Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1967. 15 Hver verður afstaða Kínverja til stjdrna flokksins í framtíðinni? Þessi mynd segir Hsinhua fréttastofan kínverska a9 sé af verka þeir horfi með „takmarkalausri ást og virðingu á mynd hins sem hafi verið nýkomin úr prentun, eftir að „prentarar í Shang samtök og tóku völd i prentsm iðjunum“, eins og segir í texta • Á síðustu árum hafa mörg stór orð fallið í samskiptum Sovétríkjanna og Kína — og voru þeir, sem með hafa fylgzt, nánast hættir að undrast. En fúkyrðin, sem gengið hafa á milli þessara stórþjóða að und- anförnu, einkum af hálfu Kín- verja, hafa farið fram úr öllu, sem menn hafa átt að venjast í orðaskaki þjóða í milli — og framkoma Kínverja við starfs- menn sovézka sendiráðsins í Peking verið slík, að menn set- ur beinlínis hljóða. Mörgum, sem utan við þess- ar deilur standa finnst oft grát broslegar þær sakir, sem stjórn irnar bera 'hvor á aðra og þeir atburðir, sem gerzt hafa í Moskvu og Peking. En þetta ástand er því miður ekkert gamanmál — ágreiningurinn milli þessara ríkja, sem stöðugt hefur verið að ágerast á undan förnum árum, er orðinn að svo hyldjúpri hatursgjá, að lítið virðist þurfa út af að bregða úr þessu til þess, að ríkin siíti algerlega stjórnmálasamtoandi eða jafnvel komi til vopnavið- skipta þeirra í milli. Sovétmenn hafa lýst því yfir, að sjálfstjórn og þolin- mæði þeirra sé takmörk sett; að þeir hafi reynt allt, sem í þeirra valdi hefur staðið til að koma í veg fyrir að samskipti ríkjanna kæmust á þetta stig, en Kínverjar slegið hendi við ðllum slíkum tilraunum og hljóti því að bera ábyrgðina á því. hvernig komið sé málum. Þó skirrist Sovétstjórnin greinilega við að slíta stjórn- málasambandinu, — vaentan- lega vegna þess, að samtoands- #lit virðast einmitt það, sem Kínverjar keppa að. „Dagblað alþýðunnar** I Peking kallar Rússana „þessi viðurstyggilegu sovézku endur skoðunarsvín" og hvetur íil þess að ,jhundshausinn Kosy- gin“ verði hengdur í hæsta gálga. Og utanríkisráð’herra Kína hefur tilkynnt, að Kín- verjar óttist hvorki „himnaríki né helvíti, hvorki guði né djöfla og þá ekki Sovétmenn, „þessar fáu flugur, sem ein- hvern tímann munu frjósa í hel í hríðarbyljum“. Eftir þessi orð og síðustu at- burði í samskiptum þjóðanna, — heimferð allra kínverskra stúdenta frá Moskvu, brott- flutning meiri hluta sovézka sendiráðsfólksins frá Peking og umsátrið um þá, sem eftir eru. — er tæpast eftir annað en rjúfa stjórnmálasamtoandið. Síðasta vináttunefndin sov- ézka, sem send var til Peking, mætti engu öðru en óvináttu. Kínverskir sendimenn, sem verið hafa í Moskvu einhverra erinda, hafa verið látnir gista í köldum, gömlum og þæginda lausum hótelum og verið sýnd megnasta lítilsvirðing. Kín- verskum skólabörnum er nú kennt að hata rússneska end- urskoðunarsinna engu síður en bandaríska heimsvaldasinna, enda sitji þeir saman að svik- ráðum við Kína. í Sovétrikj- unum ferðast leiðtogar um og sannfæra þjóðirnar um algert sakleysi sitt að því er varðar átökin við Kínverja, og ung- lingar eru teknir á námskeið, þar sem þeim er sagt frá af- stöðu og framkomu Kínverja og kennt að nauðsynlegt sé að vera á verði gegn þessum óvin- um Sovétríkjanna. Jafnframt berast fregnir af auknum liðs- safnaði Sovétmanna á landa- mærunum við Kína og flótta tug þúsunda manna frá landamæra héruðunum kínversku til Sov- étríkjanna. * >f >f Jafnframt þvf sem kín- verskri al'þýðu er att til árása og svívirðinga á sovézk- ar konur og börn, sem halda mætti að væru lítt átoyrg fyrir stefnu valdhafanna í Krernl, hafa leiðtogarnir um það stór orð, að sú stund muni renna upp fyrr eða síðar, að hin mikla sovézka þjóð rfei upp gegn endurskoðunarsinnum í Kreml, reki þá úr emfoættum og taki sjálf völdin í sínar hendur. Vænta má að þessum stóryrðum sé fremur beint til Kínverja en Rússa, — í von um, að þau verði hvatn- ing til fylgis við Mao og menn- ingarbyltingu hans, ekki sízt í landamærahéruðunum, þar sem heilu herdeildirnar eru sagðar hafa snúizt til liðs við andstæðinga Maos. Ljóst er af gangi átakanna og menningarbyltingarinnar í Kína, að endurskoðunarsinnar þarlendir hafa átt mun meira fylgi að fagna en Maoistar hugðu. Raunar eru fregnir af átökunum enn svo óljósar, að erfitt er að henda reiður á því, hverjum vegni betur í valda- baráttunni. Þegar þetta er skrif að virðist af fréttum, að fylgis- menn hans hafi betur. En margir fréttamenn eru þeirrar skoðunar, að þeir hafi mætt slíkri mótspyrnu, að þeir neyð fet til að ganga að einhverskon ar málamiðlun, ef ekki eigi að steypa þjóðinni út í algéra borgarastyrjöld. Þegar áður en herinn fékk skipun um að grípa í taumana, hafði komið til blóðugra átaka og fljótt kom í Ijós, að einnig innan hersins var ágreiningur alvarlegur. >f >f >f Yfiriýsingar fylgismanna Maos um, að þeir ættu við að etja hættulega óvini sem græfu undan hinni kommúnísku bylt- ingu og reyndu að koma af stað borgarastyrjöld, sýndu glöggt. að þeir voru meira en lítið ugg andi um sinn hag og töldu nauðsynlegt að hvetja fjöldann til árása á þessa óvini. Þegar mönnum í Shanghai, þar sem mikla leiðtoga Mao Tze-tungs“, hai, tryggir Mao mynduðu ný fréttastofunnar. herinn var kvaddur til, töldu margir, að nú væru Mao og hans menn að spila út sínu sterkasta tropi og sigurinn væri þeim vfe. En stjórn- málafréttaritarar, sem fylgjast með atburðunum í Kína frá Hong Kong, eru almennt þeirr- ar skoðunar, að því fari fjarri, að hægt sé að telja herinn ör- uggt vopn í hendi Maos — enda hafi Lin Piao verið því andvígur að beita honum. Það hefur aftur leitt til ágizkana um að þeir Mao og Lin Piao hafi orðið saupsáttir og benda menn á að Lin Piao hefur hvergi komið fram opinber- lega í nokkra mánuði og nafni hans ekki verið haldið eins á lofti hjá Rauðu varðliðunum og áður. Fyrir nokkru hermdu fregnir, að hann væri í Man- dhuriu að kljást við andstæð- inga Mao-sinna þar. Fréttamenn eru yfirleitt þeirrar skoðunar, að í Kína eigist við þrjár fylkingar, bæði innan flokksins og hersins, þ.e.a.s. fylgismenn Maos og Lins Piaos, fy'lgismenn Liu Shao-chis og Teng Hsiao pings — og fylgismenn Ohou En-lais og Chen yis, sem reyna að bera klæði á vopnin og vilja að samningaleiðin sé farin til lausnar deilunum. Átökin innan hersins eru sögð hafa eflzt margfaldlega eft ir meðferðina á fyrrverandi yf- irmanni herforingjaráðsins, Lo Jui-ching, sem í fyrstu var hrakinn úr emtoætti og svívirt- ur, og síðan dreginn í keðjum um götur Peking. Þá er sagt, að 'hann hafi verið búinn að gera eina sjálfsmorðstilraun og eftir þá meðferð hafi honum tekizt að svipta sig lífi. Þá hefur annar fornvinur og hjálpahhella Maos .verið hrak- yrtur, þ.e. Chu Teth, hinn kunni hershöfðingi, sem ásamt nokk- ur þúsund manna liði sagði skilið við þjóðernissinnaherinn undir forystu C'hang Kai-sheks árið 1934 og hélt til liðs við Mao og kommúnista í Yenan. Vann Chu Tðh þar ásamt Mao að uppbyggingu hersins og her skólans í Yenan og átti veruleg an þátt í mótun þeirra skæru- 'hernaðaraðferða, sem Mao var höfundur að og hefur hlotið heiður og frægð fyrir. >f >f >f Ljós merki um ágreining inn an hersins eru ritstjórnargréin ar dagblaðs hans, „Rauða fán- ans“, sem birzt 'hafa að undan- förnu. Þar hefur verið tíðrætt um svikara í hernum, sem vefji nýjar flækjur og leggi á ráðin um nýjar aðgerðir gegn stuðningsmönnum Maos, en þykist þó styðja hann. „Rauði fáninn" hefur einnig lýst því yfir, að óvinir Maos hafi yfir að ráða hættulegu vopni, sem sé nafni flokksins, sem þeir geti notað og ruglað þannig fólkið í ríminu. Minnir þatta óneitgnlega á þá gömlu daga, er kommúnistar gátu not.að nafn Kuomingtang-flokksins sér til framdráttar og þannig grafið undan valdi þjóðernis- sinna. Þegar varð ljóst, er tilkynnt var, að herinn hefði verið kall aður Rauðu varðliðunum og Mao-sinnum til aðstoðar, að þeir hlutu að standa höll- um fæti í baráttunni við „end- urskoðunarsinna". Jafnan hef- ur því verið haldið á lofti, að Mao hafi alltaf eftir fremsta megni reynt að beita andstæð- inga sína fortölum — og ekki beitt valdi fyrr en fokið væri í öll skjól. Sýnir herútboðið því, að hann hefur gefizt upp við að snúa „endurskoðunar- sinnum" frá villu síns vegar með góðu, — og að þeir hafa verið svo öflugir að geta stað- ið gegn fortölum hans. Það hlýtur á hinn bóginn mjög að torvelda Mao að beita Framhald á bls. 20 Orvarnar benda á svæðin, þar sem talið er, að átökin sén einna hörðust, — þar sem stuðningsmenn Mao höfðu lýst yfir sigri, en viðurkenndu síðar, að þeir ættu enn við hættulega andstæðinga að etja. Lo Jui-ching, fyrrum yfirmaðuP kínverska hersins dreginn um götur Peking.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.