Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1967, Blaðsíða 1
BLAÐ H Sunnudagur 7. maS Blaðamannafundur Svetlönu Allelujewu í ISIew York: EG GAT EKKIHALDIÐ AFRAM AÐ LIFA ÞESSU GAGNSLAUSA LÍFI FÁRRA frétta hefur verið beðið *neð jafn mikilli eftirvæntingu síðustu vikurnar og frásagna »f fundi þeim, sem Svetlana Alielujewa, dóttir Jósefs Stalíns, átti með blaðamönnum í New •York í síðustu viku. Flótti benn- ar til Vesturheims hefur að von- vm vakið mikla athygli og fram- koma hennar og uramæli viðast hvar vakið virðingu. Hér fer á eftir heildarfrásögn af blaða- mannafundinum I New York, lauslega þýdd úr „The New Vork Times“. Svetlana hafði fengið spurningar hlaðamanna afhentar ffyrir fundinn og las Alan U. Schwarz, samstarfsmaður lög- tfræðings hennar, Edwards S. Ureenbaums, spurningamar upp jafnóðum. í upphafi ávarpaði Svetlana fréttamenn nokkrum orðum. Ávarpið — Það er gaman að hitta ykk- ur aftur hérna. Ég hafði gert mér vonir um, að yfirlýsingin, sem ég gaf á flugvellinum, þegar ég kom til New York, hefði svarað þeim spurningum, sem þið hefðuð vilj- ■að spyrja mig. En úr því svo er ekki, er ég reiðuibúin að svara ■nokkrum til viðbótar eftir beztu getu. Ég hef óskað eftir því að fá spurningarnar skrifaðar, sökum þess, að mér veitist stundum dá- lítið erfitt að skilja enskuna eins tog Bandaríkjamenn tala hana — ég er óvön framburði þeirra. Það er því auðveldara fyrir mig að Jiafa þær skrifaðar. Annað vildi ég segja: Ég veit eð þið munið hafa áhuga á mörg- •um atriðum, er varða föður minn, móður, bræður mína og Ifjölskyldu mína — en ég vil itaka það fram, að það verður idálítið erfitt að svara slíkum spurningum í stuttu máli. Þar er margt, sem þarfnast langra út- iskýringa. Ég vona því, að þið lesið bókina mína, sem kemur öt í haust, þvi að þar fáið þið svör við mörgu því, sem ég treysti mér alls ekki til að svara I fljótu bragði. Þess vegna vildi ég biðja ykkur að hlífa mér í dag við spurningum um foreldra imína og bræður. Engu að síður mun ég gera mitt bezta til að svara þvi, sem þið spyrjið um, — en ég verð að bæta því við, að mér líður að sumu leyti eins og Valentínu Tereshkovu eftir fyrstu ferð hennar út í geiminn, vegna þess, að ég hef aldrei verið á fundi með fréttamönnum. Þetta er dá- 'lítið erfitt fyrir mig, en ég skal 'gera mitt bezta, — og vona, að iþið munið skilja mig og afstöðu mína, þegar þessu er lokið. Ég er vön kyrrlátu einkalífi, ég hef aldrei skipt mér af stjórnmálum 4 Rússlandi og ætla ekki að gera það hér. Ég er þess fullviss, að ég_muni fá tækifæri til að lifa friðsamlegu lífi, — því að til þess kom ég hingað. Mínar einu fyrirætlanir eru að búa hér án afskipta af stjórnmálum og sinna Störfum mínum, skriftum. Mér er það mikils virði að geta loks- ins gert það, svo að ég vona, að þið skiljið mig. — Þakka ykkur tfyrir. Spurningar og svör Sp.: Svetlana, hér er spurning tfrá Mr. Gilbert Millstein frá N.B.C. News, Huntley-Brinkley. „Hvaða atburðarás varð til þess að snúa yður frá kommúnisma og hver er stjórnmálaskoðun yð- ar nú?“ Sv.: Ég mundi segja, að ég ihefði enga stjórnmálaskoðun núna, lifsskoðun mín er annars eðlis. Þegar ég gerðist félagi i komm- únistaflokknum fyrir tuttugu ár- um, þá stúdent við háskólann í Moskvu, trúði ég á kommúnism- ann, eins og allir vinir mínir og félagar, — allt fólk af minni kynslóð. Mér hafði verið kennt það frá barnæsku. Ég hlýt að segja, að það var löng atburðarás sem breytti þeirri afstöðu — og einnig það, 5 sjálfu sér, að maður fer að Ihugsa sjálfstæðara með aldrin- um. í háskólanum kynnti ég mér -marxismann af mikilli alvöru og afstaða mín til hans átti ekkert skylt við nfihilisma. Ef til vill hafa einmitt kynni mín af sveuana Aiieiujewa svarar spur ningum ireuamanna. mannkynssögu. þjóðfélagsvísind- um, viðskipta og hagfræði og imarxisma, komið því til leiðar að ég fór að líta gagnrýnni aug- um á ýmislegt, sem ég sá í um- hverfi mínu, í mínu eigin landi og öðrum sósíalistískum löndum. (Því að það, sem við sáum, var ekki algerlega í samræmi við þær fræðigreinar, sem okkur voru kenndar. Seinna — eftir tfráfall föður míns — mér er óhætt að segja, að ég missti mik- ið, þegar hann féll frá, því að hann var einnig í mínum augum það yfirvald, sem gat ekki verið — ja, mér þótti afskaplega vænt um hann, ég virti hann og þegar hann var fallinn frá, missti ég trúna verulega, persónulega trú og virðingu. Seinna, já, ég verð að játa að síðustu fimmtán árin hafa allir landar mínir. — sérstaklega yngri kynslóðir en einnig min kynslóð, — orðið gagnrýnni á það, sem gerist í þjóðfélagi okk- ar, kannski vegna þess, að fólkið hefur haft meira frelsi til að hugsa, rökræða og dæma um 'hluti og atburði. Mr. Greenbaum: Kannski við Trúarlegar tilfinningar Svetlana í hopi blaoamanna 1 New York. Allir hlutu þó að finna til þess að frelsi skorti. Síðustu tfimm árin hafa einnig komið til persónulegar ástæður, að því er imig varðar. Ég hef þegar sagt 4 yfirlýsingu minni á flugvellin- um, að trúin hafi átt mikinn þátt 1 að breyta mér. Ég var formlega skirð fyrir fimm árum í grísk kaþólskri kirkju í Moskvu. Sp.: Svetlana, þér sögðuð eitt- hvað dálítið um þetta í yfirlýs- ingu yðar um daginn, var ekki Svo? Mr. Greenbaum: Kannski við getum vísað frekari spurningum um þetta til yfirlýsingarinnar — og haldið áfram. Sv. (spyrjanda) samþykkt. Sp.: Hér er spurning frá ung- frú Eckman frá „The New York Post“. „Teljið þér, að brottför yðar frá Sovétríkjunum muni hafa í för með sér einhverja hættu fyrir börnin yðar?“ Sv.: Nei, það held ég ekki, því að þau vissu ekkert um fyrir- ætlanir mínar og gátu ekkert um þetta vitað. Þau bjuggust við því, að ég kæmi aftur, alveg eins og ég bjóst við því sjálf — og ég gat auðvitað ekki — hvorki frá Indlandi né Sviss — gefið þeim upplýsingar um, að ég kæmi ekki aftur. Þau eru því á engan hátt sek og ég trúi því ekki, að hægt verði að refsa þeim fyrir neitt. Það sem aftur á móti veldur mér þungum áhyggjum er. að ég hýst við að þau muni sakna mín og fjarvera mín valdi nokkrum breytingum á lífi þeirra. Því að við lifðum góðu lífi saman, okk ur þótti mjög vænt hverju um annað. Erfið ákvörðun Það var mjög erfitt fyrir mig að ákveða að yfirgefa þau. En það var mér um megn að snúa aftur heim. Ég gat ekki haldið áfram að lifa þessu sama lífi — þessu sama gagnslausa lífi, — 'sem ég hef lifað í fjörutíu ár. Ég *vildi lifa öðru lífi, nýju lífi og ég Sagði þá við sjálfa mig „Ég vona að þau skilji mig“. ^ Sonur minn verður 22 ára I maí. Hánn er læknastúdent. Hann er nýkvæntur, svo að hann er auðvitað ábyrgur fyrir sinni ungu konu. Og hann ber lika ‘ábyrgð á systur sinni, sem er sautján ára. En ég held ekki að neitt slæmt geti hent þau — þau hafa ekki til þess unnið. Sp.: Hér kemur þá spurning tfrá Mr. Millstein frá N.B.C. News Huntley-Brinkley. „Hvaða at- burður varð til þess að snúa yður til trúarinnar? Er trú yðar bund- in formlegum trúarbrögðum eða eigið þér einungis við, að þér trúið á guð yfirleitt". Sv.: Já, það mætti segja — trú á guð yfirleitt. Ég trúi því, að öll trúarbrögð séu sönn og hin mismunandi trúarbrögð séU»* 'aðeins mismunandi leiðir til að ná til hins sama Guðs. í mínum augum er Guð aðeins afl lífs og réttlætis og þegar ég tala tun guð á ég aðeins við þá ham- ingju að lifa og njóta lífsins á jörðinni. Mér finnst, að mannkynið ætti að vera eitt — að mennirnir ættu ekki að vera sundraðir, berjast minna hver við annan. Mennirn- ir ættu að vinna hinu góða i Sameiningu. Ef til vill hef ég ekki gert mig fyllilega skiljan- lega — en í þessu felst trú mín. Ég var skírð í Moskvu í rússneskri grísk-kaþólskri kirkju, en þar með er ekki sagt, að ég taki grísk-kaþólska trú fram yfi* önnur trúarbrögð. Ég vildi aðeins tfylgja fornri venju, þeirri trúar- hefð, sem foreldrar mínir og for- feður höfðu fylgt. Ég er einnig hlynnt nú- tíma hindúisma RamaKrishna og Girikananda — og rómversk- kaþólskri trú, vegna þess, að í ISviss kynntist ég mörgu ágætu Lfólki, sem er rómversk-kaþólskr- ar trúar. Einnig er ég hlynnt þvi, Framhald á bls. 2 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.