Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1967, FH tapaði síðari leiknum með 22:28 Budapest, 8. febr.: — ÍSLANDSMEISTARAR FH léku „aukaleik" í heimsókn sinni til Ungverjalands á þriðjudags- kvöld og mættu þá liðinu Uj- pesti Dozsa, sem er í öðru sæti í 1. deild í Ungverjalandi, næst á eftir meisturunum Honved. — Ungverjarnir unnu leikinn, eftir mjög spennandi baráttu um tíma, 28:22. Ungverjarnir áttu mun betri byrjun og náðu öruggu forskoti, en FH tók síðan að vinna á og í hálfleik .munaði aðeins einu marki. Var staðan 11:10 Ungverj unum í hag. Snemma í síðari hálfleik náði FH að jafna og var um skeið mjög jöfn barátta milli liðanna. En undir lokin náðu Ungverjarn ir undirtökunum og sigruðu sem fyrr segir með sex marka mun. Dómari í leiknum var ungversk ur. Markhæsti maður leiksins var Ungverjinn Klein með 8 mörk. Mörk FH skoruðu: Geir 7, Auð- unn 5, Páll 5, Jón 3 og Árni 2. xxx FH-ingar áttu að halda heim- leiðis á miðvikudagsmorgun og þá til Kaupmannahafnar, og eru væntanlegir heim í kvöld. Á sunnudag leika þeir síðari leik sinn gegn Honved í íþróttahöll- inni í LaugardaL EINS og skýrt hefur verið frá var ósiitin sigurganga sund- knattleiksmanna Ármanns slit in eftir 19 ár (ekki 23 eins og þá stóð) er sundknattleiks- flokkur KR varð Reykjavík- urmeistari í greininni á dögun um. Hér eru Reykjavíkur- meistarar KR. Fremri röð frá vinstri: Erik Köppel, Sigmar Björnsson (fyrirliði), Valdi- mar Valdimarsson, Hörður Barðdal, Erlingur Þ. Jóhanns son. Aftari röð frá vinstri: Þorsteinn Hjálmarsson, þjálf- ari; Pétur Johnsen, Logi Jóns- son, Einar Sæmundsson, form. KR; Gunnar Guðmundsson og Benedikt Jóhannsson. wvv*. > V V V V V V V Rangur texti f GÆR urðu okkur á mikil mis- tök í myndatexta undir mynd frá kappleik Clays og Terrels og ■munu margir hafa áttað sig fljótt á mistökunum. Það er Clay sem gefur Terrell vel úti látið högg. Myndin er tekin í 6. lotu kapp- leiksins. Víldng ar AÐALFUNDUR handknattleiks- deildar Víkings verður haldinn í félaggheimilinu í kvöld, fimmtu- dag, kl. 9.30. ÍTALSKA liðiff Bologna vann enska liffiff West Bromwich Albion 3—0 á miffvikudags- kvöld í fyrri leik liðanna í borgakeppni Evrópu. Leikur- inn fór fram í Bologna og í hálfleik stóff 2—0. Aðeins 5000 manns sáu leikinn. Sigtryggur Sigurðss. vann skjöldinn 3. sinn í röð SKJALDARGLÍMA Ármanns fór fram að Hálogalandi 1. febr- úar sl. Hörður Gunnarsson form. glímudeildar Ármanns setti mótið. Glímustjóri var Gunn- laugur J. Briem. Yfirdómari Sig- fús Ingimundason, meðdómarar voru þeir Sigurður Sigurjónsson og Gunnar Pétursson. Átta keppendur voru skráðir og mættu allir. Fjórir fr. KR, þrír frá Vikverja og einn frá Ár- manni. Úrslit urðu þessi: 1. Sigtryggur Sigurðsson KR 7 vinn. 2. Ingvi Guðmundsson U.V. 6 v. 3. Gunnar R. íngvarsson U.V. 6 vinn. 4. Þorvaldur Þorsteinsson Á. 4 vinn. 5. Hannes Þorkqlsson U.V. 3 v. 6-7. Garðar Erlendsson KR 2 v. 6-7. ómar Úlfarsson, KR 2 vinn. 8. Einar Kristinsson KR 0 v. Sigtryggur Sigurðsson lagði alla keppinauta sína og sigraði nú í þriðja sinn í röð. Sigtryggur var vel að sigrinum kominn. Hann beitti 6 brögðum til úrslita í 7 glímum, sem sýnir, að hann kann mörg brögð. Sigtryggur hefði mátt útfæra hábrögðin betur með því að lyfta mönnum meira upp, áður en hann útfærði bragðið. Þetta ætti að lagast með meiri æfingu, en Sigtryggur hef- ur lítið æft í vetur vegna veik- inda. Ingvi Guðmundsson féll aðeins fyrir Sigtryggi. Þrátt fyrir það, að Ingvi er ekki á léttasta skeiði, fer honum ennþá fram. Glíman hans við Sigtrygg var hápunkt- ur keppninnar, og drengilega glímd úrslitaglíma af beggja hálfu. Ingvi beitti lágbrögðum sem heppnuðust oft ágætlega. Gunnar R. Ingvarsson stendur vel að glímunni. Hann notar mikið lágbrögð. Einnig er hann góður í vörnum. Þorvaldi Þorsteinssyni hefur farið mikið fram síðan í fyrra. Hann er orðinn sterkur og mjúkur í vörn og sókn. Hannes Þorkelsson sýndi nú eina beztu glímu, er hann hefur sýnt lengi. Hann vantar þó meiri samvinnu handa og fóta. Sigtryggur Sigurffsson Frœgusfu knattspyrnulið Evrópu 4. í Evrópukeppni eftir 15 ára baráttu VOJVODINA, knattspyrnulið ið frá Novi Sad heldur á lofti fána Júgóslavíu í Evrópu- keppni meistraliða, hefur eldrei verið sterkara en nú. Saga félagsins nær nú yfir 53 ár, liðið er stofnað 1914. Á s.l. ári náði það meistaratitli — og það sem kannski enn meira var um vert fyrir félagíð, var að það hagnaðist um 50 þús- und dali á keppnisferð um Bandarikin og með því að selja einn af sínum beztu liðsmönnum, Takac, til er- lends félags. Vojvodina hóf keppni í 1. deild í Júgóslavíu 1932. Eftir heimsstyrjöldina skipti félagið um nafn og var þekkt undir nafninu Sloga 1950 tók það aftur upp eldra nafn sitt, Vojvodina — sem er nafn landbúnaðarhéraðsins þar sem Novi Sad er höfuðborg. Vojvodina vann júgóslav- nesku meistarakeppnina í fyrsta sinn á s.l. ári. Þrátt fyrir það átti félagið fleiri menn í landsliði Júgóslavíu á árunum 1952 til 1960 en það á í dag. Mesti sigur Vojvodina ? þeim frægðarárum var að komast í úrslit um Mitropa bikarinn en í úrslitunum tap- aði liðið fyrir Vasas Ung- verjalandi. Frægur sigur vannst einnig er Vojvodina vann Inter Milan 1961 í Borgakeppni Evrópu. 1 fyrra vann liðið júgóslav- nesku keppnina með 5 stigum umfram Sarajevo. Nú mætir liðið Glasgow Celtic í 16 liða úrslitum um Evrópubikar meistaraliða — í Novi Sad 1. margz og í Glasgow 8. marz. I þeirri keppni hefur Vojvo- dina fram til þessa sigrað Admira frá Austurríki og Atlentico Madrid. Frægustu leikmenn liðsins nú eru Pantelic markvörður, sem ætíð vekur athygli fyrir að verja erfið skot. Radovic, v. bakvörður sem hefur góða reynslu og er mjög sókndjarfur bakvörður og skorar iðulega mörk. M.a. af 30 m. færi í leiknum gegn Atlentico Madrid. Brzic, miðvörður. Stjarna júgóslavneka landsliðsins, mjög sterkur „skalla“-maður. Sakeres, framvörður, einnig sjálfsagður landsliðsmaður. Hann er reyndastur Vojvo- dina-liðsmanna tekniskur og skipuleggjari góður. Þá er hópur yngri manna, sem sagðir eru líklegir til að lyfta júgóslavneskri knatt- spyrnu enn meir en orðið er. Garðar Erlendsson fékk ekki eins mikið út úr sínum glímum og styrkleikinn segir um. Garð- ar hefur mjúkar og skemmtileg- ar hreyfingar í glímunni. Ómar Úlfarsson tók nú í fyrsta skipti þátt í Skjaldarglímunni. Hann er sterkur, en lét nokkur góð tækifæri ganga sér úr greipum. Einar Kristinsson keppti einn- ig í fyrsta skipti í Skjaldarglím- unni. Einar er mjúkur í hreyfing um. Með örlítilli heppni hefði hann getað fengið einn til tvo vinninga. Án efa á Einar eftir að ná langt í glímunni, ef hann æfir vel í framtíðinni. Gunnar Eggertsson form. Ár- manns afhenti verðlaun og sleit mótinu. Dómararnir sluppu betur en oft áður frá hlutverki sinu. Um framkvæmd mótsins má segja, að það var afar illa aug- lýst, og ættu mótsnefndir glímu- móta að sjá sóma sinn í því að auglýsa mótin mun betur en gert var í þessari glímu. Framkvæmd mótsins, þegar sjálf glíman fór fram, var nokkuð góð. S undmeis taramó t Keflavíkur SUNDMEISTARAMÓT Kefla- víkur verður haldið í Sundlhöll Keflavikur sunnudaginn 12. febr. kl. 2. e.h. Keppt verður í eftirtöldum sundgreinum: 100 metr. skriðsundi karla, 100 metr. bringusund Karla, 100 metr. baksund karla, 50 metr. flugsund karla, 100 metr. bringu sundi kvenna, 100 metr. skrið- sundi kvenna, 100 metr. bak- sund kvenna, 66% metr. fjór- sund karla 66% metr. fjórsund kvenna, 4x50 metr. fjórsund karla (boðsund), 3x50 metx. þrí- sund kvenna boðsund. Unglingasundgreinar: 50 metr. bringusund sveina, 14 ára og yngrí,, 50 metr. skriðsund sveina 14 ára og yngri, 50 metr. bringusund telpna 14 íu-a og yngri, 50 metr. skriðsund telpna 14 ára og yngri, 50 metr. skrið- sund drengja 15 og 16 ára, 50 metr. flugsund drengja 15 og 16 ára, 50 metr. baksund drengja 15 og 16 ára, 50 metr. baksund telpna 15 og 16 ára, 50 metra flug sund telpna 15 og 16 ára. Þátttökutilkynningar skulu berast til Sundráðts Keflavíkur fyrir 10. febr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.