Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Dagrgrjöld kr. 300,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SEHDUM MAGNÚSAR SKIPMOLTI 21 slwlAR 21190 eftir lokun'sími 40381 8iM11-44-44 \mim Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bilaleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensin innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sondlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. RAUOARARSTjG 31 SfMI 22022 Laugavegi 31 - Simi 11822. PÁSKAFERDIR 1967 RHODOS 16 DAGAR . 19. MARZ • „Sjónvarpsveikin“ Úlfnr Ragnarsson, lækn- ir, skrifar: „í»að er óhugnanlegt tímans tákn, að það gerist æ tíðara, að fólk leitar læknis vegna barna, sem eru sjúk af sjón- varpsglápi. Það þarf mikla sjálfsánægju til að kippa sér ekki upp við slíkt. Einkennin eru oftast þau, að börnin verða grá og guggin og tekin fyrir neðan augun —■ hætta að þrífast. Algengt er, að þau missa matarlystina, horast og gerast mótstöðulítil gegn hvers konar kvillum. Svefntruflanir eru tíðar. Svefn inn, sem oftast er of stuttur fyrir, verður órólegur, og börn in eru ekki útsofin, þegar þau vakna. Þau eru þó oftast úrill og önug, stundum svo erfið, að nærri geðtruflun stappar. Slík böm eru venjulega eirðarlaus og leiðagjörn og ákveðin í því einu .að krefjast framhalds á þeirri óreglú, sem veldur sjukdómi þeirra. Þau eru lengi að sofná og sofa: illa, en krefj- ast þó að fá að vaka eins lengi og fullorðna fólkið. Börn þessi kvarta mjög oft um verki í kviðarholi, stund- um svo svæsna, að erfitt er að koma nánustu aðstandend- um í skilning um, að þau séu ekki með botnlangabólgu, enda eru flestir blindir í eigin sök og þola illa, að þeim sé bent á foreldraskylduna. Kom- ið getur fyrir, að börn með tilhneigingu til krampa fái flog af því að horfa á flöktandi sj ónvarpsmyndina. Flest eru einkenni þessarar veiki áður þekkt í sambandi við óreglusemi í daglegum hátt- um barna og munu sennilega stafa af of lithim svefni og taugaæsandi atburðum, sem barnið lifir sig inn í á annan hátt en fullorðnir gera almennt. Þó er ástæða til að ætla, að flöktið á myndinni sé óhollt, og vitað er, að tækin hafa áhrif á rafeindahleðsluna í loftinu kringum þau, þó að ekki sé vitað, hvort það geti verið heilsuspillandi Hvað sem því líður, getur sjónvarpsmisnotk- un haft í för með sér sjúklegt ástand, sem einkum kemur fram á börnum. Er því nafnið sjónvarpsveiki fyllilega rétt- mætt. Og það er hættuleg veiki, ef ekkert er að gert. Erlendis er þessi veiki löngu þekkt. En annar eins losarabragur og hér tíðkast um svefntíma barna er yfirleitt ekki viðhafður þar. Meiri nátthrafnar en íslending- ar finnast víst ekki í heiminum. Læknisráðið er einfalt: Sjáið til þess að börnin sofi nóg og látið þau ekki sjá það, sem skemmir þau. Og munið: Það er sárara að missa börn en sjónvarpsefni! Úlfur Ragnarsson, læknir". • Skattsvik og tækjagjold H. J. skrifar: „Kæri Velvakandi! í pistlum þínum s.1. laugar- dag skrifar einhver sem kallar sig „Framteljandi“. Út af þess- um línum langar mig að segja nokkur orð. Framteljanda svíður það sárt, fyrir hönd framteljenda, að þeir skuli þurfi að leggja við drengskap sinn, með að fram- talið á skattskýrslunni sé rétt. E. t. v. er það erfitt fyrir þá, sem vita, að þeir hafa skrifað skattskýrsluna gegn betri vit- und og stolið undan skatti sem kallað er. Ástæðulaust er þó að vor- kenna þeim mönnum, heldur ætti þessi Framteljandi ásamt almenningi að líta á þessa menn sem þjófa, því að sannar- lega er það þjófnaður að svíkja viljandi undan skatti, þjófnað- ur af þeim, sem telja rétt fram og geta skrifað undir skatt- skýrsluna sína af fullum dreng skap. Framteljandi hneykslast mjög yfir njósnaskýrslunni, sem hann kallar svo. Mér finnst, að hann ætti fremur að hneyksiast á þeim aumu sálum, sem á mörgum undanförnum árum hafa stolizt undan því að borga af- notagjald af tækjum, sem þó hefur verið mjög sanngjarnt. Það er vitáð mál, að margir eru svo litlir karlar að þeir hælast um að borga ekki af tækjum sínum, og sama sagan mun endurtaka sig með afnota- gjald af sjónvarpinu ef ekkert er að gert. Ég tel því nauðsyn- legt, en ekkert voðalegt, að sannleikurinn komi 1 ljós, hverjir eiga tæki og hverjir ekki. Þessum huldumönnum á svo sannarlega ekki að hlífa; Þetta eru þjófar, sem á að ná í og kæra fyrir sakadómi, ef þeir ekki borga sín löglegu gjöld eins og aðrir notendur. H. J • Friðþægingin „Önnur roskin kona“ skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Mætti ég biðja yður að gera svo vel að ljá mér rúm í dálkum yðar fyrir dálitla athugasemd við bréf frá „roskinni konu“, sem birtist þar þann 29. jan. s.l.? — Ég ætla ekki að minnast á grallarasöng eða kirkjuskraut, enda þótt ég hafi á því ákveðn- ar skoðanir. En það er mál mál anna, — boðskapurinn, pré- dikun prestanna, sem mig langar lítillega að minnast á. — Konan segir í bréfinu, að nokkrir nútímapreStar hafi vakið upp tvo gamla drauga kristninnar; og leyfi sér að boða þá söfnuði sínum — og al- þjóð. Þessir draugar eru frið- þægíngar — og helvítiskenn- ingin. Guðlast kallar hún þær. Ég get ekki annað en spurt: Hefir konan aldrei litið í biblí- una? — Hafi hún ekki gert það, verð ég að benda henni á, að hvort tveggja kenningin er kenning Krists. Hann segir: ,Ef hægri hönd þín hneykslar þig, þá sníð hana af — því að betra er að einn lima þinna tor- tímist, en að allur líkami þinn lendi í helvíti". (Matth. 5. 30.) — „Hræðist eigi þá, sem lík- amann deyða, en geta eigi meira að gjört, — en hræðist þann, er mátt hefir til að tor- tíma bæði líkama og sálu í hel- víti“. (Matt. 10. 28., — Mark. 9. 45, — Lúk. 12. 5.) Líka má minna á rika manninn, sem hóf upp augu sín á helju, þar sem hann var í kvölum. Þetta eru Jesú eigin orð og fjölmargt annað hliðstætt. — Svo kemur friðþægingarkenningin: Allur 53. kapítulinn hjá Jesaja. Þá orð Jesú við Nikódemus: „Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“. (Jóh. 3. 16). — „Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóói, sem fyrir yður er útheit“. (Lúk. 22. 20.). Þetta eru orð Jesú. — Og þá koma postularnir með sín bréf: „Náð lét hann oss í té í hinum elskaða, en í honum eigum vér endurlausnina, fyrir hans blóð fyrirgefning afbrot- anna“. (Efes .1. 6.—7.) — „Oss hæfði einmitt slíkur æðstiprest- ur, heilagur, svikalaus, óflekk- aður,-----sá er ekki þarf, eins og æðstu prestarnir, að bera fram fórnir fyrir sínar eigin syndir, og síðan fyrir syndir lýðsins; því að þetta gjörði hann í eitt skipti fyrir öll, er hann fórnfærði sjálfum sér“. (Hebr. 7. 26.-27.) — „Hann bar sjálfur syndir vorar á lík- ama sínum upp á tréð“. — „Fyrir hans benjar eruð þér læknaðir“. (Pét. 2. 24.) —• ,Blóð Jesú sonar hans (Guðs) hreinsar oss af allri synd“. (1. Jóh. 1. 7.) Ótal margt fleira þessu samhljóða mætti tilfæra, — en ég þarf ekki að bæta neinu við, — biblían svarar sjálf, — en til þess verður að opna hana — og leita — og finna. — Prestarnir sem á er deilt í bréfinu, munu ekki kippa sér upp við slíkt, þeir eru ýmsu vanir af því tagi. — Jesús sjálf- ur var dæmdur til dauða fyrir guðlast, — og „ekki er þjónn- inn meiri en húsbóndi hans“. — Við dæmum, — en okkar brjóstvit er ékki óskeikult. — En Guðsorð stendur stöðugt, og það hefir dómsvaldið (sbr. Jóh. 12. 48.). Með beztu kveðju til „rosk- innar konu“ og fyrirfram þökk til Velvakanda. Önnur roskin kona. Good Year og Kentile gólfflísar nýkomnar í fjölbreyttu og fallegu úrvalL LITAVER Grensásvegi 22, símar 30280 og 32262. Vegg postulínsf lásar Ensku postulínsflísarnar komnar aftur. Stærð: 7*6x15 og 15x15 cm. — Gott verð. LITAVER Grensásvegi 22 og 24. Atvlnna óskast Maður, sem starfað hefur í 10 ár hjá hinu þekkta Kodakfirma í Englandi óskar eftir atvinnu t. d. við heildsölu eða annað þvíumlíkt þar sem enska er nauðsynlegt atriði. Upplýsingar í síma 36059 eftir kl. 3. Afar ódýr frímerki frá Austurríki Tvö þúsund og átta hundruð falleg mismunandi safnfrímerki og sérfrímerki, raunverulegt verðmæti um 320 mörk, en í auglýsingaskyni aðeins 300,00 íslenzkar krónur gegn póstkröfu, svo lengi, sem birgðir endast. — Póstkort nægir. MARKENZENTRALE, Dempschergasse 20, 1180 Wien. RÁÐNINGASTOFA HLJÓMLISTARMANNA Óðinsgötu 7 — Sími 20255 Opið mónud.-fimmfud. 2-7, föstud.-íaugard. 2-5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.