Morgunblaðið - 20.04.1967, Síða 14

Morgunblaðið - 20.04.1967, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1067. SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆDISMANNA: ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN RITSTJGRI: ARMANN SVEINSSON Sjalfstæðisflokkurinn er kjðifestan í utanríkismálum þjóðarinnar f Avarpi, sem Árni G. Finnsson, íormaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, flutti á utanríkismála- ráðstefnu samtakanna fyrir skömmu vék hann að ýmsum þáttum utanríkismála þjóðarinnar. Birtist hér brot úr ávarpi hans. ¥ Ttanríkismálin hafa lengi verið einn veiga- mesti þátturinn í stjórnmálal'ífinu og stjórnmálabaráttunni á íslandi. Sérstaklega voru þessi mál ofarlega á baugi í iok síðustu heimstyrjaldar og næstu árin á eftir. Fyrstu árin eftir heimsstyrjöldina voru fyrstu ár íslenzka lýðveldisins og þá reyndi mjög á um það, hvaða stefna var mörtkuð í ut- anríkismálum og hvern farveg þau tóku, og hafði síðan verulega þýðingu um þróun mála hér á landi. Það kom í hlut Sjálflstæðisfl'ok'bsins á fyrstu árum íslenzka lýðveldisins að hafia forustu um mótun stefnunnar. Það kom í hiut okkar manna að skipa sæti utanríkisráðherra og núverandi formaður f’lobksins, Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, var einmitt utanríkisráðherra þegar stærstu og örlagaríkustu ákvarðanimar voru teknar. Deilan stóð þá fyrsit og fremst um það, hvort rjúfa ætti það hlutleysi, sem íslenzka þjóðin hafði kosið að fylgja árið 1918 og taka afleiðingum af þeirri miklu breytingu, sem orðin var á alþjóðavettvangi að síðan heims- styrjöldinni lokinni. Um þetta urðu milkil átök. En eftir að hvert landið á fætur öðru í Evrópu hafði orðið kommúnistum að bráð, þá var það ráð frjálsra þjóða í Evrópu og við Atlantshaf norðanvert að mynda með sér varnarbandalag. Var það gert 1949 og var ísland eitt af þátttöku- ríkjunum. Stefnan, sem þá var ofan á hefur síðan verið meginstefna íslendinga í utanríkis- og varnarmálum. Að tveimur árum liðnum er Íslendingum heimilt að endurskoða afstöðu sína til Atlants- hafssamstarfsins. Það er mín skoðun, að enda þótt margt hafi breytzt í viðhorfi og á vettvangi álþjóðamála tvo síðustu áratugi þá sé enn í dag allt of margt með sama markinu brennt og 1949. Sömu hætturnar steðja að, enda þótt þær hafi tekið á sig nýja mynd og á yfirhorðinu virð- ast margir hlutir hafa breytzt til hins betra. Engu að síður ber að játa, að um sumt hefur orðið breyting til hins betra og full ástæða er til að öll þessi mál séu vegin og metin. Nauðsynlegt er að menn geri sér grein fyrir því, hvað hefur breytzt, hvað hefur áunnizt og hvert sé gildi áframhaldandi samstarfs. Al'lt eru þetta þýðingarmikil atriði og afstaða íslands byggist á því, hver afstaða Sjá;Lfstæðisfiokksins verður til þeirra. Það hefur, því miður, sýnt sig æ ofan í æ, að enda þótt SjáIfstæðis)flokkur- inn hafi oft náð samstöðu um þessi mál með hinum tveimur lýðræðisflokkunum, Alþýðu- fl'okknum og Framsóknarflokknum, þá hafa þeir undir ákveðnum kringumstæðum verið til- búnir til að láta stundaihagsmuni ráða afstöðu sinni til utanríkis- og varnarmála þjóðarinnar, Árni G. Finnsson sbr. samþykktir þeirra 19&6, sem einvörðungu voru gerðar í því skyni að afla kjósendafylgis. Einmitt slíkar samþýkktir sanna, að kjölfestan í varnar- og öryggismálunum er fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn. Frá utanríkismálaráðstefnunni. 344 Samkvæmt dagbók f r amkvæmdast j óra Heimdallar hafa 344 æskumenn og konur gengið í Heimdall á tímabilinu 1. nóv. 1966 — 31. marz 1967. FJolimsiui F.U.S. í Árnessýslu Óli Þ. Guðbjartsson endurkjörinn form. Óli Þ. Guðbjartsson FÉLAG ungra Sjálfstæðis- manna í Árnessýslu, hélt aðal- fund sinn á Selfossi, þriðjudag- inn 28. marz 1967. Yar fundurinn vel sóttur og ánægjulegur. Á fundinum gengu 18 nýir menn í félagið, og er það nú eitt fjölmennasta sjálfstæðisfé- lagið í sýslunni. Stjórn Félags ungra Sjálf- stæðismanna í Árnes-sýslu skipa nú: Formaður: Óli Þ. Guðbjarts- son, Selfossi. Ritari: Þór Þor- bergsson, Selfossi. Gjaldkeri: Sverrir Steindórsson, Selfossi. Meðstjórnendur: Guðrún Magnúsdóttir, Hvera gerði: Sigurður Sigmundsson, Syðra-Langholti. Garðar Ein- arsson, Selfossi. Björn Arnolds- son, SelfossL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.