Morgunblaðið - 15.03.1967, Side 28

Morgunblaðið - 15.03.1967, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIK.UDAGUK 15. MARZ 1967. Sögulegt m r eftii Stephen SUmarfrí Ronsome Og rtrú er hún 1 meiri hrnttu en nokkru sinni áður. I>ví að aft- urgöngur þeirra Evvie og Mc Neary eru nú þarna á sveimi á næstu grösum.......... — Walker lýsti því nákvæm- lega fyrir mér, hve óverandi sé í naustinu, minnti ég Brad á. — Hvernig hefur Joyce þolað þarna við? — !>að er alls ekki eins slæmt og Walker vill vera láta. Vitan- lega er hún þarna innilokuð en þó ekki eins illilega og í ríkis- fangelsi. Hún er ekki á ferli nema á nóttunni. Á kvöldin fara Walker eða dómarinn með matar föng til hennar. Og Ihún feT út að ganga — þó með allri gát. Einstöku sinnum, þegar Flora er löngu gengin til náða, fer hún inn í húsið. En vitanlega er þetta ekki nægileg afhafnasemi fyrir jafn ákafa ínanneskju og Joyce. Sannast að segja, er hún alveg að verða vitlaus af inni- lokunarkennd og verður óviðráð anlegri með degi hverjum. — Hefur hiún nokkurn tíma læðzt í vinnustofuna þína, þegar þú ert að vinna þar á nóttunni? — Já, oft. Og síðast á sunnu- dagsmorguninn. Nú, já. >að voru þá raddirnar, sem vindurinn bar til mín. — í>að er nú hættulegt að haf- ast þarna við, sagði ég, — en jafnframt klóklegt. — Gamla Martinshúsið yrði sennilega síð- asti staður, sem lögreglan færi að leita á að Zellu Daly. Og auk þess hefur hún þarna tvo óbrigð- ula bandamenn. Hverjir mundu hafa meiri áihuga á að halda henni leyndri en dómarinn og bróðir hennar? Þetta gat nú verið merkilegt umhugsunarefni: að saksóknar- inn í héraðinu væri að halda hlífiskildi yfir flóttamanni, sem ríkislögreglan sjálf vildi tala við. En ég get varla láð honum það. Þegar Joyce var á annað borð komin inn fyrir dyr hjá þeim, í leit að griðastað, áttu þeir varla annars úrkosta en taka hana að sér og reyna að vernda hana fyrir réttvísinni, þó ekki væri nema til að forða sínu eigin mannorði — f>ú getur nú nærri, hvaða þýðingu það hafði, ef þetta vitn aðist, Steve. Jú, ég gat mí rétt hugsað mér það. Og jafnframt gat ég líka skilið, hversvegna Martin dóm- ari var að blekkja okkur með því að fara inn í gamla naustið, og láta okkur Kerry vera hæfi- lega langt í burtu — og hvers vegna Brad var það svo mjög í mun að hindra að leitarflokkur færi að snuðra þarna í kring ........Og það neyðarlega er, að Zella Daly og gamla naustið eru nú einmitt varin af sjálfri lögreglu staðarins. — Hvenær komstu að því að Zella — eða Joyce — var þarna niðurkomin? — Það var hér uim bil strax eftir að hún kom. Martin feðg- arnir kölluðu mig til sín um miðja nótt og sögðu mér frá því. Joyce hafði heldur betur komið föður sínum og bróður í klipu. Hvað gátu þeir gert? Auðvitað ekkert annað en leynt henni og svo lesið bænirnar sínar þangað til allt spryngi í loft u/pp. — f>að getur nú tekið sinn tíma. En hvenær kom McNeary fram á sjónarsviðið? — Svo að segja strax. Meira að segja var hann kominn til Crossgate á undan Joyce — þef- vís eins og hrægammur. Hann hafði farið að reikna þetta út, strax eftir morðið í Las Vegas — og vitanlega átti Joyce lengri leið að fara en hann. Hann hafði hvorki gleymt nafninu Zella Daly né heldur heimilisfanginu mínu. Ef hann gæti þefað upp hennar nánustu, gat það gefið vel í aðra hönd. Og ef þann gæti fundið felustaðinn hennar, var mikið eftir að slægjast. — Ég hélt nú bara að hann væri að heyja tau»g>astríð. — Ja, það getur líka verið. ■ 2 f w ‘ . j Corolyn Somod/, 20 óia, fró Bondorikjunum segir: | . Þegar fílípensar þjóðu mig. reyndi ég morgvísleg efnl. Einungis Cleorosíl hjólpoði founverulega • ömY' •*•*•* Hr. 1 í USA þvf það ar raunhotf hjófp — CUarasll i; „sveltir” fílípensana Þetia vísindalega somsetta efnl getur hjólpoð yður ó soma hótt og það hefur hjólpað miljónum unglinga f Banda- rfkjunum og viðar - Þvi þoð er raunverutega óhrifamikið._ Hörundslitað: Clearasil hylur bólurnar á meðan það vinnur á þeim, Þor sem Oearasil er hörundslltað leynost fllípensornlr — somtímis þvf, sem Clearosil þurrkor þó upp með því oð fjarlaegja húðfituna, sem nœrir þó -sem sogt .sveltir' þó. I Fer innl húðina ö 2. Deyðir gerlana .S. MSveMraa Wipensona Ég neitaði auðvitað öllu, — hélt því fram, að það hlytu að vera tvær Zellur Daly — en hann lét ekki hrista sig af mér. Hann var oft að snuðra kring um naustið. en Joyce heyrði hann koma — því að það eru þarna gægjugöt á öllum hliðum, og >á lét hún eins og hún væri dauð. Einu sinni reyndi hann að brjótast inn. en þá var komið að honum — og komumaðurinn var Miles Kendall! Brad brosti gremjulega. — í>á hætti hann við naustið, en tók að snuðra um allt ná- grennið í leit að líklegum felu- stað. í»að gaf nú engan árangur, en svo fór hann jafnframt að hlusta á skraf manna í drykkju- ki ám, og snuðra í réttarbókum. Að minnsta kosti var hann rétt búinn að rekast á góða bend- ingu. — Œfvað var það? — Móðir Joyce hét áður en hún giftist, Marie Zella Daly. — Guð minn góður! Það hefði þá getað komið upp itm allt saman. Brad stóð upp með erfiðismun um. Svo tók hann að ganga um gólf, létt eins og köttur. — Mér er það ljóst, að ég gerði vitleysu í sambandi við n •:**:«k-:~:-:-:**>-: *:-m**: U U McNeary. Var víst eitthvað ringl aður í kollinum. Þegar Ewie fannst, sást, að um morð var að ræða. Og það æsti enn upp ágirndina í McNeary — og gerði hann enn hættulegri en áður. Ég hugsaði mér, að bezt væri að fá hann burt og það strax. Svo að ég var svo vitlaus að ætla að fara að kaupa hann af mér. Og það var vitleysa — vond vit- leysa. í stað þess að losa mig við hann, sannaði það honum, að eitthvað lægi að baki, sem gœti gefið honum stórfé í aðra hönd, ef hann bara gæti þefað það uppi. Ég varð ekkeTt feginn að heyra þetta. Gerði Brad sér ekki ljóst, að þarna var hann að draga upp trúlegasta tilgang til að myrða McNeary og sverta útlitið fyrir sjálfum sér? — Sjáðu nú til, Brad. Ertu al- veg viss um, að hann hafi ekki verið búinn að snuðra Joyce uppi? — Já, það er ég viss um — af því að hún er sjálf viss um það — og hún hafði fyl-lstu ástuðu til að forðast hann. Gott og vel. En ertu nú viss um, að McNeary hafi ekki neitt séð nóttina, sem Evvie var myrt eittlhvað, sem mundi óumflýj- anlega hafa morð í för með sér, jafnskjótt sem líkið fyndist? , — Hvernig gæti ég vitað það? Ég á við, að McNeary reyndi ekkert að pína út úr mér í sam- bandi við það. Brad pataði út höndunum, eins og hann botnaði ekki neitt í neinu. Hann virtist alveg uppgefinn og það var held ur ekki nema eðliiegt. — Æ, guð minn góður, ég er alveg ’kúg- uppgefinn. Ég ætU heldur að fara að koma mér í bælið. — Eina spurningu enn, Brad, sagði ég — og sú spurning var þungvæg. — Vissi Ewie, að Joyce var þama í felum? Brad dró hægt og djúpt að sér andann og andaði svo frá sér aftur. — Já, hún vissi af því. Hún komst af því sama fevöldið sem hún hvarf. Ég sagði og var hvass: — Skýrðu það nánar. — í’að var þegar hún fór úr vinnustofunni hja mér og gekk inn / skósinn. Þá kom hún Joyce að óvörum, — hún var beinlínis sofandi — þarna úti á Latakletti, þar sem hún var að dást að tungl skininu, hvernig sem á því hefur nú staðið — og hafði sofnað. Hún hrökk upp og sá þá Ewie standa þarna yfir sér. StÖkk upp í æði — hljóp burt og faidi sig á bak við næsta tre. Beið þar í otfsa- hræðslu við, að nú vœri öilu Xok- ið. Honfði á Bwie, og þannig at- vikaðist það, að hún sá mig með henni. — Þetta hefurðu ekki sagt mér áður. — Ég gat það ekki þá. Hafði ekki þorað að nefna Joyce á nafn. Gat ekki gert það nema með því að ljóstra upp um leið einmitt því, sem ég var að reyna að leyna .... — Ég kom þvi að Ewie þar sem ihún leit út e:ns og hún hefði séð draug — sem var vitanlega ekki fj'arri sanni. Hún fór að tala og greip andann á lofti: „Ég sá hana Joyce, rétt áðan, Brad“! Auðvitað reyndi ég að telja hana af þessu — minnti hana á, að Joyce væri löngu dáin, o.s.frv. o.s.frv. Gat snúið talinu að ein- hverju öðru — en þá fór hún bara að vola yfir þessu sorglega lífi sínu, alveg eins og ég var búinn að segja þér áður. Hann sneri til dyranna og dok- aði þar við. — Annað verð ég að segja þér, Steve: Joyce er skít- hrædd við Kerry, af því að hún er í blaðamennsku. Þegar Kerry kom hingað og fór að snuðra .... Joyce er þess fullviss, að Kerry sé á höttunum eftir henni .... að reyna að ná í hana. Vitan lega er það vitleysa .... en .... þú mátt bara ekki segja Kerry eitt orð af þessu, sem ég hef sagt þér. Úti við dyrnar stanzaði hann aftur. — Og láttu engan vita, að þú vitir þetta, sízt af öllu þá Martinfeðga. Og komdu ekki í námunda við Joyce. í guðs bæn- um, Steve, gerðu það efeki. Ég stóð og starði á hurðina, eftir að Brad var farinn út. Veit hann þá ekki, að ef þessar síð- ustu upplýsingar verða uppvísar, þá er úti um hann? Ewie sá Joyce. Þetta að sjá hana sem snöggvast fékk henni öflugt vopn í hendur á Brad. Eftir þetta örlagaríka augnabilk, var hann ekki lengur sjálfum sér ráðandi. Ewie gat notað þessa aðstöðu sína til að koma með fá- ránlegustu kröfur á hann, blátt áfram með því að hóta að koma upp um Joyce, og Brad gat alls ekki neitað henni um það. Hún hafði tökin á honum, og það svo rækilega, að hann gat með engu móti losnað, nema með því að leiða böl og skelfingu yfir alla aðstandendur. Eða þá með því að myrða hana. 25. kafli. Föstudag ki. 1 f.íh Síðustu tveir dagarnix hafa ver ið furðulega kyrrlátir — ef frá eru taldar stöðugar símahring- ingar, stöðugt ferðalag lögreglxi- manna allt í kring, og aðfcom- andi blaðamenn hringsólandi eins og hrægarrunar — nú voru þeir orðnir einir fimm eða sex —• og svo ofmargar heimsóknix af nærgöngulum kunningjum. Glenda og Kerry sáu nú um flesta þessa gesti, en Brad var upptekinn við aðra gesti, sem voru í einlhverjum óhugnanleg- um embættiserindum. En þrátt fyrir allt þetta, hefur þetta verið kyrrlátasta tímabilið, slðan við Kerry komum hingað á laugar- daginn var, — beinlínis vegna þess, að Brad komst yfix það án þess að vera verr settur á mið- nætti í nótt en hann var á nsesta miðnætti á undcin. Sannast að segja hefur þessi sólarhringux ekki haft að færa nema tvö smáatxiði, sem setjandi séu í þessa skýrslu mína. í gær, eftir morgunverð, gat ég náð í Brad einan og beint að honum beinni spurningu. — Er það ekki hugsanlegt, að Joyce hafi myrt Evvie? Ég gerði það viljandi að hafa spurninguna svona beina. Allan þennan tíma hefur Brad gengið uipp í þessari óeigingjörnu við- leitni sinni, að vernda Joyce. Og hann hefur haldið sér að þeirri fyrirætlun sinni, alveg ósveigj- anlega, hversu mikið illt, sem það hefur gert honum sjálfum. Ég vildi láta spurninguna koma hon- um alveg að óvörum og hris*a hann til, og það gerði hún lika. Hann hrökk við og hleypti brún- um. Vantar matsveín og háseta á góðan netabát frá Keflavík, sem er að hefja veiðar. Uppl. í síma 1579 Keflavík og hjá skipstjóra í síma 19916. Verkstjóri á bifreiðaverkstæði Verkstjóri óskast á bifreiðaverkstæði í nágrenni Reykjavíkur. Útvegun á góðu ódýru húsnæði kemur tll greina. Þeir sem vilja sinna þessu leggi nöfn sín km á afgr. blaðsins fyrir kL 4 á fimmtudag, merkt: MVerkstjórn — 8461“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.