Morgunblaðið - 18.03.1967, Síða 29

Morgunblaðið - 18.03.1967, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. MARZ 1967. 29 Laugardagur 18. man tK)0 Morgunútvarp Veöurfregnir — Tónleikar — 7:30 Fréttir — Tónleikar — 7:55 Bæn — 8:00 Morgunleikfimi — Tónleikar — 8:30 Fréttir — Tón- leikar — 8:56 Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna — 9:10 Veðurfregnir — Tónleikar — 9:30 Tilkynningar — Tónleikar 10:00 Fréttir. 12:00 Hádegisútvarp Tónleikar — 12:25 Fréttir og veðurfregnir — Tilkynningar. 13:00 Óskalög sjúklinga Sigríöur Siguröardóttir kynnir. 14:30 Vikan framundan Baldur Pálmason og Þorkell Sigurbjörnsson kynna úbvarps- efni. 16:00 Fréttir. 16:10 Veörið í vikunni Páll Bergþórsson veöurfræðingur skýrir frá. 16:20 Einn á ferð G-ísli J. Ástbórsson flytur þátt i tali og tónum. 16:00 Veðurfregnir. Jetta vil éS heyra Edda Ogmundsdóttir velur sér hljómplötur. 27:00 Fréttir. Tómstundaþáttur bama og ungl- inga. Örn Arason flytur. 17:30 Úr myndabók náttúrunnar Ingimar Óskarsson talar um dýrið frá miðöldum jarðar. 17:50 Á nótum æskunnar. Dóra Invadóttir og Pétur Stein- grimsson kynna nýjar hJjómplötur. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tilkynningar. 16:95 Dagskrá kvöldsins og veöur- fregnir. 19:00 Fréttir 19:20 Tilkynningar. 19:30 Harmonikulög: John Molinari lefkur. 19:46 Kaldsamur dagur á Kötluslóðum Jón Pálsson frá Heiði segir ferða sögu í léttum tón. 20:15 Létt, rússnesk tónlist: Þarlendir listamenn flytja. 21:00 Leikrit: Þættir úr ..Paradísar- heimt* eftir Halldór Laxness, Saman teknir af Lárusi PáLssyni fyrir leiksýninguna Kiljanskvöld 1961 og nuttír undir stjórn hans (Áður útv. í sept 1963). 22:00 Kórsöngur: Sœnski stúdentakórinn syngur norræn lög: Einar Ralf stj. 22:30 Fréttir og veðurfregnir. 22:40 Lestur Passíusálma (46) 22:50 Danslög — (24:00 Veðurfregnir). 01 tf)0 Dagskrárlok. - ATHUGASEMD Framhald af bls. 13 Þá eru hér, úr greininni nokkr ar glefsur: „En Jesú var eftir öll um frásögnum að dæma ókvænt- ur“U „>ar sem Jesú hefur haft mikinn áhuga á trúmálum“. „Per sónuleiki Jesús hefur ósjálfrátt álhrif á menn“M „Við getum sem sagt gengið út frá því að Jesús hafi hafið kennslu undir hand- leiðslu Gyðinga að hann hafi næstum áreiðanlega hlotið menntun hjá Fariseum". I>etta Iæt ég nægja að taka upp úr greininni, þó af miklu sé að taka. Gagnvart þessari síðustu fjarstæðu má þenda á frásögn- ina í öðrum kapitula Lúkasar Guðspjalls, þegar Jesús var 12 ára og þau Jósef og María móð- ir hans töpuðu honum í mann- grúanum í Jerúsalem í þrjá daga og fundu hann í helgidómnum meðal lærimeistarana og þar á tali við þá. I frásögninni stend- ur: „En alla, sem heyrðu til háns, furðaði á skilningi hans og and- svörum“. (Lúk. 2:47). Samkvæmt þessu má líta svo á að Jesús, 12 ára gamall, hafi verið kenn- ari lærimeistaranna þarna í helgidómnum. Þegar móðir hans, við þetta tækifæri, tjáði honum frá hræðslu sinni um hann, svar aði hann: „Hvers vegna voruð þið að leita að mér? Vissuð þér ekki að mér ber að vera í því, sem míns föður er“. (Lúk. 2:49). Gagnvart því sem að greinar- höfundur segir, að áhrif Krists á mann hafi aðeins verið óbein, má benda á frásagnir Guðsspjall anna um það, hvernig fólk þyrpt ist umlhverfis hann í þúsundum, af því það hafði engan heyrt tala eins og hann. Fjallræðan, merkasta ræða allrar sögunnar, hafði stórkostleg álhrif á allan þann mannfjölda, sem hlýddi á hana og hún er, enn í dag, hið lifandi áhrifaorð allra kristinna manna og mun verða um adur og æfi, af því að þau eru frá Guði komin. Fjallræðan er birt í 5, 6. og 7. kap. Matteusar Guð- spjalls. Hluti af henni er daglega hafður yfir af milljónum manna og mun verða meðan mannheim- ur stendur. En það er bænin: „Faðir vor —■ —“. Til þess að frelsa fólk frá villu og synd færði Jesús því kenningu Guðs orðs og stofnaði kirkju sína. Til þess að viðlhalda og útbreiða kenninguna, „Farið og gerið all- ar þjöðir að lærisveinum" sagði 'hann við þá, sem tóku við kenn- ingunni. Hún er Guðs orð, sem aldrei breytist, stendur af sér alla tímá og er alltaf nýtt. Ef allir tryðu þeim og breyttu sam- kvæmt kenningunni yrði adaskil í mannheimi. Allir félagslegir örðugleikar fólks, stríð og hvers konar ranglæti yrði úr sögunni Kenning Krists er hin eina von mannkynsins. Að lifa samkvæmt henni er menningin sjálf. Allt annað, sem talið er til menning- ar er háð fallvatleikanum. Skil- yrðið er að trúa því sem Krist- ur segir og þróa trúna í ástund- un Guðs orðs og í bæn — tala við almáttugan Guð, Hvernig mundi umhor>fs i mannheimi, ef Kristur væri ekki kominn til jarðarinnar? Það er ekki langt síðan hann kom. Það vantar mjög mikið á að það séu ein milljön dagar. Engir viðburð- ir sögunnar eru vottfastir en dvöl hans og starf meðal lifandi fólks — starfs hans þá og starfs hans í dag. Guðs orð hefur þann eiginleika, fram yfir öll önnur orð, að það sannar sig sjálft. Um það mætti fara mörgum orðum. 1 tímaleysi efnishyggjunnar, nú á dögum, kostar það engan tíma að trúa, og ástunda trúna. Þvert á móti sparar það mikinn tími. Losar fólk við aukaatriði og lífs flækjur daglegs lífs, sem taka upp mikinn tíma. „Kristur er sá, sem kominn er og hefur valdið þeirri heimsbylt- ingu, sem fólkið þurfti með, til þess að geta lifað. — Sú bylt- ing og starf hans, varir alla tíma. Höfundar greinar þeirrar, sem hér hefir verið gerðar athuga- semdir við, eru illa komnir. — En þeim má ekki vera ómót- mælt, og engum þeim, sem ala á vantrú og afbaka Guðs orð. 20. janúar 1967, Jón H. Þorbergsson s Bergsætt Hið mikla og vandaða niðjatal fæst aðeins hjá höfundi í Drápuhlíð 5, Reykjavík, sími 12912. Bergsætt er valin vinargjöf til handa ungum og öldnum. Heimamyndatökur í svart hvítt Correct Colour stofu það bezta sem völ er á, Pantið með fyrirvara hvort heldur er í heimahús eða á stofu. Einkarétt fyrir Correct Colour á íslandi: Stjörnuljósmyndir Flókagötu 45 sími 23414. Norska graf- og ámoksturvélin ★ er eingöngu vökvaknúin. ★ er einföld og fljótvirk í notkun. ★ er ódýr í viðhaldi ,enin belti, ekkert drif á hjólum. ★ notar flotplötur í mýrlendi og ræsir fram mýr- ar, sem ekki halda manni. ★ Hagstætt verð. Söluumboð á Akureyri: Magnús Jónsson, c/o Bifreiðaverkst. Þórshamar hf. Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Simnefni: »Volver« - Símf 35,200 Bifreið til sölu Á bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúla er til sýnis og sölu Volvo Amazon bifreið, árgerð 1963, 4 dyra. Upplýsingar á staðnum. Tilboðum sé skilað til Skúla Sveinssonar, aðalvarðstjóra, fyrir 25. þ.m. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 16. marz 1967. Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður haldinn að Bárugötu 11 sunnudaginn 19. marz 1967 kl. 14.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða af- hentir ábyrgðarmönnum eða umboðs- mönnum þeirra föstudaginn 17. marz kl. 13.00—16.00 og laugardaginn 18. marz kl. 10.00—12.00. Stjórnin. Kristniboðsdagurinn Eins og undanfarin ár verður kristniboðsins í Konsó sérstaklega minnzt á pálmasunnudag. Vér viljum vekja athygli á eftirtöldum guðsþjónust- um og samkomum, þar sem gjöfum til kristniboðs verður veitt viðtaka: AKRANES: Kl. 10.30 f.h. Sunnudagskóli K.F.U.M. og K. í samkomusalnum „Frón“, Vestur- götu 35. — 5.00 e.h. Kristniboðssamkoma í Akranes- kirkju. Sævar B. Guðbergsson og Jóhannes Ingibjartsson tala. Hafoarfjörður: Kl. 10.30 f.h. Sunpudagaskóli K.F.U.M. og K. í húsi félaganna við Hverfisgötu. — 2.00 e.h. Guðsþjónusta í Hafnarfjarðar- kirkju. Jóhannes Ólafsson, kristniboðslæknir, prédikar. Síra Magnús Guðmundsson, fyrrv. prófastur, þjónar fyrir altari. — 8.30 e.h. Kristniboðssamkoma í húsi K.F. U.M. og K. Síra Frank M. Hall- dórsson., talar. Reykjavík: Kl. 11.00 f.h. Guðsþjónusta Grensássafnaðar í Breiðagerðisskóla. Bjarni Eyjólfs- son, form. Kristniboðssambands- ins, prédikar. Síra Felix Ólafsson, þjónar fyrir altari. — 11.00 f.h. Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Síra Sigurjón Þ. Árnason prédikar. Síra Lárus Halldórsson þjónar fyr- ir altari. — 2.00 e.h. Guðþjónusta í Fríkirkjunni. Síra Þorsteinn Björnsson. í Laugarneskirkju síra Garðar Svavarsson. í Neskirkju síra Frank M. Hall- dórsson. — 8.30 e.h. Kristniboðssamkoma í húsi K.F.U. M. og K. Ólafur Ólafsson, kristni- boði, talar. Vestmannaeyjar: Kl. 11.00 f.h. Barnaguðsþjónusta í Landakirkju. — 2.00 e.h. Guðsþjónusta í Landakirkju. Gísli Arnkelsson, kristniboði, prédikar. Síra Jóhann S. Hlíðar þjónar fyrir altari. '—3-11.30 e.h. Kaffisala til ágóða fyrir kristniboðið í Konsó í húsi K.F.U.M. og K. Kristniboðsvinir og aðrir velunnarar íslenzka kristniboðsins í Konsó eru hvattir til að sækja guðsþjónustur og samkomur dagsins. Samband ísl. kristniboðsfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.