Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1967. Þolinmæði Sovétmanna Framhald af bls. 1 'jfc- í Peking hefur rfkisstjórnin tilkynnt starfsmönnum Bendiráðs Áustur-Evrópuríkja að hún geti ekki lengur ébyrgzt öryggi þeirra ef þeir hyggjast heimsækja sendiráð Sovétríkjanna. ýý Þá tilkynna veggspjöld Rauðu varðliðanna í Peking að kommúnistaflokkurinn og ríkisstjórnin hafi ákveðið í sameiningu að Rauðu varðliðarnir skuli hætta aðgerðum sínum og snúa til síns heima, til skóla sinna eða vinnustaða nú þegar. Jafnframt var tilkynnt að kennsla hæfist á ný í barna- og unglingaskólum landsins, sem hafa verið lokaðir frá þvá í fyrrahaust. Fylgir það sögunni að héðan af ráði hvorki skólastjórar né yfirkennarar skólunum, heldur „bylt- ingasinnuð skólanefnd“ skipuð fulltrúum kennara og nem- enda, sem hafi jafnan atkvæðisrétt. í mótmælaorðsendingu j?ovézka utanríkisráðuneytisins er þess krafizt að kínverskir sendifull- trúar í Moskvu sýni þeim so- vézku verkamönnum, sem frá því um helgina hafa staðið að mót- mælaaðgerðum við sendiráðið, kurteisi og virðin^u í framtíðinni Að sögn Tass fréttastofunnar hafa fulltrúar þeirra, sem standa að mótmælaaðgerðunum við sendiráðið, farið þess á leit að utanríkisráðuneytið geri kín- versku fulltrúunum það ljóst að þeir megi ekki lengur treysta svo mjög á þolinmæði og óframfærni sovézku þjóðarinnar. Segir Tass fréttastofan að full trúum þessum hafi verið harka- lega misboðið á mánudag og þriðji}jia8 er þeir reyndu að af- henda mótmæiaorðsendingar, sem samþykktar höfðu verið í mörgum verksmiðjum í Moskvu. Tóku kínversku sendifulltrúanr ir á móti þeim með ögrandi and- sovézkum áróðri, og beittu starfs menn sendiráðsins jafnvel valdi við að hrekja fu’ltrúa verka- manna út úr anddyri sendiráðsins skömmu eftir að þeim hafði ver ið hleypt þar inn. Segir frétta- stofan ennfremur að auðsýni- lega ætli sendiráðið að setja á svið nýjan skopleik og breiða út lygasögur um misþyrmingu á sendiráðsstarfsmönnunum, þótt það hafi verið sendiráðið sjálft, sem gerðiet brotlegt við sovézk lög með notkun Bjallarhorna til »ð hrópa úr óhróður um Sovét- ríkin. Taxandl fyrirlitning á Mao. Nokkur hundruð lögreglu- manna lokuðu götunum í nánd við kínverska sendiráðið í Mosk- vu tþ að hindra mannfjöldann, sem þar var saman kominn í að komast að húsinu. En þótt mann fjöldinn kæmist ekki að sendiráð inu. lék ekki vafi á því að skila- boðin komust tíl Kínverjanna tim gjallarhornin og hróp fjöldans Einnig voru spjöld hengd upp við sendiráðið með ás'korunum á kínversku þjóðina um að draga Mao Tse-tung o« „klíku" hans til ábyrgðar á þeim afbrotum, sem framin hafa verið á þjóðinni og •lþjóðasamtökum kommúnista. Segir Tass fréttastofan að fyr irlitning Moskvubúa á ríkisstjórn Mao Tes-tungs fari dagvaxandi. Einnig hafa verið haldnir fjö'da- fundir í mörgum borgum öðrum til að mótmæla þróuninni í Kína og framkomu kínversku sendi- fulltrúanna. Starfsmenn kínverska sendi- ráðsins létu ekki sjá sig í dag, og hæddist mannfjöldinn að þeim fyrir að þora ekki að hlusta á sannleikann og gagnrýni verk- manna borgarinnar, að því er segir í fregn frá AFP fréttastof- unni. Aðalmálgagn sovézka komm- únistaflokksins, blaðið Pravda, gefur í dag í fyrsta skipti í skyn að vegna deilunnar við Kínverja *é nauðsynlegt að „styrkja enn efnahag og hernaðarmátt föður- landsins". í ritstjórnargrein um mótmælin og árekstrana við kínverska sendiráðið undanfarna daga segir blaðið að leiðtogar Kína hvetji nú til ögrunarher- ferðar gegn Sovétríkjunum, og að and-sovézk stórveldastefna Kín- verja veki einungis andstyggð. Vestrænir aðilar í Moskvu telja að líta beri á ritstjórnargrein þessa sem fyrstu opinbera viður- fcenningu sovézkra yfirvalda á því að bein hernaðarhætta stafi af deilunni við Kínverja. Innilokaðir í sendiráðinu. í Peking er haldið áfram mót- mælaaðgerðum við sovézka sendi ráðið, og stórar Ijósmyndir af „glæpamönnunum Kosygin og Brezhnev" hafa verið hengdar á eitt af hliðunum að garði sendi- ráðsins. í sendiráðinu eru nú að- eins starfsmennirnir eftir, fjól- skyldur þeirra eru komnar heim til Moskvu. Hefur enginn sendi- ráðsmanna komizt út úr húsinu síðan í gær, þegar kínversk yfir- völd hringdu og tilkynntu að þeir yrðu að halda sig innan dyra þar til annað verður ákveð- ið. Er talið að með þessu vilji Kínverjar koma í veg fyrir að til skarar skríði milli sendiráðs- manna og múgsins fyrir utan. Ýmsum sendiráðum Austiir- Evrópulandanna var til'kynnt í dag um ákvörðun kinverskra yfirvalda að losna undan ábyrgð á öryggi þeirra starfsmanna sendiráðanna, sem ætla sér að líta inn til starfsbræðra sinna í sov- ézka sendiráðinu. Er þess m.a. getið að sendiherra Ungverja- lands hafi orðið að kvitta fyrir móttöku aðvörunar kínverska utanríkisráðuneytisins um að það geti hvorki ábyrgzt öryggi hans sjálfs, né samstarfsmanna hans ef þeir reyni að komast gegn um mannfjöldann við sovézka sendiráðið. Fylgir það fréttinni að ákveðið sé að fjölskyldur starfsmanna við sendiráð Pól- lands og Ungverjalands verði fluttar heim ef ekki linnir átök- unum. Ýms ríki hafa sent kínversk- um yfirvöldum mótmæli vegna framkomu Rauðra varðliða við sendiráðsstarfsmenn, meðal þeirra Frakkland og Búlgaría. Ókeypk hehnferð í frásögrvum á veggspjöldum i Peking um þá ákvörðun yfir- valdanna að Rauðu varðliðarnir skuli hætta aðgerðum sínum og sraúa heim, segir m.a. áð allir þeir Rauðu varðliðar og aðrir, sem verið hafa á ferð um landið undanfarna mánuði til að breiða út málstað „menningarbylting- arinnar" og eru nú í meira en 500 kílómetra fjarlœegð frá heima högum sínum, skuli fá ókeypis heimferð með járnbrautarlest- urm eða skipum. Kemur það fram í frásögnum veggspjald- anna að erfitt hefur reynzt að útvega þeim tugum þúsunda unglinga fæ'ði og húsnæði, sem hafa undanfarið verið á þessum ferðalögum, en flestir þeir.ra hafa lagt leið sína til Peking. Margir þessara unglinga eru komnir tvö þúsund kílómetra leið til að taka þátt í „menning- anbyltingunni". Á öðrum veggspjöldum er einnig tilkynnt um enduropnun skóilanna. Segir þar að 911 fræðsla í bókmenntum og' sögu verði byggð á kenningum Mao Tse-tungs, og ekki stuðst við kennslulbækur fyrr en samdar hafa verið nýjar í stað þeirra, sem notaðar hafa verið til þessa. Montgomery, Alabama, 8. febrúar, — NTB: UM 30 manns hafa að líkindum farizt í eldsvoða, sem varð í við- hafnarveitingahúsi efst í 13 hæða byggingu í Montgomery í gær- kvöldú Ölvaður veltir bifreið ÖLVAÐUR maður velti f gær bifreið í Fossvogi, skammt frá Borgarsjúkrahúsinu. Lögreglu- bifreið úr Kópavogi var stödd þar skammt frá, er tilkynnt var um atburð þennan, og fór þegar á vettvang. Er kom á staðinn sáu lögreglu- mennirnir hvar hinn ölvaði öku- Bhubaneswar Indlandi, 8. febrúar. — NTB. FRÚ Indira Gandhi. forsætisráð- herra Indlands varff í dag fyrir- grj'Hkasti, er hún var aff flytja ræðu á kosningafundi í Bhuban- eswar í sambandsrík>nu Orissa. Fáeinum mínútum síffar yfirgaf hún fundinn og blæddi þá úr nefi hennar. Kosningar eiga að fara fram á tímabilinu 15.—21. febrúar og hefur andrúmsloftið að undan- förnu stöðugt orðið æsingakennd ara og einkennzt af ofbeldisað- gerðum og vaxandi deilum milli stuðningsmanna hinna ýmsu pólitísku stefna í landinu. Hefur þessi þróun valdið stjórn lands- ins talsverðum áhyggjum. í siðustu viku skoraði frú Gandhí á kjósendur að sjá svo um, að hinum góða orðstír, sem landið nyti, yrði ekki spillt. Frú Gandhi var að tala við fólk, er á stóð stuttri dvöl, þar sem lest hennar hafði numið staðar. Hópur á að gizka 20—30 ungra manna truflaði fundinn og París, 7. febr. — NTB: HALLINN á verzlunarjöfnuði Frakklands við útlönd jókst mjög á sl. ári eða í 4.834.971.000 franka úr 1.425.794.000 árið 1965. Þetta var samt sem áður minna en árið 1964, er halli á verzlunarjöfnuði landsins varð 5.310.425.000 frank- maður tók til fótanna. Veitti einn lögreglumannanna honum síðar eftirför, en síðar komu lögreglumenn úr Reykiavík til aðstoðar. Gátu þeir rakið slóð mannsins í forinni og fundu hann. bar sem hann l°vndist. Var farið með hann á lögre^lu- stöðina til frekari yfirheyrslu. köstuðu þeir steinum að ræðu- stólnum, en grinu einnig fram í fyrir henni með ópum og há- reisti. Þegar læknum frúarinnar hafði tekizt að stöðva blóðnasir hennar, skýrðu þeir frá þvi, að efri vör hennar væri bólgin og að þeir myndu taka röntgen- mynd af nefi hennar til þess að komast að raun um, hvort um brot væri að ræða. Kaupmannahöfn, 8. febr. NTB. DÓMSMÁLARÐHERRAR Norff- urlanda og laganefnd Norffur- landaráffs koma saman á morg- un I Kaupmannahöfn og Ring- sted til þess að ræffa tímabær atriffi á sviði löggjafarsamræm- ingar. Á meðal þeirra mála, sem tek- in verða til meðferðar, eru sam- norræn ákvæði um eignarrétt i afborgunarkaupum, hjúskapar- löggjöf á Norðurlöndum og lög- gjöf á Norðurlöndum varðandi fóstureyðingu. Umræðurnar munu að miklu leyti fara fram í Ringsted, en munu hefjast í út- varpshúsinu í Kaupmannahöfn, þar sem þátttakendum gefst kostur á að sjá þátt í flokki út- IMýlunda í kjara- samningmsn SAMKVÆMT samningi Iðju, fé- lags verksmiðjufólks og Félags íslenzkra iðnrekenda, í júlí sl. tóku nýjar slysatryggingar iðn- verkamanna gildi um þessi ára- mót. Samkvæmt samningi þessum eru allir starfsmenn á samnings- svæðinu slysatryggðir fyrir 500 þús. kr., við 100% örorku, eða dauða. Auk þess skulu starfs- mönnum tryggðar kr. 1000,oo I dagpeninga á viku, í 44 vikur verði hann fyrir slysi. Er þetta mikið öryggi fyrir starfsmann og fjölskyldu hsrns, því að trygg- ingin gildir einnig þó maðurinn sé ekki á vinnustað. Er þetta fyrsta heildartrygg- ingin með þessu sniði hér á landi en slíkar tryggingar, sem þessi tíðkast hjá násfrannalöndum okkar, Norðurlöndunum. Áttræð kona fyrir bíl í Fliótshlíð ÁTTRÆÐ kona slasaffist all- mikiff, er hún varff fyrir bif- reiff í Fljótshliff í fyrradag. Konan, sem heitir Sigriður Þorsteinsdóttir og býr á Haús- koti í Fljótshlíð, hafði ætlað að bregða sér yfir á Neðri-Þverá, sem er næsti bær. Var hún kom- in út á brúna yfir Neðri-Þverá, sem rennur þar á milli bæjanna, þegar fólksbifreið kom þar að. Hefur ökumaðurinn ætlað að krækja framhjá gömlu konunni, en hún varð fyrir bifreiðinni. Féll hún á brúna, og við það fótbrotnaði hún, auk þess sem hún fékk sár á gagnauga. Konan var flutt í sjúkrahúsið á Selfossi, þar sem gert var að sárum hennar. Leið henni eftir atvikum vel, er Mbl. hafði sam- band við lækni sjúkrahússins, og ekki talin í lífshættu. varpssendinga, sem nefnist „Réttur er settur“, og mun hann fjalla um þau vandamál, sem upp kunna að koma í afborgunar kaupum. Þær tillögur, sem samþykktar verða á fundinum, verða lagðar fyrir ríkisstjórnir hinna ein- stöku landa og fyrir næsta fund Norðurlandaráðs, sem á að fara fram í Helsingfors í apríl. Fulltrúi Noregs á fundinum verður frú Elisabebh Scihwei- gaard Selmer dómsmálaráðherra en af hálfu Svía, Dana og Finna dómsmálaráðherrarnir Herman Kling, K. Axel Nielsen og Aaarre Simonen. Baldur Möller, ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðunevt- inu, sækir fundinn af hálfu ís- lands. Seitjornarnes Kópavogur HIÐ árlega Þorrablót Sjálfstæð- isfélaganna í Kópavogi og á Seltjarnarnesi verður að þessu sinni haldið í Sigtúni — Sjálf- stæðishúsinu í Reykjavík laugar daginn 11. febrúar kl. 19.30. Þátt tökutilkynningar og aðgöngu- miðasala fyrir Kópavog er i Sjálfstæðishúsi Kópavogs, sími 40708 kj. 4—6 daglega. Fyrir Sel tjarnarnes hjá Snæbirni Asgeirs- syni, Lindarbraut 29, simi 12296 eða Magnúsi Erlendssyni Mela- braut 47, sími 21807. Sjálfstæðis- fólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. UPP úr hádeginu var hvöss S-átt og rigning á Vestur- og Suðvesturlandi, en SV-kaldi og léttskýjað austan og norð- austan lands. Hiti var 2—6 stig á láglendi, en á Hvera- völlum var sunnan 8 vindstig, snjókoma og hiti við frost- mark. Kuldaskilin vestan við landið áttu að fara austur yfir landið í nótt, og lægðin við Nýfundnaland mun valda vaxandi S-átt í kvöld. Kosningaóeirðir í Indlandi Grjóti kastað í frú Indíra Gandhi Ræða um löggfafarsam- ræmingu á IMorðurlöndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.