Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1®67. 7 Skólasýnmg í Ásgerímssalni UM þessa mundir stendur yfir skólasýning í Ásgrímssafni og eru þar sýndar Þjóðsagnateikn ing:ar hans. Af því tilefni birt- um við á næstunni nokkrar þessara mynda, ásamt giefs- um ór viðeigandi þjóðsögum. ; Fólk getur svo lesið sér betur I ta. ; „EINU sinnl var karl og kerling f koti sínu. Þau áttu sér þrjár dætur, þær hétu: Signý, Oddný og Helga. Signý og Oddný voru augasteinar karls og kerlingar, en Helgu höfðu þau útundan. — Karl og kerling lifðu með dætrum sínum á sjófangi eingöngu, og reri karl einn á báti hvem dag, sem fært var. — Einu sinni rak á hann ofsaveður svo mikið, að hann gat við ekkert ráðið, og þá bætti það ekki úr skák, að þegar hann er staddur í þessum lífs- háska, kemur grá loppa og loðin upp á borðstokkinn hjá honum, OG ER SAGT UM IÆlf), að þetta skuli verða hans síðasta, ef hann gefi sér ekki dóttur sína. Þykist karl skilja að þetta muni vera risi, og vinnur það til, þó honum þætti það þungt, að iofa honum dóttur sinni, með því líf hans lá við. Kyrrir þá sjó, svo karl kemst að iandi, með heilu og höldnu“. (Eftir sögn frú Hólmfríðar Þorvaldsdóttur). Lágt verð ! LÓUBÚÐ — Stretchbuxur fallegar, góðar, ódýrar! 2 — 8 ára. Verð frá kr. 206.— til 275.— LÓUBÚÐ, Starmýri 2. Dömur takið eftir HEFI FENGIÐ NÝTT ÚRVAL AF LOÐSKINNUM, EINNIG HÚFUM, HETTUM, TREFLUM, KRÖGUM. MINKA KOLLY í TÍZKULITUM. UNNUR H. EIRÍKSDÓTTIR, feldskeri Skólavörðustíg 18, 4. hæð. Málaravinna Önnumst alla málaravinnu. Jón og Róbert, sími 15667 og 21893. Húsbyggjendur Lögum steingrunn, sem um leið sparar eina málningar- umferð. Verð kr. 60,00 hver litri. Málarabúðin Vestur- götu 21, sími 21600. Háseta vantar strax á mb. Tindastól, sem er að hefja veiðar með þorskanet. — Upplýsingar í síma 51119. FRÉTTIR Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20:30 samkoma brigader Olga Brustad frá Nor- egi talar. Foringjar og hermenn- irnir taka þátt. Allir velkcwnnir. Alþjóðlegur bænadagur kvenna er á morgun. Konur munu halda samkomu í Fríkirkj unni í Reykjavík kl. 8:30 á Akur eyri, Isafirði og Keflavik verða samkomur og miklu víðar þvi konur koma saman á 15 stöðum á landinu. Konur eru hvattar til að sækja samkomur bænadags- tns. Heimatrúboðið. Almenn samkoma 1 fcvöld fcl. 8:30. Sungnir verða Passíusálm- air. Verið velikomin. Kvenfélag Lágafellssóknar Fundur að Hlégárði þriðju- daginn 14. febrúar kl. 8:30. Hall- dóra Inigibjörnsdóttir sýnir mynd ir og segir frá dvöl sinni I Nor- egi s.l. haust á námsskeiðinu: Varðveizla norrænnar menning- ar. Stjórnin. Kvenfélag Óháða safnaðarins Fundur eftir messu n.k. sunnu dag Frú Aðalbjörg Sigurðardótt- ir flytur erindi. Þorrafagnaður safnaðarins verður sunnudag- inn 26. febr. f samkomusal Dom us Medica og hefst kl. 7 studvis- lega. Skemmtiatriði nánar aug- lýst síðar. Konur í Styrktarfélagi van- gefinna halda fund að Bárugötu 11 fimmtudaginn 9. febrúar kl. 8:30. Fríkirkjan í Hafnarfirði Þau börn, sem fermast eiga í Fríkirkjunni vorið 1068 komi til viðtals í kirkjunni föstudaginn 10. febrúar kl. 6. Séra Bragi Benediktsson. Frá Guðspekiféiaginu. Stúkan Dögun heldur fund í kvöld kl. 8:30 I Guðspekifélags- húsinu. Spren Sörensson flytur erindi: „Andlegur þroski og ann- að líf“. Kaffiveitingar verða eft- ir fundinn. Barðstrendingar Munið málfundinn í Aðal- etræti 9. kl. 8:30 í kvöld . Fíladelfía, Reykjavík Á almennri samkomu í kvöld kl. 8:30 talar Gunda Liland kristniboði frá Afríku. Félag austfirskra kvenna Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 9. febr. að Hverfisgötu 21. klukkan 8:30. Stundvíslega. — Stjórnin. Kvenfélag Hallgrimskirkju heldur fund n.k. þriðjudag 14. febrúar kl. 8:30 e.h. í Iðnskólan- um. öllum eldri konum í sókn- inni er sérstaklega boðið á fund- inn. Frú Guðrún Hulda Guð- mundsdóttir syngur einsöng. Sr. Jón Hnefill Aðalsteinsson fil. lic. flytirr erindi. Kaffidrykkja. Stjómin. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt heldur hátíðlegt 30 ára afmæli sitt miðvikudaginn 15. febrúar og hefst með sameiginlegu borð- haldi í Sjálfstæðishúsinu kl. 7:30. Ávörp, söngur og ýmiss ágæt skemmtiatriði. Félagskonur, bjóð ið gestum með ykkur á þessa há- tíð félagsins. Aðgöngumiðar verða seldir í Sjálfstæðiahúsinu niðri, jaugardag, mánudag os þriðjudag frá kl. 2:30-7. Allar aðrar upplýsingar gefur Maria Maaek í síma 15528. Kvenfélagið Hrund Hafnar- firði. Aðalfundur verður haldin í félagsheimili Iðnaðarmanna mánudaginn 13. febrúar klukkan 8:30. Fundarefni: Framhaldssagan, bingó. Ing- veldur Hjaltesteð syngur. Kaffi. Stjórnin. Kvenfélag Kópavogs heldur fund í Félagsheimilinu fimmtu- daginn 9 febrúar kl. 8.30. Fund arefni: Rætt um aðalfund, félags skrá og fleira. Baldvin Þ. Krist- jánsson mætir á fundinum. Stjómin. Kvenfélag Langholtssafnaðar Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 13. febr. kl. 8:30. Stjórnin. Akranesferðir Þ.Þ.Þ. mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugar- daga frá Akranesi kl. 8. Miðvikudaga og föstudaga frá Akranesi kl. 12 og sunnudaga kl. 4. Frá Reykjavík alla daga kl. 6, nema á laugardögum kl. 2 og sunnudögum kl. 9. Pan American þota kom frá NY kl. 06:36 1 morgun. Fór tíl Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 07rl5. Vænt- anleg frá Kaupmannahöfn og Glasgow kl. 18:20 í kvöld. Fer til NY kl. 19:00. Skipaútgerð ríkisins: Esja er á Aust- fjörðum á norðurleið. Herjólfur fer fná Rví-k kl. 21:00 í kvöld til Vest- mannaeyja. Blikur er á Vestfjarða- höfnum á suðurleið. Árvakur var i Flatey á Skjálífanda í gær á vestur- leið. Hafskip h.f.: Langtá er í Vestmanna eyjuim. Laxá er í Hamborg. Rangá er á Eskifirði. Selá fór frá Hull 7. þm. til íslands. Flugfélag íslands h.f. Millilandaflug: Skýfaxi kemur frá Glaogow og Kaup- mannalhön kl. 16KM) í dag. Vélín fer til London kl. 08:00 á morgun. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vest- mannaeyjar (2 ferðir), Patreksfjarð- ar, Sauðárkróks, ísafjarðar, Húsn- víkur (2 ferðir), Egilsstaða og Rauf- arhafn^r. Skipadeild S.Í.S.: AmarfeW er i Borgamesi. Jökulfell fór í gœr frá Grimsby til Klaipeta. Disarfell er væntanlegt til Gufuness í dag. Litla- fell losar á Vestur og Norðurlands- höfnuan. Helgafell fer í dag fné Reyðarfirði tli Liverpool Antwerpen og Hamborgar. Stapaell er á Raufar- höfn. Mælifell losar á Húnaflóahöfn- um. Linde er á Súgandafirði. Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka- foss fer frá Ardrossan 1 kvöld .8. til Avonmouth, Rotterdam, Hull, Ham- borgar og Rvíkur. Brúarfoss fór frá NY 4. til Rvíkur. Dettifoss fór frá Gautaborg 6. til Rvíkur. Fjallfoss fór frá Siglufirði 3. til NY. Goðafoss fer frá Hamborg 10. til Rvíkur. Gullföss fer frá Funcihal í kvöld 8. til St. Cruz de Fenerife, Las Palmas, Casablanca og London. Lagarfoss fer frá Rvlk kl. 05:00 í fyrramálið 9. til Keflavlkur. Mánafoss fór frá Antwerpen 1 morgun 8. til London, Leith og Rvíkur. Reykja oss fer frá Akranesi 1 dag 8. til Seyðds fjarðar, Kaupmannahafnar, Gdynia og Aalborg. Selfoss fer frá Rvík annað kvöld 9. til Cambridge og NY. Skóga- foss fór frá Raufarhöfn 7. til Hull, Antwerpen, Rotterdam og Hamborgar. Tungufoss fór frá Seyðisfirði í gær- kvöldi 7. til Kjöbmandskær, Lysekil, Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Kristiansand, Bergen, Thorslhavin og Rvíkur. Askja fer frá Rvík í kvöld 8. til Akureyrar, Húsavífcur og Siglu- fjarðar. Rannö fer frá Klaipeda 10. til Gdynia, Kaupmannahafnar og Rvíkur. Seeadler fór frá Hull 7. til Bergen og Rvíikur. Marietje Böhmier fer fré Seyðistfirði í dag 8. til London, Kaup- mannahafnar, Hull og Leith. Utan skrifstofutíma eru skipafréttir lesnar í sjálfvirfcum símsvara 2-14-66. Nýtízku hœð í Vesturborginni 154 ferm. 6 herb. íbúð með sérinngangi og sérhita- veitu til sölu. Hæðinni fylgir sérþvottahús og geymsla í kjallara og einnig innbyggð bifreiða- geymslu íkjallara. Selst tilbúið undir tréverk og málningu og verður komið í það ástand um næstu mánaðamót. Teikning á skrifstofunni. IMýJa Fasteignasalan Laugavegi 12 — Simi 24300. Húsbyggjendur Eldavélar í mörgum stærðum. Kæliskápar í mörgum stærðum. Kæliskápar (Gas) fyrir sumar- bústað. Frystskápar Frystikistur. Heildsala — Smásala. j MÁLSHÁTTUR^ Það er siður rakka að rífa úr hnakka. —— - - .......... ■■ Munið eftir að gefa smáfugl- unum, strax og bjart er orðið. Fuglafóður Sólskríkjusjóðsins fást vonandi í næstu búð. G. H. GUÐJÓNSSON (Miðbæ) Háaleitisbraut 58—60. — Sími 37637.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.