna. Enn hefur það reynzt honum óþægur ljár í þúfu, að hann hefur þurft að berjast gegn embættismönnum komm- únistaflokksins úti um landið, — en þannig háttar til víða, að stjórnendur flokksins eru hinir sömu og stjórnendur hersins og því ekki gott að skipa þeim að beita 'hermönnum sínum 'il þess að hrekja sjálfa sig frá völdum. En hvaða vopni getur Mao þá beitt, svo að dugi? spyrja fréttamenn. Einn þeirra, frétta maður Dagnes Nyheter í Hong Kong svarar „Engu“ og segir, að Mao hafi hafið baráttuna með orðstír sjálfs sín að vopni og Rauðu varðliðana sem kross bera sína, en þegar í Ijós kom, hversu andstaðan gegn honum var sterk og skipulögð, hafi álit hans beðið slíkan hnekki að ekki verði úr bætt. Átökin undanfarið sýni, að Mao sé að verða æ einangraðri. f hópi fylgismanna hans séu nú að- eins örfáir hershöfðingjar og flokksleiðtogar og að því er Öste segir telja fréttamenn það yfirleitt veikleikamerki, að Mao skuli hafa beitt konu sinni svo mjög fyrir sig, sem raun ber vitni. Fordæmi slíks í kín- verskri sögu séu á þá lund, að Mao, sem hefur mikla þekk- ingu á sögu lands síns og þjóð- ar, hefði ekki átt að gera þá skyssu. Raunar er atibyglisvert að nú síðustu daga hafa nokkr- um sinnum birzt árásir á konu Maos á veggspjöldum Rauðu varðliðanna, þar sem henni eru borin á brýn óheilindi í menn- ingar'byltingunni og skilnings- leysi á högum alþýðunnar. Margir fréttamenn telja, að með því að leggja á það áherzlu, að menningarbyltingin sé bylting fjöldans, — bylting neðan frá — gegn flokksvald- inu, og stefni að því að koma á hinu stéttlausa ríki kommún- ismans, — muni Mao og fylgis- mönnum hans takast að sigra í baráttunni. Hvort sá sigur verður langvinnur er annað mál. Þeir eru víst ekki margir, sem leggja trúnað á, að þessi draumsýn geti orðið að veru- leika. „Rauði fáninn“ talar um, að Parísarkommúnan frá 1871, sem stóðst aðeins í nokkrar vikur, eigi að vera fyrirmynd hins nýja kínverska þjóðfélags. Mao viriðst eini þjóðarleiðtogi kommúnista, sem trúir enn að stjórnlaust og stéttlaust þjóðfélag fái staðizt. En þeir sem fylgdust með til- raunum hans með komm- únukerfið í sveitum Kína fyrir um það bil áratug, muna enn það efnahagsöngþveiti og per- sónulega tilfinningaöngþveiti sem þá skapaðist — og hafa ekki mikla trú á að þessi nýja tilraun hans takizt. >f >f >f Sá þáttur meningarbyltingar innar, sem nú er verið að leika í Kína, hefur nú staðið í rúm- an mánuð — hann hófst skömmu upp úr áramótunum. Og margt hefur gerzt á þeim tíma. Baráttan, sem áður beind ist gegn lista- og menntamönn- um, leifum borgarastéttarinnar í viðskiptalífinu, og endurskoð unarsinnum í kommúnista- flokknum, beindist inn á nýjar brautir — inn á svið efnahags- og verkalýðsmála, til verk- smiðjanna, námanna, samyrkju búanna og þar fram eftir göt- unum. Áður hafði vígvöllur- inn verið borgarstrætin, smáverzlanir, leikhúsin, lista- söfnin, skólarnir, flokksskrif- stofurnar og ritstjórnarskrif- stofur dagblaðanna. Þessi þátt- ur er því athyglisverðari og úrslitin forvitnilegri, sem stærri hluti þjóðarinnar á hér hlut að máli og þegar til lengd ar lætur, verður það sennilega afstaða bændanna og verka- mannanna, sem ræður úrslit- um í þessari baráttu. Árásir Mao-sinna á helztu forystumenn og stjórnir flokks deildanna hljóta, þegar fram í sækir, að draga verulega úr áhrifum flokksstjórna kommún ista í framtíðinni og þannig leiða til endurskoðunarstefnu, eins og í Sovétríkjunum, þó e.t.v. verði með öðrum hætti. Mao hefur í áratugi verið að byggja upp valdakerfi flokks- ins og trú fólksins á óskeikul- leika ^flokksforystunnar. Nú upplýstist allt í einu, að þessi sama forysta hefur verið rotin og setið á svikráðum við Msa og þjóðina og þjóðinni er ætl- að að taka trúanlega nýja leið- sögumenn, Rauðu varðliðana, sem mestmegnis eru óþroskað- ir og ómótaðir unglingar. En það er ekki víst, að þorri manna verið ginkeyptir fyrlr því. X~ >f >f Af þeim óljósu og sundur- leitu fregnum, sem boriz; hafa frá Kína að undanförnu má ráða, að átökin og ör.gþveitið, sem þeim fylgja, hafi breiðzt til allra helztu borga og héraða landsins. Peking útvarpið og fréttastofan Nýja-Kína hafa sagt frá ýmsum stöðum þ;:r sem stuðningsmenn Maos hafi náð að bæla niður uppreisnir endurskoðunarsinna, allt frá Heilungkiang-héraði í Manchu riu til Kweiohow í Suðvestur- hluta landsins, — en nánir stuðningsmenn Maos játa í einkaviðtölum, að enn sé við ramman reip að draga og and- stæðingarnir langt frá því œpp- rættir. Sömu fregnir berast um aðrar leiðir. Þanhig segir frá andstöðu gegn Mao í héruðunum Heil- ungkiang, Shansi og Kweichow og japanska blaðið Yomhjri boðar, að Kantonbúar séu að undirbúa uppreisn, ætli að láta til skarar skríða í þessari viku eða næstu, í, sambandi við kín- versku áramótin. Venjulega er mikið um dýrðir í Kína á þess- um tíma, — 3ja daga áramóta- gleðskapur, en að þessu sinri hefur hátíðáhöldum verið frest að vegna menningartoyltingar- innar. Ekki er ljóst hversu vel vopn um búnir andstæðingar Maos eru. Peking-útvarpið tilgreindi andstöðuflokka í Harbin í Manctouriu, sem hefðu verið vopnaðir trékylfum, járnstöng um og gaddavír og öðrum vopn um, og verið sigraðir án þers nokkru skoti væri hleypt af. Enn aðrar fregnir herma, að víða á svæðinu frá Amurfljóti, norður af Harbin, í fjallahéruð unum í Innri Mongólíu og Sinkiang hafi heilu herdeildirn ar (m.a. 10.000 hermer.n í Sinkiang) snúizt til liðs við andstæðinga Maos. Samkvæmt veggspjöldum í Peking hafa hermenn í borginni Sh ihhotze í Sinkiang ráðist á Mao-sinna, vopnaðir riflum, vélbyssum og handsprengjum og fellt um hundrað manns. Það fylgdi fregninni, að Way En-mao, yf- irmaður hersins í Sinkiang og jafnframt forseti miðstjórnar kommúnistaflokksins (og forn vinur Liu Shao-chis) hafi geng ið í lið með uppreisnarmönn- um. Og í Huhohaote í Innri Mongolíu er sagt að Ulanfu, varaforsætisráðlherra, hafi tekið alla stjórn flokks og hers í sínar hendur undir herópinu: Mong- ólía fyrir Mongóla". Á þessum svæðum eru átorif Sovétstjórnarinnar mest, landamærin eru sam- eiginleg á 6—7000 km svæði og þarna búa þjóðir af mongólsku og tyrknesku kyni, sem alltaf hafa, þegar færi hef- ur gefizt, reynt að brjóta af sér yfirráð miðstjórnarinnar í Peking. Úrslit baráttunnar í Sinki- ang skipta ekki svo litlu máli, því þar eru helztu kjarnorku- tilraunastöðvar Kínverja og eldflaugastöðvar. Er því einkar athyglisvert að fylgjast með þróun málanna þarna á landamærasvæðunum, m.a. vegna áihrifa hennar á sam búð Rússa og Kínverja. Sú var tíðin, að keisarastjórnir Rússa og Kínverja bitust og börðust um þessi landsvæði og Kínverj ar hafa merkt sér á landabréf- um stór landsvæði, sem nú til- heyra Sovétríkiunum — og miða þá við Kínaveldi, eins og það var á velsældartímupum. Því má búast við, að Kínverj- ar óttist mjög, að Rússar noti nú þau tækifæri, sem gefast til að auka enn áhrif sín á þessum slóðum — og stjórn- málafréttamenn velta þeirri spurningu fyrir sér, hvað ger- ast muni, ef ráðamenn í Sinki- ang og Innri-Mongólíu biðja Sovétstjórnina um aðstoð í bar áttunni við Peking-valdið. Mbj. UTAN ÚR HEIMI Framhald af bls. 14 ekki stundað sína iðju hér nema í svo sem 150 ár. Um Rómverja má margt gott segja, en sorphreinsun var ekki þeirra sérgrein, þeir fleygðu bara öllu sem ónýtt var eða óæskilegt í garðh’ol- urnar að húsabaki og það er einmitt úr þessum ruslahaug- um þeirra sem við fáum flestar minjarnar um þá og veru þeirra hér í landi.“ „Þegar Royal Exchange eða Kauphöllin — bygging sú sem hýsir Guild-safnið — var reist“, hélt forstöðumað- urinn áfram, „fannst mikið af rómverskum munum í grunni byggingarinnar. Margar eigin koniir verkamannanna við uppgröftinn þá eiga nú í fór- um sínum rómverskar brjóst- nælur, sem bændur þeirra grófu upp úr leðjunni á þess- um slóðum. Þar sem heitir Walbrook var eitt sinn ár- spræna og rann í gegnum róm versku borgina er þar stóð forðum og leðja þessi hefur varðveittt fornminjar einstak lega vel“. Hann hló við og sagði: „Og svo komu verka- mennimir niður í skrautdót þetta, grófu upp, stungu á sig, fóru með heim og snurf- usuðu og gáfu svo konum sínum.“ Teningar í ýmsum myndum eru sennilega með elztu leik- tækjum mannsins. I Encycl- opaediu, Britannicu segir að teningar, merktir sem næst á sama hátt og þeir eru enn í dag, hafi fundizt I gröfum egypzkra konunga og fyrir- manna sem grafnar voru meira en 2000 árum fyrir Krists burð. Sófókles sagði reyndar hér áður fyrr að ten inganna hefði fundið upp Grikkinn Palamedes, sér og öðrum til dundurs í umsátr- inu mikla um Trjóuborg. En fornleifafræðingar og fundir þeirra hafa afsannað þá full- yrðingu Sófklesar. Fróðir menn telja að ten- ingaspilið hafi borizt til Bretlands með fyrstu Róm- verjunum sem þar stigu á land um 55 f.Kr. Teningarnir sem nú eru í safninu í Guild- — þessir fösluðu, meina ég — voru gerðir úr beinum geita og kinda og þaðan er komið orðatiltæki að „throw- ing the bones." Þegar Danir lögðu undir sig hluta af Englandi á 9. öld létu þeir fljótt heillast af teningaspili og í sögubókum segir frá því er biskup einn sótti heim Knút kóng um miðnætti að ræða mikilvæg mál er vörðuðu heill ríkisins. Biskup fékk að vísu áheym hjá kóngi en ekkert orð af viti gat hann tiogað út úr honum segir sagan, svo mik- inn áhuga hafði Knútur á tien ingunum. Félag Árneshreppsbúa Reykjavík Árshátíð félagsins verður haldin í Sigtúni föstud. 10. febrúar kl. 21.00. STJÓRNIN. HEIMDALLAR verður haldinn í Lido laugardaginn 18. feb. n.k. Heimdellingar — Sameinumst um að gera afmælishátíð okkar sem glæsilegasta. — Miðar afgreiddir á skrifstofu félagsins í Valhöll við Suðurgötu frá kl. 1—5. Borðpantanir á sama stað sím': 17102. BRÆÐURNIR KAMPAKÁTU —K— TEIKNARI: JÖRGEN MOGENSEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.