Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1967. 21 Grímudansleikur fyrir börn og unglinga verður í Góðtempl- arahúsinu sunnudaginn 12. febrúar kl. 3 til 6 e.h. Aðgöngumiðar seldir í G.T. húsinu kl. 4—6 á föstudag og við innganginn frá kl. 2.30 e.h. á sunnudag. Miðarnir eru númeraðir og gilda sem happdrættismiðar. Uppl. í síma 15732 kl. 7—8 daglega. Öll börn og unglingar velkomin. Barnastúkurnar í Reykjavík. Vegabréfsáritanir til t)SA — ræddar á Alþingi í gær EINAR Olgeirsson bar í gær fram fyrirspurn á Alþingi um jafn- rétti íslendinga í samskiptum við Bandaríkjamenn. Var fyrirspurn in borin fram vegna neitunar á vegabréfsáritun btaðakonu Þjóð- viljans. Einar Olgeirsson: Fyrir nokkru var blaðakonu Þjóðviljans neitað um vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna, að því er virtist vegna stjórnmálaskoðana og gerist það á sama tíma og Bandaríkjamenn þurfa enga slíka áritun til ferða hingað. Ég þykist vita, að ríkis- stjórnin og bandaríski sendiherr ann hafi gert það, sem í þeirra valdi stóð, en ekki ráðið við þröngsýni bandarískra yfirvalda. Þótt aðrar þjóðir hafi þennan hátt á um samskipti við Banda- ríkin, sé ég enga ástæðu til þess að gangast undir þetta. Við vit- um vel að hingað koma menn frá Bandaríkjunum, sem eru alls ekki velkomnir, og er skemmst að minnast þeirrar ágætu konu, er hingað kom og greiddi reikn inga með ávísunum á bandaríska banka. Og við vitum og, að 10% fyrirtækja Bandaríkjanna eru rekin af glæpamönnum, ég meina ekki stríðsglæpamönnum, heldur þjófum og morðingjum. Það er engin ástæða til annars, en láta sömu reglur gilda um samskipti og ferðir íslendinga og Banda- ríkjamanna, og það sæmir okkur ekki sem sjálfstæðri þjóð, að láta aðra þjóð vera rétthærri okkur í samskiptum sem hér um ræðir. og ættum að fara eftir því, sem við sjálfir teldum rétt, en ekki fara eftir gjörðum annarra þjóða. Einar taldi ekki mikla ástæðu til að ætla að bandarískum þegnum yrði nokkurn tíma meinað að koma til landsins, þótt þeir yrðu að sækja um vegabréfsáritun, en rétturinn væri þá hinn sami og það væri fyrir öllu. OG HLJÓMSVEIT SKEMMTA. Matur frá kl. 7. Opið til kl. 11,30. KLUBBURINN Borðp. í sima 35355. Árshátíð heldur Stýrimannaskólinn í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar að Hótel Sögu, og hefst hún með borðhaldi kl. 19. Margir landskunnir skemmtikraftar verða til skemmtunar m. a. ■ r' Omar Ragnarsson HLÉGARÐUR LEIKFÉLAG HVERAGERÐIS sýnir Deleríum Búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni föstudaginn 10. febrúar kl. 21.00 í Hlégarði. Leikstjóri Gísli Halldórsson. Miðapantanir í Hlégarði á föstudag frá kL 14 í síma 22060. LEIKFÉLAG HVERAGERÐIS. Suðurnesjamenn Glæsilegt Stór - BINGÚ í Félagsbíói í Keflavík í kvöld, fimmtu- dag, kl. 9. Aðalvinningur verður dreginn út í kvöld eftir vali m.a.: -j< Sjálfvirk þvottavél ~j< Eldavélasamstœða Crundig útvarpsfónn Sófasett ásamt sófaborbi ~j< Kaupmannahafnarferð fyrir tvo Auk þess: Framhaldsvinningurinn 30—40 ÞÚS. KR. í VINNINGUM. Hver fær stórvinn- inginn í kvöld? MUNIÐ AÐ TRYGGJA YÐUR MIÐA í TÍMA. Aðgöngumiðasala hefst kl. 6 í Félags- bíói. — Sími 1960. KRK. Emil Jónsson, utanríkisráð- herra, svaraði fyrirspurn Einars og benti hann á að strax eftir stríð hefðu þjóðir V-Evrópu far ið að afnema einhliða skyldur um vegabréfsáritanir fyrir banda- ríska ferðamenn. Væru það nú alls um 60 ríki í heiminum, er þetta hefðu gert, flest öll V- Evrópuríkin, og auk þess ríki í Afríku, Asíu og S-Ameríku, og nú um áramótin hefði Júgóslav- ía afnumið vegabréfsáritun banda rískra þegna til ferða til síns lands. Ráðherra kvaðst ekki vita til þess að Bandaríkin hefðu gert slíkt hið sama, og væri ástæðan sú, að allar ferðir til Bandarikj- anna væru miklu strangari skil- yrðum háðar. Ráðherra sagði, að hann teldi ekki ástæðu til þess, að ríkisstjórnin ætti að hafa neitt frumkvæði í því að fá þessu breytt, enda værum við ekki slíkt stórveldi, að ástæða væri til að fara fram á það. Einar Olgeirsson sagði að við værum heldur ekki slík smáþjóð að við ættum að láta bjóða okk- ur samskipti sem þessi, og það skipti engu þótt 60 þjóðir liðu þau. Við værum sjálfstæð þjóð - ALÞINGI Framh. af bls. 8. ið, enda væri það nákvæmara. Hins vegar væri uppsetning slíkra tækja mjög dýr og krefðist mikils undirbúnings og væri nauð synlegt fyrir íslendinga að kynna sér sem bezt kosti og galla á hin- um ýmsu kerfum, sem í notkun væru og taka ekki neinar ákvarð anir án mikilla rannsókna. Þá vék Davíð að Norðmönn- um, sem hann sagði vera að setja upp Decca-kerfi til notkunar fyrir fiskveiðar. Sagði hann, að Norðmenn hefðu kostað miklu til rannsókna, áður en þeir hefðu hafizt handa um uppsetningu tækjanna og gert víðtækar rann- sóknir. Vel gæti verið að íslend- ingar gætu notið einhvers góðs af reynslu Norðmanna og jafn- vel fengið aðstoð þeirra. Varsjiá, 7. febrúar. — NTB. Utanríkisráðherrair Varsjá'r- bandalagsríkjianna munu koma saman til fundar í Varsjá í dag, að þvi er áreiðanlegar heimildir í Varsjá hermd'U í dag. Vara-ut- anrikisráðherrar Rúmeníu og A- Þýzkalandis munu sitja fundinn af háMu landa sinna. Rio trio og Cunnar og Bessi Nemendur eldri sem yngri velkomnir. Miðar seldir eftir kl. 15 í dag að Hótel Sögu og borðpantanir á sama stað. STJÓRNIN. HEmco * esai' CfiRfiiHEftW Hljómsveit Karls Lilliendahls og söngkonan Hjördís Geirsdóttir. Borðpantanir í síma 22321. Verið velkomin. í kvöld skemmta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.