Morgunblaðið - 20.04.1967, Page 21

Morgunblaðið - 20.04.1967, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 1067. HÆGRIHANDAR AKSTUR ÞAÐ ER afóir lærdómsrílkt að lesa blöðin þessa dagana, er það einskonar stúdía í „múg-sefjun‘-, þar sem nokkrir menn hafa æst uipp fjölda fólks gegn ákveðnu miálefni, svo nálgast „fjölda- taugaveiklun“, en slík er afstaða margra út af breytingum í hægri handar akstur. Hafa skrif út af þessu máli orðið all umfangsmikil og háv- aðasöm, en því miður markazt af mjög takmarkaðri þekkingu þeirra aðila sem hvað hæst berja burnbur sínar, samanber prestur einn nú nýlega. Afstaða manna gegn þessari breytingu er ekki svo óskiljanleg, þegar um er að ræða ökumenn, sem búa úti á landsbyggðinni því segja má, að þar skipti ekki svo miklu máli hvort ekið er vinstra eða hægra megin, en þegar kem ttr hingað til Reykj avíkur þá vandast málið all verulega. Umferðin í Reykjavík, miðað við þann bifreiðafjölda, sem ek- ur um götur borgarinnar er orðin fyllilega sambærileg við stór- borgir erlendis. Það hafa komið fram mörg rök og gagnrök í þessu máli og væri rétt að segja, að hægri- menn hafi ekki komið fram með nægilega sterk rök máli sínu til framdráttar eða gert almenningi það nægilega ljóst hversvegna breytinga er þörf. Vinstri menn hafa hinsvegar talið sig hafa örk, sem fremur hafa myndast af fyrir fram akveðinni andstöðu við þetta mál heldur en af þekkingu. Það ætti að vera afar auðvelt fyrir okkur að mynda okkur raun hæfa skoðun á þessu máli, ef við tökum til greina þá reynzlu, sem aðrar þjóðir hafa orðið fyrir í þessu sambandi, og sem grund- vallar stefnu þeirra í framreiðslu ökutækja, og í sambandi við öryggisútibúnað og fyrirkomulag. Það er ekki út í bláinn, að Bandariikj amenn og aðrar þjóðir, sem framleiða bitfreiðir sínar fyr ir hægri handar akstuir hatfi stýr ið vinstra megin, Það er byggt á þeirri staðreind, að réttara sé, að ökumaður sé umferðarmegin í ökutækinu, þar sem hann hef- nr betri yfirsýn og getur fylgst betur með umtferðinni, saman ber, að Bretar framleiða sínar bifreiðir með hægri handar stýri, nema til úttflutnings, en bifreiðir, sem eru með vinstri-handar stýri verða að vera sérstaklega merktar af öryggisástæðúm, etf aka á þeim í Bretlandi. Af Sví- þjóð getum við ekki tekið eins raunhæfa réynslu, þar sem framleiðsla þeirra miðast að miklu leyti við útflutning öku- tækja. Þessi staðsetning öku- Ræða ráðstaf- anir gegn Smith Salisbury, 18. apríl. NTB-AP. • Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Salisbury í Rhodes- in, að áhrifamiklir kaupsýslu- menn hafi boðað til leynifundar um ráðstafanir til að knýja Ian Smith og stjórn hans til þess að falla frá sjálfstæðislkröfunni, og fá hann til að ganga til samninga við brezku stjórnina. Ekki er vitað nákvæmlega, hvenær eða hvar fundurinn verður, né hverjir það eru, sem að baki honum standa. Þeir hafa mynd- að samtök, sem nefnast „Forum- flokkurinn". Sítni 22822 - 19775. Pottamold Blómaáburbur manns í bifreiðinni miðað við aksturskerfi er ekki gerð af ein- skærri tilviljun eða í sambandi við einhverjar óraunhæfar til- finningar, heldur í öryggisskyni, m.a. til að koma í veg fyrir slysahættu, sem annars væri til staðar og er eins og hjá okkur orðin mjög alvarleg. Eins og ég nefndi áðan kemur þetta ekki að sök í strjálbýlinu og eðlilegt er, að menn þaðan eða stéttarsamtök geri sér ekki grein fyrir þessarri hættu, sem þessu er samfara, e<n í þeirri umferð, sem orðin er í Reykjavík, er betta orðin ófrávíkjanleg stað- reynd og þarf ekki annað en að benda á Suðurlandsbraut og Hafnarfjarðarveg, sem eru orðn ir tsórhættulegir í sambandi við framúr-akstur. Hinsvegar eru þau rök, sem hægri-menn hafa otft haldið fram, að rétt sé að breyta, m.a. vegna þess hve fólk ferðast mik- ið til útlanda, algjörlega út í loftið, þar sem það er alls ekki um að ræða, heldur hitt, að svo langsamlegasti meiri hluti bif- reiðaeignar landsmanna eru gerð ar fyrir hægri handar akstur og skapar því stórhættu í sambandi við umtferðina, eins og hún er orðin í dag. Fólk spyr ef til vill, „en hvers vegna hafa þá verið fluttar inn bifreiðir með vinstrihandarstýri frá upphafi"? Því er til að svara, að trúlega er það að þar hafi tilviljun ein ráðið öllu um. Bíla innflytjendur hafa eflaust alls ekki gert sér neina grein fyrir því hversvegna stýrið var hægra megin og sökum þekikingarleysis og ótfullnægjandi reynslu, álitið að bezt væri að vera nær vegar- línu. Þessum innflutningi hefur svo verið haldið átfram í þessu formi og um það skapazt hefð, en öllu má venjast og á meðan menn hafa almennt ekki persónulega reynslu af hinu réttara kerfi, þá er eðlilegt, að þeir geri sér ekki grein fyrir því í hverju munur- inn liggur. í þessu etfni, þá held ég, að við eigum engra kosta völ, breyt ingin verður gerð hvað sem við hér heima á íslandi segjum eða gerum. Þetta er þróun, sem er ófráivíkj anleg og því lengur, sem við bíðum, því meira kostar það okkur. Það er vitað mál, að þjóðir heims eru að samræma alla um- ferð á láði, (í lofti og á sjó gildir nú þegar sama reglan, hægri- handar umferð). Það er einnig staðreynd, að Bretar munu breyta yfir í hægri handar um- ferð innan fárra ára, þó að sú breyting kosti geysilegar peninga upphæðir. En ástæðam er ekki eingöngu sú, að samræma alla umferð hvar sem er í heiminum, heldur einnig sú, að það er orð- ið bifreiðaframleiðendum ofviða að framleiða bifreiðir fyrir bæði kerfin sökum kostnaðar, og eru verður því sí ertfiðara að fá ör- yggistæki fyrir vinstrihandar a'kstur, þegar frá líður og endan- lega ekki hægt. Og hvað gerum við þá t.d. í sambandi við ljósa útbúnað . . . Af þeirri reynslu, sem ég hef persónulega af hægri-handar akstri, er breytingin ótrúlega auð veld. Ég hef ótal sinnum farið úr bíl mínum við flugvöllinm héf í Reykjavík og sezt bak við stýri á bifreið á Kastrupflugvelli og ekki hefur mér fundizt neitt eðli legra, þegar umferðin er öll t.d. hægra megin, fellur maður sjáltf kratfa inn í „umferðina" eins og hún ef í það og það skiptið. Eftir að hatfa ekið bifreið með vinstri- handar stýri í hægri umtferð, þá hetfi ég fundið þá miklu ann- marka, sem eru á umtferðinm, eins og hún er hér í dag. Þetta veit ég, að er ekki aðeins mín reynsla heldur og f jölda annarra. En það er eins og með allar breytingar, fólk er afar fljótt að fyllast tortryggni gagnvart þeim hlutum ,sem það þekkir ekki og eiga þeir, sem þá eru búnir að æsa sjáltfa sig upp i ákveðna af- stöðu, sem er otft byggð á þekk- ingarleysi, því hægt með að valda þeirri „hysteriu“, sem far- ið er að gæta í samlbandi við þetta mál. Ég ætla svo ekki að fjölyrða meira um þetta mál, en það væri óskandi, að þeir aðilar sem um þetta mál eiga að fjalla geri meira að því en verið hetfur að upplýsa fólk, svo það myndi sér ekki rangar skoðanir, sem eiga rót sína að rökja til þekkingar- leysis og hleypidóma annarra. Magnús Blöndal Jóhannsson. SVAR MITT h J EFTIR BILLY GRAHAM EIN er sú spurning, sem veldur mér heilabrotum, og hún er um sálmaskáldið Davíð. Hann er kallaður „maðurinn eftir Guðs vilja“. Samt syndgaði hann, drýgði hór og framdi morð. Er þetta ekki svolítið mótsagnakennt? ENGAN veginn. Það er eitt af því, sem gerir Biblí-‘ una trúverðuga bók, að hún breiðir eklki yfir mistök þeirra og symdir, sem frá er sagt. Hún sýnir þá ein- mitt eins og þeir eru og dregur ekki fjöður yíir á- virðingar þeirra og afbrot. Elska Guðs á Davíð birtir eðli Guðs. Hugsið yður, ef hann elskaði aðeins fu'llkomið og syndlaust fólk! Auðvitað eru engir sliíkir tiil, en hugsið yður, ef hann elskaði aðeins þá, sem engar Ijótar syndir hefðu á samvizkunni! Hvað yrði þá um okíkur hina? Ég held, að frásagan um Davíð hafi verið sett í Biblíuna til þess að við sæjum, að Guð ann dkkur, enda þótt við séum syndug, hrösum og höfum til'hneigingu til þess, sem illt er. Biblían segir: „Guð auðsýnir kær- leika sinn til vor, þar sem Krisíur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í synduim voruim“. Ég sé ekkert mótsagnakennt við slíkan kærleika. Guð breytir einmiitt samkvæmt eðli sánu, þegar hann elskar okkur, þrátt fyrir ávirðingar okkar. Og þetta er mér fagnaðarefná, því að ekki hefði ég getað talizt í hópi barna hans, ef hann hefði aðeins elskað þá, sem virðast vera fullkomnir. Hveitið sem hver reynd húsmóðir þekkir og notai allan bakstur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.