Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 28
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1967 Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað Þriðja banaslysið Kona lézt af slysförum í fyrradag ÖUDRUÐ kona, Jónína Ragn- hildur Jónsdóttir, lézt í fyrra- dag vegna meiðsla, sem hún hlaut í umferðaslysi hinn 27. janúar s.l. Jónína, sem var 75 ára að aldrei, varð fyrir lítilli fólks- bifreið á gatnamótum Höfða- túns og Borgartúns, og hlaut hún slsemt höfuðhögg. Var hún fyrst flutt í Landakot, en síðar í Landsspítalann. Þetta er þriðja banaslysið í Reykjavík á þessu ári, en þau hafa öll orðið í janúar. Kirkiugarðuruitn í Fossvogi að verða fullnýttur Síðasta spildan tekin í notkun Ðæmigerð ösikudagsmynd. Það er ekki svo lítið æsandi að koma öskupoka á vegfarendur. Eftir svipnum á strákunum að dæma, er það ennþá m eira spennandi en hasarmynd í bíói. Utanfararsjóður hjart- veikra barna stofnaður 15. JANÚAR sl. birtist í Morgun- blaðinu grein eftir séra Garðar Svavarsson þess efnis að fjögra ára drengur í Reykjavík þyrfti að ganga undir hjartaaðgerð í sjúkrahúsi í Chicago, vegna al- varlegs hjartagalla. Var fólk hvatt til að styðja foreldra drengsins fjárhagslega, því slík ferð og læknishjálp er mjög kostnaðarsöm. Hefur almenning- ur brugðizt mjög vel við beiðn- inni og hafa Morgunblaðinu bor- izt 500,000 kr. rúmar. En þar sem kostnaður við för drengsins og þess er honum fylgir nemur um kr. 210,000 hefur það orðið úr að stofna sjóð af afgangi fjár- ins og mun sjóðurinn bera heitið UTANFARARSJÓÐUR HJART- VEIKRA BARNA. Hafa Morgun blaðinu nú borizt þakkir og greinagerð frá séra Garðari, sem hér fer á eftir: Það var þann 16. janiúar sJ. að ég vakti athyg'li á fjiögra ára Framhald á bls. 27 Afftur fært norður og vlðast hvar um landið NÚ ER aftur orðið fært fyrir alla bíla um Holtavörðuheiði og alla Ráðinn sérstakur búveðurfræðingur VEÐURSTOFAN auglýsir nú eftir búveðurfræðingi, og verður það í fyrsta skipti, sem sérstak- uir veðurfræðingur verður hér starfandi á því sviði. Á hann einkum að vinna að verkefnum, sem varða landibúnaðinn, og að ýmsum veðurfræðilegum at- hugunum í smærri einingum en hingað til hefur verið gert. Búveðurfræði er m. a. beitt með tilliti til ræktunar, t. d. at- huganir gerðar um hvar hentug- as sé að hafa garðrækt með til- liti til veðurfræðilegra skilyrða, jarðvegsraka og fleira. ©g þá gjarnan tekin fyrir ákveðin svæði. Svolítið hefur verið byrjað á slíkum athugunum hjá Veður- stofunni, eri nú er ætlunin að ráða sérstakan mann til að vinna þær og skipuleggja. Er þetta brautryðjendastarf hér eða nán- ast tilraunastarfsemi. leið til Akureyrar. Eftir skaf- renninginn í fyrradag var aðeins fært fyrir stóra bíla, þrátt fyrir hjálp vegagerðarinnar á Holta- vöðuheiði. En síðan þiðnaði og er færðin nú orðin ágæt. Yfirleitt er færð prýðileg um Suðurland, og bæði yfir Hellis- heiði og um Þrengslin. Eins er ágætlega jeppafært um Borgar- fjörð, Dali og Snæfellsnes. Og á Vestfjörðum er yfirleitt fært inn ansveitar, en ekki yfir fjallveg- ina. Stórum bílum er víðast fært um Norðurland, til Húsavíkur og jeppafært um Þingeyjarsýslur. Sama er að segja um Austurland nema yfir Oddsskarð og Fjarðar- heiði. En flutningar yfir Fjarðar heiði fara fram með snjóbílum. BRÁTT líður að því að kirkju garðurinn í Fossvogi sé fullnýtt- ur. Er nú verið að stækka hann til vesturs um nálægt hálfan hektara og er það síðasta mögu- lega landspildan á þessum stað. Á hún að duga næstu 3 árin, að því er borgarverkfræðingur tjáði Mbl. í gærkvöldi. Síðastliðin 2-3 ár hefur verið í athugun að fá annan stað und ir kirkjugarð. Er verið að kanna önnur svæði og verður væntan- lega tekin ákvörðun um hvert þeirra endanjega verður fyrir valinu á þessu ári. Mjög mikið landrými fer undir kirkjugarða hér í Reykjavík mið að við aðra staði af svipaðri stærð Jóhann Hafstein á rabbfundi í KVÖLD kl. 20,30 efnir Heim- dallur til rabbfundar í Valhöll v/Suðurgötu. Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, rabbar við (Heimdallarfélaga um fram- kvæmdavald og stjórnsýslu rik- isins. Heimdallarfélagar eru hvattir til að fjölmenna. En það kemur til af því hve fáir láta brenna sig og er hhitfallið milli þeirra, sem grafnir eru og brenndir, öfugt miðað við, það sem er í öðrum löndum. Er því nægt rými enn í Fossvogskirkju garðinum fyrir þá sem brenndir eru. Auk þess kemur það til að í Reykjavík eru grafnir um 80% allra landsmanna. Fékk borgarráð erindi um þetta frá forstjóra kirkju«arð- anna, Hirti Guðmundssyni, og var það 'agt fram á síðasta fundi ráðsins. Reknetabelgir um allar f jörur Sægur af rússneskum rekneta- belgjum hefur fundizt í fjörum á Álftanesi, Akranesi og víðar. Ekki er vitað hvaðan þeir koma en talið er líklegt að skip hafi misst þá útbyrðis í óveðri, og svo straumar og stormar borið þá hér upp að landinu. Henry Hálfdánarson hjá Slysa- varnafélaginu sagði að vel gæti verið, að belgimir hefðu farið í sjóinn fyrir mörgum mánuðum og verið að velkjast um síðan. Fimm innbrot i fyrrinótt INNBROT voru framin á fimm stöðum í Reykjavík aðfaranótt miðvikudags, en uppskera þjóf- anna verður að teljast lítil í öll skiptin. Stærsta innbrotið var í Glaumbæ. Þar hafði verið farið inn um þakglugga, og var 12— 15 vínflöskum, að verðmæti 7—8 pús. krónur stolið úr vínskáp á fyrstu hæð veitingahússins. Við rannsókn málsins hefur komið í ljós að áþekku magni hefur verið stolið úr veitingahúsinu aðfaranótt 30. janúar. Þá var brotizt inn í skrifstofu- húsnæði „Bræðurnir Ormsson", Lágmúla 3, og hurfu þaðan um 500 kr. í peningum. Ennfremur var brotizt inn í húsgagnaverk- stæði Kristjáns Siggeirssonar, og þaðan stolið nokkrum hundr- uðum króna. Loks var brotizt inn í snyrtiklefann í undirgöng- unum á Miklubraut, en þaðan hurfu aðeins 50—60 krónur í peningum. Fyrirspurnatími í Sameinuðu þingi ■ gær: Lögreglan kannar veitingasölu félagsheimila LÖGREGLAN í Reykjavík hef- ur að undanförnu kannað starf- semi félagsheimila í Reykjavík og nágrenni, þar sem kæra hef- ur borizt frá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda þess efnis, að félagsheimili rækju ólöglega veitingasölu. í samtali við Mbl. staðfesti lögreglustjóri þetta, en sagði að hvergi hefði orð- ið vart við ólöglega veitingasölu i félagsheimilum, sem lögregl- «ui hefði kannað. Staðgreiðslukerfi skatta — krefst víðtækra breytinga á skattalöggjöfinni — verður dýrara I framkvæmd — sagði Magnús Jónsson, f jdrmálaráðherra í FYRIRSPURNATÍMA í Sameinuðu Alþingi í gær, skýrði Magnús Jónsson, fjár- málaráðherra, frá þeirri und- irbúningsvinnu, sem fram hefur farið á vegum ríkis- stjórnarinnar til þess að unnt verði að taka upp stað- greiðslukerfi skatta hér á landi, Komu upplýsingar ráð herrans fram vegna fyrir- spurnar Eðvarðs Sigurðsson- ar um þetta mál. Fjármálaráðherra sagði, að ríkisstjórninni hefði í sept. 1966 borizt skýrsla, annars vegar um staðgreiðslukerfið í allmörgum Evrópulöndum, hins vegar um þau sérstöku vandamál, sem við væri að glíma hér á landi. í fram- haldi af því hefði ríkisstjórn- in skipað nefnd, fulltrúa ríkis og sveitarfélaga, til þesa að undirbúa málið frekar og hefði nefnd þessi unnið stanzlaust að málinu síðan. Búast mætti við að nefnd þessi lyki störfum í lok mán- aðarins og mundi málið þá Framntokl á bk. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.